Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Rætt við Hans G. Andersen sendiherra um hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna „ÞAÐ ER auðvitað varlegast að fullyrða sem minnst á meðan ekki er búið að ganga frá endanlegu samkomulagi. En eins og staðan er í dag. þá tel ég okkar hagsmunum vel borgið og sé ekki fram á neinar breytingar á því,“ sagði Hans G. Andersen sendiherra, er Mbl. ræddi við hann fyrir páskana um hafréttarmái og gang fundarins í Genf, sem Hans kom heim af vegna heimsóknar Walter Mondale varaforseta Bandaríkjanna. „Það er ætlunin að fundinum í Genf ljúki tveimur vikum eftir páska,“ sagði Hans. „Þar er til umræðu svokallað samræmt uppkast að heildarsamkomulagi um hafréttarsáttmála, sem gengið var frá á fundi ráðstefn- unnar 1977. Það hefur verið til umræðu og endurskoðunar síð- an og nú er ráðgert, að í lok fundarins í Genf verði lagt fram endanlegt samningsuppkast, sem yrði rætt á einum fundi í New York næsta sumar og síðan verði gengið frá málinu með undirskriftum í Caracas á næsta Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða, hvort þessi áætlun stenzt, en vonir standa til þess, enda ekki hægt að halda þessu endalaust áfram.“ „Við höfum lagt höfuðáherzlu á aðild að 4. og 5. samninga- nefnd og einnig 6. og 7., en auðvitað fylgjumst við með í 1., 2. og 3. líka. Fjórða samninganefndin hef- ur fjallað um rétt landluktra og landfræðilegra afskiptra ríkja innan efnahagslögsögu. Á síð- asta fundi var gengið frá nýju uppkasti varðandi þetta atriði og nefndin hefur ekki gert til- lögur um breytingar á því núna og fer það þá inn í heildartext- ann. Þar á meðal er sú grein, sem segir að þau réttindi, sem þessi ríki fá, gildi ekki að því er Hans G. Andersen Þar voru lengst af hafðar uppi miklar kröfur um að ágreinings- atriðin yrðu lögð fyrir þriðja aðila til úrlausnar, annað hvort dómstól eða gerðardóm. í upp- kastinu var sérstaklega bent á að gert væri ráð fyrir því að strandríki ákvæði sjálft há- marksafla en veitti öðrum ríkj- um aðgang að umframmagni. Var þá bent á að þau ríki, s^m hefðu hagsmuna að gæta væru ofurseld strandrikinu, ef þau gætu ekki leitað réttar síns annars staðar. Þessar umræður hafa tekið óhemju mikinn tíma, en niðurstaðan er nú sú, að deiluatriði verða ekki borin und- ir þriðja aðila til úrskurðar, en hins vegar megi í tilteknum atriðum leita sátta fyrir sér- stakri sáttanefnd, ef strandríki neitar að ákveða hámarksafla eða neitar að veita öðrum að- gang að umframmagni. Hagsmunum íslands hlutfalli við fjarlægð fpá strönd- um. Sú tillaga hefur sætt vax- andi gagnrýni aðallega frá Rússum, sem telja ýmsum vand- kvæðum bundið að beita þessum mælikvarða vegna vanþekking- ar á gerð hafsbotnsins á ýmsum svæðum. Rússar vilja miða við ákveðna fjarlægð frá ströndum, 300 eða 350 sjómílur, eða að miðað verði við ákveðið dýpi. Togstreitan stendur yfir enn og því er- ekki tilbúinn texti í endurskoðun. Og ég reikna með að þetta þóf haldi áfram enn um sinn.“ — Hvaða afstöðu höfum við í þessu máli? „Við erum ekki búnir að gera upp okkar hug í þessum efnum. Við viljum fyrst athuga þessar mismunandi formúlur og sjá, hvernig útkomurnar snerta okk- ur.“ • Svæðaskipting samkomulagsatriði „Þá á ég aðeins sjöundu samn- ingánefndina ótalda," heldur Hans áfram. „Sú nefnd fjallar um afmörk svæða milli landa, bæði varðandi efnahagslögsög- una og landgrunnið. er vel borgið og bregtíng á því ekki Lengst af stóðu deilurnar um það, hvort miða skyldi við mið- línu, eða sanngirnissjónarmið látin ráða. Heildarniðurstaðan er nú orðin sú, að hin ýmsu tilvik séu svo ólík, að ekki sé hægt að setja neinar algildar reglur. Þess vegna verði að byggja á því að hlutaðeigandi ríki geri með sér samkomulag, þar sem miðað sé við að ná sanngjörnum niðurstöðum og færi þá eftir atvikum, hvort þeim árangri yrði náð með miðlínu eða aðstæður mæltu með öðru. Það liggur nú fyrir, að efnislega verði svona frá þessu gengið." — Þessi atriði varða okk- ur bæði á Jan Mayen-svæðinu og gagnvart Grænlandi. „Já. Varðandi Grænland má segja, að nokkurn veginn sé samkomulag um að miða við miðlínu. Um Jan Mayen-svæðið eru viðræður hafnar við Norðmenn og gert ráð fyrir formlegum viðræðum síðar. Hefur okkur Jens Evensen verið falið að undirbúa þær og munum við halda því áfram, þegar ég kem aftur til Genf.