Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. ® Sumar- Snæstjarna grandað þá gleðjumst við svo sannarlega ef við sjá- um lífsmark með ein- hverju sem við gátum al- veg eins búist við að farist hefði í vetrarhörkunum. Ekki er örgrannt um að sumsstaðar sé farið að bregða fyrir skærum lit- um „vetrarbarnanna“ sem eru að vakna af dvala og lífga upp frostgráa mold- ina: vorliljur, snæstjörn- ur, vetrargosar og vorboð- ar og sitthvað fleira er farið að brosa við okkur og síðan tekur hvað við af öðru því nú fer tími ævin- týranna í hönd og við vitum að það eru sannindi sem hann Ingólfur Kristjánsson segir í Vor- ljóði sínu: Bráðum blómin spretta blundi vetrar létta hlýir dropar detta dúnmjúkt jarðar til. Sólin fer á fætur fyrir miðjar nætur skfna ljós sitt lætur og Ijúfan gefur yl. GLEÐILEGT SUMAR! Ums. I dag kl. 16:00 „Áventyr meö runstenar." Sven B.F. Jansson fyrrum þjóðminjavöröur Svía flytur fyrirlestur um rúnir. A(|jr velkomnir. NORRÍNÁ HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS mál Loksins hefur nú langur og strangur vetur kvatt — a.m.k. að nafninu til — og blessað sumarið heilsað, öllum til hugarléttis, ekki hvað síst eftirvæntingar- fullu ræktunarfólki, sem þreyð hefur þorrann og góuna með þrotlausan fiðring í puttunum. Er því ekki ástæða að halda lengur að sér höndum heldur hefja vorverkin af fullum krafti, þ.e.a.s. þar sem því verður við komið fyrir fannfergi og naum- ast er hægt að segja að andi hlýju enn sem komið er. Vonandi hafið þið verið dugleg við það í vetur að halda saman öll- um dollum krúsum og baukum sem til hafa fallið til þess að sá í á vordögum því ekki er FRÆDREIF- INGIN á hjarni stödd, býður félagsmönnum að velja úr hvorki meira né minna en 777 tegundum. Svo eru það laukarnir, þeir sem ekki eru komnir í mold nú þegar þurfa að gera það sem allra fyrst. Og nú er Ólafur Björn búinn að leggja undir sig Ríkisútvarpið til þess að leiðbeina ykkur svo þið gerið ekki einhverja bann- setta vitleysu. Vafalaust eruð þið búin að fara í gönguferð um garðinn og kanna hvað komið er undan snjó og þótt ekki sé útséð enn hverju vetur gamli hefur Vel heppnaður skipti- og sölumarkaður safnara 14. apríl Frímerki Markaður sá, sem kynntur var í síðasta þætti og halda átti 14. þ.m., er nú að baki. Ég sagði, að þetta væri skemmtileg nýjung, og gat þess jafnframt, að slíkur skipti- og sölumarkaður yrði vafalítið árlegur viðburður í lífi safnara, ef vel tækist til. Ég held ég þurfi ékki að taka þessi orð aftur, því að viðtökur þær, sem markaðurinn fékk síðastlið- inn laugardag, munu hafa farið fram úr vonum flestra þeirra, er að honum stóðu, — og voru þeir þó bjartsýnir mjög. Markaðurinn hófst kl. 14, og kom ég þar litlu síðar. Var Gyllti salurinn á Borginni þá þegar orðinn þéttskipaður fólki og það svo, að erfitt var jafnvel að komast að þeim tæplega 40 borðum, er komið hafði verið fyrir meðfram veggjum og á miðju gólfi. Má segja, að þröng hafi verið á þingi fyrstu tvær klukkustundirnar, en úr því fækkaði mönnum nokkuð. En þá var líka auðveldara að komast að borðum til þess að virða fyrir sér það, seln á boðstólum var, bæði frímerkjaefni, mynt og minnispeninga, kort og barm- merki og vafalaust margt fleira, sem ég hef ekki komið auga á. Höfðu einstaklingar tekið 30 borð á leigu, og sátu við þau þeir menn, sem allir eru vel þekktir í