Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Borgari í Titograd í Júgóslavíu virðir fyrir sér leifarnar af húsi sínu sem hrundi í jarðskjálftanum mikla um helgina. Tímafrekri viðgerð á Baldri að ljúka NÚ LOKS sér fyrir endann á tímafrekri viðgerð á haf- rannsóknaskipinu Hafþóri, sem áður hét Baldur og komst í eigu Hafrannsóknastofnunarinnar 1977. Áætlað hafði verið að skipið yrði tilbúið til rannsóknastarfa í síðasta lagi 1. september síðast- liðinn og upphaflegar áætlanir um kostnað vegna viðgerða og endurbóta á skipinu námu 230 milljónum króna. Baldur fer væntanlega í reynslu- siglingu næstkomandi laugardag og ef ekkert óvænt kemur upp á í þeirri ferð heldur skipið fljótlega til rannsóknatarfa. Einkum hafa viðgerðir á dælum til aðalspils skipsins seinkað viðgerðinni, en dælurnar hafa tvívegis gefið sig í reynslusiglingum. Áhöfn hefur verið skráð á Haf- þór allan tímann, sem skipið hefur verið í viðgerðinni. Hefur áhöfnin ýmist unnið við viðgerðir og breyt- ingar á skipinu eða við afleysingar á hinum skipum stofnunarinnar. Að sögn Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar hafa rannsóknaáætlanir verulega farið úr skorðum vegna þess hve langan tíma hefur tekið að gera við Baldur. Einnig hefur það haft töluverðan viðbótarkostnað í för með sér m.a. vegna leigu á skipum til nauðsyniegra starfa. Björgunarstarf gengur - 200 manns létust hægt Dubrovnik. 17. apr. AP. BJÖRGUNARSTARF á jarðskjálftasvæðunum á suðurhluta Adría- hafsströnd Júgóslavíu gekk mjög erfiðlega í dag og ástand er víða hið ömurlegasta. Víða hefur bágstatt heimilislaust fólk reynt að búa um sig á víðavangi, kveikt bál og vafið sig teppum til að halda á sér hita. Frekari kippir urðu í dag en ekki er vitað til að frekara manntjón hafi orðið. í gærkvöldi, mánudagskvöld, urðu einnig nokkrir allsnarpir kippir og hrundu þá ýmis skemmd hús. Jarðskjálftinn sem mestu tjóni urðu áttatíu þúsund manns að olli varð á sunnudagsmorguninn í Montenegro og var hann um 9 stig á Mercallikvarða. Er vitað að 200 létust í Júgóslavíu og einnig varð manntjón Albaníumegin og líklega fórust þar milli tuttugu og þrjátíu manns. Á því svæði sem jarðskjálftarnir urðu búa um eitt hundrað þúsund manns og þar af einu leyti eða öðru fyrir barðinu á honum, og er flest þetta fólk heimilislaust, Óttast er að margir fleiri séu grafnir í húsa rústum, en aðstæður á jarðskjálftasvæðunum eru það erfiðar að mjög seint hefur gengið eins og í upphafi sagði. Þessi jarðskálfti nú varð mun harðari en sá sem lagði Skipje í rústir árið 1963. Ferðamenn gera sér tíðförult á þessar slóðir í suðurhluta Júgóslavíu á sumrin en nú eru gistihús í rústum og ekki búizt við að þar verði gerlegt að taka á móti ferðamönnum um hríð. í fyrstu fréttum var búizt við að einhverjir útlendingar hefðu verið meðal hinna látnu, en nú hefur verið frá því skýrt að svo sé ekki, enda ekki ýkja margir ferðamenn sem voru farnir að koma, utan nokkrir hópar Þjóð- verja og svo Júgóslava sjálfra. Tito forseti fór um jarðskjálftasvæðið í gær. Búizt er við því að mikil hjálp erlendis frá muni boðin fram og geti auðveldað störfin að mun. Stradevaríus á 140 milljónír Boston, AP. Stradevaríus mun hafa gert um FIÐLA, sem gerð var fyrir þrjú 1116 fiðlur og er búizt við því að hundruð árum af meistaranum um 700 þeirra séu enn varðveittar Stradevarfusi, var nýlega seld og þykja miklar gersemar. fyrir um 400 þúsund dollara eða um 104 milljónir fsl. króna og hefur aldrei verið greidd viðlíka upphæð fyrir strengjahljóðfæri, jafnvel ekki Stradevaríus. Fiðlan er ein af tíu hljóðfærum sem Stradevaríus gerði með innlögð- um skreytingum og auk þess er hún sögð í prýðilegu standi. Ekki var gefið upp hver kaupandinn var en sagt að fiðlan yrði ekki flutt frá Bandaríkjunum. Hún var lengi í eigu enskrar fjölskyldu í Boston, kynslóð fram af kynslóð. 