Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 11 Matthías Bjarnason, fv. sjávarút vegsráðherra. Stefna í efnahagsmálum Ríkisstjórnin taldi það höfuð- verkefni sitt, að marka frambúð- arstefnu í efnahagsmálum. Hún hefur nú. setið í 8 mánuði án sýnilegrar samstöðu stjórnar- flokkanna, hvorki á sviði efna- hagsmála, né annarra mála. Samhliða fjárlögum átti að af- greiða lánsfjár- og framkvæmda- áætlun. Þingið tekur sér bersýni- lega páskafrí án þess að sú áætlun verði afgreidd. Komið er á annan ársfjórðung þessa árs án þess að lánsfjár- eða fjárfestingaráætlun þess sé afgreidd. Þetta er stefnu- mórkun í lagi og kemur heim og saman við hringlandaháttinn við gerð þessa efnahagsfrumvarps. Það er rétt að vekja athygli á því, að seinkun þessa málatilbúnaðar alls hefur í engu stafað af aðgerð- um stjórnarandstöðu. Hún hefur í engu tafið afgreiðslu mála. — Af hverju standa stofnlánasjóðir landsmanna þá eins og þvörur uppi gagnvart öllum lánsumsókn- um? Það er vegna þess að ríkis- stjórnin hefur ekki afgreitt í hendur þeirra lánsfjáráætlun; hún kemur sér hvorki saman um það né annað. Eitt dæmið enn er stefnumörk- un sú, sem fólst í niðurgreiðslum á matvælum. í athugasemdum með fjárlagafrv. segir hins vegar, að lækka eigi niðurgreiðslur á árinu 1979 um 800 m. kr. Þar er gengið þvert á fyrri gjörð. Þegar er búið að nýta 80% af lögleyfðum út- flutningsbótum. Hvar verður rík- isbúskapurinn í árslok með þessu áframhaldi? Og hvar er sá 14-manna þing- flokkur, sem hæst hafði fyrr á þessu þingi? Hann steinþegir við þessa umræðu. Hann er mállaus. Meira að segja háttv. 7. þm. Reykvíkinga þegir. Hver skyldi hafa trúað því fyrir jólin, þegar þessi þingflokkur lokaði aldrei munni, svo aðrir þingmenn kom- ust vart að í umræðu. Veröjöfnunarsjóður — Aflatryggingarsjóður Þá vék M.Bj. að ákvæðum XI kafla frv. um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og Aflatrygging- arsjóð. Hann taldi breytingar þær, sem orðið hefðu í meðför stjórnar- flokka á upphaflegum frv.ákv. um Verðjöfnunarsjóð til hins verra. Hann minnti á fyrri fullyrðingar Alþýðuflokks, m.a. núv. sjávar- útvegsráðherra, hvern veg ætti að nýta Verðjöfnunarsjóðinn. Frum- varpsgreinar varðandi sjóðinn gengju þvert á þá yfirlýsta stefnu núv. sjávarútvegsráðherra í þessu máli. Frumvarpið segir hins vegar það eitt um Aflatryggingarsjóð, að lög hans skuli endurskoða á þessu ári. Það er útaf fyrir sig furðulegt, að setja í lög að endurskoða skuli lög. En hitt er alvarlegra, að í stefnuyfirlýsingu er gert ráð fyrir að leggja sérstakt gjald á afla af þeim fisktegundum, sem taldar eru ofnýttar, til viðbótar þegar ákveðnum aflatakmörkunum. Gagnrýndi M.Bj. þetta ákvæði harðlega, sem og ýmis önnur frv.ákvæði, sem ekki verða rakín frekar hér. Arbæjarsafn: Hver getur lánað gömul leikf öng? Árbæjarsafn hefur í hyggju að efna til leikfangasýningar í sum- ar í tilefni barnaársins. Sýningin verður hluti af þeim aðgerðum, sem Barnaársnefnd Reykjavíkur- borgar mun standa að. Segir í frettatilkynningu frá safninu af þessu tilefni: „Með breyttum þjóðfélagshátt- um hefur öll barnamenning tekið örum breytingum. Börnum nútím- ans sem flest eiga kynstur af leikföngum og öll eiga kost á ómældri tilbúinni afþreyingu veit- ist kannski