Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979
' 9
19
Fréttaljósmyndarar sýna í Norrœna húsinu
SAMTÖK fréttaljósmyndara opnuðu s.l. laugar-
dag, 14. apríl, ljósmyndasýningu í Norræna
húsinu. Kári Jónasson formaður Blaðamanna-
félags Islands opnaði sýninguna en hún verður
opin til 25. apríl, frá 16—22 virka daga en
14—22 um helgar. Á þriðja hundrað mynda er á
sýningunni, teknar af 19 ljósmyndurum. Flestar
myndanna eru af fréttnæmum viðburðum og
teknar á síðustu árum. Allar myndirnar eru til
sölu. í sýningrskrá sem gefin er út samhliða
sýningunni rita ritstjórarnir Matthías
Johannessen, Árni Bergmann og Ólafur
Ragnarsson um ljósmyndir.
Sprengdir
í loft upp
Bflfa.st 17. apríl. AP.
FJÓRIR lögreglumenn létust í
Bessbrook á N-Irlandi í dag, þegar
geysilega öflug jarösprengja
sprakk um leið og lögreglubíll
þeirra ók um veginn. Bíllinn
sprakk í tætlur og af afdrifum
mannanna er sömu sögu að segja.
Talsmaður lögreglunnar sagði, að
aðrir lögreglumenn sem komu
akandi á eftir hafi einnig slasast
mjög alvarlega. Þetta varð á veg-
inum milli Bessbrook og Newry í
suðurhluta Armaghfylkis, en þar
hafa iRA-menn verið mjög at-
hafnasamir.
John Cheever
fékk Pulitzer
New York 16. apr. Reuter.
RITHÖFUNDURINN John
Cheever fékk Pulitzerverðlaunin
frægu á þessu ári fyrir smá-
sagnasafn sitt sem heitir »The
Stories of John Cheever" og var
lengi á lista yfir metsöiubækur í
Bandarfkjunum á sl. ári. Þetta
er í 63. skipti sem Pulitzerverð-
iaunin eru veitt.
Sam Shephard, 35 ára gamall,
fékk verðlaunin í leikritun fyrir
„Buried Child“ og Robert Penn
Warren, 73 ára, fyrir ljóð og er
þetta í þriðja skipti sem hann
hlýtur verðlaunin. Hann fékk þau
nú fyrir bókina „Now and then:
Poems 1976—1978“. Leonard
Baker fyrrverandi blaðamaður
fékk verðlaun fyrir beztu ævisög-
una, „Days of .Sorrow and Pain:
Leo Pack and the Berlin Jews“.
Fyrir afburðastörf á sviði blaða-
mennsku fékk verðlaunin
Richard Ben Cramer við
Philadelphia Inquirer fyrir skrif
sín um atburðina í Miðaustur-
löndum.
forystugreininni, þriðjudag í
kyrruviku. Þá hefur ritstjóri
Kirkjuritsins unnið sér það til
óhelgis, að ganrýna Morgunblaðið.
Vissulega má um það ræða, hvort
hann hefur rétt fyrir sér eða ekki.
I frjálsu landi hefur hann þó rétt
til skoðunar um málefni. En í stað
þess að viðurkenna það og svara
ásökunum hans á málefnalegan
hátt, er aðeins sagt að hann sé
sekur á við verstu manndrápara og
samantvinnuð um hann fúkyrði.
Það sér auðvitað hver hugsandi
maður, að Morgunblaðið hefur
fallið í þá gryfju, sem jafnan er
skýrast dæmi rökþrota, nefnilega
að tvinna saman orðum og hugtök-
um, sem öll hafa lítt afmarkaðar
merkingar og eins hitt að ^rípa
það ráð að gera einstaklinga tor-
tryggilega án röksemdarfærslu.
Hitt er kannski ekki eins aug-
ljóst, að miklu alvarlegra mein
liggur að baki. Því menn, sem líta
svo á sig að gagnrýni á þá er talin
jafngilda glæpum, hafa sett sig á
býsna háan hest. Kristnir menn
hafa alltaf sagt, að það væri
aðeins Guð einn, sem þann sess
hefur. — I kommúnistaríkjunum
verður ágreiningur milli þeirra og
ríkisvaldsins, því það gerir sig að
guði yfir þegnunum. Hver svo sem
gagnrýnir ríkið, hann er glæpa-
maður, sem verður að þagga niður
í.
