Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Sighvatur Björgvinsson alþm.: Fimmtíu fiskar á haus? Ekki verður betur séð en að menn hér sunnan- og suðvestan- lands séu hver í kapp við annan að finna upp nýstárlegar kenningar í fiskveiði- og friðunarmálum. Dálkahöfundurinn Svarthöfði, sem er manna sérfróðastur um öll mál, komst að því nýverið, að þórsk ættu menn að veiða sem hlutfall af fólksfjölda: Reykvíking- ar mest, svo Suðurnesjamenn, næst Akureyringar ásamt Eyfirð- ingum, þar næst líklega Selfyss- ingar ásamt uppsveitamönnum í Árnes- og Rangárvallasýslum, svo Seltirningar, Garðbæingar, Mos- fellssveitungar: 50 fiskar á haus. Leitt með slíkan vit- og gáfu- mann sem Svarthöfða, að hann skuli ekki vilja gefa kost á sér til að 'stjórna landinu fyrir okkur. Svarthöfði veit, Svarthöfði kann, Svarthöfði getur — en Svarthöfði vill bara ekki. Þjóð vor verðskuld- ar hann ekki. Hún skilur hann ekki. Gæti verið, að hún kysi hann meira að segja ekki. Svo heimsk er sú þjóð, sem ekki lifir eftir kenn- ingunni 50 þorskar á haus. Fleiri bullukollar Fleiri vitmenn hafa verið á ferðinni en sá með svarta hausinn. Þeirra kenning er að vísu ekki um 50 fiska á haus. Þar stendur sá svarti einn. En þeirra kenning um fiskveiðimál er á þá leið, að mörkin milli rányrkju og skyn- samlegrar nýtingar ákvarðist ekki af því hvernig veitt sé, hvar, né hversu mikið — heldur af því hverjir veiði. Dæmi: Ef Vestfirðingur veiðir þorsk áður en hann kemst á hrygningaraldur, er það sögð rán- yrkja. Ef Sunnlendingur veiðir þorsk áður en hann kemst til þess að hrygna, þá á allt að vera í stakasta lagi. Annað dæmi: Ef norðienskur, vestfirskur eða austfirskur togari stundar veiðar á Vestfjarðamið- um, þá er sagt að um sé að ræða hættu á alvarlegu- smáfiskadrápi, sem beri að spyrna gegn. Ef Suðurnesjamenn fá nú ekki fleiri togara til þess að senda á þessi sömu mið, þá er það talið alvarlegt tilræði við hagsmuni byggðalags- ins. Þriðja dæmi: Ef svo mikill fisk- ur berst á land vestan, austan eða norðan í aflahrotum að erfitt sé um vinnslu og jafnvel dæmi um, að fiskurinn liggi undir skemmdum, þá er slíkt atferli að sjálfsögðu fordæmt. Ef svo mikill fiskur berst á land suðvestan- eða sunn- anlands, að ekki hefst undan að verka þótt unnið sé myrkranna á milli og mikið af aflanum sé sett í verkun, sem að vísu er fljótleg en gefur þó minna af sér í aðra hönd og stórir bátar eru síðan hlaðnir af hráefni, sem ekki var hægt að vinna úr og sendir með það til útlanda í sölutúra, þá tekur því vart að minnast á það. Allt eru þetta nýleg dæmi, sem má tilfæra með því að nefna bæði stað og stund. Þau sýna tvískinn- ungsháttinn, sem býr stundum að baki hjali um nauðsynlegar vernd- unaraðgerðir í þorskveiðum. Verndunarhjalið er þá notað sem yfirvarp. Á bak við býr sá vilji að „vernda" á annarra kostnað til þess að geta fiskað sjálfur. Skýran miðað er við sömu veiðar undan- farin ár og Sunnlendingar og Suðurnesjamenn hafa hagað sér nákvæmlega eins og aðrir lands- menn í aflahrotu. Unnið myrkr- anna á milli. Spyrt og hengt