Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. ó mónuói innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakió. Leit að einum tóni An listar engin menning, án menningar fátæk þjóð. Það má með sanni segja, að Pólýfónkórinn hafi auðgað menningarlíf okkar til muna og páskatónleikar hans hafa sett svip á páskahátíðina undanfarin ár. Ef eitthvað þarf að skera við nögl, finnst íslenzkum stjórnmálamönnum það ávallt sjálfsagður hlutur að láta það bitna á menningar- starfsemi ýmiss konar, nema því aðeins að kommúnistar hafi einhvers staðar náð tökum og geti hyglað vinum sínum og skoðanabræðrum með einhverjum hætti. En Pólýfón- kórnum hefur ekki, frekar en margvíslegri annarri frjálsri menningarstarfsemi einstaklinga, verið veitt sú aðstoð, sem hann á skilið og hann hefur ótvírætt unnið til. Um skeið munaði því minnstu, að forystumenn kórsins legðu árar í bát og hættu starfsemi hans, en þrátt fyrir mikla erfiðleika tóku þeir enn til hendi og endurreistu kórinn. Sköpunargleðin sigraði alla veraldlega erfiðleika, þó að enn eigi kórinn undir högg að sækja fjárhagslega og ástæða sé til að rétta honum hjálparhönd, svo að hann megi enn og áfram blómgast af starfi sínu og vera þess megnugur að veita eilífri trúarvissu Bachs, gleði hans og snilli inn í okkar fábreytta, en hávaðasama þjóðlíf. Það má því segja, að tónleikar Pólýfónkórsins um páskana hafi verið e.k. upprisa þessa ágæta kórs. Á söngskránni voru fögur verk og merkileg. í fylgd með Bach voru snillingar á borð við Palestrina og Mozart. Enn fengum við tækifæri til að njóta fegurðar, mikilleika og dýptar þess bezta, sem gert hefur verið í tónlist í heiminum. Megi þetta verða okkur hvatning til að rétta íslenzkum tónlistarmönnum hjálpar- hönd, hlú að ungum mikilvægum gróðri í tónlistarskólum, efla Sinfóníuhljómsveit íslands, Söngskólann, íslenzku óperuna, kammermúsíksveitina og aðra starfsemi hins frjálsa framtaks í menningarmálum, s.s. Ferðaleikhúsið o.sv.frv. Tónlist er göfgandi. Ragnar í Smára hefur sagt að músíkalskur maður geti ekki verið vondur maður. Að vísu er þetta ekki algilt frekar en annað. En við þurfum á að halda list, sem göfgar manninn, gerir hann betri; hæfari til að lifa og rækta garðinn sinn. í þúsund ár hafa bókmenntirnar gegnt þessu hlutverki á íslandi — og gera enn. Af þeim erum við stoltari en öllu öðru, sem lýtur að menningu okkar og sögu. En málaralistin hefur náð sér á strik á þessari öld og þá ekki síður tónlistin og ýmsar listgreinar aðrar. Því skulum við fagna af heilum hug. Vonandi fá allar þessar listgreinar að dafna í sátt og samlyndi um ókomna tíð og bera hróður íslenzkrar menningar langt inn í framtíðina. „Það er aðeins til einn tónn sem er allur tónninn," sagði Garðar Hólm í Brekkukotsannál. „Sá sem hefur heyrt hann, þarf einskis að biðja." Við höfum, sem betur fer, ekki heyrt þennan eina tón, sem er allur tónninn. Við getum því haldið áfram að gleðjast yfir því — að leita að þessum tón. Það er í leitinni, eftirvæntingunni, sem menn finna gleði og fullnægju, ekki í fullkomnun þess tóns, sem aldrei verður fundinn. Eða í miskunnarlausu oki frægðarinnar, sem alltof margir ánetjast eins og hverri annarri blekkingu. Við getum þakkað okkar sæla að við höfum ekki sem þjóð komizt í kynni við þessa „frægð"; þetta ok. Nóbelsskáldið líkir brennimarki þessarar frægðar við „heimsglæp" og ef því sé þrýst á enni manns, eigi hann ekkert athvarf nema í einni bæn: „Guð taktu það alt frá mér — nema einn tón.