Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 „Virðingin fyrir annarra skoð- unum er stærsti löstur mannsins sem skynsemisveru,“ sagði Robert Bacon, enskur heimspekingur á 13du öld, og er það efalaust rétt, að það er löstur hjá skynberandi fólki að gleypa allt hrátt, sem löggiltir spekingar tala til fólksins ofan af stalli, sem þeir hafa verið færðir á. Þegar efast er um fullyrðingar íslenzkra fiskifræðinga um fisk- stofnana og áætlanagerð þeirra sömu fræðinga, er viðkvæðið: „Þeir vita mest.“ Menn láta þessa röksemd nægja, og leiða ekki hugann að því, að í mikilvægum málum er oft ekki nóg að einn viti meira en annar, ef enginn veit nóg — og þaðan af síður leiða menn getum að því, sem víða blasir þó við okkur í lífinu, að mesta þekking í tilteknu efni reynist oft hættu- legri en minnsta þekking, ef sú fyrri er alröng, og einmitt þetta hefur gerzt í fiskifræði-dæminu. Nú eru að berast skýrslur er- lendra fiskifræðinga, þar sem ját- að er fullum fetum, að kenningar þeirra sjálfra um fiskstofna og áætlanagerð í því sambandi hafi hvorttveggja verið byggt á röng- um forsendum og það þurfi að stokka algerlega upp að nýju alla áætlanagerðina, byggja öll stjórnunar-„líkön„ upp frá grunni. Þær skýrslur, sem ég hef í hönd- um og hér verður síðar vitnað í, er önnur frá dönsku Hafrannsókna- stofnuninni, rituð af dr. Erik Ursin og sú grein birtist í Ægi, 4. tbl. 1979, en hin er útdráttur úr álitsgerð brezkra fiskifræðinga og hollenzkra gefin út af brezku fiskimálastjórninni (The White Fish Authority) og heitir „Mikil- vægi fiskstofna í Norðursjó" (The Importance of Fishery Resources of the North Sea). Sá útdráttur, sem ég hef undir höndum, er samhljóða dönsku greininni og ég vitna því ekki til þeirrar brezku nema þessara sláandi orða: „Stærsta hindrunin í verndun fiskstofna er fiskurinn sjálfur.“ Islenzkir fiskifræðingar hafa ver- ið hljóðir um þessar gerbylting- arskýrslur erlendra starfsbræðra og voru þær þó komnar á döfina 1977. I fiskifræðilegum efnum, sem og máski fleirum, búum við Islendingar við vísindalega þekk- ingareinokun. Hafrannsókna- stofnunin getur matað okkur á sínum „vísindum" gagnrýnislaust fiskifræðilega. Fyrir nokkrum árum (1974/75) skrifaði ég einar þrjár stuttar greinar, og kom reyndar oftar inná efnið í Morgunblaðinu og Ægi, undir fyrirsögninni: Bcitar- þol íslenzkra sjávarhaga. Mér fannst þá orðin úr hófi fullvissa fiskifræðinganna um framtíð þorskstofnsins, og í þann mund var og hafinn forkostulegur vaðall um stjórnun fiskveiða, stórkostleg plön, sem tölvuglaðir nýgræðingar voru að hrófla upp, settu upp greindarleg en haldlaus dæmi, géfu sér eitt og annað, sulluðu öllu inn í tölvu, og bundu útkomuna saman í pappírskilju, sem Rann- sóknaráð ríkisins gaf út sem mikinn vísdóm. Auk þess losnaði um líkt leyti skrúfa í gömlum verksmiðjueiganda og. hann fór eins og flóðbylgja yfir landið með kenningar sínar. Grundvallar- spurningarnar þrjár Það voru aðallega þrjár grund- vallarspurningar, sem ég velti fyrir mér í fiskveiðidæminu, sem ég taldi nauðsynlegt að fá svar við áður en lengra væri haldið í spádómum og áætlanagerð. Auð- vitað var ekki um neina speki af minni hálfu að ræða, spurningarn- ar lágu allar beint við lærðurn sem leikum, þótt fiskifræðingar okkar kysu að horfa framhjá þeim, af því að þeim lá svo mikið á að gera sig gildandi í stjórn veiðanna. Þeim er nú að hefnast fyrir það að ýta þessum grundvallarspurning- um frá sér. Erlendir starfsbræður þeirra lýsa því nú yfir að nýjustu rannsóknir sýni, að nauðsynlegt sé að fá svar við öllum þeim spurn- ingum, sem ég spurði í fáfræði minni fyrir 4 árum, áður en hægt sé að fjalla af viti um stjórnun veiða. 1) Ilver áhrif hefur vöxtur eins fiskstofns á annan? íslenzku fiskifræðingarnir töl- uðu alltaf um að auka alla stofna á íslenzku fiskislóðinni. Þeir áttu allir að dafna. í barnaskap mínum trúði ég ekki á þessa kenning, mér fannst hún svo óeðlileg og sótti um það dæmi til landsins. Það þrífast ekki allar tegundir búfjár jafnt í takmörkuðum beitarhög- um. Það hlýtur það sama að gilda í sjávarhögunum. Ein tegund étur aðra af, þegar þar sækja margar í sama æti. Þessa skoðun staðfesta erlendu fiskifræðingarnir eins og fram í kaflanum hér á eftir um „samspil tegundanna." Á öðrum stað í greininni frá dönsku hafrannsóknastofnuninni segir orðrétt um þetta: „Þegar tekið er tillit til hinna líffræðilegu keðjuverkana á milli fisktegundanna, kemur í ljós, að sú hugsun, að markmiðið með stjórnun fiskveiða sé að ná fram hámarksnýtingu á hverri tegund er blekking. Mikill afrakstur af sumum tegundum getur leitt til lítils afla af öðrum tegundum." (Leturbreyting á orðinu blekk- ing er ekki mín heldur danska fiskifræðingsins, sem hikar ekki við að taka svo djúpt í árinni.) 