Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 3 5
Undankeppni íslandsmótsins í bridge:
Austfirðingar með Alla ríka
í fararbroddi komust í úrslit
UNDANKEPPNI íslandsmóts-
ins í sveitakeppni var spiluð
um bænadagana og hófst sl.
miðvikudagskvöld. Spilað var í
fjórum sex sveita riðlum og
komust tvær efstu sveitirnar úr
hverjum riðli í úrslitakeppnina
sem íram fer í Domus Medica
dagana 27. apríl tii 1. maí nk.
Fimm sveitir af 8 eru úr
Bridgefélagi Reykjavíkur. ein
af Suðurlandi, ein af Austfjörð-
um og ein af Suðurnesjum.
Eftirtaldar sveitir komust í
úrslit:
Hjalti Elíasson Rvík, Aðal-
steinn Jónsson Austurl., Sveit
óðals Rvík, Halldór Magnús-
son Suðurl., Sævar Þorbjörns-
son Rvík, Þorgeir Eyjólfsson
Rnes.
Það sem vakti mesta athygli í
undankeppninni var slakur
árangur sveitar Sigurjóns
Tryggvasonar sem varð í þriðja
sæti á Reykjavíkurmótinu sem
lauk fyrir skömmu. Varð sveitin
í fimmta sæti í sínum riðli. Þá
kom skemmtilega á óvart sveit
Aðalsteins Jónssonar af Austur-
landi sem m.a. vann sveit Stein-
bergs Ríkarðssonar og Ólafs
Lárussonar.
Þá var mótið mjög friðsamt
— lítið um kærur en að þessu
sinni var 5000 kr. kærutrygging
sem ekki hefir áður verið.
Hér á eftir verður reynt að
skýra frá gangi keppninnar.
1. UMFERÐ:
Úrslit í A-riðli:
Hjalti Elíasson —
Ólafur Lárusson 12-8
Vilhjálmur Vilhjálmsson —
Steinberg Ríkarðss. 11-9
Aðalsteinn Jónsson —
Jónas Magnússon 18-2
Engin óvænt úrslit.
Úrslit í B-riðli:
Sveinn Sigurgeirsson —
Kristj. Kristjánss.AL 17-3
Sævar Þorbjörnsson —
Þorgeir Eyjólfsson 12-8
Armann J. Lárusson —
Halldór Sigurbj.ss. 20-0
Engin óvænt úrslit.
Úrslit í C-riðli:
Halldór Magnússon —
Jógi Björn 20-0
Helgi Jónsson —
Sigurjón Tryggvas. 20-Í-3
Sigfús Arnason —
Alfreð Viktorss. 19-1
Jógi var 29 stigum undir í
hálfleik og átti sér ekki viðreisn-
ar von gegn Halldóri og varð að
þola 0 er yfir lauk. Þá kom á
óvart stórtap Sigurjóns en þeir
fengu 3 mínusstig, eftir að hafa
verið 8 punktum yfir í hálfleik
en tapað þeim síðari 90-0!
Úrslit í D-riðli:
Þórarinn Sigþórsson —
Albert Þorsteinss. 19-1
Einar V. Kristjánss. —
Ingimundur Árnason 18-2
Óðal -
Kristj. Kristj.ss. R 20—i-3
Engin óvænt úrslit.
2. UMFERÐ:
Úrslit í A-riðli:
Hjalti — Steinberg 15-5
Jónas — Ólafur 18-2
Vilhjálmur — Aðalsteinn 18-2
Jónas vinnur Ólaf nokkuð
óvænt og ungu strákarnir í sveit
Vilhjálms eru ekki með neina
minnimáttarkennd gegn kemp-
unum á Austfjörðum og vinna
örugglega.
Úrslit í B-riðli:
Sævar — Kristján 18-2
Ármann — Þorgeir 20-0
Sveinn — Halldór 17-3
Ármann vinnur annan leikinn
í röð 20—0 og virðast þeir
félagar í miklum ham. Höfðu
þeir gert út um leikinn strax í
fyrri hálfleik og voru þá með 33
punkta yfir.
