Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 Callaghan brígzlar Thatcher um öfgar London, 17. aprfl. AP. Reuter. JIMMY Callaghan, forsætisráðherra Bretlands, sem nú rær öllum árum að því að halda völdum eftir kosningarnar í næsta mánuði, sagði í dag að íhaldsflokkurinn hefði hallast í hægri átt undir forystu Margrétar Thatcher. Forsætisráðherrann sagði blaðamönnum að frú Thatcher hefði steypt flokkinn í „mjög breytt og sundrað form". Thatcher hafði sjálf lýst því yfir í meirihátt- ar ræðu er hún hélt á mánudag að hún myndi gera ýmsar endurbæt- ur yrði hún fyrsti kvenmaðurinn til að verða forsætisráðherra Breta. Þykir ræða hennar mjög benda til þess að hún hafi sagt skilið við hófsama íhaldsstefnu. „Thatcher kveður meðalveginn" sagði í fyrirsögn dagblaðsins Guardian í dag. Greinilegt er að Callaghan færði sér í nyt hið breytta viðhorf á blaðamannafundi sínum í dag og lét svo um mælt að flokkur sinn vildi umfram allt binda enda á skilnaðarkerfi „almúga og yfirboð; ara" eins og hann komst að orði. I kosningabaráttu sinni á Vest- ur-Englandi lét Thatcher á hinn bóginn engari bilbug á sér finna. Kom hún fram í útvarpsviðtali þar sem hún ítrekaði harðlínustefnu sína viðvíkjandi innflutningi fólks annars litarháttar, strangari reglu og þeirri ætlun sinni að reisa skorður við völdum verkalýðs- félaga. „HÆ, PÁFF Lftil stúlka hleypur f átt til páfa eftir að hann hafði innt af hendi guðsþjónustu um páskahelgina á Heilags Péturstorgi f Róm. Alls hlýddu um þrjú hundruð þúsund manns á boðskap Jóhannesar Páls annars á torginu en hann gerði heimsfrið og mannréttindi að umræðuefni f ávarpí sínu. Aftökum í íran haldið áfram alla síðustu daga Teheran 17. apr. Reuter. AP ALLMIKLAR róstur og mótmæli voru víða í Teheran bæði á sunnu- dag og mánudag og í gær fór hópur ungmenna um miðborgina til að láta í Ijós gremju sfna vegna handtöku barna Ayatollah Teleghani, eins áhrifamesta shita- klerks írans. Ekki hefur fengizt upplýst hverjir stóðu að hand- töku þeirra og vísar þar hver á annan. Aðstoðarforsætisráðherr- ann, Abbas Amir Entezam, birti orðsendingu frá stjórninni á sunnudag þar sem þetta atvik var harmað. Þar sagði, að tveir synir Teleghanis og tengdadóttir hefðu verið stöðvuð og barin á fimmtu- dag og sfðan tekin höndum og verið f varðhaldi í heilan dag unz þeim var sleppt. Eins og fram kemur í fréttagrein á öðrum stað á sfðunni vakti þessi atburður mikla reiði Teleghanis og taldi hann nú mælinn meira en fullan og hélt á braut frá Teheran eftir að hafa lýst vanþóknun sinni á fr^mkvæmd byltingarinnar. Aftökur héldu áfram í íran alla síðustu daga og virðist ekkert benda til að þeim sé að linna. Á föstudag var sagt frá lífláti ellefu herforingja og lögregluforingja, þar á meðal var fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustu flughersins Tarzan lœtur illa í körinni Hollywood, 17. aprfl, AP. LEIKARINN gamalkunni, Johnny Wiessmuller, sem vann sér til frægðar að fara með hlutverk Tarsans í kvikmynd- um, liggur nú farlama á sjúkrahúsi þar sem við ber að hann „æpi, hói og gefi frá sér Tarzan-skræki" sem skjóta starfsfólki stofnunarinnar skelk í bringu. Kemur þetta fram í bænaskjali, sem sent hefur verið dómsstólum til að fá honum verndara. í bænaskjalinu er farið fram á að Jack nokkrum Staggs verði leyft að vera lögverndari Weiss- mullers, en