32 fórust í sprengingu Islamabad — apríl — AP. 32 LÉTU lífið og 70 særðust er sprenging varð í flugeldaverzlun í Rawalpindi. Meðal hinna látnu var fólk í nærliggjandi húsum og vegfarendur, sem áttu leið hjá verzluninni er sprengingin varð. 1300 færri farþegar ALLS komu 6479 farþegar með skipum og flugvélum til landsins f marsmánuði. Þar af voru 3355 íslendingar og 3124 útlendingár. í sama mánuði í fyrra komu 7782 farþegar til landsins, 4489 íslend- ingar óg 3293 útlendingar. Flestir voru útlendingarnir sem komu til landsins í s.l. mánuði frá Bandaríkjum Norðúr-Ameríku eða 1268. 471 Breti kom til landsins, 272 Vestur-Þjóðverjar, 228 Danir, 227 Norðmenn og 213 Svíar. Frá síðustu áramótum til loka marsmánaðar hafa alls 16.742 farþegar komið til íslands, 8656 íslendingar en 8086 útlendingar. Á sama tíma í fyrra höfðu 18.983 farþegar komið til landsins, 11.316 íslendingar og 7667 útlendingar. Valgeir Ástráðsson: Mörgum brá við lestur Morgun- blaðsins þriðjudag fyrir páska. Kirkjunnar menn eru þá að undirbúa mikið helgihald, því kyrravikan er sá tími, sem kristnir menn segja helgastan. Til þess hóps hef ég alltaf viljað telja þá menn, sem fyrir Morgunblaðinu • standa. Samlíkingar En austur í íran er sjálfsagt ekki verið að undirbúa hátíð auð- mýktarinnar. Og á þriðjudag í kyrruviku var fréttaþjónusta Morgunblaðsins góð að vanda. Við fengum að sjá þar á forsíðu hróðuga böðla standa yfir líki manns, sem þeir höfðu svívirðilega tekið af lífi. Því óhugnanlegri var þessi mynd, þar sem við flest vissum, að hinn myrti var víða talinn frómur maður og aðeins einn í hópi margra tuga, sem þannig hefur verið farið með. Eðlilegt er, að það veki viðbjóð allra siðaðra manna, þegar ein- hver lífsskoðun fæðir af sér þannig ávexti. Mikið er það ólíkt þeim boðskap, sem við prestar íslensku Þjóðkirkjunnar eigum að fara að prédika í kyrruviku. Þess vegna varð mér ekki um sel, þegar lengra var lesið. Þar er innar í blaðinu forystugrein, éinmitt það, sem Morgunblaðs- menn hafa hvað eftir annað sagt að væri eini staöurinn í blaðinu, sem treysta mætti að þeirra eigin stefna kæmi fram í. Marktækara hlýtur það því að vera sem þar stendur, en annað í blaðinu, sé verið að leita eftir stefnu blaðsins. Og ekki dregur það úr gildi for- ystugreina, að þær eru einar lesnar reglulega yfir landslýð. I þessari grein var farið að tala aftur um leiðtoga ógnarverkanna í íran. Og það alvarlega var, að ritari greinarinnar hafði fundið út, að þjónandi prestur við Þjóð- kirkjuna, starfi eftir sama leiðar- ljósi og böðullinn illræmdi. Starfs- félagi minn var sem sagt uppvís að fjarstýringu frá manni, sem lætur með köldu blóði drepa fólk í tugum. Býsna alvarleg ásökun það, og verður að fylgja þeirri uppljóstrun vel eftir sé hún rétt. Enda gengur Morgunblaðið vasklega fram í forystugreininni, velur til mörg orð og alvarleg, enda kannski ástæða til. Illa kominn hópur Ekki hafði mér dottið í hug, að sr. Guðmundur Óli í Skálholti væri slíkur voðamaður, þegar við sátum saman kvöldið fyrir afhjúpunina og ræddum ýmis mál. Þvert á móti hélt ég þá, eins bg ég þóttist hafa fundið út í margra ára nánu samstarfi að þar væri hófsamur maður og einlægur. Hefði að vísu þann vana að segja meiningu sína, einkum í riti. Mikið hafði mér glapizt. En það er kannski ekki að marka, þar sem ég er líklega sálufélagi þessa voðamanns. Við, sem til þess hóps teljumst, vorum látnir vita af því í sömu grein, að ekki væri hægt að kalla okkur Guðs börn. Þó höfðum við þóttst hafa fyrir því traustar heimildir að svo væri. En nú