Úrslit í C-riðli:
Halldór — Sigurjón 20-0
Helgi — Alfreð 20-0
Sigfús — Jógi 19-1
Enn fær sveit Sigurjóns skell
og nú gegn Halldóri sem hefir
unnið báða sína leiki 20—0.
Sveit Helga er einnig með 40
stig og sveit Sigfúsar með 38
stig. Skemmtileg keppni í riðlin-
um.
Úrslit í D-riðli:
Albert — Ingimundur 12-8
Óðal — Einar Valur 20-0
Þórarinn — Kristján 18-2 Það
skemmtilegasta í þessari um-
ferð var að Albert var 42 punkt-
um undir í hálfleik gegn Ingi-
mundi en vann leikinn 12—8.
3. UMFERÐ:
Úrslit í A-riðli:
Steinberg — Ólafur 12—8
Aðalsteinn — Hjalti 5—15
Jónas — Vilhjálmur 4—16
Engin óvænt úrslit.
Úrslit í B-riðli:
Sævar — Sveinn 16-4
Ármann — Kristján 9-11
Halldór — Þorgeir Engin óvænt úrslit. 1-19
Úrslit í C-riðli:
Sigurjón — Jogi 11-9
Alfreð - Halldór 6-14
Sigfús — Helgi Engin óvænt úrslit. +3-20
Úrslit í D-riðli:
Ingimundur — Þórarinn 12-8
Óðal — Albert 20—+2
Kristján — Einar V. 0-20
Sveir Ingimundar vinnur sveit
Þórarins nokkuð óvænt eftir að
Þórarinn hafði haft 23 punkta
yfir í hálfleik. Stefán Guðjohn-
sen var ekki með í sveit Þórarins
en í hans stað spilaði eina konan
sem tók þátt í undankeppninni,
Halla Bergþórsdóttir.
Brídge
Umsjón» ARNÓR
RAGNARSSON
4. UMFERÐ:
A-riðill:
Hjalti — Jónas 15—5
Steinberg — Aðalsteinn 7—13
Ólafur — Vilhjálmur — 15—5
Sveit Vilhjálms tapaði sínum
fyrsta leik í mótinu en átti þó
bezta möguleika að ná öðru
sætinu í riðlinum. Sveit Hjalta
var efst og talið líklegt að hún
ynni riðilinn. Þessar sveitir áttu
að spila saman í síðustu umferð-
inni. 5 sveitir áttu möguleika á
að komast áfram í þessum riðli.
Úrslit í B-riðli:
Kristján — Halldór 15—5
Sævar — Ármann 20—0
Sveinn — Þorgeir 0—20
Sveit Ármanns missir flugið
og tapar með 0 á meðan annar
helzti keppinautur þeirra, sveit
Þorgeirs, vinnur 20—0. Sveit
Sævars var örugg áfram en 3
sveitir kepptu um annað sætið.
Úrslit í C-riðli:
Halldór — Sigfús 9—11
Sigurjón — Alfreð 19—1
Jogi — Helgi 11—9
Sveit Helga sem hafði unnið
með 20 stigum þrjá fyrstu
leikina, tapaði fyrir Jóga nokkuð
óvænt. Þó má ætla að Helgi og
félagar hafi ekki spilað eins
nákvæmlega og áður þar sem
þeir voru öruggir um að komast
áfram. Sveit Halldórs var
nokkuð örugg um annað sætið
eða hvað???
Úrslit í D-riðli:
Albert — Kristján +4—20
Ingimundur — Óðal 2—18
Þórarinn — Einar V. 17—3
Úrslit í þessum riðli voru
ráðin. Sveit Óðals og Þórarins
voru öruggar í úrslitin og áttu
að spila saman í síðustu umferð.
LOK AUMFERÐIN:
Úrslit í A-riðli:
Aðalsteinn — Ólafur 20—0
Jónas — Steinberg 13—7
Vilhjálmur — Hjalti +4—20
Sveit Vilhjálms tapaði illa
fyrir Hjalta og á meðan vinnur
sveit Aðalsteins 20—0 mjög
óvænt. Þar með var sveit Aðal-
steins Jónssonar (Alla ríka) af
Austurlandi komin í úrslitin.
Ánægjulegt fyrir Aðalstein og
félaga hans, Sölva Sigurðsson,
en þeir voru meðal elztu spilar-
anna í keppninni og spila sitt
gamla og góða vínarkerfi.
