Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 37 Eiríkur Benjamínsson frá Hesteyri - Minning Fæddur 15. desember 1890. Dáinn 3. apríl 1979. Hugur minn reikar norður í Jökulfirði. Þar var blómleg byggð fram eftir þessari öld. I Jökul- fjörðum voru um skeið tvær hval- veiðistöðvar. Seinna var annarri þessara hvalveiðistöðva breytt í síldarverksmiðju, þeirri fyrstu í eigu íslendinga. Heyrt hef ég, að í þessari byggð vaxi skarfakál það er læknar skyrbjúg meir og betur en annars staðar. Það má með nokkrum rökum halda því fram, að stóriðja og velsæld á Islandi hafi átt rætur að rekja til þessarar horfnu byggðar. Það var á þessum slóðum, sem afi minn, Eiríkur Benjamínsson, fæddist og ól sinn starfsaldur. Hann var sonur hjónanna Han- sínu Tómasdóttur og Benjamíns Einarssonar, sem bjuggu að Marð- areyri í Veiðileysufirði. Afi minn var yngstur af sjö börnum þeirra hjóna. Öll systkini hans eru nú löngu látin. Þegar afi var tæpra þriggja mánaða gamall drukknar faðir hans ásamt öðrum manni af báti fyrir framan Marðareyri. Er mér sagt, að Hansína langamma mín hafi sjálf rennt fram báti er hún varð slyssins vör en allt kom fyrir ekki. Hansína giftist aftur 1893. Seinni maður hennar, Jón Guðmundsson, drukknaði ásamt fjórum hásetum sínum nokkrum mánuðum eftir að þau giftust. Afi átti því í raun aldrei neinn föður, því hann var alltaf með móður sinni, sem hélt áfram búskap þrátt fyrir áföll. Seinna fluttust þau mæðgin yfir til Hesteyrar. Þar bjó afi minn allt til ársins 1947 að undanskildum nokkrum árum sem hann var í siglingum á norskum skipum og fyrsta hjúskaparári sínu sem hann bjó á Isafirði. í siglingunum gerð- ist afi víðförull, komst til Spánar og sá á land í Afríku. Hann hafnaði hins vegar boði um að gerast hvalveiðimaður í Suður-Af- ríku, en þangað hafði systursonur hans farið. Eftir siglingarnar og stutta dvöl á Isafirði sezt afi að á Hesteyri. Var hann formaður á bátnum, lengst eigin útgerð, jafnframt því sem hann átti nokkrar kindur. Má segja að starfsheiti hans hafi verið útvegsbóndi. Auk þessa starfaði afi oft sem vélgæzlumaður í síld- arverksmiðjunni á Hesteyri. Afi var eftirsóttur til vinnu vegna dugnaðar og hreysti, jafnframt því sem hann vakti yfir því sem honum var trúað fyrir. Haustið 1912 kvæntist afi Elísa- betu Önnu Halldórsdóttur frá Neðri-Miðvík í Aðalvík. Bjuggu afi og amma saman í tæp 60 ár eða þar til vorið 1972 að amma dó. Amma var mikil mannkostakona. Hændist ég mjög að henni, bæði þegar hún kom í heimsðkn til dóttur sinnar og ekki þótti mér síður gott að eiga athvarf í bæjar- ferðum hjá henni á Laugavegin- um. Amma var há og spengileg og bar hún íslenzka búninginn sinn af mikilli reisn við hátíðleg tækifæri. Hún var ein þeirra kvenna, sem unnu verk sín á traustan og hljóðlátan hátt. Afi og amma áttu þrjár dætur, sem allrar fæddust á Hesteyri. Þær eru: Martha Guðrún, giftist Sæbirni Magnússyni, lækni, sem dó langt fyrir aldur fram 1944. Kristín, gift Bjarna Vilhjálmssyni þjóðskjalaverði. Jóhanna Krist- jana, sem dó tæplega tvítug 1941. Martha og Kristín eru báðar bú- settar í Reykjavík. Auk dætranna átti afi son áður en hann kvæntist, Benjamín, sem kvæntur er Krist- ínu Árnadóttur. Þau eru búsett í Bolungarvík. Um 1940 hverfur síldin og jafn- framt minnkar fiskigengd á grunnmiðum. Tekur þá fólki að fækka í Sléttuhreppi. Afi og amma flytjast til Isafjarðar 1947 og tveimur