Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 18. APRÍL1979 17 Opið bréf til bladst jórn- ar og ritstjórnar Mbl. Löngum hefur veriö talið óskyn- samlegt að svara nafnlausum skrifum manna, enda ætla ég ekki beint að gera það í þessu skrifi mínu til ykkar háu herrar. Hins vegar hefur nú birzt í blaði ykkar nafnlaus grein, sem tekið er fram að birt sé í nafni blaðsins, og er með þeim endemum, að ég má til að koma á framfæri við ykkur nokkrum athugasemdum. Þarna á ég við greinina kirkjuritið og Kohmeini í blaði ykkar þann 10. apríl síðastliðinn. í þessari grein er ráðist að mannorði eins manns, sr. Guðmundar Óla Ólafssonar, af þvílíkri dómsýki og subbuskap að það dæmir sig sjálft, hlýtur óhjá- kvæmilega fyrirlitningu hvers heiðarlegs Iesanda, og virðíst raunar í fljótu bragði geta varðað við íslenzk lög. Því ætla ég ekki að snúast til varnar mannorði séra Guðmundar, heldur benda á nokkrar ranghugmyndir sem hljóta að liggja til grundvallar slíkum skrifum og kvarta yfir þessari nafnleynd, sem hlýtur að skipa blaðinu í hóp slúðurblaða. Þegar greinin er skoðuð, er ljóst að í henni felst hrokafull bannfær- ing á skoðunum sr. Guðmundar Óla og svonefndra sálufélaga hans. Menn eru með ógnunum varaðir við að láta nokkuð slíkt sér um munn fara. Blað allra landsmanna hefur sveiflað bannfæringar- svipunni og við einfaldir þinga- Skjöldur kristindómsins í dymbilviku birtist næsta óvenjuleg forustugrein í Morgun- blaðinu. Hún var óvenjuleg fyrir illmæli, sem þar er að finna. Tilefnið er öllum þeim kunnugt, er lesið hafa endurprentun Morgunblaðsins á kafla úr „Orða- belg" Kirkjuritsins (3/1978). Var efni þessa kafla langt frá því að vera með þeim hætti, að rétt- lætanleg séu svo óskynsamleg og öfgafull viðbrögð höfundar og forustugreinarinnar. Einhvers staðar annars staðar hlýtur fiskur að liggja undir steini. Það nær ekki nokkurri átt að segja, að Kirkjuritið liggi hund- flatt fyrir málgagni kommúnista, Þjóðviljanum, vegna þess að nefnt var „trúmálaafturhald", sem trónaði á fremstu síðum Morgun- blaðsins, en Árni Bergmann talin viðræðuhæfur um mál er varða kirkju og kristni. Sem betur fer eru fleiri ritstjór- ar viðræðuhæfir. Ég nefni þar til Árna Gunnarsson fyrrum ritstjóra Alþýðublaðsins og Jón Sigurðsson ritstjóra Tímans, sem hefur bæði ritað og flutt erindi, er varða kristni og kirkju með miklum ágætum og meta margir hann mjög mikils fyrir það. Það hefur ekkert smáræði farið aflaga í hugsunarhætti manns, sem getur leyft sér að setja á blað önnur eins brigzlyrði og í forustu- grein þessari er að finna. Þar er ritstjóri Kirkjuritsins lýttur mörgum löstum og hann sagður hættulegur kristnihaldi ásamt sálufélögum sínum. Þeir munu hvorki landið erfa né nefnast Guðs synir. Hvaðan kemur þessum manni vald til slíks dómsáfellis? Hverjum er ætlað að hlakka yfir slíkum örlögum? Þetta éru þó smámunir einir miðað við að líkja honum við Khomeini og segja, að hann sé „Khomeini Krikjuritsins", að Khomeini stjórni „guðlegum fjaðrapenna Guðmundar Óla" auk þess sem guðsmenn Kirkjuritsins rækti nú ofstækið í anda Khomeinis. Getur það verið, að höfundur þessarar forustugreinar hafi verið sjálfráður og vitað hvað hann var að aðhafast með þessari sam- líkingu? Ég hygg að flestum sé það ljóst, að ofstæki Khomeinis birtist í böðulsverkum. Hver stjórnar „fjaðrapenna" höfundar? Þessi skrif minna helzt á fasistaskrif. Markmiðið virðist að niðurlægja heiðursmann og traðka á honum. Ég ætla að vart muni finnast sambærileg dæmi um níð í rituðu máli á íslandi. svo er að skilja á ritsmíð þessari, að í henni birtist afstaða Morgun- blaðsins til kirkju og kristni. Það er staðhæfing höfundar hennar. Skyldi mönnum þá ekki þykja hann ofdirfskufullur, að telja Morgunblaðið skjöld kristindóms á íslandi? Hafi sá skjöldur nokkru sinni verið í höndum þess, er Arngrímur Jónsson. forustugreinina reit, þá hefur hann með vissu kastað honurn frá sér. Það er makalaust að láta sér detta í hug, hvað þá að staðhæfa, að Morgunblaðið eða nokkurt annað blað — geti talist skjöldur kristindóms á íslandi. Ekki er vitað til, að kristni á íslandi hafi verið berskjalda áður en Morgun- blaðið kom til sögunnar. Ekki vantar að vitnað sé í ritninguna og reiðilestur Jóns biskups Vídalíns. Höfundur forustugreinar hefði betur heim- fært slíkar tilvitnanir um vonina, hógværðina, trúna, náunga- kærleika, fátækt í anda, sæluboðanir og „sá, sem er reiður er vitlaus" til sjálfs sín og hugsað sig betur um áður