Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 raöaugíýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar L——^———i——————— .111 ... l' I II Sjálfstæöisfélagiö Ingólfur Hverageröi í samvinnu viö Samband ungra sjálfstæöismanna. gengst fyrir félagsmálanámskeiöi ( Hótel Hverageröi. Námskeiöiö veröur haldið sem hér seglr: Laugardaginn 21. apríl kl. 9.30—12.00 Fundarsköp og fundarstjórn, leiöbeinandi Hreinn Loftsson. Mánudaginn 23. apríl kl. 20.00 Ræöu- mennska Miövikudaginn 25. apríl kl. 20.00 Ræöu- mennska. Þátttaka tilkynnist til Helga Þorsteinsson- ar S: 4357 eöa Ingólfs Pálssonar S: 4239. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Verkalýösráös Sjálfstæöisflokkslns veröur haldinn í Sjálfstæöishúslnu aö Háaleitisbraut 1, dagana 21. og 22. aprfl n.k. og hefst laugardaginn 21. apríl kl. 10:00. Dagekrá Laugard. 21. apríl Kl. 10:00 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar Verkalýösráös. Aimennar umræöur. 3. Nefndarkosnlng. 4. Lagabreytingar, (fyrri umræöa). Kl. 13:30 1. Verkalýös- og kjaramál. Framsögum.: Sigurður Óskarsson. 2. Hlutfallskosningar. Framsögum.: Pétur Sigurösson. 3. Atvinnumál. Framsögum.: Þórir Gunnarsson. 4. Lífeyrissjóöir — Tryggingamál. Framsögum.: Guöm. H. Garöarsson. Almennar umræöur. Sunnud. 22. apríl Kl. 9:00-12:00 Nefndir starfa. Kl. 13:30 1. Ræöa stjórnmálavlöhorfið. Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. 2. Álit nefnda. 3. Lagabreytingar, (selnni umræöa). 4. Stjórnarkosning. 5. Fundarslit. Stjórnin. Snæfellingar Sjálfstæöisfélagiö Freyr heidur aöalfund ( Lindartungu, Kolbeinsstaöahreppi, föstu- daginn 20. þ.m. kl. 9 síödegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. önnur mál. Alþingismennirnir Friöjón Þóröarson og Jósef H. Þorgeirsson koma á fundinn. Stjómln. — O — Snæfellingar Aöalfundur Sjálfstaoöisfélags Ólafsvfkur og nágrennis veröur haldinn í Sjóbúöum, Ólafsvík, laugardaginn 21. þ.m. kl. 2 síödegis. Dagskrá: 1. Venjuieg aöalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. önnur mál. Alþingismennirnlr Friðjón Þóröarson og Jósef H. Þorgeirsson koma á fundinn. Stjómin. Aöalfundur Fulltrúaráös Sjálfstæölsfélag- anna á Snæfellsnesi veröur haldinn ( Sjóbúöum, Ólafsvík, laugardaginn 21. apríl ki. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Alþingismennirnir Friöjón Þóröarson og Jósef H. Þorgeirsson koma á fundinn. Stjórnin. Félag Sjálfstæðis- manna í Langholti Kosning fulltrúa á Landsfund Almennur félagsfundur veröur haldinn mánudaginn 23. aprfl aö Langholtsvegi 124. Fundurinn hefst kl. 20.30 Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 23. landsfund Sjálf- stæöisflokksins. 2. Þóroddur Th. Sigurösson verkfræö- ingur ræöir orkumál. Fundarstjórl Elín Pálmadóttir. Stjórnin. Austur Skaftafellssýsla Sjálfstæöisfélögin ( Austur Skaftafells- sýslu boöa til alm. stjórnmálafundar á Hótel Höfn laugardaglnn 21. aprfl kl. 2 e.h. Ræöumenn: Alþingismennirnlr Matthías Á. Mathisen og Sverrir Hermannsson. Stiórnirnar. Keflavík Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna í Keflavík heldur fund (sjálfstæöis- húsinu Keflavík fimmtudaginn 19. apríl kl. 20.30. Fundarefni. 1. Kosning fulltrúa á landsfund sjálfstæölsflokksins. 