Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Útgefandj Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 150 kr. eintakió. Stærsti vandinn á Vesturlöndum Vestræn velferðarþjóðfélög hafa leitast við að tryggja öllum þegnum sínum valfrelsi til skoðana, tjáningar, náms og starfsvettvangs. Ekki orkar tvímælis að bæði persónuleg og samfélagsleg þegnréttindi eru meiri og virkari á Vesturlöndum en í ríkjum sósíalismans. Lífskjör og félagslegt öryggi fólks í borgaralegum þjóðfélögum eru mörgum áratugum á undan almannakjörum í sósíölskum ríkjum. Ef til vill er þó sá kosturinn stærstur við frjálshyggjuþjóðfélagið, að það getur þróazt frá annmörkum sínum, sem vissulega eru ýmsir, á friðsaman hátt, m.a. fyrir meirihlutaáhrif almerinings í frjálsum og leynilegum kosningum. Einn er sá annmarki í tæknivæddum velferðarsamfélögum samtímans, sem hefur vaxið í alvarlega rrieinsemd, þótt ekki sé stórvaxinn hér á landi enn sem komið er. Sá er atvinnuleysið. Margar milljónir manna, ekki sízt ungt fólk, ganga nú atvinnulausar í OECD-ríkjum, sem lengst hafa náð í efnahags- legri uppbyggingu í heiminum. Þetta atvinnuleysi bitnar jafnt á faglærðu fólki sem ófaglærðu, háskólamenntuðu, tækni- menntuðu og iðnlærðu. Höfuðorsök þessa atvinnuleysis er talin sú að menntakerfi viðkomandi þjóða hefur ekki verið samstillt þeim atvinnumöguleikum, sem atvinnugreinar og þjóðar- búskapuT hafa boðið upp á. Skólakerfið og þarfir atvinnuveganna fyrir sérhæft vinnuafl hafa ekki átt samleið nema að takmörkuðu leyti. Þessi skortur á aðlögun menntakerfis að þörfum þjóðfélagsins hefur m.a. valdið því að sérþekking og vinnuafl milljóna ungra manna á Vesturlöndum hafa ekki nýtzt samfélaginu eins og til var stofnað. Um áhrif þess á lífshamingju hvers og eins, sem að loknu námi og sérmenntun finnur ekki starf við sitt hæfi í þjóðfélaginu, er óþarfi að ræða. Sá mikli fjöldi ungra, sérmenntaðra manna, sem gengur atvinnulaus í dag í nágranna- ríkjum okkar á að vera okkur Islendingum viðvörun, víti til varnaðar, enda Iítillega tekið að brydda á þessu vandamáli meðal okkar sjálfra. Valfrelsi til náms má ekki skerða, en þróa þarf menntakerfið að þörfum atvinnuveganna þann veg, að saman fari vinnuaflsþarfir þjóðfélagsins og starfsvettvangur fyrir hugi og hendur allra vinnufærra landsmanna. Guðmundur H. Garðarssop, form. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, vék að þessu stóra vandamáli í útvarpsþætti um dag og veg nýlega. Hann gagnrýndi áhugaleysi flestra forystumanna þjóðarinnar á því, að taka þetta viðblasandi vandamál á dagskrá í tíma hér á landi — til að forðast þá vá, sem aðrar þjóðir hafa orðið að ganga í gegnum. Staða ungs fólks í íslenzku atvinnulífi á komandi árum og áratugum, samhæfing menntakerfis og þróunar íslenzkra atvinnuvega, er viðfangs- efni, sem ekki verður lengur gengið fram hjá. Unga fólkið, sem nú er að vaxa upp í þjóðfélaginu — og hér á mest í húfi — verður að knýja á um úrlausn í þessum vanrækta þætti í þjóðlífi okkar í dag. Sumarvinna skólafólks Sá framkvæmda- og atvinnusamdráttur, sem margir óttast, m.a. vegna stjórnvaldsákvarðana í efnahags- og skatta- málum, nýbyggingargjalds og aflatakmarkana, hlýtur að þrengja atvinnumöguleika skólafólks, sem innan fárra vikna leitar út á vinnumarkaðinn. Sumarleyfi skólafólks, sem tengd hafa verið þátttöku í atvihnulífinu, hafa ekki einungis verið tími tekjuöfl- unar, heldur æskilegur og þýðingarmikill þáttur í þekkingaröfl- un og þroska námsfólksins. Það væri mjög miður ef samdráttar- stefnan bitnaði fyrst og verst á vinnuframboði skólafólks í landinu. Opinberar framkvæmdir ber að draga saman þegar eftirspurn eftir vinnuafli er mikil, en auka, þegar horfur eru á atvinnuleysi. Þó nú fari saman í fyrsta sinni vinstri stjórnir í höfuðborg okkar og þjóðfélagi, réttlætir það ekki að bjóða íslenzkum ungmennum upp á atvinnuleysi í komandi sumarleyfi. Ábyrgð fylgir vegsemd hverri og þeir sem bregðast unga fólkinu bregðast framtíðinni. Stjórnvöld borgar og ríkis ættu að huga að þessu viðkvæma vandamáli meðan enn er tími til að byrgja brunninn. Birgir ísl. Gunnarsson: Kirkjubyggingar í Reykjavík Eins og fram hefur komið í fréttum var kirkjusókn um páskana mikil hér í Reykjavík og reyndar um land allt. A stórhátíðum kirkjunnar, einkum jólum og páskum, leitar fólk í ríkum mæli til kirkjunnar til að nema boðskap hennar og leita þar friðar frá hinni daglegu önn. Á slíkum hátíðarstundum