Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 29 nenn ímis á ráðamenn að kynna sér hve r, slógi og hrognum sem kemur ím og bendir á að þessum í sjó af togskipum. ;ga þingmenn Reykjaneskjör- ekki þeim málflutningi í máli f jölmiðlum, sem er bein árás á nna. unar sneri Morgunblaðið sér f leykjaneskjördæmis, og spurði kinganna. Fara svör þeirra hér Karl Steinar Guðnason Umrædum nm þetta mál er ails ekki lokið „Ég vil bara segja það, að umræðum um þessi mál er alls ekki lokið, og þau voru tekin af dagskrá eftir stuttar umræður á þingi, og því er ekki útséð um það hvernig þingmenn kjör- dæmisins muni taka á þessu máli," sagði Karl Steinar Guðnason, „og einnig vil ég minna á það, að það er ýmislegt sem gerist á Alþingi, annað en það sem kemur í ræðustól á þingfundum." „Ekkí leyst í ræðustól á Alþingi" „Það er þeirra mat," sagði Geir Gunnarsson, „það er alveg þeirra mál hvernig þeir vilja meta það, en ég hef ekki talið að það leysti vandann, að fjalla um það í ræðustól í þinginu heldur á allt öðrum vettvangi. — mér hefur ekki sýnst koma mikið út úr því hingað til. Annars vegar þvælt um smáfiskadráp fyrir vestan og hins vegar hrognamok fyrir sunnan, annað hef ég ekki séð koma út úr því." „Gagnrýnin á þing- mennina ósanngjörn ?* segir Halldór Ibsen í Keflavík „Það leyndi sér ekki, að hér hefur verið geysilega mikill hiti í mönnum og sérstaklega hefur mönnum gramist það hvernig fjöl- miðlar hafa fjallað um út- gerðarþætti hér á Suður- nesjum." sagði Halldór Ibsen í Keflavík í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Halldór var fundar- stjóri á fundi Útvegs- mannafélags Suðurnesja sem haldinn var um helg- ina, en ályktun þess fundar er birt á öðrum stað í blaðinu. Fundarefni var ráðstafanir stjórnvalda um takmarkanir þorskveiða. Um eitt hundrað útvegsmenn sóttu fundinn og þar að auki sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsson, alþingismennirnir Matthías A. Mathiesen, Geir Gunnarsson, Gils Guðmunds- son, Ólafur G. Einarsson, Oddur Ólafsson og Ólafur Björnsson. Ennfremur komu á fundinn form. L.Í.Ú., Kristján Ragnars- son og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Albert K. Sanders. Halldór sagði, að því væri ekki að leyna að mikil gagnrýni hefði komið fram á þingmenn kjördæmisins á þessum fundi, vegna þess áróðurs sem fundar- menn töldu að hafður hefði verið uppi gagnvart Suðurnesjamönnum, í öllum umræðum um takmarkanir á þorskveiðum. „Þessi gagnrýni er að mínu mati ósanngjörn", sagði Halldór, „og ég get bent á ýmis dæmi til stuðnings mínu máli. Til dæmis stóð Oddur Ólafsson upp á Alþingi og and- mælti skörulega þeim áróðri sem þar var hafður uppi, þessi ræða var birt í Morgunblaðinu,' þar sem menn geta kynnt sér hana. Þá mætti nefna að í samtali við Matthías Á. Mathiesen í Morgunblaðinu á skírdag um sama efni, andmælti hann á skilmerkilegan og ákveðinn hátt þessum áróðri. Þessu vilja menn gleyma í hita leiksins þegar þessi mál eru rædd. Þannig má minna á ummæli fleiri þing- manna í.þessum dúr. Miklar umræður urðu á fundinum og í upphafi bent á, að Suðurnesjamenn hefðu ávallt viljað taka aðvaranir fiskifræðinga um sókn í þorsk- inn af alvöru. Töldu fundar- menn þær ráðstafanir, sem nú hefðu verið gerðar, um tak- markanir á sókn í þorskinn á þessu ári, þær raunhæfustu, sem enn hefðu verið gerðar í þessum efnum. Sýnt var fram á aðstöðumun til uppbyggingar í sjávarútvegi og talið að Suðurnesin og raun- ar öll byggðarlög, er byggðu afkomu sína á útgerð báta, hefðu búið við skarðan hlut. Þá töldu ræðumenn, fráleitt að skerða, sem nokkru næmi, sókn bátanna á yfirstandandi vertíð, umfram það, sem þegar hefði verið gert