Morgunblaðið segir aftur það
sama með öðrum orðum. Þar er sá
undir stjórn Khomeinis, sem leyfir
sér að gagnrýna blaðið. Þess er
krafist, að hann verði sviftur
störfum og hann ausinn þvílíku
orðfæri að hliðstæður finnast ekki.
Ég þarf ekki að halda samlík-
ingunni áfram. Hún er ljós. Sú
hugmyndafræði, sem þarna kemur
fram, er bergmál þess, sem er eins
fjarri því að geta kallast „skjöldur
kristindómsins" og hugsanlegt er.
Sennilega væri ekki fjarri lagi að
kalla slíkt trúmálaafturhald. Því
stuðningur við málefni, hvert svo
sem það kann að vera, er ekki
fólginn eingöngu í orðum. Þar
segir mest hugmyndafræðin, sem
að baki býr. Sá maður, sem gerir
sjálfan sig Guði jafnan, vinnur
ekki að framgangi kristinnar
trúar, jafnvel þótt hann telji sig
gera það.
Gagnrýnin á Morgunblaðið í
Kirkjuritinu var, að þar trónaði
enn sama trúmálaafturhaldið.
Síðasta orðið var reyndar innan
gæsalappa í ritinu. Einnig var
sagt, að ákveðinn ritstjóri hjá
Þjóðviljanum virðist einna helst
viðræðuhæfur um kirkju og
kristni. Ekkert var þó sagt um
skoðanir hans. Sennilega hefur
sviðið undan seinni ábendingunni.
Þess vegna hefði alls ekki átt að
renna undir hana stoðum.
Ekki finnst mér neitt við það að
athuga, ef leiðaraskrifendur
Morgunblaðsins eru ekki sam-
mála. Það er sjálfsagt mál í frjálsu
landi. En ég hlýt þá að gera hina
sömu kröfu, að hugsandi menn
megi móta skoðanir sínar sjálfir
um framkomu Morgunblaðsins og
það, sem þar kann að vera sett
fram. Blaðið verður að sætta sig
við þá kröfu. Það er ekki glæpur að
gagnrýna Morgunblaðið. Og hvað
svo sem þeim finnst æskilegast er
stefnu blaðsins ráða, þá verða þeir
eins og aðrir að taka gagnrýni og
varast að setja sig í þann sess, sem
heyrir Guði almáttugum einum.
Hvaö næst?
Mig langar til að trúa því, að
margt sem sagt var í títtnefndum
leiðara, hafi ekki átt rætur í
innstu sannfæringu þess, sem á
pennanum hélt. Auðvitað segir
enginn í alvöru, né stendur við
það, að starfsmenn íslensku
kirkjunnar starfi í anda
Khomeinis. Ég held líka, að sá,
sem greinina skrifaði, vilji vera
Jesú Kristi hollur. Honum tókst
það þó ekki þarna. Slíkt kemur
fyrir alla. Ég ætla því ekki að tína
til fleiri atriði, sem liggja vel við
höggi. Best er að við stuðlum engir
að því, að haldið verði áfram á
þeirri braut, sem þarna var villst
út á. Við skulum áfram ganga út
frá því, að þeir, sem stefnu
Morgunblaðsins ráða, ætli því að
vera skjöldur kristindómsins. Þess
vildi ég líka óska. En til þess að
slík fullyrðing þeirra verði sann-
færandi, er nauðsynlegt, að þeir
taki gagnrýni gilda. Ég er ekki að
biðja um samþykki við alla gagn-
rýni, heldur opnar og jákvæðar
umræður. Annað er í fyrsta lagi
ekki í samræmi við kristna trú og í
annan stað stórhættulegt frelsinu
sem við berum fyrir brjósti.
Ég vil því í einlægni og fullri
vinsemd fara fram á, að okkur,
sem borgum fyrir að lesa Morgun-
blaðið, verði ekki aftur misboðið, á
þann hátt sem gerðist þriðjudag-
inn fyrir páska. Leiðréttingu orða
sinna hafa allir. Ég vona að við
bæn og umhugsun kyrruvikunnar
komist leiðarhöfundur að raun um
það og noti.
