Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 KArriNU i i r I Qsfl yí______ GRANI GÖSLARI ffí \> 'C--' Staía ég oí fljótt, fröken? Ætlar þú sjálfur að sleikja súkkulaðipottana? Hefur þú aldrei séð skýjakljúf fyrr? Til ærinnar minnkunnar Kæri Velvakandi. Málefni aldraðra hefur nokkuð borið á góma í dagblöðum undanfarið, einkum þeirra, er vistunar þarfnast utan einka- heimila. Vistun aldraðra er flokkuð eftir umhyggjuþörf þeirra, annars vegar á dvalarheimilum fyrir aldraða og hins vegar á sjúkra- stofnunum. Samkvæmt íslenskum lögum er faglærðum heilbrigðis- stéttum ætlað að stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri sjúkra- stofnana, af því fólki er vænst í senn áhuga og kunnáttu. A grund- velli fagkunnáttu hjúkrunar- fræðinga hefur nýlega sá háttur verið upp tekinn að flokka þarfir sjúkra og skrá með svonefndum hjúkrunarstigum. Þeim mun fleiri sem slík hjúkrunarstig teljast, þeim mun þyngri eru húkrunar- þarfirnar taldar hverju sinni. Slík skráning á þörfum er ekki hið sama og trygging þess að þörfunum sé eða verði sinnt, einungis er um vísbendingu að ræða, sem styðjast má við, þegar þjónustan er áætluð og skipulögð. I annan stað verður að meta framkvæmd veittrar þjónustu með því að kanna, hvort fyrrnefndum þörfum er sinnt svo viðunandi telst, og einnig hvaða kostnað sú þjónusta hefur í för með sér. Mat af þessu tagi hlýtur öðru fremur að ákvarða daggjaldaupphæðir til hjúkrunarheimila (hjúkrunar- deilda) og ætti að ráða miklu um hvaða leiðir skulu valdar í fram- tíðinni á þeim vettvangi, sem hér um ræðir. Svo virðist sem þarfir þeirra BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Næstu daga förum við yfir lausnir páskaþrautanna. í þeirri fyrstu var norður gjafari, aust- ur-vestur á hættu. COSPER Norður S. ÁKD10 H. D2 T. ÁDG73 L. 43 Vestur Austur S. 7632 S. G954 H 1086 H. Á4 T. 952 T. 108 L. G105 Suður S. 8 H. KG9753 T. K64 L. D92 L. ÁK876 COSPER 2=,rjx Ef við verðum enn gift eftir hálfan annan mánuð, getum við haldið silfurbrúðkaupsveizlu! Vestur spilaði út laufgosa í hjartasamningi. Austur tók á ás og kóng, spilaði þriðja laufi og spurt var hvort suður gæti fengið tíu slagi gegn bestu hugsanlegum brögðum varnarspilaranna. Eftir þetta upphaf virðist vörnin geta náð fjórum slögum með því, að austur spili fjórða laufi sínu þegar hann tekur á trompásinn en þá verður tromptían stórveldi. Þetta er hægt að koma í veg fyrir. Við látum tígul frá borðinu í laufdrottninguna, tökum þá ás og kóng í spaða og látum tígul af hendinni. Spaðadrottninguna trompum við, spilum tígli á gos- ann, trompum spaðatíuna og tígul- kónginn tökum við með ásnum í borðinu. Þá eru eftir fjögur spil á hendi. Norður Vestur Austur Suður H. D2 H. 1086 H. Á4 H. KG97 T. D7 T. 9 L. 76 Eftir allar þessar tilfæringar er orðið auðvelt að ljúka spilinu. Við trompum tígul með sjöinu og austur ræður ekki lengur við okkúr. Hann fær aðeins slag á hjartaásinn. Hverfi skelfingarinnar 22 ekkert mælir með því að íjar- vistarsannanir þeirra séu ósannar. En hinir liggja undir grun og sérstaklega verðum við að einbeita okkur að þess- um fimm.“ Hann rétti honum blað með nöfnum á og sfðan skundaði hann á braut að sinni. Mortensen var sammála yfir- manni sfnum f þvf að morðingj- ans var naumast annars staðar að leita en meðal fbúa f Bakka- bæjarhverfi. Eftir að seinna morðið var framið lék ekki á því nokkur vafi lengur. Eigin- maður hinnar myrtu hafði sagt að bæði hann og kona hans hefðu orðið illilega skelkuð þegar Inger Abilgaard hefði verið drepin og þeim samdist svo um að Janne opnaði ekki dyrnar undir neinum kringum- stæðum fyrir ókunnugum. Því var óhugsandi annað en Janne hefði kannast vel við morðingja sinn og opnað fyrir honum fúslega. Klukkuna vantaði tfu mfnút- ur í eitt, þegar Mortensen lögregluforingi taldi sig nú hafa lokið störfum og gat úr- vinda af þreytu haldið til síns heima. Varðmaðurinn gekk rúntinn sem honum var fyrirlagður og út að Primulavegi. Trop kveikti sér f sígarettu og neri saman kaldar hendurnar. Svo barði hann sér til hita og sneri svo við og gekk aftur sömu leið eftir dimmum veginum. Það var aðeins ljós í stöku húsi. í húsinu á horninu á Beyki- vegi og Bakkabæjarvegi hrökk Kirstcn Elmer upp með andfæl- um og uppgötvaði að ljósið í forstofunni var kveikt. Hún steig upp úr rúminu. gekk berfætt fram og slökkti Ijósið og fálmaði sig svo aftur inn í svefnherbergiö. Þegar hún hafði lagzt út af sneri hún höfðinu að opnum dyrunum og sá sér til skelfingar að enn logaði ljós f forstofunni. Ilún settist upp með rykk, vaknaði og hugsaði f sömu mund: — Já, auðvitað — þessi venjulegi draumur. Svo stirðn- aði hún upp af skelfingu. Ljós- ið logaði í raun og veru í forstofunni. Iljartað barðist ótt og títt í brjósti hcnnar er hún læddist gætilega fram að dyr- unum og lagði við hlustir. Loks herti hún upp hugann, rétti fram höndina og slökkti ljósið í auðum ganginum. Eftir að hafa hreiðrað um sig í rúminu á ný sneri hún andlitinu hægt f áttina að dyrunum. Hún hrópaði upp yfir sig þegar hún sá að ljósið var kveikt. Hún vaknaði við hrópið í sjálfri sér. Hún settist upp í rúminu og nötraði og sk:df. — Hvað í ósköpunum er að? heyrði hún Bo hvfsla úr rúmi sfnu. Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á islenzku. Hún andvarpaði titrandi. — Það er þessi viðurstyggi- legi draumur eina ferðina enn, hvíslaði hún. — Og nú dreymdi mig tvisvar að... Hún brast í sáran grát. 7. KAFLI Hún var einsömul f þessu stóra húsi. Úti heyrði hún vindinn gnauða. í opnum arn- inum datt birkikubbur niður og hún hrökk í kút. Hún leit þangað og hrukkaði ennið og ietilega lét hún náttsloppinn falla niður f sófann. í bjarman- um frá snarkandi arineldi tók Ifkami hcnnar á sig gullinn lit. llún geispaði og reis á fætur og gekk yfir gólfið og vaggaði sér í mjöðmunum. Framandlegt hljóð barst að eyrum hennar og hún nam staðar andartak og hlustaði, en svo komst hún að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið veðurhljóð. Hún gekk að stóra speglinum í gyllta ramm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.