Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 13

Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 13 Dögimtíma- skeiðs upp- ljómunar á íslandi — eftir Jón Halldór Hannesson, kennara í innhverfri íhugun ÁSTAND MINNSTRAR ÖRVUNAR GRUNNSVIÐ NÁTTÚRULÖGMÁLANNA Svirt Kfnishcimurinn mikillnr iirvunar Athafnir FínucrO liiií vfnis <>K orku Túmasvirtið lluusun Astand minnstrar iirvunar (irunnsvið allra liiíímála náttúrunnar SviO minnstrar iirvunar vitundar Tómasviðið. scm or óhiindlanlejít innihi'ldur Ta r vitund. scm ('inni« or óhiindlanh'K cr iill náttúruliitímálin scm stjórna starfscmi uppruni allrar hunsunar o>í athafna o« allra náttúrufyrirhæra. innihcldur liimnálin scni stjórna. iillum huusanlctrum formum athafna. að losa streitu og hækka vitund- atstig einstaklinga, væri dögun betri tíma þegar hafin. Vandamál, þjáningar og ófriður hefðu þegar náð hámarki og væru nú á und- anhaldi. Þegar fréttamenn spurðu hann hvernig hægt væri að sannprófa fullyrðingu hans svar- aði hann á þá leið að þeir sjálfir myndu skýra frá dögun tíma- skeiðs uppljómunar, þ.e. frétta- menn myndu smám saman hafa frá fleiru jákvæðu að segja en færru neikvæðu. Þær innlendu fréttir, sem ég hef tínt upp úr blöðum að undanförnu, benda vissulega til batnandi þjóðlífs á Islandi og staðfesta þessi ummæli. Nú munu etv. einhverjir telja að tilviljun gæti ráðið því að straum- ar tímans skuli batna samhliða því sem fjöldi iðkenda innhverfrar íhugunar eykst. Orsakasamhengi er þó milli þessara tveggja hluta, því eins og að ofan sagði er vitundin óbundinn grundvöllur efnis, orku og hugar og iðkendur skapa samstillandi bæringu frá þessu sviði, sem lífgar alla þætti mannlífsins og skapar jafnvægi í náttúrunni. Nú þegar hefur t.d. komið í ljós í rúmlega 2000 borgum víða um heim að afbrota- tíðni minnkar þegar 1% íbúanna iðkar innhverfa íhugun. Aðrir telja etv. að gæði lífsins hafi ekki batnað. Vissulega er enn langt frá því að neikvæðir við- burðir, slys og ólán séu horfin. Fjölmiðlar eru jafnframt vanir því að fjalla meira um neikvæða hluti einfaldlega vegna þess að fram að þessu hafa neikvæðu hliðarnar verið fleiri en þær jákvæðu. Þess vegna tel ég að mæla þyrfti gæði lífsins með hlutlægum, vísindalegum hætti. Vísindamenn við Maharishi Euro- pean Research University hafa unnið að gerð kvarða til að mæla gæði lífs á ákveðnu svæði. Ná- kvæma lýsingu á þessum mæli- kvarða er að fá frá MERU, 6446 Seelisberg, Swiss, en í stuttu máli sagt tekur kvarðinn mið af opin- berum tölfræðilegum athugunum á afbrotatíðni, slysatíðni, veik- indatíðni, framleiðslu og öðru þess háttar, auk athugana á sköpun- arhæfni, námsárang1-' og umsögn- um fólks og fjölmi i á gæðum lífsins. Með þessum nætti mætti mæla gæði lífsins t.d. mánaðar- lega og birta opinberlega. í borg einni á Nýja-Sjálandi fara þessar mælingar fram reglulega og er niðurstaðan færð inn á stóran „mæli“ sem komið hefur verið fyrir á aðaltorgi bæjarins. Þetta ættum við að taka okkur til fyrirmyndar og koma upp slíkum lífsgæðamæli við t.d. Lækjartorg eða Austurvöll svo almenningur geti fylgst með og fagnað því jafnóðum er lífsgæðin aukast. Jarðvegur árangurs skapaður Ekki má gera lítið úr viðleitni ráðamanna og leiðandi fólks til að bæta mannlífið. í öllum samfélög- um hefur verið til fólk sem einlæglega og stöðugt vinnur að því að leysa vandamál og bæta mannlífið. Viðleitnin er virðingar- verð og nauðsynleg og hefur nú náð takmarki sínu í dögun tíma- skeiðs uppljómunar. Þegar sam- stilling