upp, saltað, selt — og brætt. Er nú búið að veiða um það bil 50 þúsund tonnum meira en gert var ráð fyrir í áætlun ráðherra um þroskveið- arnar á árinu 1979, sem boðaðar veiðitakmarkanir miðuðust við. Óhjákvæmileg aðgerð „Verndunarmenn" hljóta auðvit- að að sjá, að við svo búið má ekki standa. Hinn litli og smækkandi hrygningarstofn þolir ekki harka- lega atlögu. Sjávarútvegsráðu- Hugleiðingar um fiskveiði- mál og friðunaraðgerðir greinarmun verður að gera á þeim, sem flytja mál sitt með slíku hugafari og hinum, sem af ein- lægni vilja stuðla að skynsamleg- um veiðibúskap og raunhæfri verndunarstefnu. Veiðitak- markanirnar Því verður með engu móti neit- að, að fram til þessa hafa sam- dráttaraðgerðirnar í þorskveiðun- um svo til alfarið siglt fram hjá hluta fiskveiðiflotans — sérstak- lega þeim bátum, sem gerðir eru út á netaveiðar frá Suður- og Suð- vesturlandi. Þeirra þorskveiði- tímabil er vetrarvertíðin, sem venjulega lýkur um eða eftir miðj- an maí. Að henni lokinni fara þessir bátar síðan á aðrar veiðar. Með aðgerðum þeim til þess að draga úr þorskveiðum, sem sjávar- útvegsráðherra boðaði í vetur, voru togararnir settir í 70 daga þorskveiðibann í sumar. Með þess- ari aðgerð er boginn svo hátt spenntur gagnvart togaraflotan- um á besta veiðitímabili hans sumrinu, að sum útgerðarfélögin geta lent í mjög alvarlegum erfið- leikum og stöku byggðarlög, sem byggja allt atvinnulíf sitt á vinnslu þorsks, horfast í augu við atvinnuörðugleika. Þá var jafn- framt ákveðið að banna netaveiðar í sumar — á þeim tíma þegar netabátar norðanlands hafa verið að veiðum. Einu aðilarnir sem samkvæmt þessu áttu að geta veitt eins og ekkert hefði í skorizt að frátaldri stöðvun yfir páskana, voru bátarnir á Suður- og Suðvest- urlandi. Hinar auknu takmarkanir á veiðimöguleikum náðu til allra — nema einna helst til þeirra. Þetta eru staðreyndir, sem enginn getur neitað. „Rányrkja“ á hrygningarfiski Fram undir þetta hafa menn á netabátum hér sunnan-, vestan- og suðvestanlands einkum verið að veiða þorsk, sem hefur verið að koma til hrygningar en ekki náð að hrygna. Þar sem vandi þorsk- stofnsins er sagður sá, að of fáir fiskar nái að hrygna, getur það auðvitað ekki siður verið „rán- yrkja“ að veiða hrygningarfiskinn áður en hann hrygnir en að veiða fiskinn áður en hann kemst á hrygningaraldur. Þetta virðast sumir menn hins vegar ekki getað skilið. Þessi tegund „rányrkju" — veið- in á hrygningarfiskinum á neta- vertíð áður en hann hrygnir — hefur gengið talsvert vel í vetur, ef neytið hlaut að vera sjálfu sér samkvæmt og taka í taumana. Allt annað er óhjákvæmilegt og hefði gert fyrri nðgerðir ráðuneytisins til takmör) unar á þorskveiðum meira en lítið vafasamar. Og 12 dagar voru skornir aftan af neta- vertíð. 