Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979
41
fclk í
fréttum
+ í BRETLANDI hefur farið fram kjör „Megrunardrottningar ársins“. — Af því tilefni voru þessar
myndir birtar af henni. Heitir hún Margaret Evans frá Swansea í Wales. — Hún léttist um 100 pund. —
Myndin til vinstri er tekin áður en hún hóf megrunaraðgerðirnar, en hin að þeim loknum. í verðlaun
hlaut Margaret 1000 sterlingspund, nær 700.000 krónur, takk!
Stjómunarfélag íslands
Stjórnarmenn, forstjórar
og eigendur hlutafélaga
Vitiö pið að nk. áramót tekur gildi
gerbreytt Iðggjöt um hlutafólög?
Hinn 26. apríl verður haldið nómskeið
um nýju hlutafólagalöggjöfina á
vegum Stjórnunarfólags íslands.
Nómskeiðið verður haldið að Hótel
Esju kl. 14—18.
Á námskeiðinu verður fariö yfir nýju
hlutafélagalöggjöfina og m.a. ræddar
þær breytingar sem hugsanlega þarf aö
gera á samþykktum einstakra hlutafé-
laga vegna hinnar nýju löggjafar.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður
Björn Friðfinnsson, lögfræöingur.
Þótttaka tilkynnist til Stjórnunarfólags
íslands, Skipholti 37, s: 82930.
Björn Friðfinnsson,
lögfræðingur.
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
heldur félagsfund aö Hótel Loftleiöum
í kvöld miövikudaginn 18. apríl 1979
kl. 20.30.
Fundarefni:
Nýir kjarasamningar.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
+ FYRIR nokkru fannst
þessi útigangsmaður og
einn hinna mörgu ein-
stæðinga stórborgarinnar
Chicago, Dave Holman að
nafni, ofan í kjallaraholu
einni, svo illa á sig kom-
inn, að með fádæmum er
talið í þessari borg, en þar
munu menn þó ýmsu van-
ir. Hafði Holman leitað
hælis í kjallara þessum í
vetrarkuldanum. Þar
hafði hann orðið fárveik-
ur. Síðan gerðist það, að
rottur lögðust á hann. Svo
veikur hafði hann verið,
að hann gat enga björg
sér veitt. Átu rotturnar
sig inn í annan fót manns-
ins. Rottuskarinn réðst á
báðar hendur mannsins
og stórsködduðu fimm
fingur — þrjá á annarri
en tvo á hinni. — Þegar
hann fannst mun hann
hafa verið búinn að liggja
þarna í á að giska tvær
vikur. — Þegar komið var
með Holman, sem er 46
ára, í sjúkrahús í borginni
urðu læknarnir að taka af
honum fótinn, sem rott-
urnar höfðu étið sig inn í,
rétt neðan við hné. Maður
sem eitt sinn var 180
punda skrokkur var um
100 pund á þyngd. Það
kom fram í sambandi við
rannsókn þessa óvenju-
lega máls, að fólk í ná-
grenninu sem heyrt hafði
neyðarópin frá mannin-
um, þar sem hann lá í
kjallaranum hafði leitt
þau hjá sér. Einn gaf þá
skýringu: Við töldum víst
að lögreglan myndi ekki
anza okkur, telja það hug-
arburð einan. Svo virtist
sem Holman hafi verið
meira og minna meðvit-
undarlaus þarna niðri í
kjallaranum. Og það fór
hrollur um hann er hann
sagði blaðamönnum frá
því að hann myndi þó ekki
gleyma kliðnum sem því
fylgdi „er rotturnar komu
til að ráðast á mig“.
Myndin er tekin af Hol-
man í sjúkrahúsinu í Chi-
cago. Sjá má stórskadd-
aða fingur vinstri handar
eftir rotturnar.
GAGNLEG OG SKEMMTILEG
FERMINGARGJÖF
FRAMLEIÐANDi:
STÁLHÚSGAGNAGERÐ
STEINARS
SJALFVIRK
HÆÐARSTILLING
luisj|;H|ii:il;inil
SÍDUMÚLA 2 - SÍMI 39555