Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 Sjávarútvegsráðuneyti: Netavertíö á Suður- og Vesturlandi Ijúki 30. apríl Eins og fram hefur komið hefur hefur sú ákvörðun verið tekin að stefna að Því aö Þorskafli íslendinga fari ekki yfir 280—290 púsund leatir á Þessu éri. i fréttatilkynningu frá ráöuneytinu 27. mars sl. sagði m.a. að til athugunar væri að stöðva Þorsknetaveiöar á ákveönum degi í vor meö hliðsjón af aflabrögðum á vertíðinni. Þann 10. apríl s.l. höfðu um Það bil 145 Þúsund lestir af Þorski borist að landi á árinu eða allmiklu meira en gert hafði veríð ráð fyrir og fyrri aögerðir miöaðar við. Dagbjartur Einarsson Samúat Ólafsaon Jon Jonsson Stefnt í atvinnuleysi" Með hliðsjón af Þessu hefur ráðuneytið ákveöið að fró og með 1. maí n.k. verði afturkölluð öll Þorskfisknetaveiðileyfi á svæoinu frá Eystrahorni vestur og noröur um að Horni. Afturköllun Þessi á leyfum tekur til allra béta sem veiðar stunda fyrir Suður- og Vesturlandi á vertíðinni á svaaðinu frá Eystrahorni aö Horni án tillits til Þess hvaöan peir eru gerðir út. Samkvœmt ákvörðun Þessari er síðasti veiöidagur Þessarar netavertíðar 30. apríl n.k. á svæðinu fyrir Suður- og Vesturlandi. (Tilkynning sjávarútvegsraðuneytisins frá 16. apríl). Styrjöld sjávarút- vegi og þjóðinni í heild til bölvunar — MÉR íinnast þessar ið náist ekki með þessum aðgerðir allharðar gagnvart aðgerðum, sagði Matthías. — vélbátaflotanum en hins veg- Nema þá að grípa eigi til enn Matthfaa ¦jarnason 99 — MEÐ þessum aðgerðum er stefnt beint í atvinnuleysi á Hellissandi, sagði Samúel Ólafsson sveitarstjóri á Hellissandi í' samtali við Morgunbiaðið í gær. Þaðan eru eingöngu gerðir út bát- ar, en engir togarar og að sögn Samúels hefur maímán uður oft verið drýgri fyrir netasjómenn á Snæfellsnesi en annars staðar á landinu. — Þó svo að við teljum að þessar aðgerðir fari hvað verst með okkur, þá er ekki hægt að líta framhjá því, að á öðrum stöðum við Breiða- fjörð hafa þessar aðgerðir mikil vandamál í för með sér, þó svo að þar séu togarar auk bátanna, sagði Samúel. — Á þessum stöðum er ekki að öðru að hverfa en fiskinum og með því að banna veiðar í þorskanet í maímánuði bæt- ist alveg einn mánuður við dauða tímann. Þessar aðgerð- ir eru alltof harkalegar og virðast teknar án þess að miðað sé við atvinnuupp- byggingu á hinum ýmsu stöð- um. Við munum beita öllum tiltækum ráðum til að þess- um ákvörðunum verði breytt. Júní-, júlí- og ágústmánuðir hafa undanfarið verið dauðir mánuðir eftir að grunnmið- um var lokað með útfærslu landhelginnar. Nú bætist máímánuður við þennan tíma hjá okkur. Vissulega hefur afli verið betri í vetur en var á síðustu vetrarvertíð, en þá var hann líka minni en nokkru sinni. I vetur hefur afli borizt jafnt á land og hráefnið verið mjög gott, en það er ekki hægt að miða aðeins við síðustu vetrarver- tíð, sagði Samúel að lokum. Að tilhlutan atvinnumála- nefndar Neshrepps utan Ennis var boðað til fundar með sveitarstjórn, sjómönn- um, útvegsmönnum og fisk- verkendum á Hellissandi og Rifi til umræðu um þorsk- veiðitakmarkanir og áhrif Bezt ef veiðarnar hefðu ekki byrjað aftur eftir páska - BEZT hefði nú verið ef netaveiðarnar hefðu ekki farið af stað að nýju eftir páska, sagði Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókna- stof nunar í gær er hann var spurður álits á þeim aðgerð- um, sem boðaðar hafa verið f takmörkunum á þorsk- veiðum. Sagði Jón að ráðu- neytið hefði greinilega fullan hug á að aflinn færi ekki yfir 280-290 þúsund tonn, eins og það hefði boðað. Hvort það tækist án frekari aðgerða yrði að koma í ljós síðar á árinu. Meðal fiskifræðinga kom fram að æskilegastar friðun- araðgerðir væru í formi ákveðins tonnafjðlda á hvert skip, hvern stað eða hvert svæði. Ölafur Karvel Pálsson fiskifræðingur sagði að mánaðarkvóti á hvert skip væri það æskiiegasta að sínu mati. Reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins um tak- markanir á þorskveiðum hefði greinilega verið sett með þá von að leiðarljósi að vertíðaraflinn yrði ekki eins góður og raun bæri vitni. þeirra á atvinnulíf í hreppn- um. