Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Heimsókn Walters Mondale til Islands: VEÐURGUÐIRNIR voru ekki sérlega hliðhollir Walter Mondale varafor- seta Bandaríkjanna er hann dvaldist í opinberri heimsókn hér á landi í síðustu viku. Norðan strekkingur blés beint í fang varaforsetans er hann sté út úr þotu embættis Bandaríkjaforseta, Air Force two, á Keflavíkur- flugvelli, og hélst sami vindstrekkingurinn og sami næðingurinn allt fram yfir brottför varafor- setans á föstudaginn langa, en hann kom til landsins á miðvikudags- kvbld. Á Keflavíkurflugvelli tóku, ásamt fleirum, Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra á móti Mondale og eiginkonu hans, Joan. Árla á skírdag átti Mondale viðræður við Ólaf Jóhannesson og aðra ráðamenn í ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu. A stuttum fundi með blaðamönnum að lokn-' um fundinum skýrði Mondale frá því að viðræðurnar hefðu helzt snúist um gagnkvæm samskipti landanna tveggja á sviði menning- ar og viðskipta, en einnig hefði aðild landanna að NATO verið rædd og loks skýrði Mondale ís- lenzkum ráðamönnum frá gangi afvopnunarviðræðna Bandaríkja- manna og Sovétmanna. Mondale sagði það sér einkar ánægjulegt að skýra frá því að sambúð ísiendinga og Bandaríkja- manna væri og hefði verið með stökustu ágætum. Engin ágrein- ingur væri á milli landanna í grundvallaratriðum. Aðspurður sagði Mondale að íslenzka ríkisstjórnin hefði verið einkar hliðholl veru bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. „Og ég færði forsætisráð- herra persónulegt þakkarbréf frá Jimmy Carter forseta, þar sem þakkaður er stuðningur forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og íslenzku ríkisstjórnarinnar við Keflavíkurstöðina. Varnarstöðin á Keflavíkuflug- veili er sérlega mikilvæg, og má það m.a. ráða af því að þar er að finna útbúnað og flugvélar af fullkomnustu gerð. Við kunnum vel að meta stuðning íslenzku ríkisstjórnarinnar og íslendinga við þessa stöð, en hún gegnir mikilvægu eftirlitsstarfi í Norður- höfum." Fram kom hjá Mondale að fisk- veiðimál og hafréttarmál hefði borið á góma í viðræðum hans og íslenzkra ráðamanna.Rætt hefði verið almennt um stöðu þeirra mála á alþjóðavettvangi í dag, einkum um málefni málmvinnslu á úthöfunum. Ekki væri hægt að segja með vissu um hvort nýr Walter Mondale og Geir Hallgrímsson í upphaíi fundar þeirra. Mondale óskaði sérstaklega eftir þvf að hitta Geir að máli íopinberri heimsókn sinni hingað til Iands. Ljósm. ól.K.M. „Tel æskilegt að Banda- ríkin leggi tíl liðsaflann" — sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, í veizlu ríkisstjórnarinnar Á barmi Almannagjár. í fremstu röð fer ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, en þar á eftir koma m.a. Walter Mondale og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra. Eins og myndin gefur til kynna var hávaðarok á Þingvöllum þegar varaforseti Bandaríkjanna staldraði þar vW- .^_. _»_™ hi6em-mi 0,KM- hafréttarsáttmáli yrði að veru- leika, en íslenzku ráðamennirnir væru bjartsýnir í þeim efnum. Mondale sagði að íslendingar ættu á að skipa einum fremsta sérfræð- ingi á sviði hafréttarmála, en þar væri um að ræða Hans G. Ander- sen sendiherra í Washington. Að loknum fundinum í ráð- herrabústaðnum skoðaði Walter Mondale stofnun Árna Magnús- sonar í fylgd Ólafs Halldórssonar handritafræðings og Ragnars Arnalds menntamálaráðherra. Þar skoðaði Mondale m.a. Kon- ungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók og Möðruvallabók. Heyra mátti að varaforsetinn var sæmilega vel að sér í sagnaritun norrænna manna til forna og handritagerð, enda sjálfur af norsku fólki kominn. í gestabók Árnasafns í lok heim- sóknarinnar reit Mondale: „Hafið þakkir fyrir þá innsýn sem ég hef fengið í hina miklu sögu forfeðra vorra." Walter Mondale og frú þágu hádegisverðarboð íslenzku forseta- hjónanna að Bessastöðum, en þaðan var farið með varaforsetann bandaríska í skoðunarferð til Þingvalla. Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður leiddi Walter Mondale i allan sannleikann um kirkjuna á Þingvbllum. Eins og sjá má hefur varaforsetanum stokkið bros á vör við einhverju af þvísem séra Eirfki hefur hrokkið a/ munni. Lj6gn m ó| R M Mondale virðir fyrir sér Konungsbók eddukvæða f sýningarkassa í stofnun Árna Magnússonar. ólafur Halldórs- son handritafræðingur og Ragn- ar Arnalds menntamálaráðherra eru varaforsetanum innan handar. Ljfem. MM. ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.