Staggs heldur því fram að leikarinn og fyrrver- andi Ólympíusundkappi, sem nú er 74 ára að aldri, þjáist að varanlegri heilaskemmd. Leitar Stagg eftir samþykki dómstóla til að fá að flytja Weissmuller úr kvikmynda- og sjónvarps- stjörnusjúkrahúsinu í Woodland Hills á geðsjúkrahús. og fyrrverandi yfirmaður pólitísku fangadeildar Gasrfangelsis. Á laugardagsmorguninn bættust aðrir sjö við og greint var frá því, að 56 hefðu verið handteknir og þar á meðal yæru sex fyrrverandi þingmenn. Á mánudaginn voru enn sjö „fjendur byltingarinnar" skotnir, var einn þeirra lögreglu- foringi og sagt að hann hefði verið tekinn af lífi fyrir þær sakir, að hann hefði verið „gegnumrotinn". AP-fréttastofan segir að eftir því sem næst verði komizt hafi nú verið líflátnir á þennan máta samtals 136 menn, þar af hafa verið tuttugu og sjö hershöfðingj- ar. Fréttastofufregnir herma að ótti borgara víða í íran fari vax- andi vegna þess hverja stefnu þessar handtökur hafa tekið; nú eru ekki aðeins gripnir herforingj- ar og SAVAK-fulltrúar heldur hafa einnig verið teknir menn úr ýmsum öðrum stéttum sem ekki var talið að ættu neitt sökótt við byltingardómstólinn og eru þar í hópi leigubílstjórar, opinberir starfsmenn og nokkrir þekktir kaupsýslumenn. Er sagt að nú fyrir helgina hafi um tólf hundruð pólitískir fangar verið í fangelsum í Teheran og séu þau yfirfull og þrengsli ívið meiri en á keisara- tímunum, þrátt fyrir að ekki sé dregið úr aftökum. Þá er meðal annars í frásögur fært að varað hefur verið við því að menn taki sem góða og gilda seðla með áprentaðri mynd af Khomeini trúarleiðtoga. Entezem aðstoðarforsætisráðherra beindi því til þjóðarinnar að athuga að þessir seðlar væru falsaðir og væru ekki að svo stöddu að minnsta kosti viðurkenndur gjald- miðill í landinu. Skyldu menn enn um hríð verða að nota seðla með keisara á. Þá tilkynnti íransstjórn fyrir helgina, að hún hefði ákveðið að kalla heim umsvifalaust hundruð manna sem verið hafa í Banda- ríkjunum í herþjálfun. Þarna væri um að ræða um átta hundruð menn, flestir hafa verið við þjálf- un í bandaríska flotanum. Aftur á móti sagði talsmaður varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna að allt að 2000 íranir væru við slíka þjálfun í landinu en ekki væri ljóst hvort allir hefðu verið kvaddir heim. Fæddist samt Lundúnnm — 17. aprfl — Renter MÓÐURLÍFSLAUS kona í Taunton ól heilbrigt og fullburða barn 31. marz s.L, að þvf er Þetta gerdist 1978 — Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkir Panama-samninginn. 1975 — Brottflutningur borgara frá Phnom Penh kunngerður. 1974 — Egyptar hætta að kaupa vopn frá Rússum. 1962 — Vestur-Indíu-ríkjasam- bandið lagt niður. 1955 — Fyrsta Bandung-ráðstefn- an hefst. 1954 — Nasser verður forsætis- ráðherra Egyptalands. 1953 — Mohammed Ali myndar stjórn í Pakistan. 1951 — Kola- og stálsamsteypa Evrópu stofnuð. 1949 — Lýðveldið Eire formlega stofnað í Dyflinni. 1946 — Þing Þjóðabandalagsins leyst upp. . . 1942 — Loftárásir Doolittles hershöfðingja á Tokyo. 18. apríl 1941 — Mótstaða Júgóslava gegn Þjóðverjum út um þúfur. 1906 — Jarðskjálftinn og elds- voðinn í San Francisco (um 700 fórust). 1864 — Ósigur Dana við Duppel og innrás Þjóðverja í Danmörku. 1847 - Winfield Scott hershöfðingi tekur Cerro Gordo hæð í Mexíkó. 1775 — Paul Everes reið frá Charleston til Lexington („Bretarnir koma."). 