Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 • Islandameistarar Vals. Fremri röð frá vinstri: Gíali Arnar Gunnaraaon, Bjarni Guomundason, Ólafur Bene- diktsson, Stefán Gunnaraaon, Brynjar Kvaran, Steindór Gunnars- son og Pétur liosstjóri. Aftari röð: Þórður Sigurðsson, formaður handknattleikadeildar, Björn Björnsson, Jón H. Karlsson, Jón Pétur Jónsson, Þorbjðrn Jens- son, Þorbjörn Guðmundsson, Karl Jónsson og loks þjálfararnir Gunn- steinn Skúlaaon og Hilmar Björns- son. Lokastaöan LOKASTAÐAN í 1. deild karla varð bessi: Valur 14 12 1 1 268:223 25 Vfkingur 14 11 1 2 334:272 23 FH 14 6 1 7 285:288 13 Haukar 14 Fram 14 ÍR 14 HK 14 Fylkir 14 i \m 11 m ki r. VALSMENN sigruðu Vfkinga verðskuldað 21:17 í bezta handboltaleik vetrarins og tryggðu sér þar með íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Það var sorglegt að annað hvort liðið varð að tapa leiknum því enginn mótmælir því að þarna mættust tvö langbeztu lið landsins. Það féll í hlut Víkinganna þriðja árið í röð að taka við silfurverðlaununum og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá þeim í leikslok. Þessi tvö lið mætast að nýju í bikarkeppni HSÍ innan skamms og þá munu Víkingarnir væntanlega reyna að koma fram hefndum. 5 3 6 298:307 13 5 1 8 275:313 11 4 2 8 264:281 10 3 3 8 250:269 9 2 4 8 250:271 8 Markhæstu menn: Geir Hallsteinsson FH Stefán Halldórsson HK Hbrður Harðarson Haukum Atli Hilmarsson Fram Gústaí Björnsson Fram Viggó Sigurðsson Vfking Jón Pétur Jónsson Val 95 79 79 72 71 71 67 Fyrir leikinn var um það rætt hvort reyndist vega meira þegar á hólminn væri komið sterkur sókn- arleikur Víkinganna eða sterkur varnarleikur og góð markvarzla Valsmanna. Það síðarnefnda vó þyngra þegar á reyndi og þar munaði mestu um markvörnina hjá Ólafi Benediktssyni. Mark- verðir Vals vörðu í leiknum 15 skot, þar af tvö vítaköst, Ólafur varði 14 skot og Brynjar eitt en markverðir Víkings vörðu til sam- ans 9 skot, þar af Eggert 5 skot en Kristján 4 skot. Þegar haft er í huga að mörgum skotanna sem Ólafur varði voru í mjög opnum færum er óhætt að fullyrða að markvarzla Ólafs Benediktssonar hafi vegið hér þyngst þótt Valslið- ið í heild hafi átt afbragðs leik. Víkingsliðið lék einnig mjög vel lengst af en leikmenn misnotuðu nokkur opin færi og gerðu fleiri mistök en andstæðingarnir. Fyrr er getið frammistöðu Ólafs Benediktssonar en ásamt honum var Þorbjörn Jensson bezti maður liðsins, gífurlega sterkur í vörn- inni og mikilvægur í sókninni líka. Þorbjörn hefur átt misjafna leiki í vetur en nú þegar mest á reynir á hann algjöran stjörnuleik. Það hefur gerzt áður að Þorbjörn hafi slegið í gegn í mikilvægum leikjum og er þess skemmst að minnast, að í fyrra skoraði hann sigurmark Vals gegn Víkingi í úrslitaleik íslandsmótsins en það mark færði Val íslandsmeistaratitilinn. Auk þeirra tveggja er ástæða til að geta frammistöðu Jóns Péturs, Þorbjarnar Guðmundssonar, Stef- áns og Bjarna en þessir fjórir leikmenn léku stór hlutverk í Valsliðinu bæði í vörn og sókn og stóðu sig mjög vel. Þorbjörn Guð- mundsson hefur eins og nafni hans Jensson átt misjafna leiki í vetur en þarna átti hann toppleik eins og