Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 48
allra' inQgtsttlrlftfrifr AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JUorguttblabilt LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Loftleiðaflugmenn: Horfum ekki aðgerða- laust uppá að Amarflug taki verkefni frá okkur LOFTLEIÐAFLUGMENN hafa um þessar mundir í huga að grípa til að«erða í sumar, en stjórn Félags Loftleiðaflugmanna segist ekki geta horft upp á það aðgerðalaust að þeirri farþegaaukningu sem fyrirsjáan- leg sé að þeirra leiðum verði mœtt með flugvéium frá Arnarflugi. — Við teljum óeðlilegt að sá uppgangur sem eðlilegur er hjá okkur leggist niður vegna þess að flugvélar frá Arnarflugi verði tekn- ar tii að mæta viðbót í Atlantshafs- flugi, sagði einn stjórnarmanna í samtali við Mbl. Hjá okkur eru flugmenn með 18 ára starfsreynslu sem aðstoðarflugmenn og við - teljum eðlilegra að þeir fái sinn eðlilega uppgang í stað þess að Arnarflugsmenn með kannski 3—4 ára starfsreynslu fljúgi með okkar farþega. Það má líka nefna að síðan sameining félaganna varð hefur verið bætt við milli 20 og 30 mönnum hjá Flugfélaginu, en engin aukning hefur orðið okkar megin. Talsmaður Loftleiðaflugmanna sagði að hingað til hefðu þeir ekki beitt sér fyrir því að taka sæti hjá Air Bahama, eins og þeim hefði verið boðið að koma myndi, en þeir myndu ekki geta horft upp á það aðgerðalaust að flugvélar Arnar- flugs yrðu notaðar skipulega til að mæta farþegaaukningu á þeirra leiðum. Sagði hann að í sumar væri t.d. hugsanlegt að taka DC-10 þot- una í flug til Chicago öðru hverju sem væri aukning og ættu Arnar- flugsvélar þá að sínu mati ekki að njóta góðs af því heldur flugmenn FLF. Þá sagði hann að Loftleiða- flugmenn myndu ræða hugsanlegar aðgerðir á fundi á næstunni. Ljósm. Heimir Stíjtsson. Fjölmenni var við vígslu Ytri-Njarðvíkurkirkju á sumardaginn fyrsta og er talið að allt að 600 manns hafi verið viðstaddir. Sr. ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík skírir hér tvo drengi, en hann hefur gegnt Njarðvíkurprestakalli frá þvf sr. Páll Þórðarson féll frá á liðnu hausti. Sjá nánar bls. 25. Ingólfur Ingólfsson forseti FFSÍ: „Vona að stjómin beri gæfu til að fremja engin heimskupör” útgerðarfélögunum hafi staðið nokkur ógn af þeim útreiknuðu hækkunum, sem fram kæmu í kröf- um sjómannanna, þá mætu þau hitt meir, að ná sámstöðu með öllum yfirmannafélögunum og í öðru lagi, að fram eru komnar grundvallar- breytingar á kjarasamningi og launakerfinu í heild, einföldun á flóknu kerfi, sem fyrir er, sem báðum aðilum verður til hagsbóta. Þótt menn greini á um framkvæmd, eru aðilar sammála í meginatriðum um að reyna til þrautar að ná saman á þeim grundvelli, sem FFSÍ hefur boðið. Göngudeildargjald hækkar í kr. 2.000 ÁKVEÐIÐ hefur verið að hækka göngudeildargjald úr kr. 600 í 2.000 en gjald þetta greiða þeir er njóta þjónustu hjá göngudeildum spítalanna og greiða fyrir hverja heimsókn. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar framkvæmdastjóra ríkisspítalanna mun verða athugað hvort sú breyt- ing verður gerð á, að gjald þetta skuli greitt fyrir hverja heimsókn og kvað hann það t.d. geta orðið þungt í skauti fyrir þá er kæmi 2—4 sinnum í mánuði á göngudeild til lítils háttar meðferðar. Þúsundir sjúklinga koma á göngudeildir spítalanna á ári hverju, sagði Davíð, en hann sagði ekki hefði verið reiknað út hverju þessi hækkun breytti fyrir rekstur spítalanna, en sagði að ekki væri endilega víst að göngudeildargjaldið stæði undir öllum kostnaði við heimsóknir sjúklinga. Sáttafundur var í gær haldinn í kjaradeilu farmanna og skipafélag- anna. Ingólfur sagði um fundinn í gær, að hann bæri góðar vonir í brjósti um að unnt yrði að leysa deiluna á meðan menn ræddust við. Hins vegar kvað hann það mikið bera í milli, að ljóst væri, að samningar