2. Önnur mál. Stjórnin. Vestfjarðakjördæmi Ráðstefna um sveitar- stjórnar og byggðamál Kjördæmisráö Sjálfstæölsflokksins efnir tll ráöstefnu um sveitar- stjórnar- og byggöarmál f félagshelmilinu í Hnffsdal laugardaginn 28. apríl kl. 10 f.h. Frummælendur veröa: Formaöur Sjálfstæöisflokkslns í sveitarstjórnarmálum, Sigurgeir Sigurösson bæjarstjóri, Matthfas Bjarnason, alþingismaöur, Þorvald- ur Garöar Kristjánsson alþlngismaöur. Aörlr framsögumenn úr rööum vestflrskra sveitarstjórnarmanna. Stjórn kjördæmisráös. Ingveldur Magnúsdótt- ir Patreksfirði - Sextug Frú Ingveldur Magnúsdóttir, Urðargötu 17, Patreksfirði, á sex- tugsafmæli í dag. Hún fæddist 18. apríl 1919, dóttir hjónanna Ast- hildar Jónasdóttur og Magnúsar Jóhannssonar, bónda, sem þá bjuggu að Drápuhlíð í Helgafells- sveit. Fjögurra ára að aldri flyst hún með foreldrum sínum austur á Fljótsdalshérað, en þar hófu þau búskap og bjuggu lengst á Uppsöl- um í Eiðaþinghá. Fjölskyldan var stór, börnin alls þrettán, en fjögur þeirra létust á barnsaldri, hin eru enn á lífi. Árið 1942 liggur leið Ingveldar til Reykjavíkur. Þar kynnist hún manni sínum, Ágústi H. Péturs- syni, bakarameistara, sem þá rak eigin brauðgerð í höfuðborginni. Þau stofnuðu heimili árið 1944 og bjuggu í Reykjavík til ársins 1951. Þá flytjast þau til Patreksfjarðar, en Ágúst hafði keypt þar bakarí og rak þar umfangsmikla brauðgerð í mörg ár. Á árunum 1954—1965 rak Ing- veldur og veitti forstöðu matsölu á Patreksfirði, og sá jafnframt um greiðasölu og gistingu vegna ferðamanna. Ingveldur hefir starf- að mikið innan kvenfélaganna á Patreksfirði og lagt þar gjörva hönd að mörgu nytsömu verki. Nú starfar hún í Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar og er varaform. Verkalýðs- félags Patreksfjarðar. Þau Ingveldur og Ágúst eiga tvær dætur: Ásgerði, sem gift er Guðm. Bergsveinssyni, skipasmið, búsett í Hafnarfirði, og Ásthildi, gifta Gunnari Ragnarssyni, bifr.stjóra, Patreksfirði. Þá ólst dóttir Ágústs af fyrra hjónabandi, Ásgerður, upp hjá þeim hjónum. Hún býr á Patrek'firði og er maður hennar Magnús Friðriks- son, húsasm.meistari. Ingveldur átti son áður en hún giftist, hann heitir Hafsteinn Sigurðsson. Kona hans er Nanna Jónsdóttir og búa þau í Stykkishólmi. Þegar horft er um öxl og athug- aðar þær aðstæður, sem börnum og unglingum voru búnar á upp- vaxtarárum Ingveldar, er ljóst að þá var fárra góðra kosta völ, valfrelsið varðandi framtíðina var næsta lítið. Fátækt alþýðuheimil- anna til lands og sjávar samfara fábreytni umhverfisins tnarkaði unglingum afmarkað o"g þröngt athafnasvið. En skyldan kallaði þá til starfa strax og kraftar þeirra leyfðu, því allir urðu að vinna hörðum höndum til að afla brýn- ustu nauðþurfta. Systkinahópur Ingveldar var stór og faðir hennar einyrki. Ung að aldri gerðist hún því þátttak- andi í daglegum störfum og lífs- baráttu fjölskyldunnar. Á þeim árum voru unglingarnir aldir upp við vinnusemi og ábyrgðarkennd. Þess vegna varð þátttaka hennar að nytjastörfum við hlið hinna fullorðnu henni hvortveggja hag- nýtt verknám og gleðigjafi. Reynsla undangenginna ára sýnir það líka glöggt, að slíkur „verk- námsskóli" reyndist íslendingum býsna notadrjúg menntastofnun og haldgott veganesti. En Ingveldur Magnúsdóttir kynntist í uppvextinum fleiru en lífsbaráttu fátækrar alþýðu. Hún kynntist einnig fólki, sem enn hélt í heiðri sínum fornu dyggðum þjóðarinnar: óbugandi þreki og þolgæði, trúmennsku, vinnusemi og heiðarleik. Hún kynntist þeim lífsþrótti og sigurvilja, sem stælist í hverri raun og sem aldrei lét „baslið smækka sig“. Að sjálfsögðu voru þetta erfið uppeldisskilyrði, en þau efldu sjálfstraust og manngildi æskunn- ar og vakti hana jafnframt til meðvitundar um þá staðreynd, að leiðin til