“ Við þurfum ekki að biðja slíkrar bænar. Við þurfum ekki að hafa slíkar áhyggjur sem betur fer. Við þurfum ekki að biðja um að neitt sé tekið frá okkur. Við eigum mikið, en eftir meiru er að slægjast. Þess vegna þurfum við ekki að gleðjast í fögnuði þeirrar frægðar, sem er blekkingin einber, heldur í þeirri köllun, sem krefst þess við ræktum garðinn okkar. Hann einan án brennimarks, án oks og án frægðar. Við höfum því a.m.k. ekki drýgt neinn „heimsglæp" í þessum brenglaða, dómgreindarlausa og hávaðasama heimi, sem hefur endaskipti á verðmætum eftir forskrift afvegaleiðandi tízkufyrirbrigða, viðskiptahagsmuna og fjölmiðla, sem vita í raun og veru ekki sitt rjúkandi ráð. En við skulum rækta garðinn okkar. Og þennan eina tón. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur; Víta harðlega þingmenn Reykjaneskjördæmis Á fundi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur á laugardaginn var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur haldinn í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur 14. apríl 1979 mótmælir harðlega að netaveiðar verði stöðvaðar fyrir hin hefðbundnu vertíðarlok. Fundurinn bendir á, að samkvæmt skýrslum um hagnýttan þorskafla hér við land voru Suðurnes með 12,6% árið 1978, en eftir meðaltali síðustu tólf ára ættu Suðurnes að vera með 20%. Fundurinn vill einnig benda á, að vertíðin í ár kemur út með mjög gott gæðamagn, enda gæftir með eindæmum Matthías Á. Mathiesen Tek ekki við neinum vitiim „Ég tek ekki við neinum vít- um,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, „svona málflutning- ur dæmir sig best sjálfur og er málstað Suðurnesjamanna ekki til framdráttar. Hitt er svo annað mál, að Suður- nesjamönnum er mikill vandi á höndum, og á ég ekki von á öðru en þingmenn kjördæmisins muni vera allir af vilja gerðir til að leysa aðsteðjandi vandamál." I>ingmenn Reykjaness eru of fáir „Ég er ósammála því að við höfum stæðið okkur illa í stykk- inu, en ástæða þess að við getum ekki áorkað meiru er sú, að þingmenn Reykjáneskjördæmis eru svo fáir, og þetta sýnir það að það ber brýna nauðsyn til þess að fjölga þeirn," sagði Gunnlaugur Stefánsson. „Það sjá allir að þingmenn kjördæmisins eru aðeins lítill hluti af heildarþingmannafjöld- anum,“ sagði Gunnlaugur enn- fremur, „og í engu samræmi við kjósendafjölda, og sífellt hefur hallað undan fæti, og misræmið verður meira. Landsbyggðin leggst þarna á eitt gegn Reykja- nesi og hefur það berlega komið í ljós á þinginu í vetur í ræðum þingmanna." Gunnlaugur Stefánsson Kjartan Jóhannsson „Ég tek þetta ekki til mín” „Ég tók þetta nú ekki til mín,“ sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra og einn þingmanna Reykjaneskjördæm- is, „og ég held að þetta hafi ekki verið meint þannig." Ekki við þing- menn að sakast „Mér finnst þessi gagnrýni nú ekki vera alveg sanngjörn," sagði Oddur Ólafsson. „Það er orðinn mjög mikill spenningur á