Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 31 Flugdrekadagur á listahátíð bamanna Á fyrirhugaðri listahátíð barnanna á Kjarvalsstöðum, mun verða efnt til flugdreka- dags helgina 5.-6. maí á túni Kjarvalsstaða, ef veður leyfir. Hér eru leiðbeiningar, sem sendar hafa verið út í því tilefni, til að allir krakkar, sem áhuga hafa, geti verið þátttak- endur. Krakkar! Búið til flugdrekann ykkar sjálf eða með aðstoð foreldra og fáið þau með ykkur á flug- drekadaginn. Það er stuttur tími til stefnu, en við ættum ekki að vera svo lengi að búa hann til. Hér sjáið þið hvernig við förum að: Flugdreki Efni sem til þarf: Tveir grannir listar, klæði, lína, kefli, lím og málning. Tveir grannir listar, ekki sverari en 6 mm, u.þ.b. einn metir á lengd. Lím vatnshelt, t.d. UHU lím sem þornar fljótt. Efni til að klæða grindina með t.d. silkislæða, nylonefni, silki- pappír, kreppappír, eða plast, (getur verið hentugt ef rignir) eða annað létt efni. Grönn lína u.þ.b. 50—100 metra löng t.d. sterkt bómullargarn, hörgarn eða nylongirni. Athugið að nota aldrei rafmagnsþráð eða stálþráð það getur verið lífs- hættulegt. Kefli til að vinda línuna upp á t.d. eldhúsrúlluhólk eða tré- skaft. Drekinn þarf hala. í halann er gott að nóta kreppappír eða mislitt plast. Ef mikill vindur er úti þarf drekinn langan hala, en stuttan hala ef lítill vindur er. Halinn getur annaðhvort verið samsett- ur úr löngum böndum eða papp- írsslaufum sem hnýttar eru með jöfnu bili á langt band. Málun Ef þú villt skreyta drekann þinn er best að nota vatnsheldan lit eða málningu. Síðan er bara að mála og skreyta að vild, kannski vill einhver mála brosmilt andlit eða andlit sem hræðir eða bara mynstur, blóm eða bókstafi. Svona gerum við! Finnið út miðjuna á báðum listunum. Lárétti listinn (merktur A) á að vera staðsettur aðeins fyrir ofan miðju á lóðrétta listanum (merktur B) vefjið bandi þétt í kross um báða listana, hnýtið vel og berið lím á. Leggið efnið ofan á grindina og hnýtið fast með bandspotta í endana á báðum listunum. Berið lím með og vefjið bandi þétt utan um, hnýtið fast. Efnið á að vera vel sterkt við neðri enda á lista B. Leggið drekann með bakhliðina upp. Hnýtið band í annan end- ann á lista A. Spennið listann þannig að hann verði ofurlítið boginn og hnýtið fast yfir í hinn endann á lista A. Ef mikill vindur er, er listinn hafður boginn, en ef vindur er lítill er slakað á spennunni og listinn hafður flatur. Þá er komið að böndunum. Hnýttu band á bakhlið drekans í lista B. (sjá mynd) Gerið lítið gat á efnið nálægt hnútinum og þræðið bandið í gegnum að framhlið drekans. Gerið nýtt gat á efnið nú framan frá (sjá mynd) þræðið bandið í gegn en hafið u.þ.b. 50 cm slaka á band- inu. Hnýtið bandið fast í lista B nálægt gatinu. Búið til lykkju fyrir miðju á slakabandinu á framhliðinni, þar í festir þú stjórnlínuna sem á vera 50—100 metra löng. Sjá mynd) Að lokum festir þú halann á og einnig getur verið fallegt að sétja hala á hliðarlistann en aldrei á þann efsta. Gangi ykkur vel. Varúð! Munið: að ef þið fljúgið flugdrekanum úti í náttúrunni, að skilja aldrei eftir ykkur garnflækjur, ef línan flækist hjá ykkur, því dýrin sem þar ganga um geta þá flækst í bandinu. Munið: að hafa hanska eða vettlinga á höndunum, í hvössum vindi get- ur línan skorist í hendurnar! Munið: að fljúga aldrei drekum í nám- unda við rafmagnslínur það getur verið lífshættulegt! Munið: að fljúga ekki flugdrekum ná- lægt umferðargötum, látið þá fljúga á bersvæði! Lítil flugdrekasaga drekinn tæki þær með sér. Flug- drekar voru snemma bæði tengdir við galdra og trúar- brögð. Þeir voru notaðir til ^ð hræða burtu illa anda og til að ná sambandi við guðina. I fyrstu voru það eingöngu prestar og háttsettir embættis- menn sem máttu fljúga drekum, en konur fengu alls ekki að gera það (kannski stálust þær til þess!!) Flugdrekaflug hefur tíðkast lengi, ekki bara í Kína, en þar er talið að flugdrekinn sé fundinn upp, heldur einnig í Japan, Kóreu og Indónesíu. Bambus- tréð sem vex í þessum löndum er með betra efni sem hægt er að nota í flugdrekagrindur, það er létt og gott að beygja. Silki hefur verið framleitt í Kína síðan árið 2600 f.Kr., það hefur verið gott efni til að klæða drekagrindur með, þar sem silk- ið er þunnt, en þétt og sterkt og gott að mála á það. Einnig hafa flugdrekar verið klæddir með pappír, en pappír var til íKína um 200 árum fyrir Krist. Flugdrekaflugið varð aldrei jafn vinsælt í Evrópu og' í Asíu. í Japan var og er venja að halda miklar flugdrekahátíðar, þar sem þúsundir manna safnast saman borða og drekka og fljúga drekum. I Kína voru einnig drekahátíðir, níundi dagur í níunda mánuði þá fengu öll börn frí í skólanum. I Kóreu var flogið drekum tvær fyrstu vikur ársins. Þeirri hátíð lauk með svokölluðum Drekadegi en þá var sú siðvenja viðhöfð að fljúga drekunum eins hátt og línan leyfði og sleppa þeim síðan. Það var trú manna að þannig losn- uðu þeir við áhyggjur því Furduleg uppátæki SIÐASTA kvikmyndasýning Germaníu að þessu sinni verður í Nýja bíói í dag, laugardag, kl. 14. Sýnd verður kvikmyndin „Wilder Reter G.m.b.h." ein af „nýju aldar" kvikmyndum Þjóðverja. í mynd- inni er fjallað um hvernig menn fara að því að vekja á sér athygli með hinum ólíklegustu uppátækj- um. Sýningartími myndarinnar er 112 mínútur. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. ívar Skipholti 21, Reykjavik, slmi 23188. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHargunblnbib FRANSKIR BILAR á heimsmælikvarða! FRONSK VIKA á la Frangaise Nýr Citroén, nýr Renault, nýjustu árgerðirnar af Peugeot og Simca, — alls sextán splúnkunýir bílar beint frá Frakklandi á Frönsku sýningunni í Sýningahöllinni, Ár- túnshöfða. Sýningin er opin kl. 16—21, virka daga, og kl. 14—22 laugardag og sunnudag og á sumar- daginn fyrsta. ÓKEYPIS AÐGANGUR FYRIR ALLA Kvikmyndasýningar fyrir börn. Barnagæsla. Gott kaffi og meðlæti. Sérsýningar. Heildarsýningar. Vörukynningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.