í samvitund þjóðanna er aukin skapast góður jarðvegur fyrir þessa viðleitni til að bera traustan ávöxt, en án þess að hækka samvitundina eru allar lausnir vandamála þess eðlis að önnur vandamál koma fljótlega upp í staðinn og baráttan við þau heldur áfram. Þess vegna segir Maharishi Mahesh Yogi að ríkis- stjórnir séu „saklaus spegill þjóð- arinnar". Ef óreiða ríkir meðal einstaklinganna munu athafnir stjórnvalda að sama skapi ein- kennast af ringulreið. Ef einstak- lingar landanna eru hins vegar streitulausir, skapandi, hamingju- samir og fullnýta möguleika sína verða gerðir og • árangur stjórnvalda að sama skapi árang- ursríkari. Þær jákvæðu hneigðir sem fram eru komnar hérlendis og reyndar víða annars staðar eru aðeins dögunin, byrjunin á því timaskeiði þar sem þjáningar hverfa og sá skilningur að lífið sé barátta og að mistök séu mannleg mun veröa úreltur. Með vaxandi fjölda iðk- enda tækninnar innhverf íhugun mun dögunin senn verða að björt- um degi tímaskeiðs uppljómunar og þær jákvæðu hneigðir, sem þegar eru farnar að koma fram, ná fyllingu sinni. Fríttabréí um hcilbri«Aismál. mars 1978: ★ 1978: íslendingar í fyrsta sinn með hæstu lífslíkur í hcimi. MorxunblaAiA. sunnudaK 31. desombor 1978: ★ Fækkun dauðaslysa í umferð- inni miðað við 1977 34%. ★ Fækkun dauðaslysa á íslandi almennt miðað við 1977 11.5%. Vísir. 3. janúar 1979: ★ „Umtalsverð fækkun útkalla slökkviliðsins í Reykjavík“ (og færri stórbrunar). ÞjMviljinn. fimmtudaic i. janúar 1979: ★ „Breytt afstaða ncmcnda til reykinga“. Jón SÍKurAsxon. haKrannsóknarstjóri. MorKunhlaAinu 31.12. '78: ★ Vöxtur þjóðartckna árið 1978 3-3'/2%. ★ Vöxtur rauntekna 4 —5%. Frrttatilkynninx frá Seúlabankanum. janúar 1979: ■* Viðskiptajöfnuðurinn í fyrra hagstæður um 9 milljarða króna. Gunnar Guábjartsson íorm. Stéttar- sambands ha nda í Tímanum 4. jan. ok Morxunbl. 31. des. 1978: ★ „Mcr er minnisstæðust sór- staklega stöðug og kyrr veðr- átta. Það má segja að árið hafi verið landhúnaðinum hag- stætt. ákaflega gott tíðarfar, mikil framleiðsla og allt gekk í haginn eftir því sem við var að búast.“ ★ Aukning mjólkurframleiðslu 7%. ★ Met gróðurhúsaframleiðsla og met grænmetisframleiðsla. ★ Met laxveiðiár. Kristján RaKnarsson. form. l.íi MorKunbl. 31. des. 1978: ★ „Þetta ár vcrður mesta aflaár sem um getur. Ileildaraflinn verður va'ntanlega um 1555 þús. lestir eða 13% meiri en hann hefur áður orðið. en það var á árinu 1977“. (Og við vitum að framhald hefur orðið á þessum góðu aflahrögðum nú á þessu ári). Grótar Norúíjörð. löKreKluflokksstjóri. Morgunhl. 18. mars 1979: ★ Fækkun innbrota í Reykjavík: „Arið 1976 var að jafnaði tilkynnt um 50 innbrot á mánuði; 42 á mánuði árið 1977 en 39 að jafnaði fyrstu sex mánuði ársins 1978. Snorri Jónsson. forsoti ASl. MorKunbl. 31. des. 1978: ★ „Þegar yfir árið 1978 er litið má þannig segja að ári mikilla athurða hafi lokið betur en á horfðist í upphafi þess. Vísir 28. aprfl 1979: ★ „Gjaldeyrisstaða bankanna hefur ekki verið jafn hagsta“ð nú (í aprfl) siðan á árinu 1974.“ Maharishi Mahesh Yogi: „Iðkendur innhverfrar íhugunar skapa sér ekki aðeins sérlífsfyllingu heldur hækka þeir og samvitundina með iðkun sinni.“ BORÐSTOFUBORÐ OG STÓLAR r Borð: Mismunandi stæróir. Ath. hægt er að panta hvaöa stærð sem er með gler- eða viðarplötu. Stólar: Áklæói að vali kaupenda. «1^ llllS«|S14|IKlkllMl SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 39555 FRAMLEIÐANDi: STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.