En verði haldið áfram á sömu
braut, þannig að ekki megi gagn-
rýna afstöðu Morgunblaðsins, og
að þeir, sem taka sér það frelsi,
megi eiga von á þeirri með-
höndlun, sem Guðmundur Óli
Ólafsson fékk, þá er þörf alvar-
legrar umræðu, bæði guðfræði-
legrar og siðfræðilegrar. Þá koma
kannski skýrari línur í baráttu
okkar, sem hugsum okkur vand-
lega um á hverjum kjördegi.
Huganlega kæmi þá í ljós, að við
yrðum að leita okkar eigin
vettvangs.
Eyrarbakka, miðvikudag í
kyrruviku 1979.
Fjöldauppreisn
í Afghanistan?
Kuwait, 17. apríl. AP
AFGHANÍSKUR uppreisnarmaður úr röðum Múhammeðstrúar-
manna skýrði Irá því í blaðaviðtali í dag að allt að fimmtíu þúsund
manns hefðu gripið til vopna gegn hinni sovéthollu ríkisstjórn
landsins undir forystu Mohammeds Tarakis.
Uppreisnarmaðurinn,
Mohammed Alem, sagði Kuwait-
blaðinu „A1 Siyassash" frá því að
mestu átokin ættu sér nú stað á
landsvæði næst landamærum
Pakistans. Alem er leiðtogi sendi-
nefndar uppreisnarmanna, sem nú
er á ferð um olíuauðug Arabaríki í
því skyni að afla andspyrnuhreyf-
ingu sinni fjár. Hann sagði mark-
mið hreyfingarinnar að koma á
íslömsku lýðveldi með sama hætti
og gert hefði verið í íran.
Afganíska ríkisstjórnin hefur ný-
Tveir fórust
í skipsbruna
Kaupmannahöfn. 17. aprfl. Reuter.
ELDUR kom upp um borð í pólsku
flutningaskipi á Eystrasalti í gær-
kvöldi og fengu tveir menn úr
áhöfninni, fyrsti vélstjóri og há-
seti, svo alvarleg brunasár að þeir
létust. Einn er enn í h'fshættu og
tuttugu voru fluttir í sjúkrahús en
fæstir eru mikið meiddir.
Þrír pólskir dráttarbátar voru
komnir á vettvang og bjuggust til
þess að draga skipsflakið til
Gdynia. Skipið er 6.600 lestir að
stærð. Á skipinu voru fjörutíu og
fjórir menn, farþegar og áhöfn.
Dönsk og sænsk skip björguðu
fólkinu og þyrlur voru einnig notað-
ar við björgunarstarfið. Skipið var á
leiðinni frá Gdynia til Rostok með
stálfarm.
lega sakað bæði Iran og Pakistan
um að st.vðja við bakið á uppreisn-
armönnum í landinu.
Eldgos í
Soufriere
Kingstown St. Vincent 17. apr. AP.
ELDFJALLIÐ Sourfirere hélt
áfram að gjósa í dag og eldfjalla-
sérfræðingar reyndu að ákvarða
hvort meiriháttar gos væri í
vamdurn. Starfsmaður við
hjálparstöðina í Kingston sem
hefur verið sett á laggirnar sagði,
að um þrjátíu og þrjú þúsund
íbúar eyjunnar hefðu verið fluttir
á braut frá mestu hættusvæðun-
um. Er frekari viðbúnaður í
undirbúningi ef ástandið versnar
og gosið færist í aukana.
Soufriere sem er 1300 m hátt
eldfjall á norðurenda eyjunnar,
sem er sjálfstætt ríki í brezka
samveldinu, er mjög virkt, en
síðasta meiriháttar gos varð þar
árið 1902 og létu þá um tvö þúsund
manns lífið.
Ekki er vitað til að menn hafi
látið lífið nú. Gosið hófst fyrir
fáeinum dögum. Nokkrir tugir
manna sem búa skammt frá eld-
fjallinu neituðu að fara frá
heimilum sínum og eru þar um
kyrrt en fylgst er með framvindu
mála.