Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Franska kvikmynda- vikan 17. — 23. apríl Dagana 17.—23. apríl stendur yfir frönsk kvikmyndavika í sýn- ingarsölum Regnbogans. Alls verða sýndar sjö myndir og hver mynd verður því sýnd í nokkur skipti. Niðurröðun myndanna á hvern dag verður auglýst í dagblöðunum jafnóðum. Hver ein- stök mynd hefur þó sinn ákveðna sýningardag og er þeirra getið hér með kynningu hverrar myndar. Þriðjudagurinn 17. apríl: Fjóla og Franz Violette et Francois (1977) er þriðja mynd Jaques Ruffio, en hann gerði sína fyrstu mynd, L'horizon, 1966. Mynd þessi, sem sagði frá mannfalli franska hers- ins 1917, olli nokkrum óróa og Ruffio fékk ekki tækifæri til að gera aðra mynd fyrr en 1975, Sept morts sur ordonnance. Violette et Francois segir frá sambúð Fjólu, 20 ára (Isabelle Adjani) og Franz, 25 ára (Jaques Dutronc). Þau eiga 1 xk árs gamal son, en lítið annað og lifa á íhlaupavinnu hér og þar, eftir því sem til fellur. Þau drýgja tekjur sínar með smá hnupli úr búðunum uns Fjóla er staðin að verki og hræðslan stóðvar þessa iðju hennar. Franz fær að lokum tækifærið, sem hann hefur alltaf dreymt um — að gefa út dagblað, en þessi starfsemi hans fer nær samstundis á hausinn. Hann snýr sér þá aftur að hnuplinu í auknum mæli og tekst að snúa sér út úr vandræðum, þó hann sé staðinn að verki. Fjóla hefur hug á að fara frá honum og Frans bregður sér heim til föðurhúsanna, þar sem hann eyðir tíma sínum í að ganga um göturnar og velta fyrir sér sjálfs- morði. Miðvikudagurinn 18. apríl: Með Kjafti og Klóm. La griffet et la dent (1976) er mynd án orða um veiðidýr nætur- innar, gerð af Francois Bel og Gerard Vienne, en þeir hafa unnið saman að gerð ýmissa náttúru; mynda allt frá árinu 1955. I myndinni reyna þeir að nálgast dýrin á sem eðlilegastan hátt, í þeirra rétta umhverfi, án þess að hafa nokkur áhrif á hegðun þeirra. Þeir forðast að leggja siðferðilegt mat að hegðan dýranna en veita okkur á hinn bóginn innsýn í heim þessa/a dýra, þar sem náttúrulög- málin og innstu hvatir ráða ríkj- um. Miðað við okkar mat er þar hvorki að finna réttlæti eða frelsi — né heldur grimmd; aðeins )ög- mál þess sterkasta, fljótasta og sniðugasta gildir. Grimmd hinna villtu dýra er aðeins fólgin í hungri þeirra. En þar sem hegðun dýranna svipar til okkar eigin, svo sem varðandi vald, í landvörn, kynhvöt, móðurumhyggju og inn- hyrðis samskipta, vekur hún spurningar og getur jafnvel valdið okkur nokkrum óróa. 19. apríl: Fimmtudagurinn Eiturlyf La Horse (1969) er leikstýrt af Pierre Granier-Deferre, en hér hafa áður verið sýndar myndir eftir hann á kvikmyndavikum s.s. Le chat (Kötturinn) og Le Fils (Sonurinn). Eiturlyf segir frá gömlum manni, mannhatara og einfara Auguste (Jean Gabin), sem á glæsilegan búgarð gegnt höfninni í Le Havre. Dag nokkurn finnur hann eiturlyfjapakka í veiðikofa á landareign sinni og kemst að því, að um land hans fara eiturlyfjasendingar til Ameríku. Auguste bregður hart við, eyði- leggur fíkniefnin og refsar dóttur- syni sínum sem er flæktur í málið. I hefndarskyni er kveikt í húsun- um hjá honum en hann neitar að kalla á lögregluna og býr sig sjálfur undir að ganga milli bols og höfuðs á smyglurunum. Föstudagurinn 20. apríl: Karlinn í kassanum. Le diable dans la boite (1976) er fyrsta mynd Pierre Lary, en hann var áður aðstoðarleikstjóri Bunuels við gerð tveggja mynda, Le journal d'une Femme de chambre og nýjustu myndar hans, Cet obscur objet du desir. Lary hefur einnig gert nokkrar stuttar myndir og leikstýrt þáttum fyrir sjónvarp. Karlinn í kassanum virðist gerð nokkuð í anda Bunuels, en hún segir frá Alain Brissot (Jean Rochefort), sem er skyndilega sagt upp störfum hjá Intelec, eftir tíu ár hjá fyrirtækinu, án haldbærra skýringa. Brissot þráast við að yfirgefa stöðu sína og þó að for- stjóri fyrirtækisins, Georges Aub- ert (Michel Lonsdale) reyni að beita öllmn hugsanlegum leiðum til að losna við hann, situr Brissot sem fastast og fer jafnvel að haga sér óþægilega fyrir fyrirtækið, og þetta bitnar smám saman á K.u linu i ka.