Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979
Skíðalandsmótið frh. »>«>
Sveit Akureyrar 221.15.
Sveit ísafjarðar 234.73
A sama tíma og flokkasvigið var
fór fram keppni í 30 km göngu 20
ára og eldri og 15 km göngu 17 til
19 ára. Einnig var í fyrsta skipti
keppt í göngu kvenna og áttu þær
að ganga 5 km. Ekki voru þær
margar sem vildu leggja á sig
labbið og voru aðeins þrjár stúlkur
mættar til leiks. Allar frá Isafirði.
Varð Anna Gunnlaugsdóttir
þeirra hlutskörpust og því fyrsti
Islandsmeistari kvenna í skíða-
göngu. Gekk hún á 23.50 mín. Ekki
voru Ólafsfirðingar síður sigur-
sælir þennan daginn og sigraði
Haukur Sigurðsson í 30 kílómetr-
unum, en bræðurnir Gottlieb og
Jón í 15 kílómetra göngunni.
Haukur hafði allmikla yfirburði í
göngunni og var hann réttum sex
mínútum á undan næsta manni,
Magnúsi Eiríkssyni frá Siglufirði.
Sagði Haukur þá Ólafsfirðinga
æfa stíft, eða tvisvar sinnum á
hverjum degi auk þess sem þeir
stunduðu langhlaup yfir helgar.
Hafa þeir m.a. hlaupið til Siglu-
fjarðar og til annarra nærliggj-
andi byggða.
30 km ganga
20 ára og eldri.
1. Haukur Sigurðsson Ól. 92.20
2. Magnús Eiríksson Sigl. 98.20
3. Trausti Sveinsson
Fljótum 98.25
4. Halldór Matthíasson
Reykjav. 99.43
5. Kristján R. Guðmundsson
ís 105.28
15 km ganga 17 til 19 ára
1. Gottlieb Konráðsson
Ól. 42.48
2. Jón Konráðsson Ól. 45.14
3. Jón Björnsson ís. 46.12
4. Hjörtur Hjartarson ís. 48.55
5. Ingvar Ágústsson ís. 50.20
í samræmdum greinum urðu
úrslit þessi:
Alpatvíkeppni kvenna.
1. Steinunn Sæmundsdóttir Rvík.
2. Ása H. Sæmundsdóttir Rvík.
3. Guðrún Leifsdóttir Ak.
Alpatvfkeppni karla.
1. Haukur Jóhannsson Ak.
2. Karl Frímannsson Ak.
3. Sigurður J. Jónsson ís.
Norræn tvíkeppni
20 ára og eldri.
1. Björn Þ. Ólafsson Ól.
2. Þorsteinn Þorvaldsson Ól.
3. Haukur Snorrason Ól.
17 til 19 ára.
1. Gottlieb Konráðsson Ól.
2. Valur Hilmarsson Ól.
Tvíkeppni í göngu.
20 ára og eldri
1. Haukur Sigurðsson Ól.
2. Magnús Eiríksson Sigl.
3. Trausti Sveinsson Fljótum.
17 til 19 ára.
1. Gottlieb Konráðsson.
2. Jón Konráðsson.
3. Jón Björnsson Is.
Verðlaunaafhending fór fram á
páskadagskvöld í hófi sem Bæjar-
stjórn ísafjarðar hélt. Það voru
Ólafsfirðingar sem flest fengu
gullin, eða samtals 11. Steinunn
Sæmundsdóttir færði Reykvíking-
um 3 gull auk þess sem það fjórða
bættist við fyrir flokkasvigið. ís-
firðingar fengu tvö í sinn hlut og
Akureyringar 1. Ólafsfirðingar
mega því vera ánægðir eftir vel
heppnað landsmót.
Á annan páskadag fór að lokum
fram keppni í aukagrein mótsins,
skiðagöngu 35 ára og eldri. Þar
varð hlutskarpastur Páll Guð-
björnsson frá Reykjavík og fylgdi
bróðir hans Hermann á eftir í
annað sætið. Var elzti keppandinn
61 árs gamall, en það var Ásgeir
Sigurðsson, ísafirði.
Þar með er lokið þessu 41.
Skíðamóti Islands, sem þrátt fyrir
að illa horfði framan af, hefur
farið hið bezta fram. Þeir voru
ekki öfundsverðir sem áttu að sjá
um framkvæmd mótsins þegar
snjóaði og blés, en þeim tókst með
miklum dugnaði að leysa alla
erfiðleika og ef litið er yfir farinn
veg er ekki annað að sjá en að vel
hafi tekist.
Siggi Gríms.
• Veður setti svip sinn á göngukeppnina fyrsta daginn.
• Sigursveit ísfirðinga í flokkasvigi karla. Frá vinstri: Sigurður Jónsson, Valdimar Birgisson, Gunnar Jónsson
og Einar Valur Kristjánsson.