en hann lét þessa stefnuyfirlýsingu Morgun- blaðsins frá sér fara og hina fáheyrðu samlíkingu. Er hægt að vænta þess, að höfundur téðrar forustugreinar hafi kjark og drengskap til að taka orð sín aftur umyrðalaust og biðja afsökunar á sama vettvangi? Arngrímur Jónsson. Skuttogari til Tálknafjarðar NÝR 400 tonna skuttogari, Tálknfirðingur, kom til Tálkna- fjarðar á laugardaginn. Eigandi er Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. og sagði Pétur Þorsteinsson framkvæmdastjóri þess í samtali við Morgunblaðið, að togarinn hefði verið smíðaður í Kristians- sand í Noregi og er kaupverð hans 1124 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Pétur sagði að Tálknfirðingar hefðu fagnað nýja skipinu með hófi í samkomuhúsinu á laugar- dagskvöld. Skipstjóri á Tálknfirð- ingi er Sölvi Pálsson, stýrimaður Jón Þorbergsson og 1. vélstjóri Kristján Friðriksson. Togarinn átti að halda til veiða í nótt. prestar eigum að skilja hvað til okkar friðar heyrir. Þarna kem ég að fyrrnefndum ranghugmyndum. Höfundur greinarinnar virðist halda að allt kennivald kirkjunnar og beiting gamals kirkjuaga sé nú komið í hendur Morgunblaðsins. Ofan á þetta virðist höfundur álíta sig hafa náð styrku taki um lykla himnaríkis, þegar hann skýrlega gefur í skyn að Guðmundur Óli og t.d. ég sem sálufélagi hans getum varla vænzt þess að eiga heimvon góða i himninum. íslenzkir prestar eru nú vanir því að vera vændir um asnaskap og lítið trúmálavit. Hitt erum við óvanir að heyra að við eigum fyrir asnaskapinn að hafna í helvíti. Hvað skyldi svo þýða yfirlýsingin um að slíkir menn muni ekki landið erfa. Er í vændum einhver útlegðardómur eða eru dagar slikra manna brátt taldir? Ef til vill meinar höfundur- inn ekki nákvæmlega þetta, en hvað meinar líka maður, sem heldur því fram, að orð Jesú í fjallræðunni um það að vera Sigurður Sigurðsson fátækur í anda þýði það sama og að vera tómur í kollinum. Höfundurinn segir að Morgun- blaðið sé skjöldur kristninnar í landinu. Um það má sannarlega segja, að þá girnist þið Morgun- blaðsmenn fagurt embætti. Hins vegar vil ég upplýsa það ykkur til hugarhægðar, að kristnin í land- inu reiðir sig ekki á neina verald- lega stofnun sem skjöld sinn og verju. Kristnin á sinn skjöld og sitt sverð í Guðs orði og verki Heilags anda. Til að skiljja þessa fullyrðingu mína gæti verið gott að lesa sálm Marteins Lúthers: Vor Guð er borg á bjargi traust. Það sem höfundur á eflaust við er að Morgunblaðið hefur unA margt verið jákvæður fjölmiðill gjagnvart trúarsamfélögum. Sjálfur, hefi ég fengið ágæta fyrirgreið^lu hjá Morgunblaðinu í sambandi við starf mitt og vil nú nota tækifærið til að þakka hana þó að ég verði jafnframt að gera ykkur ljóst að ég get ekki farið að tilmælum greinarhöfundar og goldið þakkar- skuld mína með skilyrðislausri hlýðni. Ég geri mér ljóst að þetta tilskrif mitt getur orðið til þess að kalla fram nýtt bannfæringarbréf og þá fyrir mig sjálfan. Ekkert kvíði ég því og síðastur manna vil ég láta banna einum eða neinum að ausa úr sjóði hjarta síns á prenti. Hins vegar bið ég ykkur háu herrar að hugleiða það áður en þið innsiglið bréfið, hvort ekki væri rétt að höfundurinn kæmi undan brekáninu og skrifaði undir. Ég vil um leið og bréfið berst vita hvort ég á í höggi við skoðanir eins manns eða einhverrar klíku, eða hvort steininum er kastað úr glerhúsinu sjálfu við Aðalstræti. Með kærri kveðju. Sigurður Sigurðsson. Selfossi. K71 INSTANT vinnupallar Hinir velþekktu Instant ál-vinnupallar voru fyrst framleiddir árið 1947 og hafa því verið notaöir yfir 30 ár meö góöum árangri. Instant ál-vinnupallar eru settir saman úr einingum, sem vega 25 kg hver. Tvaer gerðir eru af hjólum er nota má eftir undirlagi. Samskeyti eru öll kaldpressuö, er gefa þrisvar sinnum meiri styrkleika en soöin samskeyti. Engar lausar súlur, skrúfur eöa rær. Grindin er opin og auöveldar það flutning á efni. Samsetning þaö fljótleg að tveir menn geta slegiö upp 10 m turni á hálftíma. 15 cm öryggislisti um fótpall. Einstaka hluti sem slitna, má auöveldlega skipta um. Instant ál-vinnupallar eru viðurkenndir af norska, sænska og danska öryggiseftirlitinu. Okkar vinnupallar tryggja fullkomið öryggi. OPIN GRIND SAMSKEYTI OPIN SAMSKEYTI LOKUÐ ENGAR LAUSAR STENGUR, SKRÚFUR EÐA RÆR. ÞEGAR GAFLARNIR ERU KOMNIR i LÓÐ- RÉTTA STÖOU LÆSIST HORNSTAGID MEO FJÖDUR. pfumA/on & VRL//on lw. ) /Egisgötu 10. Sími 27745.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.