og lögðu áherzlu á, að þeir fengju að ljúka ver- tíðinni án verulegra skerðinga. Bentu þeir jafnframt á, að allar viðmiðanir um aflabrögð bát- anna á yfirstandandi vertíð og þeirri eindæma lélegu vertíð 1978, væru í hæsta máta ósann- gjarnar, ef vegna þess ætti að stöðva bátana nú. Halldór Ibsen sagði að lokum, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann teldi að ráðuneytinu hefði orðið á stór mistök þegar loðnuveiðiflotan- um var veitt netaleyfi á sama tíma og þeir væru með á skrif- borðinu hjá sér aðgerðir til takmörkunar á þorskveiði í net. Loðnuveiðiskipin væru sum hver búin að veiða fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir, en síðan væri þeim beitt inn á þorsk- veiðar á sama tíma. og verið væri að takmarka veiðar hinna eiginlegu þorskveiðiskipa. Útvegsmannafélag Sudurnesja: Mótmælir linnulausum áróðri gegn Suðurnesjum Geir Gunnarsson ALMENNUR fundur í Utvegs- mannafélagi Suðurnesja, hald- inn í Stapa 14. apríl 1979, samþykkir svofellda ályktun, varðandi ákvörðun stjórnvalda um takmarkanir á þorskveiðum. Fundurinn fagnar því að loks- ins virðist eiga að gera raun- hæfar ráðstafanir til þess að takmarka sókn í þorskstofninn. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því, að fáránlegt væri að miða við það aflahrun, sem varð á síðustu vertíð á Suður- nesjum, eigi að vera viðmiðun um hlutfall fyrir bátaflotann, en metafli síðasta ár í öðrum landshlutum viðmiðun fyrir þá. Fundurinn bendir á, að togar- ar hafa flætt inn í landið, þrátt fyrir ofveiði á þorski. Það hlýt- ur því að vera sanngjörn krafa að þeim sé nú beint í vannýtta stofna, með öllum tiltækum ráðum, meðan þorskstofninn er byggður upp. Fundurinn vill ítrekað vekja athygli á því að á Suðurnesjum hefur þorskafli hrunið niður í helming af því, sem hann var fyrir nokkrum árum, á sama tíma hefur þorskafli víða marg- faldast. Þá vill fundurinn minna á, að eftir því sem fleiri fiskvinnslu- stöðvar loka á Suðurnesjum, vegna aflabrests, er í vaxandi mæli sótt eftir fólki úr öðrum heimsálfum til þess að vinna fisk víða um land. í framhaldi af framansögðu telur fundurinn engin rök mæla með því að bátaflotanum sé ekki • gefinn kostur á að ljúka yfir- standandi vertíð án frekari stöðvana. Fundurinn lýsir yfir fullum vilja um samstöðu við sjávarút- vegsmenn á hinum hefðbundnu vertíðarsvæðum bátaflotans um hvaðeina, er varðar sameigin- lega hagsmuni. Að lokum lýsir fundurinn furðu sinni á þeim linnulausa áróðri, sem rekinn er í fjölmiðl- um gegn þessu svæði og báta- fíotanum í heild, og í vaxandi mæli kemur fram í umræðum á Alþingi í furðulegustu myndum. (Fréttatilkynning). Hagnýttur þorskur úr afLa landsmanna Ar: 1969 197o 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Suðurne s Grindav./ Vogar: 61.ol2 65.998 53.73o 53.187 58.433 43.564 43.837 47.383 51.149 36.394 Unnið úr skýrslum Fiskifél. ísl. Lagt fram á fundi í Útvegsmannafé 1 . Suður- nesja, 14. april 1979. Hafnarfj. KÓpav./ Reyk j avík: 38.796 44.238 3o.3o8 24.814 23 .69o 18.25o 24.669 26.965 3o.39o 27.o57 Vestur1 . Ak ra ne s/ S tykkish. 29.859 34.715 3 3 . 4 o 3 36.7ol 34.75o 34.741 36.271 34.79o 35.117 34.466 Vestf. Patreksfj ./ Hólmavik: 32.375 41.177 3 4.754 27.488 3 3.769' 3 6 . 7 o 1 47.177 52.725 56.937 6 1.952 Noróur1. vestra Hvaans- tang i / S i g 1 u'f j ¦ : 16.624 lo.81o 11.468 8. 242 lo .265 13.881 17.44o 17.582 21.982 21.2ol Norðurl. Austf. eystra Bakkafj./ Ólafsfj./ Höfn: ÞÓrsh . : 34.665 31.898 3 o . 7 8 7 26.495 3o.9 56 4o.lo7 ¦41 . 191 43.367 59.176 63.o48 28.693 27.513 27.158 2 4.467 25.6ol 24.353 29 .'66o 31.972 41 .928 4o.866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.