1663 — Tyrkir segja Leopold keisra I stríð á hendur. Afmæli. Adolphe Thiers, franskur stjórnmálaleiðtogi (1797-1877) - Franz von Suppé, austurrískt tónskáld (1819-1895) — Leopold Stokowski, enskur hljómsveitarstjóri (1882—1977). Andlát. Erasmus Darwin, eðlis- fræðingur, 1802 — H.A.L. Fisher. sagnfræðingur, 1940— Albert Ein- stein, vísindamaður, 1955. Innlent. Þjóðstjórnin tekur við völdum 1939 — Stórhýsið Glasgow brennur 1903 - Jarðskjálfti veldur stórtjóni á Húsavík (104 heimilislausir) 1872 — Nýr gígur myndast eftir mikla jarðskjálfta við Leirhnúk 1728 — Tillaga Levestows stiftamtmanns um að Alþingi verði flutt til Reykjavíkur 1775 — Réttarhöld í handrita- málinu hefjast í Kaupmannahöfn 1966 — d. Jóhann próf. Briem 1894 —Björn kægill Dufgusson 1244 — f. Indriði G. Þorsteinsson 1926 — Gizur Bergsteinsson 1902. Orð dagsins: Vísindunum skjátlast alltaf: þau leysa aldrei vandamál án þess að búa til tíu í viðbót — G. Bernard Shaw, írskur rithöfundur (1856-1950). læknar í Lundúnum skýrðu frá um helgina. „Kraftaverk" er það orð, sem læknarnir nota um atburð þennan, en ekki er vitað til þess að slfkt hafi áður gerzt. Konan, Alison Trott að nafni, er 23 ára að aldri. Eftir að hún ól annað barn sitt í fyrra var leg hennar fjarlægt. Nokkrum mánuðum síðar tók hún að vaxa ískyggilega á þverveginn og sá þá ekki annað ráð vænna en að fara í megrun. Þegar það dugði ekki leitaði hún til læknisins, sem á sínum tíma hafði gert á henni skurðaðgerðina, en það var ekki fyrr en tveimur vikum fyrir fæðinguna að ljóst varð hvernig málum var háttað. Fóstrið hafði tekið sér bólfestu í þunnri vefjar- himnu og sjálft búið sér til þær aðstæður, sem ekki voru lengur fyrir hendi. Þótt fóstrið hefði sýnt þessa fádæma seiglu þótti ráðleg- ast að gera keisaraskurð í fyllingu tímans, og leit þá dagsins ljós 11 marka drengur, sem ber nafnið Martin. Hann á tvo bræður, tveggja og þriggja ára. Mæðginin- um heilsast hið bezta og eru bæði komin úr sjúkrahúsi. Gibson tók mið af tunglinu og náði stefnu og stjórn Inglewood KalUorníu 17. apr. AP. HARVEY Gibson flugmaður sagði við athuganir á þeim atburði þegar vél hans, Boeing 727, hvolfdi tvívegis í flugi í mikilli hæð og féll sfðan þús- undir feta, að hann hefði náð réttri stefnu og stjórn með því að taka mið af tunglinu. Eins og sagt hefur verið frá rauf vélin hljóðmúrinn er hún féll niður. Gibson sagði að rétt áður en vélin tók að snarsnúast hefði hann heyrt einhvers konar suð. Fáeinum sekúndum síðar hefði flugvélin skyndilega farið að hallast til hægri og hann minntist þess að hafa sagt við aðstoðarflugmann sinn að „flugvélin væri í þann veginn að fara á hvolf". Hann sagði að þetta hefði gerzt örfáum mínútum eftir að hann hefði hækkað vélina úr 35 þúsund fetum í 39 þús. fet. Þegar vélin hefði byrjað að hrapa hefði hann reynt með öllum ráðum að hemja vélina en ekkert hefði dugað unz hann hefði skellt niður hjólum vélarinnar. Ekkert hefur orðið uppvíst um það hver þurrkaði út samræður í flugstjórnarklefa af segulbandi og kvaðst Gibson ekki minnast þess að hafa gert það. Hins vegar vakti hann athygli á að segulbandsupptök- urnar þurrkuðust sjálfkrafa út á þrjátíu mínútna fresti og þar sem klukkustund hefði liðið þar til lent var kynni skýringin að felast í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.