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundurinn gerir sér ljósa grein fyrir og styður nauðsynlegar friðunar- aðgerðir til verndunar þorsk- stofninum og minnir á frum- kvæði Breiðfirskra sjómanna á friðun innanverðs Breiða- fjarðar, en við slíkar aðgerðir ber að taka tillit til hver áhrif þeirra verða á atvinnu- hætti einstakra byggðalaga og landshluta. Byggðarlögin á Snæfells- nesi byggja atvinnulíf sitt upp nær eingöngu á fiskveið- um bátaflota. Veiðimöguleik- ar þessa bátaflota á heima- miðum hafa verið tak- markaðir með útfærslu land- helgi, síldveiðibanni, rækju- banni, og fleiri aðgerðum stjórnvalda. Hluti bátaflot- ans hefur undanfarin haust sept. til nóv. veríð á síldveið- um fyrir sunnan land, og lagt þar upp meginhluta afla síns, frekari takmarkanir á veið- um þessara báta á heimamið- um umfram það sem þegar er ákveðið stefnir því atvinnu- lífi í byggðarlögum okkar í bráða hættu. Afli sem borist hefur að landi á Rifi árin 1976 til yfirstandandi vertíðar er mikið»minni enn þar barst á land á árabilinu 1972 til 1975 þrátt fyrir aukna veiðitækni og betri búnað til sóknar, fundinum þykir því ástæða til að mótmæla þeim frétta- flutningi fjölmiðla, að gera mikið úr smá aflaaukningu nú miðað við síðustu vertíð sem var sú allra lélegasta sem komið hefur. Sá fiskur sem á land hefur borist í vetur hefur verið sérstaklega gott hráefni og verið verkaður jöfnum hönd- um. Frá atvinnulegu sjónar- miði stefnir nú beint í árs- tíðabundið atvinnuleysi á þeim þéttbýlisstöðum sem byggja á sjávarafla frá báta- flota einvörðungu það er því skýlaus krafa að stjórnvöld taki fullt tillit til þessara byggðalaga í ákvörðunum sínum um takmarkanir á þorskveiðum." ar er erfitt að gera svo öllum líki, sagði Matthías Bjarna- son alþingismaður og fyrr- verandi sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi er hann var inntur álits á þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið til frekari verndunar á þorskstofninum. — Með þeim friðunar- aðgerðum, sem boðaðar hafa verið, sé ég þó ekki að heildaraflinn verði minni en hann var á síðasta ári og 280—290 þúsund tonna mark- frekari takmarkana með haustmánuðum og hvað þá um atvinnu í þessu landi. — Það er að mínum dómi hvimleitt að hlusta á þá styrjöld, sem nú ríkir innan sjávarútvegsins. Þeir sem stunda þessa atvinnugrein þurfa að standa saman og þessi styrjöld er sjávarútvegi og þjóðinni í heild til bölvun- ar. Ég held að tími sé kominn til að slíðra sverðin og brigslyrði falli niður, sagði Matthías Bjarnason að lok- um. „Lítill tilgangur í að beina flotanum á þorskveiðar með öðrum veiðarfærum" í ÁLYKTUN fundar hags- munaaðilja í sjávarútvegi frá Vestmannaeyjum er bent á að vertíðin 1978 hafi verið lélegasta vertíð í 35 ár. Þá er bent á að hlutfall þorsks í heildarafIanum sé f ár innan við 50%. Ályktun fundarins fer hér á eftir: „Sameiginlegur fundur útgerðarmanna, skipstjóra, sjómanna og fiskverkenda í Vestmannaeyjum vill taka fram í sambandi við friðunarráðstafanir á þorski og þá umræðu er farið hefur fram um málið, að fundurinn lýsir yfir stuðningi við boðaðar friðunarráðstafanir og nauðsyn þess að ekki sé veitt meira heldur en 280-290 þúsund tonn af þorski árið 1979. Hins vegar vill fundurinn lýsa sem skoðun sinni að þau skerðingarákvæði er sett hafa verið um veiði á þorsk- fiski ganga of langt á hinu hefðbundna vetrarvertíðar- svæði. Sérstaklega takandi tillit til þess að umrætt svæði hefur verið búið við geysi- Ályktun fundar útgerðarmanna, sjómanna og fiskverkenda í Eyjum mikinn aflasamdrátt undan- farin ár með þeim afleiðing- um að útgerð