erfitt að skilja að börn hafi haft mikla ánægju af einföld- um leikföngum sem þau sjálf eða einhver á heimilinu bjó til úr því sem til féll. Eða þá gleði sem varð þegar einhver kom með nýtt leik- fang sem kannski var fengið frá útlöndum. Leikir barna hafa alltaf verið speglun af störfum fullorðna fólksins og leikföngin bjuggu þau undir framtíðarstörfin. Verðandi mæður og húsfreyjur léku sér með brúður og stunduðu heimirisstörf í búum og dúkkuhúsum, en strákar léku sér að dýrum, bátum og bílum. Fátt er til af leikföngum í söfnum og lítið hefur verið hirt um að halda saman vitneskju um leiki og leikföng. Þó hefur Þóðminja- safnið sent út einn spurningalista um leikföng og Orðabók Háskól- ans hefur spurst fyrir um orð og orðatiltæki tengd þessu. Það er ætlunin að leita til almennings og biðja þá sem eiga gömul leikföng að lána þau á sýninguna. Þetta yrði um leið ágætt tækifæri til að kanna hvað til hefur verið af leikföngum og hvort einhverju hefur verið haldið til haga. Gaman yrði að fá sem flestar tegundir leikfanga, bæði gömlu íslensku leikföngin, svo sem leggi og skeljar, heimatilbúin leikfóng og svo þau sem keypt voru tilbúin. Einnig eru gamlar ljósmyndir af börnum í leik góður fengur fyrir safnið. Árbæjarsafn biður fólk sem á gömul leikföng eða ljósmyndir sem það vildi lána á sýninguna að hafa samband við safnið í síma 84412, alla virka daga. Stefnt er að því að opna sýn- inguna um leið og safnið hefur sumarstarfsemi sína þann 1. júní, svo það er von okkar að fólk bregðist fljótt og vel við." AlÞýouflokkurinn og spillingin M.Bj. vék síðan að ýmsum kosn- ingarósum Alþýðuflokksins, m.a. baráttunni gegn „Spillingunni". Hver hefur breyting á orðið í dómkerfinu eftir sigur Alþýðu- flokksins, spurði hann. Eru þar allir orðnir englar sem áður vóru gagnstæðrar tegundar? Og hvar er sparnaðarárangurinn í opinbera kerfinu? Ráðherrar eru 9 nú eða fleiri en nokkru sinni. Aðstoðar- menn ráðherra vóru 3 í fyrri ríkisstjórn en eru nú helmingi fleiri, auk sérstaks blaðafulltrúa. — Þarna fylgja 5 ný störf í kjölfar þessarar aðhaldsstjórnar, kring- um ríkisstjórnina sjálfa. Það er verst hve lítið ber á siðvæðingar- stjóranum í þessari umræðu. Og hvers vegna er ekki minnst á skatta- eða gjaldeyrismál í þessu frumvarpi, spurði hann. Ríkisstjómin lafir í lokakafla ræðu sinnar vék M.Bj. enn að sambúðarraunum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Hann sagðist viss um, að góður tilgangur hefði búið að baki fyrstu draga að þessu frumvarpi og hjá ýmsum þeirra, sem vildu gera það sem bezt úr garði. En tortryggni og skæklatog stjórnarflokkanna hafi teygt það svo, að áhrifalaust væri orðið. Niðurstaðan sýnir, að samstarfshæfninni er ekki fyrir að fara og að það eitt heldur stjórnar- flokkunum saman, að engir þeirra þorir að rjúfa þing og ganga til nýrra kosninga. Þess vegna lafir ríkisstjórnin sjálfri sér til Ieiðinda og öllum öðrum. MGI.YSINGA. SÍMINN ER: 22480 Mynd þessi er tekin f Árbæjarsafni. Guðný Gunnarsdóttir safnvörður heldur á gamalli leikfangasaumavél. Við hlið hennar stendur Mjöll Snæsdóttir safnvörður, einnig er á myndinni Kristín Jónsdóttir fulltrúi. I BANKASTR/ETI 7 SIMI 29122 ADALSTR/ETI 4. SIMI 15005. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.