aðrir félagar hans. Víkingsliðið lék eins og áður hraðan og lipran sóknarleik en varnarleikur liðsins var ekki eins góður og hjá Valsmönnum og sömuleiðis stóðu markverðirnir báðir langt að baki Ólafi í Vals- markinu. Að þessu sinni var Viggó Sigurðsson langbeztur i Víkings- liðinu og sá eini, sem virkilega fann leiðina framhjá Ólafi mark- verði. Var Viggó í sérstakri gæzlu í seinni hálfleiknum en skoraði samt 4 mörk í þeim hálfleik. Mikið mæddi á Páli Björgvinssyni í þessum leik en honum brást boga- listin æði oft og það í dauðafærum. Sigurður Gunnarsson og Einar Magnússon voru meiddif og því lítið notaðir. Má í því sambandi benda á að Valsmenn hafa verið svo heppnir að hafa getað teflt fram nær óbreyttu liði ár eftir ár og er styrkur liðsins ekki því síst að þakka. Á sama tíma hafa Víkingar orðið fyrir mikilli blóð- töku t.d. hafa horfið frá liðinu á einu ári 5 af fastamönnum þess í fyrra þar af þrír lykilmenn, Olafur Einarsson, Björgvin Björgvinsson og Þorbergur Aðalsteinsson, og Sigurður Gunnarsson hefur verið meiddur seinni part vetrarins. Þetta atriði vegur ekki svo lítið þegar árangur Valsliðsins er met- inn, það að geta teflt fram góðu og samæfðu liði þar sem litlar sem engar breytingar verða ár eftir ár. Vegna þess hve Morgunblaðið fór snemma í prentun miðvikudag fyrir páska var eigi hægt að koma úrlistum leiksins í blaðið fyrir páska. Leiknum hafa verið gerð rækileg skil í fjölmiðlum og er því ekki ástæða til þess að rekja gang hans í smáatriðum. Valsmenn tóku strax forystuna og héldu henni til loka. Munurinn var 1—3 mörk venjulega og tveggja marka sigur Vals hefði verið sanngjörn- ust úrslit í þessum skemmtilega leik, sem Gunnlaugur Hjálmars- son og Karl Jóhannsson dæmdu mjög vel. Áhorfendur voru um 3000 og mikil stemmning í Laugar- dalshöll. - SS. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið, 1. deild, Valur — Víkingur 21:17 (11:9). Laugardalshöll 11. apríl. Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 5 (2v), Jón Pétur Jóns- son 5, Þorbjörn Jensson 4, Jón Karlsson, 2 (1 v), Bjarni Guð- mundsson 2, Stefán Gunnarsson 2 mörk. Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 9 (2 v), Steinar Birgisson 3, Páll Björgvinsson 3 (1 v), Ólafur Jóns- son 2 mörk. Varin vítaköst: Ólafur Bene- diktsson varði víti Páls Björgvins- sonar í s.h. og Brynjar Kvaran varði víti Viggós Sigurðssonar í s.h. Brottvísanir af leikvelli: Þor- björn Guðmundsson rekinn af velli í 2x2 mínútur og Stefán Gunnars- son rekinn af velli í 2 mínútur. • Stefán Gunnarsson sækir að marki Víkings. Eins og sjá má var Laugardalshöllin troðfull. Valur: Ólafur Benediktsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Gísli Arnar Gunnarsson 2, Steindór Gunnarsson 2, Stefán Gunnareson 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Jón H. Karlsson 2, Jón Pétur Jðnsson 3, Þorbjorn Jensson 4, Brynjar Kvaran 2, Vikingur: Eggert Guðmundsson 2, Steinar Birgisson 3, Ólafur Jónsson 3, Skarphéðinn Óskarsaon 1, Pall Bjðrgvinsson 2, Erlendur Hermannsson 3, Árni Indnðason 3, Sigurður Gunnarsaon 1, Viggó Sigurðsson 4, Kristjan Sigmundsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.