fegurra mannlífs og bættra lífskjara grundvallast á heiðarlegu samstarfi einstaklinga og stétta. Ingveldur hefir tileinkað sér ýmsa bestu eiginleika þeirrar kyn- slóðar, sem rutt hefir íslenskri alþýðu brautina frá sárustu fá- tækt til mannsæmandi lífskjara og bjargálna. I þeim efnum hefir hún verið áhugasöm og mikilvirk, enda bráð- dugleg að hvaða starfi, sem hún gengur. Alltaf er hún reiðubúin til að leggja góðu máli lið, bæði í orði og athöfn, ekki hvað síst ef fram- lag hennar getur orðið þeim að liði, sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu. Á þessum starfsvettvangi eru þau samhent Ingveldur og Ágúst, enda bæði félagshyggju- og hugsjónamanneskjur af „gamla skólanum", þ.e.a.s. gjörsamlega laus við eiginhagsmunasjónarmið og framapot, en ávallt til taks ef á þarf að halda öðrum til liðsinnis. Þau eiga að baki mikið starf í félags- og þjóðmálum og starf þeirra í hartnær 30 ár á þeim vettvangi á Patreksfirði er bæði fjölþætt og árangursríkt, og verður seint metið sem vert væri. Þar hafa hlaðist á Ágúst marg- háttuð trúnaðarstörf og hann hef- ir, árvökull og ódeigur, staðið í fararbroddi í hagsmunabaráttu Patreksfirðinga innan héraðs sem utan og fengið miklu áorkað. En vinur minn Ágúst hefir ekki staðið einn í því stríði, sem betur fer. Naprir vindar öfundar og undir- róðurs leika gjarnan um slíka menn. Það skiptir þá sköpum, að þeir eiga sér öruggt skjól, eigi gott heimili og traustan iífsförunaut, sem er skilningsríkur og ráðhollur og reynir eftir föngum að létta þeim störfin, sem ábyrgðina bera. Staðgóð þekking Ingveldar á þjóð- málum samfara skapfestu hennar hefir því verið manni hennar mikill styrkur, auk þess sem hún hefir aldrei talið eftir sér að leggja honum og samherjum hans allt það lið, sem hún má í þeim efnum. Heimili þeirra, sem rómað er fyrir myndarskap og gestrisni, er því sá vettvangur þar sem sam- starfsrnenn þeirra í hinum ýmsu félagsmálahreyfingum alþýðunnar leita til í tíma og ótíma. Enda þótt sá átroðningur ár eftir ár sé með ólíkindum, er viðmót og höfðings- lund húsráðendanna slík, að jafn- vel við, sem mestum átroðningi höfum valdið, finnum að þar erum við alltaf jafn velkomnir. Ingveldur Magnúsdóttir er mikilhæf dugnaðar- og mann- kostakona. Hún er „drengur góður" eins og ságt var forðum daga. Umhverfis hana er engin logn- molla Hún er hreinlynd, einörð og ákveðin. Það er henni víðsfjarri að sækjast eftir vinsældum með smjaðri og yfirdrepsskap. Hún fyrirlítur undirhyggju og sýndar- mennsku og segir því skoðanir sínar á mönnum og máiefnum tæpitungulaust, hver sem í hlut á. En ríkustu þættirnir í skaphöfn hennar eru góðvildin, greiðviknin og drengskapurinn og umhyggja hennar og nærfærni við alla lítil- magna er einstök og sýnir best mannkosti hennar og kærleiksþel. Ég á þeim hjónum skuld að gjalda í þeim efnum vegna aldur- hniginna og lasburða foreldra minna, sem þau, ásamt fleiru góðu fólki á Patreksfirði, sýndu ein- staka umönnun, hlýju og aðstoð seinustu ár þeirra á Patreksfirði. Slík kærleiksverk er unnt að þakka, en þau verða aldrei metin til verðs eða greidd. Gjarnan hefðum við hjónin viljað vera í þeim fjölmenna vina- hópi, sem heimsækir Ingveldi Magnúsdóttur í tilefni sextugs- afmælisins, en af því getur ekki orðið því vík er á milli vina. Þessi takmarkaða afmælisgrein er því árnaðarósk og þakkarkveðja okkar til Ingveldar og fjölskyldu hennar á þessum degi. Björgvin Sighvatsson skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.