Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 21 Ólafur H. Jónsson: „Kem alkominn heim í sumar" „ÉG ER búinn að ákveða mig, ég kem alkominn heim í sumar," sagði Ólafur H. Jónsson hand- knattleiksmaður hjá Dankersen, þegar Mbl. hafði samband við hann. Ólafur kvaðst ákveðinn í því að leika handknattleik eftir að hann kæmi heim en ekki kvaðst hann vera búinn að ákveða hvort hann gengi í Val aftur eða yrði þjálfari og leikmaður með einhverju öðru liði. „Það kemur ekki í ljós fyrr en í sumar hvað verður," sagði Ólafur. Ekki hafði Ólafur heyrt um það hvað aðrir íslenzkir leikmenn í Þýzkalandi ætluðu að gera, nema hvað Björgvin Björgvinsson verður örugglega a.m.k. einn vetur enn ytra. „Axel Axelsson er ekki búinn að ákveða sig ennþá og ég veit ekki hvað Gunnar Einarsson og Þorbergur Aðalsteinsson ætla að gera." Hlé hefur verið í þýzka hand- boltanum og lítið leikið. Hofweier, Groswallstadt og Gummersbach berjast um titilinn en íslendinga- liðin Dankersen og Göppingen eru í 4.-5. sæti. Dankersen er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar eftir að hafa unnið Groswallstadt 20:13. Gummersbach gaf leik sinn gegn Rintheim, leikmenn liðsins voru ekki í skapi til að spila eftir slysið í Ungverjalandi, þar sem félagi þeirra, Joacim Deckarm, slasaðist lífshættulega. Hann liggur ennþá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi þar í landi. - SS. ólafur H. Jónsson. • Skíðalandsmótið fór fram á Isafirði um páskana og tókst vel þótt ekki væri útlitið of gott fyrstu dagana vegna óveðurs. En þ'að rættist úr veðrinu og á næstu þremur síðum segir nánar frá mótinu. Geir Hallsteinsson, „Markakóngur íslandsmótsins 1979". ólafur Benediktsson, íslandsmótsins 1979". Xeikmaður Olafur og Geir verðlaunamenn Morgunblaðsins TVEIR af okkar þekktustu handknattleiksmönnum hljóta verðlaun Morgunblaðsins fyrir nýliðið íslands- mót. Ólafur Benediktsson markvörður íslandsmeist- ara Vals var valinn „Leikmaður íslandsmótsins af íþróttafréttamönnum blaðsins og Geir Hallsteinsson FH varð „Markakóngur Islandsmótsins". Þeir eru báðir mjög vel að sigurlaunum sínum komnir. komu þeir jafnir Bjarni Guð- mundsson, Val, Viggó Sigurðs- son, Víkingi, og Jens Einarsson, ÍR, með 37 stig í 13 leikjum eða 2.85 stig að meðaltali. I næstu sætum komu Geir Hallsteins- son, FH, Jón Gunnarsson, Fylki, Páll Björgvinsson, Víkingi, Jón Pétur Jónsson, Val, Atli Hilm- arsson, Val, Hörður Harðarson, Haukum, Ólafur Jónsson, Vík- ingi, Árni Indriðason, Víkingi og Erlendur Hermannsson, Vík- ingi. Olafur Benediktsson hefur ekki áður unnið til verðlauna Morgunblaðsins en hins vegar hefur Geir áður hreppt þau. Ólafur Benediktsson átti einna drýgstan þátt í því að Valsmenn unnu íslandsmeist- aratignina á handknattleik þriðja árið í röð og hann var tvímælalaust bezti maður Vals- liðsins í úrslitaleiknum gegn Víkingi á dögunum. Hann hefur sýnt mjög jafna og góða leiki í vetur bæði með Val og landslið- inu. Ólafur varð langhæstur í stigagjöf Mbl., hlaut 37 stig í 12 leikjum eða 3.08 stig að meðal- tali, sem er mjög góð útkoma. Næstur Ólafi varð Andrét Kristjánsson, Haukum, með 40 stig í 14 leikjum eða 2.86 stig að meðaltali og rétt á eftir honum Hann varð markakóngur síðast 1972 eða fyrir 7 árum og hlaut þá markakóngsverðlaunin og einnig var hann þá kjörinn „Leikmaður íslandsmótsins". Geir skoraði 95 mörk í 14 leikj- um á nýloknu Islandsmóti. Næstir komu Stefán Halldórs- son, HK, 79 mörk (13 leikir) og Hörður Harðarsson 79 mörk (14 leikir). Atli Hilmarsson Fram skoraði 72 mörk í 14 leikjum og þeir Gústaf Björnsson, Fram og Viggó Sigurðsson, Víkingi. 