Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur: Síðbúiö svar við fírein Þórs Guðjónssonar, veiðimálastjóra, frá 10. mars 1979. . . í' nrein sinni, sem veiðimála- stjóri nefnir „Nokkur orð um leikmannsþanka" leitast hann við að svara erindi ofí blaðafírein Dr. Björns Jóhannessonar. Erindið bar heitið „Nokkur fírundvallar- atriði, er varða laxveiðar" ofí var flutt á ráðunautafundi Búnaðar- félafís ísiands 5.—9.2. s.l. Flrindið var síðan birt í Morfjunblaðinu 2.3. Greinarhöfundur fvrirlifífyandi svarfireinar ætlar sér ekki að fara 1. Veiðimálastjóri gerir því fyrst skóna, að upphafið að fóður- tilraunum undirritaðs mef{i rekja til frumkvæðis Veiðimálastofnun- ar með svokallað „Orenon Moist Pellet“ — fóður, sem er blautfóð- ur. Það er skemmst frá því að sef<ja, að þar á milli er nánast ekkert samband, og notaði undir- ritaður á enf{an hátt fóðurfor- skriftir þær, sem að baki þessa umrædda fóðurs láf{u: Stefnt var strax að f{erð þurrfóðurs, en það er allt annar hlutur en blautfóður. Það er enf{inn vandi almennt að búa til blautfóður, sem er öruggt of{ allt of dýrt. Dýrafíarðshirðir þarf ekki að vita mikið í nærinf{- arfræði, en hann veit, að ljón eru Dr. Jónas Bjarnason vandamál komu að hluta til víða erlendis. Erlendis hefur það kost- að milljónir dollara að þróa f{ott fiskfóður. Ef samt konar reikningskúnstir eru notaðar of{ Veiðimálastjóri gerði við árið 1970 í Kollafirði, kemur í Ijós, að Kollafjarðarstöðin hefur þá orðið fyrir ca. 25—30 milljón króna tjóni (verðlag 1979) vef{na vankunnáttu vegna þess, að 95000 seiðum var sleppt en aðeins 0.4—0.6% skiluðu sér. Hvað urðu viðskiptavinir stöðvarinnar fyrir miklu tjóni það árið? 5. „Vorið 1977 fékk stjórn Kollafjarðarstöðvarinnar Dr. Jón- as Bjarnason til að f{era nýja Nokkrar athugasemdir við leikmannsþanka að svara f.vrir Dr. Björn Jóhann- esson, enda er hann maður til þess sjálfur. En veiðimálastjóri ræðir mikið um laxafóður í f{rein sinni af bæði vanþekkingu og sumpart með staðreyndaruglingi og á þann hátt, að greinarhöfundur telur nauðsvnlegt að gera grein fyrir nokkrum staðreyndum í því máli. Það lifífíur við, að fyrirsögn veiði- málastjóra: ...leikmannsþanka" hljóti að velta upp ýmsum spurn- ingum í sambandi við veiðimál- astjóra sjálfan og þá stofnun, sem hann er framkvæmdastjóri fyrir. l!m liixnfóóur Undirritaður hefur starfað tölu- vert á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins að tilraunum með laxafóð- ur of{ reyndar fiskfóður almennt síðan 1969, en nýlega birti hann nokkuð ítarlega grein um þau mál í 3. tbl. Ægis 1979, og er áhuga- sömum bent á þá grein. En nú verður vikið að efnisatriðum í grein veiðimálastjóra. Hann segir orðrétt: „Síðar, þ.e. 1966, fengu starfsmenn Veiðimálastofnunar- innar leyfi til að búa til fóður- blöndu á rannsóknastofnuninni (þ.e. Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins). Fóður þetta var vinsælt á vesturströnd Bandaríkjanna um þær mundir. Nefnist það „Oregon Moist Pellet" og er með um 33% vatnsinnihaldi, en sá ókostur fylg- ir því, að geyma þarf það í frysti. Fóður þetta var reynt í Kolla- fjarðarstöðinni með góðum á- rangri. Ahuginn beindist þó að framleiðslu þurrfóðurs, sem hefur ýmsa kosti fram yfir blautfóður. Til að ýta undir framleiðslu á þurrfóðri keypti Veiðimálastofn- unin og Rafmagnsveita Reykja- víkur, sem þá rak eldisstöðina við Elliðaár, í sameiningu vél til að búa til pillur úr þurrfóðri til afnota fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í sambandi við þurrfóðurgerð, sem þá átti að hefjast" — tilvitnun lýkur. Undirritaður hefur hugsað mik- ið um þennan texta og velt því fyrir sér, hvernig unnt væri að taka á málinu. Niðurstaðan er sú, að sé þetta aimennt dæmi um sannleiksást veiðimálastjóra og nákvæmni, að þá er væntanlega komin skýringin á helstu deilum um Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði. Um þennan texta er eftirfar- andi að segja: fóðruð á nýju kjöti. Ljón eru dýraætur eins og lax. Menn hafa líka vitað í áratugi, að unnt er að ala lax með góðum árangri á nýrri nautalifur. Þurrfóður er framleitt til að unnt sé að nota ódýra eggjahvítu í mjölformi, sem er unnt að geyma ófrosna. En þá þarf að bæta öllum einstökum vítamín- um við, jafna öll steinefnahlutföll og bæta lífsnauðsynlegum fitusýr- um við. Síðan þarf að sjá til þess, að vítamínin eyðist ekki við fram- leiðslu, geymslu eða fóðurgjöf. 2. Veiðimálastjóri segir, að sá ókostur fylgi blautfóðri, að geyma þurfi það í frysti. Þetta er í sjálfu sér ekki rangt, en með þessari framsetningu auglýsir veiðimála- stjóri vanþekkingu sína. Hann sér málið frá sjónarhóli fiskeldis- manns, sem starfar við fóðrun. Kostir þurrfóðurs eru aðallega miklu lægra verð almennt miðað við hverja hitaeiningu, minni geymslu- og flutningskostnaður, einföld gjöf fyrir smáfisk, mögu- leikar á sjálffóðrunum og m.fl., en hins vegar koma nokkrir ókostir á móti. Um eiginleika þurrfóðurs og blautfóðurs vísast annars í einar þrjár greinar, sem undirritaður hefur ritað. 3. Veiðimálastjóri segir Veiði- málastofnun og Rafmagnsveitur Reykjavíkur hafa keypt í samein- ingu vél til að búa til pillur úr þurrfóðri til afnota fyrir Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. — Þetta er bara þvættingur. Þessar stofnanir keyptu „spaghettivél", sem er nokkurs konar hakkavél og var notuð til fóðurgerðar í stuttan tíma, þ.e. til framleiðslu á „Oregon Moist Pellet“-fóðri, en það er blautfóður (nema veiðimálastjóri þýði moist sem þurr!) Þurrfóður- vél (pelletizer) var aftur á móti keypt af Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins 1971 vegna óska und- irritaðs og með velvilja Dr. Þórðar heitins Þorbjarnarsonar, fyrrver- andi forstjóra stofnunarinnar. Veiðimálastjóri er að reyna að gefa í skyn, að hann hafi verið upphafsmaður að gerð þurrfóðurs hér á landi, en það sé nú eiginlega lítiö frábrugðið þeirri forskrift, sem sé runnin undan hans rifjum. 4. Árið 1974 komu upp sjúk- dómsvandamál í laxi í Laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði, en þessi vandamál mátti rekja til íslenska fiskfóðursins, sem þá var fram- leitt af fyrirtækinu Fiskfóður h.f. Síðbúið svar við grein Þórs Guðjónsson- ar veiðimála- stjóra frá 10. marz s.L Veiðimálastjóri rekur þennan þátt nokkuð sæmilega þar til að hans umsögn um afurðatjón Kollafjarð- arstöðvarinnar kemur. Veiðimála- stjóri segir, að Kollafjarðarstöðin hafi orðið fyrir 12—15 milljón króna tjóni miðað við seiðaverð á síðasta ári. Jæja, þá er líka eins