Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Matthías Bjarnason um mógrafir stjörnarliðsins: „Einn mokar upp á bakk- ann - annar ofan í aftur Þegar þingflokkur Alþýðuflokksins missti málið ii HÉR FARA á eftir örfá efnisatriði úr ræðu Matth- íasar Bjarnasonar, 1. þm. Vestfirðinga, við síðustu umræðu um efnahagsfrum- varp forsætisráðherra, en umræður um frv. í neðri deild Alþingis vóru all- harðar á köflum og krydd- aðar bæði glettni og bar- áttugleði. Mógrafir stjórnarliðsins Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að andstaða sjálf- stæðismanna við efnahagsfrum- varpið hefði ekki verið hörð. Þessi niðurstaða er e.t.v. skiljanleg í munni forsætisráðherra, sem setið hefur undir hávaðaroki og rifrildi um þetta frumvarp á stjórnar- heimilinu mánuðum saman. Mál- efnaleg gagnrýni stjórnarandstöðu er honum önnur í eyrum en sam- búðarsöngur samstarfsflokkanna. Ég get einnig tekið undir þá áskorun okkar ágæta forseta, Gils Guðmundssonar, þegar hann skor- aði á stjórnarliða að koma upp úr mógröfum efnahagsmálanna og fara að sinna vorverkunum. Vinn- an í mógröfum stjórnarliðsins hefur verið með þeim hætti, að það sem einn flokkurinn hefur kastað upp á bakkann, hefur hann fengið í hausinn aftur frá samstarfsaðila. Þeir eru því nokkuð subbulegir útlits stjórnarliðar þegar okkar varfærni forseti hvetur þá til að binda enda á svoddan móverk. Sigurvegarar í skjóli hins sigraóa Sigurvegarar síðustu kosninga, Siglufjörður Til sölu fokhelt einbýlishús með tvöföldum bílskúr á góöum staö á Siglufiröi. Hugsanleg skipti á íbúð á Reykjavíkursvæoinu. Uppl. í síma 76203 (R-vík) eöa í síma 96-71405 (Sigluf.). Tilkynning um lóöahreinsun í Reykjavík, vorið 1979 Samkvæmt ákvæöum heilbrigöisreglu- geröar, er lóöaeigendum skylt aö halda lóöum sínum hreinum og þrifalegum og aö sjá um aö lok séu á sorpílátum. Umráöamenn lóöa eru hér meö minntir á aö flytja nú þegar brott af lóöum sínum allt sem veldur óþrifnaöi og óprýði og hafa lokiö því eigi síöar en 14. maí n.k. Aö þessum fresti lionum veröa lóöirnar skoöaöar og þar sem hreinsun er ábóta- vant veröur hún framkvæmd á kostnao og ábyrgö húseigenda, án frekari viö- vörunar. Þeir sem kynnu aö óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnaö, tilkynni þaö í síma 18000 eöa 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga viö Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00—21.00 Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í umbúöum eöa bundiö. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð viö starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, aö óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgö sem gerast brotlegir í því efni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, gátu hvorugur unað hinum forystu í ríkisstjórn. Þess vegna leituðu þeir til formanns Fram- sóknarflokksins, sem minnstur kom út úr kosningunum. Hann var beðinn að vera húsbóndi á stjórn- arheimilinu, svo skemmtilegt hlut- verk sem það hefr nú verið honum. „Verkalýðsleiðtogi" Alþýðu- flokksins, maðurinn sem kemur við í pylsuvagninum þegar hann er búinn að snæða á Borginni, hélt því fram hér áðan, að fiskiskipa- stóllinn hafi verið kominn í rekstr- arlega stöðvun þegar hann var kjörinn á þing. Sannleikur málsins er hins vegar sá, að rekstrarhorfur fiskiskipa, á heildina litið, hafa ekki um langt árabil verið betri en á sl. hausti. Hitt er rétt, að fiskvinnslan stóð höllum fæti. Það átti fyrst og fremst rætur í þeim T xjsatva FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Einbýlishús í Hafnarfirði. 6 herb. Auk þess er í húsinu einstaklingsíbúö. Ræktuð lóö. Einbýlishús 3ja herb. í vesturbænum, sem þarfnast standsetningar. Laust strax. Viö Miðbæinn 4ra herb. nýleg íbúð á 3. hæð í steinhúsi. (Efsta hæð). 3 svefn- herbergi, suöursvalir. Borgarholtsbraut 4ra herb. nýleg og vönduð jaröhæö. Sér hiti. Sér inngang- ur. Ræktuö lóð. Helgi Olafsson, löggiltur fasteignasali, kvöldsími 21155. Einstaklingsíbúö á 2. hæö viö Njálsgötu. Laus strax. Verð 3 milj. Hraunbær 2ja herb. falleg íbúð á 2. hæð viö Hraunbæ. Suöursvalir. Laus 1. sept. 3ja herb. m. bílskúr 3ja herb. falleg og rúmgóö íbúö á 1. hæö viö Æsufell. Bílskúr fylgir. Sérhæð 4ra herb. falleg íbúö á 1. hæð á Högunum. 