Úrslit í B-riðli:
Ármann — Sveinn 15—5
Halldór — Sævar 0—20
Þorgeir — Kristján 19—1
Sævar varð örugglega í fyrsta
sæti en sveit Þorgeirs Eyjólfs-
sonar varð önnur eftir mjög
slaka byrjun. Töpuðu þeir
félagar tveimur fyrstu leikjun-
um í mótinu en unnu vel 3
síðustu leikina. Sveit Ármanns
varð að láta sér nægja þriðja
sætið eftir að hafa þjófstartað
með tveimur 20 stiga sigrum.
Kátína varð mikil í sveit
Þorgeirs er úrslit voru ráðin en
glaðastur allra varð þó sveitar-
stjórinn í Sandgerði sem spilaði
hafði í sveitinni.
Úrslit í C-riðli:
Alfreð — Jógi 5—15
Sigfús — Sigurjón 13—7
Helgi — Halldór 20—+4
Sveit Halldórs fékk stóran
skell og sveit Sigfúsar vann
sveit Sveins 13—7. Það varð til
þess að báðar sveitirnar höfðu
59 stig. Eftir mikið japl og jaml
og fuður í sveit Sigfúsar sem
reyndi með öllum tiltækum ráð-
um að finna einn punkt í bók-
haldinu sem hefði nægt þeim til
sigurs, 14—6, úrskurðaði
keppnisstjóri að sveit Halldórs
Magnússonar af Suðurlandi
væri í öðru sæti með betra
punktahlutfall.
Úrslit í D-riðli:
Óðal — Þórarinn 6-14
Kristján — Ingimundur 11-9
Einar Valur — Albert 20-0
Úrslitin voru þegar ráðin í
þessum riðli eftir 4 umferðir.
Óðal og sveit Þórarins.
LOKASTAÐAN:
A-riðiII:
Hjalti Elíasson 76
Aðalsteinn Jónsson 59
Vilhj. Vilhjálmsson 46
Jónas Magnússon 42
Steinbérg Ríkharðsson 40
Ólafur Lárusson 33
B-riðill:
Sævar Þorbjörnsson 86
Þorgeir Eyjólfsson 66
Ármann J. Lárusson 64
Sveinn Sigurgeirsson 43
Kristján Kristjánss. 32
Halldór Sigurbjörnss. 9
C-riðill:
Helgi Jónsson 89
Halldór Magnússon 59
Sigfús Árnason 59
Jógi Björn 36
Sigurjón Tryggvason 34
Alfreð Viktorsson 13
D-riðill:
Sveit Óðals 84
Þórarinn Sigþórsson 76
Einar Valur Kristjánss. 61
Ingimundur Árnason 33
Kristján Kristjánss. Rv. 30
Albert Þorsteinsson 7
Undirritaður fylgdist nokkuð
með mótinu og þar sem ég hefi
oft talað um að bridgespilarar
væru geðstirðir og þungir við
spilaborðið tel ég að mjög
ánægjuleg breyting sé að verða
á þessu. Yfir þessu móti var
miklu léttara en undanfarin ár
og vil ég sérstaklega nefna tvo
spilara þar sem glaðværðin var
oft mikil, kanski of mikil stund-
um. Það voru þeir félagar að
austan, Aðalsteinn Jónsson og
Sölvi Sigurðsson.
Þá var og stundum erfitt að
vera áhorfandi. Eitt sinn sat ég
við hliðina á einum spilaranna
þegar hann sveik lit. Mér var í
lófa lagt að hnippa í hann en
það er algjörlega bannað og
komu litasvikin upp strax í
öðrum slag á eftir og spilarinn
fékk sína refsingu.
Keppnisstjóri var Agnar
Jörgensen en í framkvæmda-
stjórn mótsins voru Jón Páll
Sigurjónsson, Ragnar Björns-
son, Jón Hilmarsson og
Kristmundur Halldórsson.