milli svæða út af þessu máli, en mér finnst ekki óeðlilegt að Suður- nesjamenn séu óánægðir með þær ásakanir sem bornar hafa verið á þá undanfarið." Oddur sagðist ekki geta verið því sammála að þingmenn kjör- dæmisins létu lítið til sín heyra í þinginu um þessi mál, og sagðist hann til dæmis hafa minnst á vandamálið fimm sinnum á fund- um Alþingis frá áramótum. — „En það kann þó að vera að það hafi ekki verið eins fyrirferðar- mikið, að við höfum ekki haft eins hátt og hinir." Sagði Oddur að það væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að menn væru óánægðir með það, að nú eftir að fiskur tæki að sjást eftir margra ára fiskleysi, þá væri allt stoppað, þó ekki væri nú hægt að líta svo á að fyrst og fremst sé við þingmennina að sakast. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir þeim vanda sem fyrir dyrum væri, en jafnframt vissu þeir að vernda þyrfti þorskinn. Oddur ólafsson góðar. Fundurinn skorar á ráðamenn að kynna sér hve mikið verðmæti felst í lifur, slógi og hrognum sem kemur í land af landróðrabátum og bendir á að þessum verðmætum er öllum hent í sjó af togskipum. Fundurinn vítir harðlega þingmenn Reykjaneskjör- dæmis fyrir að mótmæla ekki þeim málflutningi í máli annarra þingmanna og í f jölmiðlum, sem er bein árás á lífsafkomu SuðurnesjamannaÁ í tilefni þessarar ályktunar sneri Morgunblaðið sér f gær til allra þingmanna Reykjaneskjördæmis, og spurði þá álits á ályktun Grindvíkinganna. Fara svör þeirra hér á eftir: Gils Guðmundsson Tek ekki und- ir togstreytu milli landshhita „Ég vil ekki segja annað en það, að ef á annað borð á að taka mark á fiskifræðingum, þá sé það óhjákvæmilegt að þessar ráðstafanir hljóta að koma við marga,“ sagði Gils Guðmunds- son. Sagðist hann þeirrar skoðun- ar, að þó fiskifræðingar væru ekki óskeikulir fremur en aðrir menn, að þá séu ekki aðrir til þess færari að segja til um hvað sé óhætt og hvað ekki. Sagðist hann ekki vilja taka undir þann söng og þá togstreitu sem of mikið hefði gengið á milli lands- hluta, þar sem menn í einum landshluta saka Suðurnesja- menn um að drepa hrygningar- þorskinn, og þeir síðan aftur ásaki Vestfirðinga og Norð- lendinga um smáfiskadráp. — Góðum máJ- stað til óþurftar „Það hefur löngum verið tómstundagaman ýmissra að hnýta í þingmenn eða að víta þá,“ sagði Ólafur G. Einarsson. „í þessu tilviki vísa ég vítum á bug, en í þeirri frávísun felst ekki samþykki á einum né neinum ummælum um Suður- nesjamenn á Alþingi," sagði Ólafur ennfremur, „en gaspur af því tagi sem fram kemur í ályktuninni er góðum málstað til óþurftar." Ólafur G. Einarsson Karl Steinar Guðnason Umræðum um þetta mál er alls ekki lokið „Ég vil bara segja það, að umræðum um þessi mál er alls ekki lokið, og þau voru tekin af dagskrá eftir stuttar umræður á þingi, og því er ekki útséð um það hvernig þingmenn kjör- dæmisins muni taka á þessu máli,“ sagði Karl Steinar Guðnason, „og einnig vil ég minna á það, að það er ýmislegt sem gerist á Alþingi, annað en það sem kemur í ræðustól á þingfundum.