110 fm. Sérinngang- ur. Sérhiti. Bílskúr. Selásblettur ca. 130 fm. íbúðarhús með bílskúr og miklum útihúsum og hálfum hektara lands. Skipti óvenju falleg og vönduð 4ra herb. íbúð í Kópavogi í skiptum fyrir stærri eign með 4—5 svefnherbergjum og bílskúr eöa bílskúrsrétti. Seljendur athugið Höfum fjársterka kaupendur að 2ja — 6 herb. íbúðum, sérhæö- um, raðhúsum og einbýlishús- um. í mörgum tilfellum getur verið um makaskipti að ræöa. Málflutnings & L fasteignastofa Jkgnar eústafsson. hrl. ] Haínarstrætl 11 Slmar 12600. 21750 Utan sknfstof utíma — 41028. „skemmdarverkum í þjóðfélaginu á sl. vori og sumri", sem „sjálf- skipaðir landsfeður unnu". Það vóru mennirnir, sem börðust fyrir „samningum í gildi", eins og það var kallað, stöðvuðu útflntning landsmanna og börðust gegn lög- gjöf, sem þá var sett til að hamla gegn verðbólgu og tryggja at- vinnuöryggi. Verðbólgan komst niður í 25% um mitt ár 1977, áður en „árangur" af baráttu núv. stjórnarflokka tveggja hitaði undir henni á ný. Nú telja þeir hófuðverkefni sitt, þegar þeir mega vera að líta upp úr innbyrðis baráttu, að kveða niður þann dýrtíðardraug, er þeir sjálfir vöktu upp. Lögfesting 40% veröbólgu Það virðist ætlun þessara „bar- áttumanna" að lögfesta 35— verðbólgu í ár. Það hlýtur að hryggja einlægan vinstri mann, eins og Gils Guðmundsson, að horfa upp á, hvernig að verðbólgu- viðnámi er staðið með öfugum klónum. Og nú er ekki einungis búið að lyfta launaþakinu. Það er hreinlega fokið af. Það var árang-- ur þess slyss, er vinstri meirihluti tók völdin í höfuðborginni. Ég vil ekki taka undir það með hæstvirt- um forsætisráðherra, að þar hafi Guðrún Helgadóttir, borgarfull- trúi, ráðið ein stefnumörkun. Þar hljóta fleiri að hafa komið við sögu. Og sameiginleg er ábyrgð vinstri flokkanna í þeirri þaklyft- ingu, sem varð forsendan í dómi kjaradóms síðar. Og nú koma þessir blessaðir englar með laga- frumvarp, hvar stendur, grunn- kaup þetta skal haldast óbreytt unz nýir kjarasamningar hafa verið gerðir. Ákvæði þessara laga breyta í engu rétt til samninga, hvorki um grunnlaun né verðbæt- ur á laun. Og samtímis er staðið í því að ein „láglaunastéttin", flug- menn, hækka mánaðarlaun sín um þetta 50—210 þúsund krónur, eftir starfsaldri. Við þessar aðstæður væri rétt að viðurkenna og segja: Þetta frum- varp hefur verið svo útþynnt að það kemur í engu að gagni. Rétt er að taka það aftur að huga að marktækari aðgerðum. Stjórnar- flokkarnir eru í raun allir jafn hundóánægðir með frv. í þeirri óánægju náðu karlar saman loks- ins. Frá aðalfundi Sparisjóðs vélstjóra. Aðalfundur Sparisjéðs vélstjóra; Innstæðuaukning frá fyrra ári varð um 70% AÐALFUNDUR Sparisjóðs vél- stjóra var haldinn fyrir nokkru og í skýrslu Jóns Júlíussonar forntanns stjórnar er hann flutti á fundinum kom fram, að rekstur hefði gengið vel á sl. ári, umsvif vaxið ört og nýjum viðskiptavinum farið fjölgandi. Mætti rekja vöxt hans m.a. tiJ Hafnarfjöröur til sölu m.a. Víðihvammur 120 ferm. íbúð ásamt bílskúr, tilboö óskast. Suöurgata 5 herb. íbúö í skemmtilegu timburhúsi sem er í mjög góðu ástandi. Bílskúr fylgir. Hrafnkell Áageirsson, hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði, sfmi 50318. þess, að hann fluttist á árinn í nýtt húsnæði að Borgartúni 18. Vaxtatekjur námu 252 m.kr. og hækkuðu um 132 m.kr. og námu aðrar tekjur 32,6 m kr. og hækkuðu um 114% frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður hækkaði um 31 m.kr. eða 73,3%, en rekstrar- afkoma var góð og var hagnaður fyrir afskriftir 24 milljónir. Innstæður námu í árslok 1.367 m.kr. og er aukningin 62,9% frá fyrra ári og var mest aukning á vaxtaaukareikningum eða um 146%. Heildarútlán námu í árs- lok 844 m.kr. og jukust um 66%. Mestur hluti útlána er í formi víxla og voru alls 13.000 víxilaf- greiðslur á árinu, en þeir eru jafnt og þétt að þoka fyrir vaxtaaukalánum, er námu í árs- lok 234 m.kr. og höfðu aukizt frá fyrra ári um 237 m.kr. Innstæða sparisjóðsins hjá Seðlabanka nam kr. 417 milljón- um og jókst frá fyrra ári um 183 m.kr. Lausafjárstaðan var góð þrátt fyrir mikla útlánaaukn- ingu. Stjórn sparisjóðsins skipa Jón Júlíusson formaður, Jón Hjalte- sted og Emanúel Morthens. Sparisjóðsstjóri er Hallgrímur G. Jónsson. (Úr fréttatilk).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.