Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 13 Sjö stelpur í Garðinum Garði 11. apríl LITLA leikfélagið frum- sýndi sl. sunnudag leikritið Sjö stelpur við mög góðar undirtektir gesta sem troð- fylltu samkomuhúsið. Þótti sýningin takast með ágætum og voru leikarar og leikstjóri hyllt- ir í leikslok. Voru leik- stjóranum Sigmundi Erni Arngrímssyni færð blóm og páskáegg. Mörg stór hlutverk eru í leiknum en tvö stærstu hlutverkin eru í höndum Ástu Magnúsdóttur og Ingu Stefánsdóttur. Aðrir leikarar eru: Kristín Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Jóhanna Helgadóttir, Guðný H. Jóhannsdóttir, Sigfús Dýr- fjörð, Guðrún Steinþórs- dóttir, Sigurjón Kristjáns- son, Þórarinn Eyfjörð og- Hólmberg Magnússon. Þetta er þriðja verk Litla Asta Magnúsdóttir í hlutverki Barböru Nilson. Sjö stelpur — Frá vinstri: Ásta, Inga, Jóhanna, Þórný, Ingibjörg, Kristín og Guðný. leikfélagsins í vetur og er starf félagsins í miklum blóma. Leikritið Sjö stelpur er nokkuð langt og stendur sýningin í tæpa tvo og hálfa klukkustund. Fréttaritari. Sumar- dagurinn fyrsti ÁRBÆJARSÓKN Fermingarmessa í safnaðar- heimilinu kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. FELLA- OG HÓLASÓKN: Fermingarmessur í Bústaða- kirkju kl. 11 árd. og ki. 2. síðd. Séra Hreinn Hjartarson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sumarfagnaður kl. 20.30. Að samkomu lokinni veitingar sem Heimilissambandssystur taka þátt í. GARÐAKIRKJA: Skátaguðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Fermingarmessa í kapellunni í Hrafnistu kl. 10 árd. Fermingarmessa í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 14. Séra Sigurður H. Guðmundsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Skátaguðsþjónusta kl. 11 árd. Frú Jóhanna Kristinsdóttir talar. Skátar aðstoða. Sóknar- prestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Kirkjuvígsla kl. 14. Biskup ís- lands, hr. Sigurbjörn Einars- son, vígir kirkjuna og flytur vígsluræðu. Vígluvottar sr. Björn Jónsson, Friðrik Valdimarsson, Birna Gísla- dóttir og sr. Bragi Friðriksson. Séra Ólafur Oddur Jónsson. Prentvillur í páskablaði í VIÐTALI við Astrid S. Hannes- son í páskablaði urðu þrjár prent- villur. Svo sem sjá má á um- mælum í textanum átti að standa í millifyrirsögn: Nú opnað fyrir Kóka-kóla, svo fyrir Jesúítum (ekki Jesú). Þá hafði Astrid S. Hannesson verið forstöðukona á Hrafnistu í 13 ár — ekki 15. Og loks var ruglingur í síðustu setningunni. Atti að standa: Það er gott að eldast, þegar maður finnur að enn er tekið við á hverjum degi! Ekki „talað við," eins og stendur í blaðinu. FRONSK VIKA á la Frangaise 17-25 APRÍL 1979 Kvikmyndir í Regnboganum Bílasýning og Vórukynning í Sýningahöllinni Frönsk matreiósla Franskir listamenn Frönsk ferðakynning á Hótel Loftleióir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.