Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
Skipulagðri leit
hætt að mönn-
unum fimm
SKIPULAGÐRI leit hefur
nú verið hætt að mönnun-
um fimm, sem saknað var
af vélbátnum Ilrönn SII
149. Báturinn fórst yzt í
Reyðarfirði að kvöldi 30.
apríl og mennirnir eru nú
taldir af. Fjörur verða
áfram gengnar til að
fylgjast með hvort eitt-
hvað reki á fjörur. Illutir
úr bátnum fundust
kvöldið. sem slysið var og
da^inn eftir. Þá fannst
einni^ lík eins skipverj-
ans, Stefáns V.
Guðmundssonar.
Þeir sem fórust með
Hrönn SH 149 voru:
Jóhannes Steinsson skip-
stjóri, 43 ára, lætur eftir
sig eiginkonu og 2 börn.
Eiríkur Sævar Bjarnason
vélstjóri, 37 ára, lætur eftir
sig eiginkonu og 2 börn.
Stefán V. Guðmundsson
stýrimaður, 51 árs,
ókvæntur en lætur eftir sig
aldraða móður.
Gunnar Hafdal Tngvars-
son 50 ára, ókvæntur.
Kjartan Grétar Ólafsson,
31 árs ókvæntur, en á
foreldra á lífi.
Sveinn Guðni Eiríksson,
36 ára, ókvæntur, en á
foreldra á lífi.
EIÐI í EYÐI — Býlið Eiði, áður í Reykjavík, en nú í Seltjarnarneskaupstað
verður að víkja fyrir nýjum miðbæ Seltjarnarness. í gær var húsið brennt og var
þá myndin tekin. Um langt árabil bjó þarna Meyvant Sigurðsson bifreiðastjóri,
þekktur borgari í Reykjavík. Ljósm. Kri8tinn.
Botnfiskaflinn 60 þús.
lestum meiri en í fyrra
Jóh.nmx Stílnwton
Gunn.r II. Inirv.riiHon
Elríkv S. BJutmmmi
KJ.rt.n G. Ol.fHHun
Strfán V. GuðnundHmn
Svrlnn G. ElrfkHHon
HEILDARAFLINN fyrstu
fjóra mánuði þessa árs
nam samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskifélags
íslands liðlega 789 þúsund
lestum, en á sama tima í
fyrra var heildaraflinn
673 þúsund lestir. Þessi
munur á milli ára er fyrst
og fremst vegna meiri
loðnuveiði í ár, en hann
varð 521.800 lestir á nýlið-
inni vetrarvertíð, en
457.711 í fyrra.
Botnfiskaflinn var í aprílmán-
uði 72.257 tonn, en í sama mánuði
í fyrra 75.720. I þessum saman-
burði er rétt að hafa í huga að
páskastoppið í ár var í aprílmán-
uði, en í fyrra voru páskar í lok
marzmánaðar. Botnfiskaflinn var
um mánaðamót orðinn 251.825
tonn, en 190.313 tonn í fyrra.
Bátaaflinn' var 149.711 frá ára-
mótum, en 111.602 lestir á sama
tíma í fyrra og munar því tölu-
verðu á aflabrögðum bátanna á
milli ára. Togaraafli í aprílmánuði
var 26.797 tonn í apríl s.l. en 24.399
í apríl í fyrra.
Enneitt hlustunardufl finnst, nú í Húnaflóa:
Átta rússnesk njósnadufl
hafa fundist við landið
RÚSSNESKT njósnadufl fannst
rekið á Þingeyrarsandi í Húna-
firði s.I. sunnudag. nánar tiltek-
ið milli Húnaóss og Bjargáróss.
Er þetta áttunda rússneska
hlustunarduflið sem finnst hér
við land á nokkrum árum,
samkvæmt upplýsingum Ber-
ents Sveinssonar. yfirloft-
skeytamanns Landhelgisgæzl-
unnar. en Gæzlan heldur skrár
yfir fund slfkra dufla. Ekki
hefur verið ákveðið hvað gert
verður við þetta nýjasta dufl.
Samkvæmt upplýsingum Ber-
ents Sveinssonar hafa duflin
átta fundist sem hér segir:
1972: Sigurfari VE fann dufl á
reki við Vestmannaeyjar 28.
október.
1975: Tvö dufl fundust rekin
sama dag, 22. febrúar, annað við
Stokksnes og hitt á Landeyjar-
sandi. 2. apríl fannst dufl rekið á
Fossafjöru á Síðu og 3. apríl
fannst annað dufl rekið á fjöru í
Ófeigsfirði á Ströndum. 20. júní
fannst dufl á reki útafKrísuvík-
urbjargi.
1976: Annað dufl finnst á reki
útaf Krísuvíkurbjargi nálega ári
seinna eða 22. júní.
1979: Dufl finnst á Þingeyjar-
sandi í Húnafirði 6. maí.
Aðspurður sagði Berent
Sveinsson að ýtarlegar rann-
sóknir hefðu farið fram á dufl-
unum. Landhelgisgæzlan kann-
aði tvö þeirra, varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli fékk eitt
duflanna og Raunvísindadeild
Háskóla íslands eitt dufl, m.a. í
þeim tilgangi að athuga hvort
eitthvað mætti nýta í þeim.