frímerkja- og myntheiminum, og buðu falt margvíslegt efni, annaðhvort til beinna kaupa eða í skiptum fyrir annað efni. Eins sýndi þekktur frímerkja- safnari margs konar afbrigði í frímerkjum frá lýðveldistíman- um, bæði prent- og tökkunar- galla, einungis til að vekja at- hygli á, að hann safnaði þessu sérstaklega og vildi gjarnan kaupa, ef einhverjir ættu þess konar efni í fórum sínum. Þá auglýsti annar eftir þýzkum frímerkjum og Evrópumerkjum og svo hinn þriðji eftir efni, tengdu frímerkjaútgáfunni frá 1937 í tilefni 25 ára ríkisstjórn- arafmælis Kristjáns konungs X. Þannig mætti lengi telja, en ég nefni *þessi dæmi einungis til þess að benda lesendum þáttar- ins á, hvernig menn geta not- fært sér slíkan skipti- og sölu- markað. Ég sá sjálfur í hendi mér, að þarna gæti ég eins og aðrir losað mig við umframefni af mörgum toga og um leið fengið strax annað efni í stað- inn, sem ég vildi gjarnan eign- ast, eða þá komizt í samband við menn, sem ættu eitthvað áhuga- vert handa mér og hægt væri að ræða um síðar. Og vafalaust hefur mörgum öðrum, sem heimsóttu markaðinn, dottið hið sama í hug og mér. Björgúlfur Lúðvíksson, sem hafði allan veg og vanda af þessu fyrirtæki fyrir hönd Fé- lags frímerkjasafnara, tjáði mér, að hann væri hæstánægður með undirtektir manna. Var það stefna undirbúningsnefndar að hafa alla framkvæmd fremur lausa í sniðum, svo að læra mætti af þeim mistökum, sem fram kynnu að koma í fyrsta skipti, og koma í veg fyrir þau á næsta markaði. Enda þótt ýmsir gallar hefðu vissulega komið í ljós, væru kostirnir tvímæla- laust svo margir, sagði Björgúlf- ur, að slíkur skipti- og sölu- markaður yrði hiklaust endur- tekinn, en þá mjög sennilega á öðrum stað. Gyllti salurinn á Hótel Borg reyndist of iítill, enda er nauðsynlegt að hafa vel rúmt um sig, ef nokkur kostur er á, því að þá er auðveldara fyrir menn að finna það, sem leitað er að, og hina að selja eða skipta. Hinu verður svo ekki neitað, að það er mjög þægilegt — eins og var á Borginni — að geta brugðið sér í næsta sal og fengið sér einhverja hressingu og rabbað við safnara um mark- aðinn og „markaðshorfur" og síðan haldið aftur að borðunum í leit að einhverju áhugaverðu. Þetta þurfa forsjármenn mark- aðarins að hafa í huga við staðarvalið. Hér er svo ein ábending frá gesti, sem ég rabbaði einmitt við yfir smáhressingu. Hann benti á, að hentugt væri að hafa töflu við innganginn, þar sem lesa mætti nákvæma skrá yfir borð- in og hvar þar væri að sjá og fá. Þar sem mér fannst þetta rétt athugað, kem ég þessu á fram- færi til íhugunar fyrir næsta markað. Sérstök borð höfðu þau félög, sem stóðu að markaðinum, þar sem bæði var hægt að kaupa ýmislegt, sem þau hafa til sölu til ágóða fyrir starfsemi sína, og eins fá upplýsingar um frímerki eða mynt. Sjálfur er ég leikmað- ur um mynt og seðla, og not- færði mér því þjónustu fulltrúa Myntsafnarafélags íslands um nokkur atriði. Fór ég vissulega miklu fróðari af þeirra fundi og færi þeim hér þakkir fyrir veitta aðstoð. Eins vonast ég til, að einhverjir hafi haft svipaða reynslu við borð Félags frí- merkjasafnara. Þessi stutta frásögn af skipti- og sölumarkaðinum verður að nægja, en aðstandendur hans geta verið mjög ánægðir með undirtektir manna. Verða þær áreiðanlega til þess að flýta fyrir enn stærri og fjölbreyttari markaði næst og þá vonandi með