næðust ekki fyrir vinnu- stöðvun. „Hins vegar er í þessari samningagerð verið að vinna að stórmerkum hlut,“ sagði Ingólfur. Verið væri að vinna að samningum sameiginlega fyrir öll yfirmanna- félögin, sem væru 5 af þeim 11 félögum, sem hagsmuna hefðu að gæta í farmannasamningum. Þetta er í fyrsta sinni, sem slík samstaða næst, sagði forseti FFSÍ og bætti við: „Ef ríkisstjórnin ætlar þar að grípa þar inn í með einhverjum aðgerðum eða afskiptum í einhverju formi, þá er hún að spilla þeim möguleika og hún er ekki undir það búin að bæta fyrir það. Eg er sannfærður um það að það yrði ekki gert í neinni þökk við útgerðina." Ingólfur Ingólfsson kvaðst og gera fastlega ráð fyrir því, að þótt „ÉG vona að ríkisstjórnin beri gæfu til að fremja ekki nein heimskupör í þessu samhandi." sagði Ingólfur Ingólfsson. forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, í gær, er Morgunblaðið spurði hann um áform ríkisstjórnarinnar um að fresta boðaðri vinnustöðvun yfir- manna á farskipum, sem koma á til framkvæmda frá og með miðviku- degi í næstu viku, „því að þetta er heitara en svo að hún þoli það á hendurnar.“ manns í Thailandi handtekinn var vegna dauða íslenzks ferðamanns. var látinn laus í síðustu viku gegn 1000 dollara tryggingu. William E. Smith var handtek- inn vegna gruns um að hafa myrt samferðamann sinn, Jón Viggó- son, 28 ára fslending, en hann lézt eftir að hafa fallið niður af þriðju hæð á hóteli i Bangkok. Jón Viggóson var ásamt fleiri gestum í hófi í hótelherbergi Smith, þegar til deilu kom þeirra í milli. Aðrir gestir fóru þá út úr herberginu og skömmu síðar féll Jón fram af svölum hótelsins. Lögreglan í Bangkok segir vonir standa til að rannsókn málsins ljúki í lok mánaðarins. Blöð í Bangkok skýrðu frá Iáti Jóns Viggósonar og handtöku William E. Smith, sem þessi mynd er af. Bangkok, Thailandi 19. apríl. — AP. BANDARÍSKUR FERÐAMAÐ- UR. Willian E. Smith, 26 ára. sem Þekkjum umfang vandamáls- og vinnum að lausn þess” — segir sjávarútyegsráðherra um olíuhækkunina „ÞAÐ er auðvitað ekki hægt að ákveða nýtt olíuverð fyrr en kannað hefur verið hvaða áhrif það muni hafa á atvinnulífið í landinu og þá einkum og sér f lagi á útgerðina,“ sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra í samtali við Mbl. í gær aðspurður um þann vanda sem er framundan vegna stórhækkunar olíuverðs eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. „Við höfum kannað þessi mál sérstaklega að undanförnu og reynt að finna leiðir til úrbóta en of snemmt er að segja til hvaða úrræða verður gripið. Við þekkj- um umfang vandamálsins en vinn- um nú að iausn þess. Ég býst fastlega við því að ríkisstjórnin muni ræða þetta vandamál sér- staklega eftir helgina," sagði sjáv- arútvegsráðherra. Eins og fram hefur komið í Mbl. liggur fyrir að gasolía til fiski- skipa þarf að hækka um 53% og mun hækkunin kosta fiskiskipa- flotann um 6000 milljónir á ári. Komið hefur fram hjá Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ að flotinn mun stöðvast ef þessi hækkun kemur fram án þess að til aðgerða komi af hálfu ríkisvalds- ins. Mun nú m.a. vera í athugun af hálfu stjórnarir.nar að benzín verði hækkað um rúmar 50 krónur lítrina og hlutur ríkisins í þeirri hækkun, rúmar 20 krónur, verði yfirfærður til útgerðarinnar. Braud hækka um 19% Verðlagsyfirvöld hafa heimilað 19% hækkun á brauðum, sem falla und- ir ákvæði um hámarks- verð. Tekur hækkunin gildi um helgina. Brauð sem falla undir þessi ákvæði eru fransk- brauö, heilhveitibrauð, maltbrauð, normalbrauð og seydd rúgbrauð. Sem dæmi um hækkunina má nefna að 500 gramma franskbrauð og heil- hveitibrauð hækka úr 134 krónum í 160 krónur og 675 gramma maltbrauð hækka úr 132 í 158 krón- ur. Bandaríkjamaður handtekinn vegna dauða íslenzks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.