“ „Ekki leyst í ræðustól á Alþingi” „Það er þeirra mat,“ sagði Geir Gunnarsson, „það er alveg þeirra mál hvernig þeir vilja meta það, en ég hef ekki talið að það leysti vandann, að fjalla um það í ræðustól í þinginu heldur á allt öðrum vettvangi. — mér hefur ekki sýnst koma mikið út úr því hingað til. Annars vegar þvælt um smáfiskadráp fyrir vestan og hins vegar hrognamok fyrir sunnan, annað hef ég ekki séð koma út úr því.“ Geir Gunnarsson „Gagnrýnin á þing- mennina ósanngjörn” — segir Halldór Ibsen í Keflavík „Það leyndi sér ekki, að hér hefur verið geysilega mikill hiti í mönnum og sérstaklega hefur mönnum gramist það hvernig fjöl- miðlar hafa fjallað um út- gerðarþætti hér á Suður- nesjumÁ sagði Halldór Ibsen í Keflavík í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Halldór var fundar- stjóri á fundi Útvegs- mannafélags Suðurnesja sem haldinn var um helg- ina, en ályktun þess fundar er birt á öðrum stað í blaðinu. Fundarefni var ráðstafanir stjórnvalda um takmarkanir þorskveiða. Um eitt hundrað útvegsmenn sóttu fundinn og þar að auki sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsson, alþingismennirnir Matthías Á. Mathiesen, Geir Gunnarsson, Gils Guðmunds- son, Ólafur G. Einarsson, Oddur Ólafsson og Ólafur Björnsson. Ennfremur komu á fundinn form. L.I.U., Kristján Ragnars- son og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Albert K. Sanders. Halldór sagði, að því væri ekki að leyna að mikil gagnrýni hefði komið fram á þingmenn kjördæmisins á þessum fundi, vegna þess áróðurs sem fundar- menn töldu að hafður hefði verið uppi gagnvart Suðurnesjamönnum, í öllum umræðum um takmarkanir á þorskveiðum. .„Þessi gagnrýni er að mínu mati ósanngjörn", sagði Halldór, „og ég get bent á ýmis dæmi til stuðnings mínu máli. Til dæmis stóð Oddur Ólafsson upp á Alþingi og and- mælti skörulega þeim áróðri sem þar var hafður uppi, þessi ræða var birt í Morgunblaðinu,’ þar sem menn geta kynnt sér hana. Þá mætti nefna að í samtali við Matthías Á. Mathiesen í Morgunblaðinu á skírdag um sama efni, andmælti hann á skilmerkilegan og ákveðinn hátt þessum áróðri. Þessu vilja menn gleyma í hita leiksins þegar þessi mál eru rædd. Þannig má minna á ummæli fleiri þing- manna í.þessum dúr. Miklar umræður urðu á fundinum og í upphafi bent á, að Suðurnesjamenn hefðu ávallt viljað taka aðvaranir fiskifræðinga um sókn í þorsk- inn af alvöru. Töldu fundar- menn þær ráðstafanir, sem nú hefðu verið gerðar, um tak- markanir á sókn í þorskinn á þessu ári, þær raunhæfustu, sem enn hefðu verið gerðar í þessum efnum. Sýnt var fram á aðstöðumun til uppbyggingar í sjávarútvegi og talið að Suðurnesin og raun- ar öll byggðarlög, er byggðu afkomu sína á útgerð báta, hefðu búið við skarðan hlut. Þá töldu ræðumenn, fráleitt að skerða, sem nokkru næmi, sókn bátanna á yfirstandandi vertíð, umfram það, sem þegar hefði verið gert og lögðu áherzlu á, að þeir fengju að ljúka ver- tíðinni án verulegra skerðinga. Bentu þeir jafnframt á, að allar viðmiðanir um aflabrögð bát- anna á yfirstandandi vertíð og þeirri eindæma lélegu vertíð 1978, væru í hæsta máta ósann- gjarnar, ef vegna þess ætti að stöðva bátana nú. Halldór Ibsen sagði að lokum, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann teldi að ráðuneytinu hefði orðið á stór mistök þegar loðnuveiðiflotan- um var veitt netaleyfi á sama tíma og