71 mark í 13 leikjum. Jón Pétur Jónsson, Val, kom næstur með 67 mörk í 13 leikjum. Verðlaunin verða afhent í haust, en þá afhendir Mbl. verð- laun til handknattleiksmanna, knattspyrnumanna og körfu- knattleiksmanna, en verðlaun fyrir þá íþróttagrein verða nú veitt í fvrsta skipti. - ss. „Fæ vonandi að leika áfram á miðjjunni" „í SÍÐUSTU leikjum hel ég fengið ab iara moira inn á miðjuna en aAur og par finn eg mig miklu belur en a kantinum. Mér hefur gengiö vel að skora í peasari atöou svo eg vona ao eg fái ao spreyta mig par áfram," sagði Pétur Pétursson knattspyrnu- kappi pegar Mbl. hafði tal af honum úti í Rotterdam í Hollandi á ménu- dagskvöldiA. Pétri og félagí hans Feyenoord hefur gengi6 allt i haginn upp a aíAkastiA, félagíA lek tvo leiki um helgina og vann pa baoa, 2:0 fyrst og síoan 3:0, og af pessum 5 mörkum skoraoi Pétur 3 og hefur nú skoraö 7 mðrk í hollensku úrvalsdeildinni sem er afbragðsgott hjá nýjum manni í deildinni. Báöir leikir Feyenoord um heigina voru gegn MVV Maastricht og var sá fyrri á útivelli á laugardaginn og sá seinni á heimavelli á mánudaginn. „Ég skoraöi baeði mörkin á laugar- daginn," sagöi Pétur. „í fyrra markinu fékk ég stungubolta inn fyrir vörnina og skoraöi framhjá úthlaupandi markmanninum og seinna markiö hafði svipaöan aödraganda. Stungu- bolti kom inn fyrir vörnina og ég náöi honum og átti bara eftir úthlaupandi markmanninn. í staöinn fyrir aö skjóta stoppaöi ég boltann og vippaöi honum svo rólega yfir mark- manninn og í markið Þetta var nokkuð skemmtilegt mark." Pétur sagöi aö 30 þúsund manns heföu komið á völlinn á mánudaginn þegar Feyenoord lék á heimavelli viö þetta sama lið. Feyenoord vann 3:0 og hefði getað skorað fieiri mðrk, m.a. brenndi Jan Peters af víta- spyrnu. Wim van Tili skoraöi fyrsta markið en Pétur skoraöi síðan annaö markið í seinni hálfleik. Peters haföi skotið að markinu, markvörðurinn varið en boltinn barst til Péturs sem þakkaöi gott boö og skoraöi. Jan Peters skoraöi síðan þriöja markið. Pétur sagði aö Jan Peters væri alnafni hins fraaga landsliðsmanns, en sá leikur með AZ '67. Peters þessi, sem er 24 ára gamall, var keyptur til Feyenoord í haust og hefur síöan átt hvern stórleikinn eftir annan og er nú kominn í hollenska lands- liðshópinn. Hafa þeir tveir Pétur og Peters skipzt á um aö leika á miðjunni og kantinum í síðustu leikjum. Feynoord er nú komið í 2. sæti á eftir Ajax. Feyenoord hefur 36 stig en Ajax 39 stig. „Við eigum eftir aö leika við öll toppliðin á heimavelli og eigum því talsveröa möguleika. Viö spilum Pétur skoraöi 3 mörk um helgina viö Ajax um aðra helgi. 29. apríl, og verður það örugglega þrumuleikur," sagöi Pétur. Hann kvaöst vera mjög ánægður með dvöl sína hjá Feyenoord, hann væri kominn í mjög góða æfingu en aftur á móti væri hann ekki búinn að venjast enn þeirri hörku, sem viögengist í hollensku knattspyrn- unni. „Við spilum geysilega mikið og maður er því orðinn nokkuð þreyttur. Þegar viö spilum ekki í deildinni eru oft spilaðir vináttuleikir og t.d. eigum við aö spila viö portúgalska landsliö- iö annaö kvöld (þriðjudagskvöld). Þegar keppnistímabilinu lýkur í júní veröur farið í keppnisferö til Banda- ríkjanna og Kanada en síöan fáum viö frí í 3—4 vikur og þá ætla ég að vera heima á íslandi og slappa af," sagöi Pétur aö lokum. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.