“ — Telur þú að smiðshöggið verði rekið á texta hafréttar- sáttmálans í Genf eða að hugs- anlegar séu miklar breytingar á fundinum í New York? „Eins og ég sagði áðan er ætlunin að í New York fari fram umræður um þann texta, sem fyrir liggur í lok Genfarfundar- ins. Eitt af því sem hefur tafið mikið meðferð málsins er að alltaf hefur verið miðað við að ná samklmulagi án atkvæða- greiðslu, þannig að atkvæða- greiðsla fari ekki fram fyrr en eftir að allar samkomulagsleiðir hafa verið reyndar til þrautar. Þegar þessi texti liggur fyrir nú í lok Genfarfundarins verður væntanlega talið að búið sé að reyna samkomulagsleiðina til þrautar. Það verður þá fundar- ins í New York að taka afstöðu til þess, hvort atkvæðagreiðslur fara fram, ef breytingartillögur verða lagðar fram og það stend- ur áreiðanlega ekki á þeim. En eftir því sem menn meta stöðuna nú, þykir sennilegast að flestar slíkar breytingartillögur yrðu felldar." -íj. • Ágreiningurinn ræddur í sjö nefndum — Hvaða atriði eru það, sem samkomulag er um, og hver eru helztu ágreiningsefnin? „Eins og málin standa nú er fullt samkomulag um ýmis aðal- atriði málsins, eins og til dæmis 12- mílna landhelgi, 200 mílna efnahagslögsögu, yfirráðarétt strandríkis yfir landgrunninu utan 200 sjómílna og um al- þjóðastofnun, sem á að sjá um rannsóknir og hagnýtingu á auðlindum alþjóðahafsbotns- svæðisins utan lögsögu hinna einstöku ríkja. Þessum grund- vallaratriðum verður ekki breytt úr þessu. Hins vegar er ekki komið samkomulag um ýmis veigamik- il atriði og nú er unnið að lausn þeirra í sjö samninganefndum á fundinum í Genf. í þremur fyrstu nefndunum er fjallað um ýmis atriði varðandi alþjóða- hafsbotnssvæðið. Þar er meðal annars fjallað um tillögur varð- andi vinnslu auðlinda og er aðalreglan þar sú, að vinnslan fari fram bæði á vegum alþjóða- stofnunarinnar sjálfrar og ein- stakra fyrirtækja, sem samn- ingar yrðu gerðir við um vinnsl- una. Aðalatriðið er að fyrirtæki, sem hafa áhuga á slíkri vinnslu, leggi fram umsókn um tvö svæði, sem þau telja álíka mikils virði og getur alþjóðastofnunin þá valið annað fyrir sig og gert samning við viðkomandi fyrir- tæki um vinnslu á hinu. Varð- andi þessi atriði þarf að ganga frá alls konar reglum um slíka samninga og fylgja þeim flókin fjármálaatriði og einnig þarf að ganga frá því, hvernig þessi stofnun verður byggð upp. Nú er búið að skipa nefnd, sem í sitja fulltrúar 21 ríkis, bæði iðnaðar- ríkja og þróunarlanda og er ætlast til þess, að nefndin finni heildarlausn á málum þessara þriggja nefnda." • íslandsgreinin hefur staðið af sér allar árásir — Hvaða áherzlu leggjum við á þessi nefndarstörf? fgrirsjáanleg varðar þjóð, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Þetta ákvæði, sem gengur undir nafninu ís- landsgreinin, hefur staðið af sér allar árásir og því verður ekki haggað úr þessu." — Hefur það kostað mikið að halda þessari íslandsgrein inni? „Það hefur kostað mikið starf. Ég hef sjálfur eytt óhemju tíma í það, bæði á fundum og bak við tjöldin. Landlyktu ríkin og þau afskiptu hafa sótt sitt mál fast, en samt er rétt að segja það, að allan tímann hefur mikill skiln- ingur verið á því að Island hefði hér sérstöðu. Það orðalag sem nú er í þessari grein, er mjög svipað og í tillögu þeirri, sem víð bárum fram á Genfarráðstefn- unum 1958 og 60. Þar var raunar um það að ræða að fá rétt umfram aðra utan 12 mílna og var sú tillaga samþykkt í nefnd, en ekki á allsherjarfundum. Meginstefnan nú er sú saman, en viðhorfin hafa þó breytzt stórkostlega okkur í hag, þar sem nú er talað um 200 mílur, sem óhætt er að fullyrða, að ráðstefnan telji okkur íslend- inga eiga að hafa í friði." • Deilumálum ekki skotið til þriðja aðila — Þú nefndir að við hefðum lagt höfuðáherzlu á aðild að 5. samninganefndinni líka. „Já. Fimmta nefndin hefur fjallað um lausn deilumála, sem upp kunna að koma innan efna- hagslögsögunnar. Mér þykir rétt að taka fram, að þessu ákvæði er stefnt gegn öðrum ríkjum en íslandi. Nú er ekki talin von um að lengra verði komizt á þessari braut og því verði þessi texti, sem fyrir liggur, tekinn upp í heildaruppkastið." — Þá er það sjötta nefndin. „Sú nefnd hefur fjallað um ytri mörk landgrunnsins og er enn verið að togast á um það atriði og talað um ýmiss konar aðferðir. Samkomulag er um að land- grunnið utan 200 mílna tilheyri strandríkinu svo langt sem það verður talið framlenging af landinu sjálfu, en þá með viss- um skilyrðum^sem ekki er sam- komulag um. Hin svonefnda írska tillaga miðar við ákveðna þykkt set- laga, sem verða að standa í vissu Frá einum fundi hafréttarráðstefnunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.