þátttöku safnara utan af landi. Evrópufrímerki 30. apríl Póst- og símamálastofnunin sendi loks fyrir tveim vikum út nákvæma tilkynningu um fyrstu frímerki sín á þessu ári og mátti tæplega seinna vera, þar sem merkin eiga að koma út 30. þ.m. — eða nú eftir hálfa aðra viku. Verðgildin eru tvö: 110 kr. með mynd af gömlu símatæki og 190 kr. með póstlúðri og pósttösku. Hefur Þröstur Magnússon aug- lýsingateiknari teiknað frímerk- in, en þau eru prentuð í Sviss með sólprentunaraðferð svokall- aðri. Hér hefði ég álitið stál- stunguna eiga betur við mynd- efnið. Er það valið í samræmi við þá ákvörðun Evrópusamráðs pósts og síma, CEPT, að hvert aðildarland minnist nú 20 ára afmælis samráðsis með útgáfu frímerkja úr sögu póst- og síma- þjónustunnar. Ég hef átt þess eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON kost að virða þessi nýju frímerki fyrir mér, og ekki varð ég svo sem stórhrifinn. Einkum finnst mér 110 kr. merkið rislítið, og einhver benti mér á, að símtólið gamla væri ætlað örvhentum, sbr. sveifina. Upplag síðustu merkja ársins 1978 Um leið og póststjórnin sendi út tilkynningu sína, greindi hún frá upplagi 1000 kr. merkisins í nóvember með mynd af Hraun- teigi, en það er 1 milljón. Slysa- varnafélagsmerkið (60 kr.) kom út í 2 milljónum eintaka, Reykjanesviti (90 kr.) í jafn- stóru upplagi og Halldór Her- mannsson (150 kr.) í 1 milljón eintaka. Verður ekki annað séð en póststjórnin hafi hér farið nokkuð hóflega í sakirnar. Kílóvara póst- stjórnarinnar Þá hefur hin eftirsótta kíló- vara verið auglýst til sölu. Enda þótt bæði ég og margir aðrir hafi talið hagnað af þessum kaupum næsta hæpinn, þegar á allt er litið, hefur reyndin orðið sú, að boðin hafa hækkað veru- lega milli ára. Sýnir það óvefengjanlega, að menn sækj- ast mjög eftir þessum afklipp- ingum, enda verður því ekki neitað að nokkuð er af háum verðgildum inn á milli venju- legra merkja. í fyrra var lægsta tilboð, sem tekið var, 22.100 kr. fyrir 250 gramma pakka. Varð hækkunin frá 1977 nær 50% — eða mun meiri en næstu ár á undan, og þátti mörgum nóg um. Miðað við þessa þróun, ætti því lægsta tilboð nú ekki að vera undir 33 þús. kr. — eða nær 40 þús. með söluskattinum al- ræmda, sem íslenzkir kaupend- ur verða að borga. Kílóið verður þá 160 þús kr. eða um 480 þús. fyrir þá 12 pakka (3 kg), sem hver einstaklingur má bjóða í hið mesta. Dálaglegur skilding- ur það fyrir póst og ríki! Og þetta eru allt lágmarkstölur, því að margur hefur farið töluvert upp fyrir lægstu boðin á ári hverju, en um það fást engar upplýsingar frá póstmönnum og er kannski skiljanlegt. Ekki má svo gleyma því, að þeir, sem áhuga hafa á, verða að senda tilboð sín til Frímerkja- sölunnar, Pósthólf 1445, 121 Reykjavík, fyrir 1. maí nk. og merkja umslagið með orðunum: „Tilboð í kílóvöru." í síðasta þætti voru til gamans birtar í ljósriti tvær elztu auglýsingar, sem ég hef rekizt á um kaup íslenzkra frímerkja. Var tekið fram, að þau vœru keypt við háu verði í Kaupmanna- höfn, en það ekki tekið fram sérstaklega. En 22. sept. 1875 birtist eftirfarandi auglýsing í ísafold, og nú er tekið skýrt fram, að þrjár krónur séu borgaðar fyrir hundraðið. Um leið er auglýsingin prentuð með mun stærra letri en áður, svo að þetta ágæta tilboð fari síður íram hjá lcsendum blaðsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.