12 dagar á móti 70 dögum togaranna, sumarstöðvun netabát- anna fyrir norðan o.s.frv. Og þá ætla „verndunarmenn" vitlausir að verða. Mótmælin hrannast upp: „Til- ræði“, „milljarðar fluttir á milli landshluta," „vantraust á ráðherra". Nú veiða menn í net víðar en á Suðurnesjum. Menn gera það meira að segja á Vestfjörðum. Vertíðarstoppið nær frá Horna- firði suður og vestur um land allt að Horni. Eitt gengur þar yfir alla. En sjái þeir sunnanmenn ástæðu til slíks neyðaróps vegna sinna 12 daga, hvað það með Vestfirðinga, Norðlendinga og Austfirðinga með sína 70? Eða var réttlætið fólgið í því sem nefnt var við mig á dögunum, að láta neta- veiðina halda áfram eins og ekkert hefði í skorist, en jafna síðan metin með auknum samdrætti hjá togurum? Með því að gera þeirra 70 daga að tvisvar sinnum 70 dögum. Ef það er réttlætisráð „verndunarmanna", má um þá segja hið fornkveðna, að illt er ykkar ranglæti en verra er ykkar réttlæti.. Ölum ekki á öfundinni Á undanförnum árum hefur verið alið á stöðugum illindum milli landshluta vegna fiskveiði- mála. Upptökin má tvímælalaust rekja til skrifa ættaðra héðan að sunnan. Vestfirðingar og Norð- lendingar höfðu lengi vel annað betra að gera en að svara í sömu mynt, en í mörgum þessum skrif- um hefur glögglega mátt sjá, að ýmsir menn hafa beinlínis kennt íbúum Vestfjarða og Norðurlands um aflaleysi sitt og hafið slíkar árásar- og rógsherferðir á hendur þeim að engu tali tekur. Mörgum þessum mönnum virðist vera meira mál að ná sér niðri á íbúum þessara landshluta en að fá fram skynsamlega stefnu í fiskveiðimál- um, sem hafi sem áþekkust áhrif fyrir landsmenn alla. Ég vara mjög við því að halda nú áfram lengra á þessari braut. Fiskveiðimálin eru of vandasöm til þess að nokkur lausn fáist með því að alið sé á öfund og illindum og tilgangurinn gerður sá, að þessi geti náð sér niðri á hinum. Það leysir ekki vanda fiskveiða á Suð- ur- og Suðvesturlandi, að útgerð- araðilar á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum séu settir á hausinn og atvinnulífi þar stefnt í hættu. Það bætir ekki heldur hag Suðurnesjamanna, þótt aflamönn- um á Vestfjörðum sé bannað að fiska. Nú þegar hafa verið lagðar slíkar byrðar á þá staði, sem byggja atvinnulíf sitt á togaraút- gerð, að meira verður ekki að gert. Eigi að bæta ofan á þann bagga, þá brestur boginn og atvinnulífið hrynur til grunna. Ég hika því ekki við að lýsa því yfir, að gegn slíkum aðgerðum mun ég snuast. Enginn má vænta stuðnings frá mér vi slíkar fyrirætlanir, heldur þvert á móti hið gagnstæða. Sé þorskveiði á vetrarvertíð orðin meiri en óhætt þykir, þá verður skerðingin að koma þar en ekki sem viðbótarbyrði á bagga ann- arra. Ekki sótt að sunnanmönnum Mér er ekki í mun að sótt sé að Suðurnesjamönnum eða Sunnlend- ingum í þessum efnum frekar en öðrum. Vestfirðingar hafa um nóg Pétur Gautur Kristjánsson: Nútíma þingmennska og dragnótin Til áróðurs og blekkinga funda forkólfar Alþýðufiokks- ins, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Vilmundur Gylfason, upp á því fyrir sein- ustu alþingiskosningar að kalla framboðslið Alþýðuflokksins: „Nýr flokkur á gömlum grunni“. Ut á þessi slagorð fengu þeir óvæntan og, að margra áliti, óverðskuldaðan sigur. Nú hefur hið nýja Alþingi setið í liðlega hálft ár með þessa slagorða-kappa. Alþjóð er vel kunnugt nú um afrek þeirra og