Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 Held bara áfram að tefla mér til ánægju -segir Ingvar Ásmundsson skákmeistari íslands 1979 „MIG óraði ekki fyrir því að ég ynni þetta núna og ég get ekki sagt að ég hafi gert mér neinar vonir um sigur fyrr en liðið var á síðustu umferðina og bæði Haukur og Björn voru búnir og staðan fór að lagast hjá mér," sagði Ingvar Ásmundsson, skákmeistari fslands 1979, er Mbl. ræddi við hann í gær eftir sigur hans á Skákþingi íslands. „Eg hef grun um að þetta sé níunda skákþingið sem ég tefli á," sagði Ingvar. Hann hefur tvisvar orðið efstur ásamt öðrum. 1973 tapaði hann af titlinum í einvígi við Ólaf Magnússon og árið eftir varð jafntefli í einvígi hans og Jóns Kristinssonar, en Ingvar tapaði á hlutkesti. „Gallinn á þessum skákþingum er hættan á að lenda í einvígi á eftir," sagði Ingvar. „Einvígi eru mikil þraut og koma þá til viðbótar mótinu sjálfu. Þetta er úrelt fyrirkomu- lag. Víða tíðkast það að menn skipti með sér titlinum, ef úrslit verða slík, eða að sigurvegarinn er reiknaður út á stigum. Ég tel að einvígi eigi ekki að tíðkast nema hjá atvinnuskákmönnun- um. Þetta eru of þungar þrautir fyrir okkur hina, sem höfum einnig um annað að hugsa." Ingvar sagðist ekki hafa í hyggju neinar breytingar varðandi taflmennskuna. „Ég hef alla tíð teflt frekar lítið á kappmótum," sagði hann. „Og á því verður engin breyting, þótt mér hafi tekizt að vinna þennan titil núna. Mín taflmennska hefur mest Ingvar Ásmundsson verið hraðskákir við kunningj- ana og ég held bara áfraní að tefla mér til ánægju á sama hátt og hingað til." Ekki hrifínn af þeim sem horf a bara til ríkisins segir Ólafur Jóhannesson vard- andi aðild rikisins „Ég er nú ekki hrifinn af þeim, sem horfa bara til ríkisins, og telja að þeir geti hlaupið undir væng þess, ef eitthvað bjátar á hjá þeim, að óðru leyti vil ég nú ekkert segja að svo stöddu", sagði ólafur Jóhannesson forsætisráð- Dr. Magnús Gíslason látinn DR. Magnús Gfslason, rektor Norræna lýðháskólans í Kungalv í Svíþjóð, lézt á heimili sfnu á annan f páskum. Banamein hans var hjartaslag. Magnús Gíslason var fæddur 25. júní 1917 á Akranesi og var því tæplega 63ja ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson sjómaður og smiður á Akranesi og kona hans, Þóra Þorvaldsdóttir. Magnús stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á ísafirði, en tók kennarapróf 1937. Síðan stundaði hann nám í Askov og nám í Háskólanum í Stokkhólmi. Magnús Gíslason kenndi víða, en varð skólastjóri Héraðsskólans á Skógum á árunum 1949 til 1954, er hann varð námstjóri gagnfræða- skólanna í Reykjavík. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Norræna^ félagsins á íslandi. Fulltrúi íslands í stjórnarnefnd Lýðháskólans í Kungálv var hann frá 1961 og tók síðar við skóla- stjórn þar. Magnús Gíslason var mikill söngmaður. Hann var kvæntur sænskri konu, Birgittu Persson frá Bollnás í Svíþjóð. ad Fiugleidum herra, er Mbl. spurði hann álits á því að ríkið gerðist stór hluthafi í Flugleiðum eins og fram kom á aðal- fundi Flugleiða fyrir skömmu. Mbl. spurði forsætisráðherra, hvort hann liti svo á að ríkið hefði einhverjar skuldbindingar við Flugleiðir vegna þáttar síns í sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða." Það er sjálfsagt rétt að ríkið hafi átt talsverðan þátt í sameiningu félaganna," svaraði Ólafur. „Það var talið að slík sameining gæti horft til hag- kvæmni í rekstri og ég tel að svo ætti að geta verið. Landssöfmm vegna jarð- skjálftanna í Júgóslavíu RÍKISSTJÓRNIN og Rauði krossinn hafa sent tvær milljónir króna til hjálpar- starfs á jarðskjálftasvæðinu í Júgóslavíu og gengst Rauði krossinn nú fyrir landssöfnun til hjálparstöðva Rauða kross Júgóslavfu á svæðinu. RKI barst í gær hjálpar- beiðni frá Alþjóðasamtökum rauðakrossfélaga og var send ein milljón króna úr hjálpar- sjóði RKÍ í gær og ríkisstjórnin ákvað að senda aðra milljón. Landsöfnun RKÍ vegna jarðsjálftanna í Júgóslavíu hefst í dag. Tímarnir hafa verið erfiðir fyrir flugrekstur og það hefur mætt á Flugleiðum sem öðrum. Þetta hef- ur ekki farið fram hjá ríkisstjórn- inni og þessi mál hafa verið rædd. Það yrði hörmulegt ef ekki tækist að halda áfram flugrekstri með sama glæsibrag og verið hefur. Auðvitað verður að halda uppi flugsamgöngum. En aðstæður hafa breytzt og það verðum við að horfast í augu við. Vonandi verður hægt að ráða við þessa erfiðleika og vonandi takast meiri sættir en virðast hafa átt sér stað þannig að sameiningin verði raunveruleg. Eins og er virðist þetta ekki hafa hristst nógu vel saman. En ég vil taka fram, að ríkis- stjórnin hefur fullan skilning á þessum vandræðum. Fleiri orð er ekki um það að hafa fyrr en það kemur eitthvað á okkar borð, sem vonandi verður þó ekki í þessum dúr." Innbrot á Staðarfelli TVEIR Skagapiltar, 17 og 18 ára, fóru vestur í Dali um helgina og á páskadag brutust þeir inn í félags- heimili á Staðarfelli og stálu þaðan búsáhöldum, borðdúkum, glösum o.fl. Lögreglan á Akranesi upplýsti málið. Séra Garðar Þorsteins- son látinn SÉRA Garðar Þorsteinsson, fyrrum prófastur í Hafnarfirði, er látinn á 73. aldursári. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða í vetur og lézt laugardag fyrir páska, hinn 14. aprfl. Séra Garðar Þorsteinsson var fæddur á Akureyri hinn 2. desem- ber 1906, sonur Þorsteins Jóns Sigurðssonar verzlunarmanns þar og síðar bankagjaldkera í Reykja- vík og konu hans, Aðalbjargar Albertsdóttur. Garðar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 og tók guðfræði- próf frá Háskóla íslands 1931. Eftir embættispróf stundaði séra Garðar framhaldsnám erlendis. Séra Garðar var sóknarprestur í Garðaprestakalli með búsetu í Hafnarfirði frá 1932 og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi frá 1954. Hann var mikill söngmaður og lengi söngstjóri Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði. Hann tók virkan þátt í félagsmálastörfum. Árið 1943 kvæntist séra Garðar eftirlifandi konu sinni Sveinbjörgu Helgadóttur. Útigangsfé á Mgvatnsafréttum Bjijrk, Mývatnssveit, 17. aprfl BÁRDDÆLINGAR fundu í gær þrjár kindur, sem gengið hafa úti í vetur í svokölluðum Breiðdal í suðurafrétt. Þetta var ær með tvö lömb, hrút og gimbur. Eigandi er Björn Ingvarsson Skútustöðum. Kindur þessar líta vel út, bæði ærin og gimbrin eru með lömbum og horn hafa runnið upp á hrútnum í vetur. Á Hlíðarhaga við Eilífsvötn hefur um langan aldur verið