Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100KL. 10— 11 1 FRÁ MANUDEGI PHTQN5 einstaklinga, sem vistaðir eru á langvistunarstofnunum almennt, hafi ekki verið kannaðar af nægjanlegri alúð og kunnáttu undanfarna áratugi sé miðað við þá almennu velmegun, sem þjóð okkar hefur búið við á sama tíma. Þetta er okkur öllum til ærinnar minnkunar, í senn einstaklingum heilbrigðisstétta, stjórnmála- mönnum, listamönnum og öllum, sem einhvers eru megnugir með góða tjáningar- og framkvæmda- getu. Sljóleikinn fyrir þörfum hins stóra, ósjálfbjarga hóps aldraðra og fatlaðra hefur haldið samvisku manna sofandi og látið fram- kvæmdaviljann næsta ósnortinn með örfáum undantekningum, sem barist hafa gegn sofandahættinum þungri baráttu. Nú, þegar svo virðist sem eitthvað sé að rofa til hvað skilning snertir, þá væri æskilegt að við bærum gæfu til að vinna saman af bróðurhug, opin- berir aðilar sem einkaðilar, fremur en að láta tortryggni og úlfúð sundra okkur frá sameigin- legu átaki í baráttu fyrir betra hag til handa hinum verst settu með- borgurum í nútið og framtíð. Elín Eggerz Stefánsson. • IIvaðan koma peningarnir? Kæri Velvakandi. Það hafa margir velt því fyrir sér hvaðan fátækir stúdentar og hernámsandstæðingar fá allt það fé sem þarf fyrir auglýsingum og fundarhöldum vegna 30. marz. Getur þú svarað því? Reykjavík 3. aprfl 1979. 6790-8848. Ekki býr Velvakandi yfir þeirri þekkingu sem spurning bréfritara gerir ráð fyrir. Umræddum náms- mönnum og hernámsandstæðing- um er hins vegar hér með boðið að svara þessari spurningu hér í dálkinum. • Enn um poppið Kæri Velvakandi. Mig langar aðeins til að svara gamla manninum, sem er þó ekki SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti { Búka- rest í Rúmeníu í ár kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Taimanovs, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Bellons, Spáni. 37. Hxg6+! - hxg€, 38. h7+ - Kxh7, 39. Hf7+ - Kg8, 40. Hg7+ og svartur gafst upp, því að nú er orðið stutt í mátið. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Taimanov 9% v. af 15 mögulegum. 2.-4. Ciocaltea, Suba og Ghitescu (allir Rúmeníu) 9 v. 5.-7. Bellon, Uhlmann (A-Þýzkal.) og Biriescu (Rúmeníu) 8I/2 v. SMYRNA teppi SCALA - SMYRNA VEGGTEPPI0G PÚÐAR VELKOMIN! fjattngrðaOTrzlturii! £rla Snorrabraut 44 nema 45 ára, en segist ekki þola popptónlist, kallar hana „garg" og segist vorkenna unglingunum nú á dógum að vera mataðir á „þessu" eins og hann kallar poppið. Ég er ekki sátt við það þegar svo niðrandi er skrifað um popptón- list. Hún á rétt á sér eins og önnur tónlist, og hefur sinn boðskap að flytja. Og það eru til margir frábærir listamenn á þessu sviði. Ég held að fólk á vissum aldri hafi aldrei lagt sig niður við að hlusta á þessa tegund tónlistar og reynt að skilja hana. Þegar ofangreindur 45 ára gamall maður segist vera þakk- látur fyrir að vera ekki unglingur í dag, á þessum ömurlega popptíma, eins og hann kallar það, og segist vorkenna unglingunum, þá held ég að hann geti sparað sér þá vorkunn, því honum er vorkunn sjálfum. Hann veit ekki hvers hann fer á mis við. Og svo vona ég, sem er 32 ára gömul húsmóðir úr Vestmanna- eyjum, að þeir hjá ríkisútvarpinu haldi áfram að skipta allri tegund af tónlist bróðurlega niður á tón- listartímana, eins og þeir hafa gert hingað til, eða eitthvað fyrir alla. Þökk sé þeim. Þórhildur óskarsdóttir, Vestmannaeyjum. „Runki" sendi Velvakanda eftir- farandi vísu, sem hann nefnir Sultarlaun: Yrði mörgum óbær raun, aðför lífs á haginn, ef þeir fengju flugmannalaun, fyrir vinnudaginn. HÖGNI HREKKVISI *HMMMM...?..." S2P S\GGA V/GG* £ 1/LVtRAKí Verzlunarskóli íslands Umsóknir um skólavist Umsóknareyðublöö um skólavist í Verzlunarskóla íslands fyrir næsta skólaár veröa afhent á skrifstofu skólans frá og meö 23. apríl. Umsækj- endum utan Reykjavíkur, sem þess óska, veröa send umsóknareyöublöö. Á þaö skal bent, aö Verzlunarskóli íslands er sérskóli, sem tekur inn nemendur úr öllum hverfum Reykjavíkur og af öllu landinu án tillits til búsetu. Meö umsókn skal senda Ijósrit af árangri á grunnskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1979. LINGUAPHONE tungumálanámskció henta allrí fjölskyldunni UNGUAPHONE tungumátanamskeið eru vidurkennd sem auoveldasta og ódýrasta leioin til tungumálanams LINGUAPHONE faast bæoi á hljómplötumogkassettum Vio veitum f úslega allar upplýsirtgar og póstsendum hwert 6 landsem er Hljódfærahús Laugavegi 96 * Simi 1 Víkur EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ** ALT.LYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.