Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Jón Guðbjartsson forstjóri látinn Guðni Hermansen Árni Johnsen Listahátíó norðursins í Grænlandi: Tveir Islendingar með málverk og þjóðlagasöng NORRÆN listahátíð verður haldin á Grænlandi í tilefni af heimastjórn Grænlend- inga 1. maí n.k. Listahátíð norðursins í Grænlandi heitir dagskráin og verða þar kynntir listmálarar frá Islandi, Danmörku, Færeyj- um og Grænlandi og vísna- söngvarar frá Danmörku, Noregi, Grænlandi, íslandi, Færeyjum og eskimóa- byggðum Kanada. Þeir listmálarar sem sýna þarna eru Bodil Kálund frá Danmðrku, Hans Linge frá Grænlandi, Guðni Hermansen frá íslandi, Zakarías Heinesen frá Færeyjum og einnig grænlenzku málararnir Thue Christiansen, Aka Höegh, Arnaguaq Höegh, Bsaja Isaksen og Marianna Jessen. Á þjóðlagatónleikum í Godtháb munu syngja vísnasöngvararnir Birgitte Grimstad frá Noregi, Lars Pele Berthelsen frá Grænlandi, Árni Johnsen frá íslandi, Trille frá Danmörku, Per Berthelsen frá Grænlandi ásamt heimamönnun- um Magdalene Berthelsen, Birthe Olsen og Rasmus Lyberth, sem er kunnastur grænlenzkra þjóðlaga- söngvara. Þá verða einnig tónieik- ar í Holsteinsborg og Sykurtoppn- um með þessum söngvurum. Málverkasýningarnar verða einnig á fleiri stöðum en í Godtháb og þar á meðal eru 13 málverk eftir Guðna Hermansen frá Vest- mannaeyjum, en hann mun fylgja sýningunum í boði listahátíðarinn- ar. JÓN Guðbjartsson, for- stjóri fyrirtækisins Kristjáns Ó. Skagfjörð, varð bráðkvaddur að morgni annars í páskum 65 ára að aldri. Jón var fæddur 23. október 1913. Jón var sonur hjónanna Guðbjarts Ólafssonar hafn- sögumanns og um skeið for- manns Slysavarnafélags ís- lands og konu hans Ást- bjargar Jónsdóttur. Hann var sjálfmenntaður, hóf fyrst störf við Efnalaug Reykjavíkur, vann síðan um skeið hjá Bifreiðastöð Steindórs, síðan í verzlun- inni Geysi eða þar til hann gerðist sölustjóri hjá 0. Johnson & Kaaber, þar sem hann starfaði í 12 ár. Hinn Hilmir Bjarnason. Féllmilli skips og bryggju LÍK Hilmis Bjarnasonar, Hlíðar- vegi 46, Kópavogi, stýrimanns á Ólafi Gísla, sem áður hét Goða- nes, fannst í Örfirisey um pásk- ana, en Hilmis hafði verið saknað frá því á föstudag 6. aprfl, er hann sást á Lækjartorgi eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á skírdag. Er talið að Hilmir hafi fallið milli skips og bryggju, en skip hans lá við Grandagarð. Hilmir Bjarnason var fæddur 6. desember 1949 og var því tæplega þrítugur og ókvæntur. Skemmdir unnar á sölu- skála á Hellissandi BROTIZT var inn í söluskála Olíufélagsins hf. á Hellissandi í fyrrinótt. Var stolið tóbaki og sælgæti og mikið tjón unnið, m.a. brotnar sex stórar rúður og spjöll unnin á innanstokksmunum og bensíndælu fyrir utan. Að sögn lögreglunnar í ólafsvík er tjónið áætlað á aðra milljón króna. Lögreglan handtók í gær tvo 16 ára pilta, annar er heimamaður á Hellissandi en hinn gestkomandi, og játuðu þeir að hafa verið þarna á ferð og aðkomupilturinn að hafa brotizt inn en þýfið fannst hjá honum. Pitarnir voru undir áhrif- um áfengis. Húsvlkuigar of bœnheitir Ilúsavík, 17. aprfl. LÍTILL snjór hefur verið hér í vetur. Fyrir páskana lögðust menn því á bæn og báðu um meiri snjó til að hægt yrði að Ieika sér á skíðum í páskafríinu. Mönnum varð meira en nóg af bænum sínum því að fyrir skírdagshelgarnar snjóaði meira en áður hefur gert í vetur, en jafnframt gerði ófært til Húsavíkur bæði í Jofti og á landi svo að páskagestirnir, sem ætluðu að koma á miðvikudag og fimmtudag, komust ekki fyrr en á laugardag. Hótel Húsavík var fullbókað, en vegna tafarinnar hættu margir við að koma, en þeir sem komu hafa fengið hér hið bezta veður og skíðafæri og notið kennslu Valdimars Ornólfssonar. Margir, sem ætluðu heim í gær, hættu við það og ætla að dvelja hér fram eftir vikunni. Fréttaritari. 1. ágúst 1954 hóf Jón Guð- bjartsson störf hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð og undir stjórn hans blómgað- ist hagur fyrirtækisins mjög. Eftirlifandi kona Jóns er Unnur Þórðardóttir og eiga þau tvö börn, Jónínu Guð- rúnu, sem starfar við fyrir- tæki föður síns, og Stein laskni. * - m Jón Guðbjartsson. Tónleikar á Sauðárkróki Sauðárkróki, 17. apríl. HÉR ER bezta veður, reglulegt vor í lofti og menn vona að nú sé veturinn loks fluttur í fjöll. Með sumarkomunni fáum við hingað góðan gest, Rögnvald Sigurjóns- son píanóleikara, sem heldur tónleika í Safnahúsinu á sumar- daginn fyrsta klukkan 20:30 á vegum tónlistarskólans og tón- listarfélagsins á Sauðárkróki. Sama dag verða kvenfélagskonur með kaffisölu í Bifröst. Kári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.