leitarmannaskáli. Áður fyrr var þarna búið. Þarna er mjög sumarfagrt, grænar grundir og grösugar hlíðar og silungsveiði í vatninu. Síðastliðið haust voru gerðar miklar endurbætur á skálanum og er hann nú hið vistlegasta hús. Um páskana dvöldu þarna hjónin Sigur- björn Sörensson og Hildur Jónsdóttir og sonur þeirra Haukur. Fóru þau á vélsleða norður og höfðu með sér skíði enda er þarna hið ákjósanleg- asta skíðaland. A páskadag gengu þau samfleytt í sex klukkustundir. Á heimleiðinni í dag sáu þau þrjú lömb á svokölluðum Norðurfjöllum austan Hágangna. Þegar heim kom, gerðu þau aðvart um þennan lambfund. Var fljótt brugðið við af þremur mönn- um, sem fóru á vélsleðum og sóttu lömbin. Öll voru þau héðan úr Mývatnssveit, tveir hrútar og ein gimbur. Talið er að gimbrin sé komin nærri burði. Lömbin líta öll furðan- lega vel út. Kristján Lézt af slysförum í Bangkok TUTTUGU og átta ára ísfirðing- ur, Jón Viggósson, lézt af slysför- um í Bangkok, höfuðborg Thai- lands, 4. aprfl sl. Jón féll fram af svölum á hóteli því er hann gisti á. Jón hafði í um 3 ár ferðast um Evrópu, Afríku og Asíu. Systir Jóns var rétt ókomia til Bangkok, er slysið varð, en hún ætlaði að dvelja þar með bróður sínum yfir páskana. Flutti hún jarðneskar leifar hans heim og var útför hans gerð á ísafírði laugardaginn fyrir páska. Hvalsund oghvalreki HVALUR kom inn á Súg- andafjörð í gærmorgun og synti í rólegheitun innan eyrar, en lónaði svo út aftur með útfallinu. Að sögn Halldórs Bernódussonar fréttaritara Mbl. á Suður- eyri telja menn að þarna hafi verið hnúfubakur á ferð og að hann hafi verið um 12 metra langur. Aðfall- ið hreif hann með sér inn mjótt sund og kenndi hann grunns á skeri fyrir innan eyrina, en sat þó ekki fast- ur. í fyrradag kom andanefja á fjöru vestan við Grandagarð í Reykjavík. Drapst hvalurinn þar en ekki um óalgengt að andanefjur leiti til lands vegna elli eða sjúk- dóma. Listkynn- ing í Vogum Vojtum. 17. aprfl. LISTKYNNING var haldin í félagsheimilinu Glaðheimum á laugardag og sunnudag, 14. og 15. apríl sl. Sýnd voru 90 verk eftir 17 aðila og sóttu á fjórða hundrað manns sýninguna, sem vakti mikla athygli. Á sýningunni voru verk unnin úr járni, gifsi, stáli, tré, kopar, steini og fleiri efnum og máluð með olíu, vatnslitum, einnig blýantsmyndir og fleira. Þeir sem áttu verk á sýningunni voru: Þór- unn Guðmundsdóttir, Sigrún Þórðardóttir, Margrét Pétursdótt- ir, Patricia Hant, Ásþór Guðmundsson, Valberg Helgason, Kristján Leifsson, Sveinn Guðmundsson, Guðbergur Aðal- steinsson, Kolbrún Gunnlaugs- dóttir, Viktoría Jónsdóttir, Inga Hannesdóttir, Inga Sæmundsdótt- ir, Kristján Guðmundsson, Rúna Gísladóttir, og Ásta Björk Marteinsdóttir. 011 eiga þau það sarneiginlegt að vera búsett eða að hafa búið í Vatnsleysustrandar- hreppi. Tveir sýnenda hafa stundað nám hjá Baðstofunni í Kefl'avík, einn í Bandaríkjunum og þrír við Mynd- lista- og handíðaskólann í Reykja- vík. Aðrir hafa ekkert listnám stundað. Aðeins einn sýnenda hefur haldið einkasýningu og fjór- ir tekið þátt í samsýningum. Fyrir aðra var þetta frumraun. Listkynning þessi er eitt mesta menningarframtak sem hér hefur átt sér stað síðustu árin. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.