Berent sagði að athuganir hefðu
leitt í ljós að duflin væru sovézk
og væri hlutverk þeirra að nema
hljóð í sjónum. Væru þau hluti
enn meiri búnaðar og væri aug-
sýnilegt á gerð þeirra, að þeim
væri ætlað að vera á miklu dýpi.
Rússnesk njósnadufl, sams konar og það sem fannst rekið i
Húnafirði á sunnudaginn. Þessi dufl fundust rekin á suðurströnd-
inni árið 1975.
HEILDAHAFLINN ( APRÍL 1979 og 1978
A p r í 1 (lestir ósl.) Jan. /Apríl (lestir ósl.)
BráðabirgÖa- tðlurl979 Endanlegar tölur 1978 Bráðabirgða tölur 1979 Endanlegar tðlur 1978
I. BOTNFBKAFLI: 72257 7 5720 251825 190313
• ) Bátaafll 45460 51321 149711 111602
Veatpn. /Stykldah. 33628 35740 102043 70732
Veatfirðir 3139 4990 15528 14920
Norðurland 3125 3320 12287 11242
Austfirðir 5047 7023 17320 13804
T.andað erlendla 521 249 2533 90 5 _ _
26797 24399 102114 7871 1
Veatm. /Styktdsh. 12214 9200 38010 29818
Veatflrðir 3977 4798 18393 14406
Norðurland 51 24 5637 24835 19820
Austfirðir 3755 4474 12113 12828
Landað erlendis 1727 290 8763 1838
II. LOÐNUAFLI: 0 19 521800 457711
ni. SlLDARAFLI: 0 0 0 0
IV. R«KJUAFLI: 0 746 3503 4460
V. HUMARAFLI: 0 0 0 0
VI. HÖRPUDISKUR: 374 387 2218 2509
VII.KOLMUNNI: 0 0 0 0
Vm. ANNAR AFLI: (Sparl.o.fl.) 9551 15746 9813 18022
HEILDARAFLINN ALLS: 82182 92618 789159 673015
Vorið loksins komió á Raufarhöfn:
Þurfti að halda í
land til að sækja
fleiri tunnur
Raufarhöfn. 9. maf.
í FYRSTA skipti í háa herrans
tíð má segja að í dag hafi verið
eðlilegt líf við höfnina hér og þá
um leið almennt í bænum. Bátar
komust á sjó í gær og í dag hefur
verið hér suðvestan hægviðri og
glaðasólskin. mikil sólbráð, en þó
enn frost í forsælu.
Frú Palme
stödd hér
NORRÆN sálfræðingaráðstefna
stendur nú yfir í Reykjavík. Meðal
fyrirlesara er Lisbet Palme, eigin-
kona Olafs Palme, fyrrverandi
forsætisráðherra Svíþjóðar.
Beiðnir um 20
ný bankaútibú
SEÐLABANKINN liggur nú með
beiðnir um opnum 20 nýrra
bankaútibúa víðs vegar um land.
Þetta kom fram í gær f ræðu Jóns
Skaftasonar, formanns banka-
ráðs Seðlabankans, er hann hélt f
tiiefni ársfundar bankans.
Jón kvað bankann þurfa að fara
að taka afstöðu til þessara um-
sókna og sagði að nú væru í
landinu 100 afgreiðslur banka og
45 afgreiðslur sparisjóða.
Einn grásleppukarlanna lagði
ný net í gær og kom að í kvöld með
6 tunnur af hrognum. Hann
reiknaði alls ekki með svo góðum
afla og varð tunnulaus á miðun-
um, en sótti þær í land og hélt út á
ný til að ljúka aðgerð. Einn
bátanna héðan missti botnstykki í
ísjaka fyrir rúmri viku síðan, en
þó ísinn hafi ekki hrjáð okkur
verulega síðustu vikuna, þá komst
báturinn ekki til Akureyrar fyrr
en í fyrradag vegna veðurs. Hér
hefur verið sannkallað vetrar-
veður og bátar ekki komist á sjó.
Þorsteinn GK 15, sem er gerður
út héðan, kom í dag með 30 tonn af
fiski og Þórshafnarbátinn Fagra-
nes í togi. Fæðidæla að olíuverki
aðalvélar hafði gefið sig í Fagra-
nesinu og varð því að fá aðstoð.
Varahlutir fundust á Litla Ár-
skógssandi og var þeim komið með
bíl fyrir flug til Þórshafnar. Það-
an átti síðan að fá varahlutina
með fiskbílum, sem væntanlegir
voru hingað í kvöld. Bílarnir áttu
að flytja 14—15 tonn af fiski til
Þórshafnar, sem Fagranesið,
Langanes og Faldur frá Þórshöfn
lönduðu hér. Enn er talsverður ís
á Þistilfirði og höfnin á Þórshöfn
enn lokuð. Einn Þórshafnarbát-
anna, Litlanesið, missti net sín
undir ísinn í morgun, en nokkurt
rek var á ísnum í dag.
— Helgi.