árum síðar taka þau sig aftur upp og flytjast til Reykjavík- ur. Þar starfaði afi lengst af hjá Byggingarfélaginu Brú h.f. eða til ársins 1966, en þá hætti bygging- arfélagið störfum og jafnframt var afi orðinn fótveikur. Hjá Brú h.f. starfaði hann sem vélgæzlu- maður á loftpressu. Á þessum árum tók hann þátt í byggingu ýmissa meiriháttar mannvirkja eins og Borgarspítala, Laugardals- laugar, ýmissa skóla, svo og Miklu- brautar. Þótti afa sárt að þurfa að hætta að vinna, því hann þekkti tæpast nokkuð annað. Ó1 afi alltaf þá von í brjósti að hann mundi byrja að vinna aftur. Það var ekki fyrr en amma dó, að afa fannst hann verða gamall. Á efri árum rifjaði afi oft upp sína gömlu góðu daga á Hesteyri og Marðareyri. Þrátt fyrir háan aldur hafði afi engu gleymt og mundi atburðina sem nýskeða. Sumarið 1973 fór afi vestur á Isafjörð og til Bolungarvíkur í síðasta skipti. Þá fór hann með vini sínum, Jóni Helgasyni á ísa- firði, yfir til Hesteyrar. Þangað hafði afi ekki komið frá því hann fluttist til Reykjavíkur. Mér fannst afi yngjast upp þegar við stigum á land á Hesteyri. Þann dag skein sól og • logn var svo mikið, að ekki sást gára á öllu djúpinu. Daginn eftir var rigning. Afi lifði lengi á þessari ferð. Svo fer oft, að elliárin verða okkur mannfólkinu erfið. Afi bjó einn í tæp 7 ár. Hann sótti í matinn og sá að milu leyti um sig sjálfur. Það var eiginlega ekki nema vetur sá er nú er að líða, sem var afa verulega þungbær. Dvaldi hann nokkrum sinnum á sjúkra- húsum, en jafnskjótt og hann varð einhvers bata var, vildi hann fara heim. Þangað heímsóttu afa vinir og kunningjar eins og á sjúkrahús- in. Held ég, að á enga sé hallað þó nefndir séu tveir Hesteyringar, Bjarni Guðmundsson og Hallgrím- ur Pétursson. Þeir reyndust afa tryggðartröll til hinztu stundar. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa átt afa og ömmu í 27 ár. Vilhjálmur Bjarnason. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. Skipholti 21. Reykjavlk, sfmi 23188. Bróöir okkar, + GEIR ÁSGEIRSSON, •kipstjóri, andaöist í Boston 11. apríl. Hulda Ásgeirsdóttir, Jóhanna Áagairadóttir. + Móöir okkar, JÓHANNA K. HALLGRÍMSDÓTTIR, Garóaatrati 47, andaðist i Landspítalanum aö kvöldi páskadags. Jaröarförin auglýst siöar. Börn hinnar látnu. t Bróöir okkar, REIMAR SIGURDSSON, lézt aö heimili sínu Hátúni 12, sunnudaginn 15. þ.m. ina Dóra Siguröardóttir, Rafn Sigurósson, Randý Siguröardóttir. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. Er þar tekiö á móti hvers konar fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. apríl veröa til viötals Elín Pálmadóttir og Valgarö Briem. Elín er í fræðsluráöi og umhverfismálaráöi. Valgarö er í stjórn Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar. Góö bílakaup helmingur út og rest á 6-8 mánuðum Viö tökum notaða bíla upp í nýja og margir hafa þann hátt, aö skipta árlega og eru því ævinlega á nýjum bílum. Þarna veröa því oft mjög góö bílakaup á nýlegum bílum, sem viö seljum með vildarkjörum. Komið og skoðiö bílana og sannreynið pá. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍD S/GURDSSON hf. SfÐUMÚLA 35. StMI 85855 Dorset-leirtau nýkomió Litir: Blátt Grænt Verð: Djúpur diskur 1.195. Grunnur diskur 1.195. Bollapar 1.410. Kökudiskur 720. Sendum í póstkröfu Búsáhöld og gjafavörur, Miðbæ, sími 35997. Glæsibæ sími 86440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.