Afmæliskveðja:
Gunnólfur Einars
son frá Þórshöfn
Gunnólfur Einarsson fyrrum
útgerðarmaður frá Þórshöfn varð
áttræður 13. apríl s.l. Fyrir
rúmum fimmtíu árum lá leið ungs
bóndasonar undan Eyjafjöllum að
Skálum á Langanesi og hugðist
hann eyða þar sumrinu við sjó-
róðra, en hann hafði sótt sjóinn
frá Vestmannaeyjum. Það teygðist
úr sumrinu hjá þessum unga
sjómanni undan Eyjafjöllum, því
þar á Langanesi hitti hann fyrir
lífsförunaut sinn, bóndadóttur frá
Heiði á Langanesi, Guðlaugu Lár-
usdóttur, sem var elst fjórtán
systkina auk fósturbróður þess
fimmtánda, barna þeirra hjóna
Arnþrúðar Sæmundsdóttur og
Lárusar Helgasonar bónda á
Heiði.
Guðlaug og Gunnólfur gengu í
hjónaband 1926 og hófu búskap í
Kumlavík á Langanesi, fluttu síð-
an í Heiðarhöfn og byggðu þar
stórt steinhús, en fluttu síðan til
Þórshafnar og bjuggu þar í far-
sælu hjónabandi þar til Guðlaug
lést 1967. Þeim varð sex barna
auðið og eru þau öll á lífi.
Gunnólfur Einarsson mun sam-
ferðarmönnum sínum flestum
minniststæður maður. Hann er
maður glettinn og spaugsamur,
þrautseigur og framsækinn, verð-
ugur fulltrúi aldamótakynslóðar
þeirrar sem nú er óðum að hverfa
af sjónarsviðinu.
Æfistarf Gunnólfs var lengst af
bundið fiskvinnu og útgerð og lét
hann sér fátt óviðkomandi sem að
þeirri atvinnugrein laut.
Hann verkaði grásleppuhrogn,
rauðmaga, saltfisk, freðfisk og var
lengi verkstjóri í frystihúsi Kaup-
félags Langnesinga á Þórshöfn.
Einnig fékkst Gunnólfur við
útgerð árum saman og átti meðal
annars hluti í m.b. Tý, 18 lesta
báti, sem þá þótti mikið skip á
Þórshöfn. M.b. Tý átti hann og rak
í félagi við þá Guðmund Kristjáns-
son skipstjóra frá Skoruvík og
Ragnar Jóhannsson frá Skálum.
Einnig rak Gunnólfur útgerð með
sonum sínum.
Gunnólfur Einarsson hefur allt-
af verið maður einkaframtaksins,
ódeigur við að leggja á brattann,
þótt ætla megi að í litlu sjávar-
plássi þar norður við Dumbshaf
hafi stakkurinn verið þröngt skor-
inn til athafnasemi á þessum
árum. Gunnlaugur hefur ætíð ver-
ið árrisull vormaður í fyllstu
merkingu. Þeir munu fáir vor-
morgnarnir sem þeir Gunnólfur og
Ingimar Baldvinsson fyrrum bóndi
og póstmeistari á Þórshöfn voru
ekki á fótum fyrir allar aldir á
morgnana, hittust, buðu hvor öðr-
um í nefið og nutu kyrru og fögru
vormorgna, þar sem ríkir hin
nóttlausa voraldarveröld.
Á þessum merka áfanga í lífi
Gunnlaugs Einarssonar eru vafa-
laust margir sem vildu eiga þess
kost að geta lyft glasi með þessum
aldna heiðursmanni, en oft er vík
milli vina.
Gunnólfur hefur hin síðari ár
dvalist á Hrafnistu í Reykjavík.
Með þessum fáu línum langar mig
að færa Gunnólfi Einarssyni alúð-
arþakkir fyrir svo margt sem
leitar á hugann þegar horft er til
baka. Þó sérstaklega alúð hans og
hugulsemi í garð systur minnar
sem hann og kona hans sáluga,
móðursystir mín, voru svo einstak-
lega góð.
Heill þér áttræðum Gunnólfur.
T.G.
Tollvörugeymslan h.f.
Aóalfundur
Aöalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. veröur
haldinn aö Hótel Loftleiöum, Kristalsal,
föstudaginn 20. apríl 1979 kl. 17.00.
DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Lagabreyting (Hlutafjáraukning)
3. Önnur mál. Stjórnin.