gott, að hann segi sínum viðskiptavinum, hverjar laxaend- urheimtur hafi orðið úr sjó á síðustu árum, þ.e. miðað við sleppiárin 1976 og 1977. Heyrst hefur, að ca. 900 laxar hafi gengið í Kollafjörð á sumri liðnu. Hvað hefði verið sanngjarnt söluverð á þeim seiðum? Vitanlega er ekki unnt að gefa sér svona reiknings- forsendur. Laxeldi til hafbeitar er tilraun í heild, og reynslan í Kollafirði undanfarin ár hefur aukið óvissuna um hafbeit. Það má rétt vera, að blind seiði og með kubbavöxt séu merki um tjón. Hins vegar hefur líka sýnt sig, að seiði alin á íslenska fóðrinu skil- uðu sér á bilinu 6.6—14.8%. sumarið 1974, og laxaendurheimt- ur í Kollafirði urðu langmestar nákvæmlega á sama tíma og notkun á íslenska fóðrinu var mest (1972 og 1973) áður en sjúkdómsvandamálin komu upp. I>að veit enginn hversu mikið tjón varð af notkun íslenska fóðursins 1974. Ef þekkingin sem aflast hefur með þeim mistökum, er áreiðanleg, þá er hún meira virði en 12—15 milljónir króna. Annars eru allar líkur á, að ástæður fyrir sjúkdómsvandamál- unum séu þekktar, en sams konar tilraun með þurrfóður. Setti hann saman fjór;<r blöndur, sem reynd- ar voru svo á laxaseiðum í Kolla- firði um sumarið" — stendur í grein Þórs Guðjónssonar. Kolla- fjarðarstöðin fékk undirritaðan ekkert til þess arna. Það gerðist samkomulag um slíka tilraun samkvæmt sérstakri beiðni frá stjórn Fiskfóðurs h.f. Það er leiðinlegt að þurfa að vera með svona smápex. Hitt er líka ómak- legt að segja: „Setti hann saman fjórar blöndur o.s.frv. Veiðimála- stjóri heldur, að laxafóðurgerð tii tilrauna sé eins og að blanda kokteil á bar. Sýnu verst er þó þetta: „Ekki þarf að taka fram, að fleygja þurfti þremur tilrauna- hópunum". Þetta er eitt það heimskulegasta, sem undirritaður hefur séð á prenti um tilraunir. Þessir fjórir tilraunahópar voru notaðir til að einangra einstök sjúkdómsvandamál og a.m.k. tveir þeirra hlutu að fá sjúkdóma sam- kvæmt áætlun. Verður nú að sinni ekki frekar fjallað um grein Veiðimálastjóra, þótt af nægu sé að taka. Hins vegar verður nú farið nokkrum orðum um endurheimtur lax úr sjó, sem tengjast mjög fóðurmál- um og drepið hefur verið á. Endurhcimtur lnxn úr sjó Eins og mörgum mun kunnugt, hefur laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði nú starfað síðan 1962, og hefur stöðin sleppt laxaseiðum í sjó síðan 1963. Skv. nýrri grein Árna Isakssonar um hafbeit (Ráðunautafundur Búnaðarfélags Islands 1979) voru endurheimtur lélegar og upp og niður fram til 1972, en þá urðu þær 11%. eftir 1 ár í sjó. Sleppiseiði frá 1973 skiluðu sér 13%., en síðan seig endurheimtan niður á við, en veiðimálastjóri heldur því fram í kjallaragrein í Dagblaðinu 23.4. s.l., að endurheimtan s.l. sumar hafi verið 3%.. Ef rétt er, að 900 laxar hafi komið úr sjó sumarið 1978, lætur nærri, að stöðin hafi þá sett nálægt 30000 gönguseiði út til sleppingar árið áður, en það mun vera fremur lítið (2 ára dvöl einhverra laxa í sjó breytir hér litlu). Ef reynt er að skyggnast í það í greinum Veiðimálastofnunar um laxaendurheimtur, hvaða eig- inleikar það eru í raun og veru, sem ráöa mestu um endurheimtur laxa úr sjó, kemur ekkert bita- stætt í ljós. Leiðsagnargildi þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið, er