vinnubrögð, svo og árangur. Einn þeirra, er kom óvænt inn, þó sem varaþingmaður fyrir Kjartan Jóhannsson, doktor og sjávarútvegsráðherra, er Olafur Björnsson, útgerðarmaður í Keflavík og bæjarfulltrúi þar. ólafi þessum er margt annað betur lagið en að þegja, svo ekki sé meira sagt. Hann notaði því tækifærið, er hann skaust inn á Alþingi nú í vetur, að flytja stutt frumvarp um að aftur skyldi opna fyrir dragnót á vissu svæði hér í Faxaflóa. Undanfarið ár hafði hann, með vísindaveiði að yfirskyni fengið að nota draganótina al- einn og þénað drjúgan skilding á því. En nú skyldi gengið lengra og málið tryggt með lögum. Um að gera að tryggja hag sinn sem best úr því maður er nú kominn á þing. Ólafur Björnsson lætur sig síðan hafa það, að flytja frum- varp um að opna skuli fyrir dragnót visst svæði hér inni í Faxaflóa. Með þessu sér hann persónulegum hagsmunum sín- um borgið og hann leggur til að Pétur Gautur Kristjánsson. 10—20 bátar fái að fljóta með. Sá er veita skal leyfin er enginn annar en ráðherra hans (hann er varamaður ráðherrans á Al- þingi). Þetta kalla ég að flytja frumvarp úm sjálfan sig. Vitað mál er að leyfishafar munu ekki aðallega drepa skarkola, jafnvel ekki ýsu, heldur þorsk. Man nú enginn eftir gagnrýni Vilmund- ar á eiginhagsmunamennsku fjölda manna. Hér er vert að athuga málið örlítið nánar. Þetta er sem sagt einstakur atburður á Alþingi og þess virði að menn taki eftir málinu. Böðl- ar allrar spillingar í landinu flytja eða samþykkja, að einn úr þingmannahópnum flytji frum- varp, er gefur honum persónu- lega og þröngum hópi, er ráð- herra hans ákvarðar, veruleg fríðindi og stórkostlega efna- hagslegan ávinning. Hér er farið inn á nýjar brautir. Þetta er stórhættulegt fordæmi. Allir skulu jafnir fyrir lögunum. En hinir ungu og „vammlausu" þingmenn Alþýðuflokksins víla ekki fyrir sér að horfa upp á svona málflutning. Hvar er nú siðgæðisvitundin? Allir vita, að mjög er deilt um dragnótina og áhrif hennar. Satt mun það vera, að miklu meira má veiða af skarkolanum, en gert hefur verið. Hins vegar skilst mér, að það megi gerast með því að nota dragnótina UTAN við vissa línu, sem er dregin þvert fyrir Faxaflóa og víðar hringinn í kringum landið. Þeir, sem vilja hagnýta sér þessar veiðar geta því gert það eftir atvikum og eð stoð í lögum nú í dag og ekkert nýtt laga- ákvæði þarf til að koma. Hér eru einstök vinnubrögð á ferðinni og vonandi verður frumvarpið kolfellt. Þeir sem það samþykkja berja hausnum við steininn, og neita að viður- kenna þá staðreynd að Faxaflói er uppeldisstöð bæði þorsks og ýsu og trúa þeim sem nota skarkolann sem blórabarn. Rétt er að vekja athygli á því, að eftir um 4 áratuga baráttu margra dugandi þingmanna og annarra, náðist loks fram að friða Faxaflóa fyrir dragnót- inni. Því er það tæplega sæm- andi að rjúka til að nýju og opna hann fyrir fáeina útvalda út- gerðarmenn. Mótmæli gegn þessu frum- varpi eru í gangi og ættu menn að láta frá sér heyra í málinu. FRIÐUN FAXAFLÓA FRAM- VEGIS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.