er búið að finna upp nýtt. Það stend- ur semsé í Morgunblaðinu, einmitt á þeim stað, þar sem fólk á að taka mark á. Ég veit ekki hvort vogandi er að mótmæla því. Það væri líklega „ofstæki, reiði, heift, öfgar, þröngsýni, stóryrði, drampsemi", svo eitthvað sé tekið upp af þeim orðum, sem notuð eru af mönnum, er hafa til þess getu, þótt venju- T greinar Morgunblaðsins, hverjir svo sem það eru, lýsi yfir að þeir vilji vera brjóstvörn kristindóms- ins. Að vísu veltur kristinn dómur ekki á því. En fengur er það fyrir hvern málstað að eiga sér öfluga málsvara. Það væri líka ósann- gjarnt að horfa fram hjá því, að margt birtist í Morgunblaðinu, sem fengur er í fyrir þá, er kristnum málstað unna. Ég vil taka orðin um velvilja til kristin- dómsins gild. Og meira en það, ég held að slíkt sé einlægur vilji þeirra, sem þá línu gefa. Suma þeirra hef ég hitt að máli og það hefur frekar styrkt trú mína á góðan vilja. Efasemdirnar, sem læddust að, eftir lestur þriðju- Khomeini á íslandi? lega reyni ég að forðast notkun þeirra. Annars hef ég aldrei, hvorki í ræðu né riti, verið með vangavelt- ur um það hvernig sáluhjálp þessa eða hins er háttað. Engum hef ég sagt að hann væri ekki Guðs barn. Ekki hef ég heldur heyrt Guðmund Óla tala um það. Ég hef nefnilega haldið að slíkan dóm ætti Guð einn að fella og það held ég enn. Og þegar Morgunblaðið tekur sér slíkt vald finnst mér full ástæða til að spyrja í mikilli alvöru: „Hvað má lesa út úr slíkri skoðun um eigið vald og ágæti?" Skjöldur krtstindómsins Vissulega er ég feginn að lesa það, að þeir, sem skrifa forystu- dagsgreinarinnar, tekst vonandi að hrekja í burtu. En eitt er að vilja, — annað að gera. Og einstakar greinar, sem birtar kunna að vera í Morgun- blaðinu segja lítið um það hvort trúmálaafturhald ríki í stefnu blaðsins eða ekki. Slíkt stendur eða fellur slgjörlega óháð greinarmagni. III. dæmi Morgunblaðið hef ég lesið svo lengi sem ég man eftir og enn er ég áskrifandi þess. Margt er þar flutt. Vinsælt umræðuefni er að ræða ástand og stöðu frjálsrar hugsunar í ríkjunum austurfrá, þar sem kommúnistar ríkja. Morgunblaðið hefur gengið vasklegar fram en nokkur annar fjölmiðill á íslandi að skýra frá því. Það vitum við, að valdhafar þar þykjast vera unnendur frelsis og réttlætis. Morgunblaðið og ég erum þó sam- mála um að slíkt sé rækileg blekking. Þar eru menn lokaðir inni og heilaþvegnir, þegar þeir dirfast að hafa skoðun, sem brýtur í bága við hugmyndakerfi ráða- manna. Það er í þeim löndum fullkomlega réttlætanlegt að svifta slíka menn störfum, gera þá tortryggilega og prenta um þá óhróður. I þessum löndum er heldur enginn Guð, að dómi valdsmanna. Aðeins eitt er heilagt, vald ríkis- heildarinnar. Kristnir siðfræð- ingar hafa margir bent á það, að við slíkt stjórnskipulag verði ríkið oft gert að guði. Ríkið geri kröfur, sem Guð einn getur gert. Kristnir menn í þeim löndum hafa margir sagt, að einmitt slík afguðadýrkun væri þeirra þyngsta byrði. Hvað svo sem ríkið gerir, þá er það sannleikurinn. Lög þess og reglur eru óskeikull dómur, guðlegt boð, jafnvel þótt slíkt boð hafi í för með sér þær hörmungar, sem Morgun- blaðið hefur svo oft, og það með réttu, bent fólki á að halda vöku sinni fyrir. Það er vissulega verð- ugt starf, því að í hvert sinn, sem menn setja sig á þann stall, að ekki má gagnrýna orð þeirra og gerðir, taka þeir sér þann sess, sem kristin trú ætlar Guði einum. Sjálfsvitund Mogunblaðsins Eitt er að vilja, annað að gera. Því ég fæ ekki betur séð en Morgunblaðið sé komið út á svip- aðar brautir og óvinurinn í austri, sem það er óþreytandi að vara við. A.m.k. kemur það skýrt fram í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.