næsta lítið. Að vísu hefur verið re.vnt að tengja breytingar á endurheimtum einstökum breyti- stærðum í eldi, en málið er þannig vaxið, að öll undirstaðan er óljós. Enda mun veiðimálastjóra vefjast tunga um tönn, ef hann á að skýra hinar lélegu endurheimtur síðast liðin ár, og mun hann væntanlega grípa til upphrópana og vígorða, ef einhver dirfist að spyrja. Hvaða atriði eru það, sem máli skipta í sambandi við endurheimt- ur laxa úr sjó? í ágætri grein í Transactions of the American F'isheries Society, vol. 98. no. 4. October 1969 um áhrif gæða gönguseiða á endurheimtu úr sjó, segir greinarhöfundur R.E. Burr- ows: Mælingar og á.stæður íyrir mismun á eiginleikum (f.vrir- sögn). „Mismunur á eiginleikum fiska til endurheimtu, sem aldir eru í eldisstöðvum, byggjast á erfðaeiginleikum, naéringarfræði, sjúkdómum og umhverfi. Þessar forsendur (þ.e. mismunur þeirra) er unnt að mæla í einum eða fleirum líkamlegum þáttum, blóð- einkennum, efnasamsetningu og úthaldsþáttum". Síðan er lýst hvernig úthald fiskanna er mælt, frumustærðir eru mældar, blóð- magn ákveðið og ýmsir blóðþætt- ir, efnasamsetning líkamans mæld, glycogen í vöðvum og lifur mælt og mjólkursýra mæld. Þetta sýnir í grein sinni, hvernig stærð, úthald, próteinvaraforði og orku- forði seiðanna hefur áhrif á end- urheimtur. Nánast allir þessir þattir eru aðallega háðir fóðri, þ.e. næringarfræði. í fljótu bragði virðist Kollafjarðarstöðin ein- göngu velta fyrir sér umhverfis- atriðum, þ.e. hvaða áhrif ljós, vatnshiti og sleppiaðstaða svo og stærð seiða hefur á endurheimtur. Að sjálfsögðu hafa umhverfisatr- iði þýðingu, en meðan lífeðl isfræðilegt ástand fiskanna, fóðursamsetning, ástand lifrar (fitulifur er algeng í fiskum, sem aldir eru á Ewos fóðri sem og mörgum öðrum þurrfóðurtegund- um), blóðgæði, ástand ugga (er oft mjög lélegt) o.m.fl. er ekki þekkt, hafa umhverfisbreytingar litla þýðingu. Það er að sjálfsögðu unnt að gera tilraun með það, hvort sólbað geri sykursýkissjúklinga hæfari í Maraþonhlaup eða ekki. Aðalatriðið er nú samt það, að slíkir sjúklingar eru almennt talið óhæfir í langhlaup. Vissulega eru sérfræðingar Veiðimálastofnunar vel menntaðir, en þeir eru fyrst og fremst vatnalíffræðingar, sem hafa ekkert inngrip í næringar- fræði, lífeðlisfræði og fisksjúk- dómafræði. Að sjálfsögðu eru einnig litlir peningar til ráðstöf- unar, en það hefur afgerandi þýðingu að vita, hvernig á að ráðstafa þeim litlu peningum. Það er fráleitt að framleiða tugi þús- unda seiða til sleppingar á hverju ári og vita ekkert um eiginleika þeirra. Nær væri að sleppa færri seiðum og vel lýstum, svo ein- hverjar upplýsingar mætti fá. Það er ómaklegt af veiðimála- stjóra að reyna að gera lítið úr Dr. Birni Jóhannessyni og kalla hann annars vegar leikmann og hins vegar jarðvegsfræðing, þegar rætt er um fiskrækt. Sannleikurinn er nú bara sá, að í umræddum efnum er enginn sérfræðingur á öllum sviðum. Á flestum þeirra er veiði- málastjóri einnig leikmaður en því miður verra en það, því hann vill reyna að nota lög og lobby til að hindra að áhugasamir einstakl- ingar geti lagt hönd á plóginn fyrir fiskrækt, og telur gagnrýni alla af hinu illa. Reykjavík, 3.5. 1979, Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.