~.*aiium. rekstri þess. Brissot fer að lokum í hungurverkfall á skrifstofunni og Aubert hyggst notfæra sér það til að vekja athygli á fyrirtækinu, sjáifum sér og því tll framdráttar. Hann efnir til blaðamannafundar, sem fer nokkuð á annan veg en hann ætlaði. Myndin lýsir persón- um á gamansaman hátt, valdatafli þeirra í þessum afmarkaða heimi, fyrirtækinu, og oft afkáralegri hegðun við aðstæður, sem þeir eiga ekki að venjast. Laugardagurinn 21. apríl: Segðu að þú elskir mig. Dis moi que tu m'aimes (1974) er gamanmynd, leikstýrð af Michel Boisrond, sem gert hefur allmarg- ar myndir í svipuðum dúr. Hér er sagt frá tvennum hjónum, sem slíta samvistum eftir síendurtekin rifrildi og karlmennirnir, Richard (Jean-Pierre Marielle) og Ber- trand (Daniel Ceccaldi), sem eru stjórnendur auglýsingastofu, setj- ast að á skrifstofunni. Einn við- skiptavinur þeirra og félagi, Lucien (Jean-Pierre Darras) bæt- ist brátt í hópinn til að byrja nýtt líf sem piparsveinn. Konurnar láta ekki sitt eftir liggja og Charlotte, (Marie-Jose Nat), sem ávallt hefur verið Richard undirgefin finnur sér vinnu, Victorire (Mireille Darc) sökkvir sér niður í starf sitt sem skreytingarkona og Pascaline stekkur burt með hestahirði Luciens og þau byrja í sameiningu á kvikfjárrækt... Sunnudagur 22. apríl: 3 milljarðar án lyftu. 3 milliards sans ascenseur (1972) er gamansöm sakamála; mynd gerð af Roger Pigaut. I útjaðri Parísar er gömlum hverf- um rutt úr vegi til að rýma fyrir skýjakljúfum fyrir verslun og viðskipti. í gömlu hverfi, sem á að fara að rífa búa söguhetjur þessar- ar myndar, Pierrot, sem dreymir um fjársjóði og ævintýri; Albert, brjóstgóður piparsveinn, sem býr undir aga móður sinnar; Julien, heiðarlegur, bjartsýnn heilsurækt- armaður, sem býr með Lulu, en hún rekur einu krána í hverfinu; Gus, smáglæpamaður, sem sí og æ gerir misheppnaðar tilraunir til að koma sér í mjúkinn hjá stórglæpa- mönnunum og José, nemandi í húsagerðarlist, sem er dálítið á eftir í skólanum og vinnur fyrir sér sem næturvörður í einni ný- byggingunni. Þegar haldin er sýning á efstu hæð í einum skýjakljúfnum á 10 fegurstu gimsteinum veraldar upplýsir José, að í þessari bygg- ingu séu ónotuð lyftugöng og Pierrot fær strax hugmynd að bíræfnum þjófnaði... Aðalleikarar eru Marcel Bozzuffi, Bernard Fresson, Michel Bouquet og Serge Reggiane. Mánudagurinn, 23. apríl: Krabbinn Le crabe-tambour (1977) er gerð af Pierre Schoendoerffer eftir hans eigin sögu, en hann hlaut verðlaun frönsku akademíunnar fyrir bókina 1976. Schoendoerffer hefur gert allmargar myndir, þar á mcðal La 317e section og mynd, sem nefnist því alhyglisverða nafni Pecheur d'Islande. Krabb- inn gcrist um borð í fylgdarskipi hins stóra fiskskipaflota við strendur Nýfundnalands. Um borð glíma nokkrir menn við sama vandamálið, „Krabbann" (Jacques Perrin), og velta því fyrir sér, hvernig þeir hefðu átt að taka á ákveðnum atriðum í samskptum við hann í fortíðinni. Mennirnir sem velta þessu fyrir sér eru Skipstjórinn, (Jean Rochefort), læknirinn (Clatide Rich) og 1 vélstjóri (Jaques Dufilho). Sviku þeir ..krahbann" hver á *inn hátt'1 y< i •¦ (.. rð í pin.Mii togara fbtt i»l kllidl. nat ¦ ¦ - . . Ij - ¦•>< sjúkdÓÐ) ii hr:'' mrnnin,i hriíi 'in bnrð Með kjafti og klóm. Eiturlyf. Segðu að þú elskir mig. 3 milljarðar án lyftu. Krubliiiui.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.