fyll- ast allar kirkjur, sem endranær virðast vel við vöxt. Söfnuðirnir reisa kirkjur Þessi mikla kirkjusókn um páskana leiðir hugann að því mikla starfi, sem söfnuðirnir vinna við að reisa kirkjur og búa í haginn fyrir starfsemi safnað- anna. Mikill fjöldi fplks leggur á sig mikla vinnu við að reyna að koma kirkjum sínum upp, en fjárskortur hamlar mjög að hægt sé að byggja með eðlileg- um hraða. Á undanförnum árum hefur reynslan orðið sú, að þar sem kirkjubyggingar eru í hverfum, reynast þær miðstöðvar hvers- konar menningar- og félagslífs safnaðanna og þangað streymir fjöldi fólks ungra sem gamalla, til að iðka margskonar menn- ingar- og félagslíf utan hinna kirkjulegu athafna. Kirkjurnar gegna því nú margþættu hlut- verki í hverfum borgarinnar og því er það allra hagur að stuðla að því, að fullbúnar kirkjur verði sem fyrst byggðar í öllum hverfum borgarinnar. Mikið vantar á Því fer þó fjarri að svo sé. Mjög fjölmenn hverfi í Reykja- vík hafa enn enga kirkju. Má þar nefna fjölmennustu sókn landsins í Fella- og Hólahverfi, sem.enga kirkju hefur, en hefur útbúið lítið einbýlishús sem safnaðarheimili. Sama er að segja um önnur hverfi í Breið- holtunum. í Bakka- og Stekkja- hverfi er bygging kirkju komin af stað, en á langt í land. í Árbæjarsókn er fyrsti áfangi kirkjunnar kominn í notkun, þ.e. kjallari væntanlegr- ar kirkju. I Grensássókn er safnaðarheimili, en sjálfa kirkj- una vantar. í Ássókn er kirkju- bygging í gangi, en þar hefur söfnuðurinn ekki eigið húsnæði til kirkjulegra athafna. I Langholtssókn er í gangi kirkjubygging, en um langt skeið hefur verið notast þar við safnaðarheimili. í Laugarnes- sókn er safnaðarheimili í bygg- ingu og allir þekkja byggingu Hallgrímskirkju, sem enn er í gangi, þótt hluti hússins hafi verið tekinn í notkun. Kirkjubygg- ingarsjóður Reykjavíkur Kirkjubyggingar njóta lítils stuðnings hins opinbera og því reynir, eins og fyrr segir, mjög á dugnað og áræði safnaðanna sjálfra og forystumanna þeirra. Reykjavíkurborg hefur stutt kirkjubyggingar og vafalauft hefur sá styrkur komið að nokkrum notum, þótt ekki sé hann mikill miðað við þörf. Styrkur þessi er veittur með þeim hætti, að við gerð hverrar fjárhagsáætlunar er ákveðin upphæð lögð í svonefndan Kirkjubyggingarsjóð. Sjóður þessi hefur sjálfstæða stjórn og tilnefnir borgarstjórn einn mann en söfnuðurnir tvo. Stjórnin vegur og metur fjár- þörf hinna einstöku safnaða og gerir tillögur til borgarráðs um úthlutun, sem ávallt eru sam- þykktar. Framlagið dregist aftur úr verðbólgunni Árið 1978 var áætlað í fjár- hagsáætlun í þessu skyni 28 millj. kr. og var því fjármagni úthlutað sem hér segir: Árbæjarsókn 3,6 m. kr., Ás- sókn 3,6 m. kr., Hallgrímssókn 7,5 m. kr., Langholtssókn 7,5 m. kr., Breiðholtssókn 3,4 m. kr., Bústaðasókn 0,6 m. kr., Dóm- kirkjan í Reykjavík 0,6 m. kr., Grensássókn 0,6 m. kr. og Háteigssókn 0,6 m. kr. Samtals 28 m. kr. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1953 var framlag til hans 1 milljón króna. Þegar fjárhags- áætlun var gerð fyrir árið 1978 reiknaði safnaðarráð Reykjavík- urprófastsdæmis það út, að fjár- hæðin fyrir það ár ætti að vera 40 millj. kr., ef tillit væri tekið til verðbólgu og fólksfjölgunar. Framlag borgarsjóðs hafði þannig dregist aftur úr verð- bólgunni, en undanfarin ár hef- ur framlagið ávallt verið hækk- að meir en nemur verðhækkun- um til að reyna að ná upp þessum mismun. Þannig var framlagið 13 millj. kr. 1976, 18 millj. 1977 og 28 millj. 1978. Látið standa óbreytt 1979 Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1979 brá svo við, að framlagið var látið standa óbreytt, þ.e. 28 millj. kr., þrátt fyrir um 50% hækkun verð- bólgu. Það þarf reyndar ekki að koma á óvart, því að forystu- flokkar vinstri meirihlutans í borgarstjórn, Alþýðubandalag- ið, hefur ávallt barist gegn framlögum til kirkjubygginga og flutt breytingartillögur um það efni. Það er því ljóst, að þeirra áhrif hafa valdið stöðnun á upphæð þessa framlags. Þó að framlagið í kirkjubygg- ingarsjóð hafi ekki ráðið úrslit- um um kirkjubyggingarí Reykjavík, hefur það þó verið mikil hjálp og veitt forystu- mönnunum uppörvun. Það er því mikill misskilningur hjá hinum nýju valdhöfum í Reykjavík að stefna að því að framlag þetta verði verðlaust. Með þvi draga þeir úr þrótti þeirra mörgu, sem af áhuga hafa unnið að því að koma upp kirkjubyggingum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.