þeir væru með á skrif- borðinu hjá sér aðgerðir til takmörkunar á þorskveiði í net. Loðnuveiðiskipin væru sum hver búin að veiða fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir, en síðan væri þeim beitt inn á þorsk- veiðar á sama tíma og verið væri að takmarka veiðar hinna eiginlegu þorskveiðiskipa. Útvegsmannafélag Sudurnesja: Mótmælir linnulausum áróðri gegn Suðurnesjum ALMENNUR fundur í Útvegs- mannafélagi Suðurnesja, hald- inn í Stapa 14. apríl 1979, samþykkir svofellda ályktun, varðandi ákvörðun stjórnvalda um takmarkanir á þorskveiðum. Fundurinn fagnar því að loks- ins virðist eiga að gera raun- hæfar ráðstafanir til þess að takmarka sókn í þorskstofninn. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því, að fáránlegt væri að miða við það aflahrun, sem varð á síðustu vertíð á Suður- nesjum, eigi að vera viðmiðun um hlutfall fyrir bátaflotann, en metafli síðasta ár í öðrum landshlutum viðmiðun fyrir þá. Fundurinn bendir á, að togar- ar hafa flætt inn í landið, þrátt fyrir ofveiði á þorski. Það hlýt- ur því að vera sanngjörn krafa að þeim sé nú beint í vannýtta stofna, með öllum tiltækum ráðum, meðan þorskstofninn er byggður upp. Fundurinn vill ítrekað vekja athygli á því að á Suðurnesjum hefur þorskafli hrunið niður í helming af því, sem hann var fyrir nokkrum árum, á sama tíma hefur þorskafli víða marg- faldast. Þá vill fundurinn minna á, að eftir því sem fleiri fiskvinnslu- stöðvar loka á Suðurnesjum, vegna aflabrests, er í vaxandi mæli sótt eftir fólki úr öðrum heimsálfum til þess að vinna fisk víða um land. í framhaldi af framansögðu telur fundurinn engin rök mæla með því að bátaflotanum sé ekki gefinn kostur á að ljúka yfir- standandi vertíð án frekari stöðvana. Fundurinn lýsir yfir fullum vilja um samstöðu við sjávarút- vegsmenn á hinum hefðbundnu vertíðarsvæðum bátaflotans um hvaðeina, er varðar sameigin- lega hagsmuni. Að lokum lýsir fundurinn furðu sinni á þeim linnulausa áróðri, sem rekinn er í fjölmiðl- um gegn þessu svæði og báta- flotanum í heild, og í vaxandi mæli kemur fram í umræðum á Alþingi í furðulegustu myndum. (Fréttatilkynning). Hagnýttur þorskur úr afla landsmanna ne s j a , 14 . apri1 1979 . Á r : S uðurne s Grindav./ Vog ar: Hafnarfj. Kópav./ Reyk j avík: Ve s tur1 . Ak ra ne s / Stykkish . : Ve s t f. Patreksfj . / HÓlmavik: Noróurl. ve s tr a Hvaams- tangi/ S i g 1 u f j . : Norðurl. eys tra ólafsfj./ ÞÓrsh . : Austf. Bakkaf j./ Höf n : Suðu r1. Ve s t- m.ey j . / Þor - 1ák sh . : 1969 61.012 38.796 29.859 . 32.375 16.624 34.665 28.693 34.808 197o 65.998 44.238 34.715 41.177 1 o . 81 o 31.898 27.513 ' '33.198 1971 5 3 . 7 3o 3o.3o8 33.4o3 34.754 11.468 3o.787 > 27.158 26.134 19 72 53.187 24.814 36.7ol 27.488 8.242 26.495 24.467 2o.937 1973 58.433 23.69ö 34.750 •3 3. 769' 1o .265 3o.956 25.6ol 14.766 1974 43.564 18.25o 34.741 36.7o1 13.881 4 o.lo 7 24.353 21.647 197 5 43.837 24.669 36.271 47.177 17.44o 41.191' 29.680 2 3.008 1976 47.383 26.965 34.79o 52.725 17.582 43.367 31.972 25.122 1977 . 51.149 3o.39o 35.117 56.937 21.982 59.176 41 .928 27.763 1978 36.394 27.o57 34.466 61.952 21.2ol 63.048 4 0.866 20.514

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.