og fiskvinnsla á Suðvesturlandi og í Vest- mannaeyjum á við gífurlega erfiðleika að etja og er víða á svæðinu í rúst. Fundurinn vill í þessu sam- bandi benda á að vetrarvert- íðin í Vestmannaeyjum 1978 var lélegasta vertíð frá lok- um seinustu heimsstyrjaldar eða í síðastliðin 35 ár og að heildarafli báta frá Vest- mannaeyjum er ekki meira en þúsund tonnum meiri en meðaltal seinustu fjðgurra ára en heildarafli bátaflotans 15. apríl síðastliðinn var 14.200 tonn, en meðaltal seinustu 4 ára þar á undan er 13.200 tonn, sem er stórum minna en á áratugnum á milli 1960 og 1970. Rétt þykir að vekja athygli á því að hlutfall þorsks í heildaraflanum er rétt innan við 50%, en undanfarin 2 ár hefur þetta hlutfall verið nánast eins og aukning heildaraflans er mest að þakka auknum ýsuafla. Þá vill fundurinn benda á, að afkasta- og vinnslugeta fisk- verkunarstöðvanna hér í Eyjum er með því bezta er gerist á landi hér. Verkun og hagnýting aflans hefur því gengið með eðlilegum hætti og í samræmi við þá gæða- flokkun er fiskmatið gerir á hráefninu, en það er að á þessari vertíð hefur af þorski farið yfir 80% í 1. flokk. Fundurinn leyfir sér að mótmæla því að stöðva neta- veiði 1. maí næstkomandi og sér lítinn tilgang í því að beina flotanum á þorskveiðar með öðrum veiðarfærum en netum svo sem botnvörpu." Formaður Útvegsmannafélags Suðurnesja: •* Eins og rýtingsstunga í bakið" „ÞETTA er alveg eins og rýtingsstunga í bakið á okk- ur,u sagði Dagbjartur Einarsson formaður Utvegs- mannafélags Suðurnesja í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á ákvörðun sjávarút- vegsráðuneytisins um að afturkalla öll þorskneta- veiðileyfi á Suður- og Vestur- landi f rá og með 30. apríl. „Við héldum þennan fund nú um helginá til að hafa áhrif í þá átt að ekki yrði um frekari stöðvun að ræða," sagði Dagbjartur ennfremur, „en það er ljóst að orð okkar hafa verið einskis metin. Við höfðum frétt að til stæði að leyfa okkur að vera að minnsta kosti viku af maí, og vorum við óánægðir með það, en svo er skorið svona á þetta núna, þetta er allt saman dauðadæmt sýnist mér." Dagbjartur vék einnig að þingmönnum Reykjaneskjör- dæmis, sem hann sagði vera ákaflega daufa við að halda uppi vörnum fyrir útvegs- menn á þessum slóðum, „þeir eru alveg sammála þessum fuglum utan af landsbyggð- inni, og ráðherrann hefus alveg verið berskjaldaður fyrir þessum árásum, þing- mennirnir hafa lítið reynt að styðja við bakið á honum. Við erum í einu orði sagt heldur óhressir yfir þessu öllu," sagði Dagbjartur. Hann sagði að ekki væri gott að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefði á reksturinn, menn byggjust yfirleitt ekki við miklu á þessum árstíma, en þó gætu bátarnir sennilega urgað upp svona 100 til 150 lestum hver í máímánuði, ef þeir fengju að vera að eins og venjulega, út vertíðina. Sagði Dagbjart- ur að öll hús og allar vélar væru í gangi á þessum tíma hvort eð væri, og því væri lítill kostnaður því samfara að hafa opið fram í maí. Lítill kostnaður væri því af því að halda áfram í hálfan mánuð í viðbót, og svo væri þess að gæta að ekki væri í neitt annað að fara, ekki þá nema bátarnir sem færu á humar, en það yrði ekki fyrr en í lok maí sem það yrði. Að lokum sagði Dagbjart- ur: „Það er alveg viðurkennd staðreynd, að það er búið að traðka á okkur mörg undan- farin ár, hvað varðar alla fyrirgreiðslu. Þó Byggðasjóð- ur hafi loksins verið opnaður fyrir okkur, þá er það lítið nema að nafninu til, það er staðreynd. Þessi staðir úti á landi hafa setið við allt ann- að borð en við. — En það er ekki það versta, heldur er það verra að þeir tóku fiskinn líka, við hefðum haldið áfram að bjarga okkur þrátt fyrir lélega fyrirgreiðslu hins opinbera, ef við bara hefðum fengið að hafa fiskinn áfram, en nú er búið að taka hann líka."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.