2) Ilver eru áhrif fullorð- ins fisks á yngri árganjía? Ástæðurnar fyrir þessari spurn- ingu voru þær, að þegar ég fletti sögulegum heimildum, þá virtist mér votta fyrir tiltekinni fylgni á mikilli fiskgengd sunnanlands á vertíð og aflaleysis, stundum ör- deyðu, í kjölfarið. Sögulegar heim- ildir um aflabrögð eru mjög strjálar og skýrslur ná stutt aftur, rúmlega þessa öld, og vissulega spurði ég af takmarkaðri þekk- ingu, en það er nú komið á daginn, að íslenzku fiskifræðingarnir hefðu betur staðið fastar í fæt- urna einnig í þessu efni áður en þeir fóru að gera áætlanir um varanlega stærð hrygningar- stofns. I dönsku skýrslunni segir, að 200 þúsund tonna stofn stórþorsks í Norðursjó éti 450 þúsund tonn af smáþorski árlega, (í brezku skýrslunni er sagt, að það séu 500 þúsund tonn og vitnað til rann- sókna hollenzkra fiskifræðinga). í báðum skýrslunum er bætt við, „að þessi smáþorskur sé sá, sem verið'sé að friða með aukinni möskvastærð". íslenzku fiskifræð- ingarnir hafa gert ráð fyrir að koma hér upp, og hafa að staðaldri 4 —500 þúsund tonna stofn af fiski 7—14 ára. Það þýddi eftir þessum nýjustu rannsóknum, að sá stofn æti 800 þúsund til milljón tonna af smáþorski (1—2 ára) og æti síðan krabbadýr og annað æti frá ár- göngunum 3—6 ára og það er ekkert smáræði, kannski 2—3 milljónir tonna eftir átinu á Norð- ursjávarþorskinum að dæma. Það getur því varla talizt heimskulegt, að ég vildi fá svar við spurningunni, hvað íslenzka fiski- slóðin þyldi mikið af stórþorski án þess að það hefði örlagarík áhrif á yngri árganga. Þriðja spurningin sem ég velti fyrir mér þarna um árið, var reyndar frumspurningin í öllu fiskstofnadæminu. Er ekki höf- uðnauðsyn að þekkja magn plöntu- og dýrasvifs á klakstöðv- unum og á slóð 1. árs seiða? Þessari spurningu fylgdi svo önnur: Þar sem plöntu- og dýra- svifið er mjög viðkvæmt fyrir árferðisbreytingum í sjónum, get- ur þá ekki allt eins þurft í slæmu árferði að grisja seiði eins og að vernda þau. Þessi spurning varð áleitin, þegar rækjuveiðar voru stöðvaðar æ ofan í æ, nánast verið að eyðileggja þann atvinnuveg, vegna mikillar seiðagengdar á ákveðnum svæðum. Það lá beint við að spyrja áður en gengið var í skrokk á fiskimönnunum: er það tryggt, að þetta mikla seiðamagn á tiltekinni slóð hafi nóg æti krabbadýra (ljósátu (etc.)? Getur ekki allt eins verið að við ættum að grisja seiðin, svo að þau gerfalli ekki vegna ætisleysis? Það kemur iðulega fyrir að það er finnanlegt mikið seiðamagn, en árgangurinn reynist ekki þar eftir, þegar hann á að koma inn í veiðarnar. Hvað hefur þá gerzt? Venjan hefur þá verið að kenna fiskimönnunum um, þeir hafi veitt svo mikið af smáfiski úr árgangin- um. Nú vitum við, að ránfiskar, selur og fugl eru aðgangsharðari smáfiskinum en fiskimennirnir og það gæti hafa verið of mikið af stórþorski á slóðinni eða sel, en gæti það líka ekki hafa gerzt, að seiðamagnið hafi verið of mikið fyrir dýrasvifið- og seiðin hrein- lega fallið fyrir ætisskort? En fleira kemur til í sambandi við þetta frumatriði lífkeðjunnar í sjónum, plöntu- og dýrasvifið, Það sækja nefnilega flestar fisk- tegundir á okkar slóð í þessa frumfæðu, berjast um hana. Það er langt síðan fiskimenn fóru að velta því fyrir sér, hvort hinn stóri loðnustofn tefði ekki, að hinn friðaði síldarstofn kæmist upp aftur. Um leið og síldarstofn- inn var orðinn veikur hljóp vöxtur í loðnustofninn og hann ruddist inn á miðin, lagði þau undir sig og tók æti frá ungsíld. Nú segja þeir loðnustofninn vera að veikjast, og nú er líka farið að verða vart ungsíldar víða við landið. Það er stutt síðan fiskifræðingur sletti í góm við þessari „fáránlegu" kenn- ingu. Ég heyrði það ekki sjálfur, en mér er sagt, að nýlega hafi einn þeirra verið (á ráðstefnu á Loft- leiðum) að draga upp framtíðar- mynd af 10 milljón tonna síldar- stofni, 10 milljón tonna loðnu- stofni og 10 milljón tonna kol- munnastofni, öllum í senn á slóð- inni. Allur þessi fiskur sækir þó í sama dýrasvifið! Hvað ætli sá dagur heiti, þegar það kemst inn í höfuðið á íslenzk- um fiskifræðingum, að þeir ráða ekki fiskmagni á íslenzku fiski- slóðinni, heldur náttúran. Þeir skilja þetta víst orðið starfsbræð- ur þeirra við Norðursjóinn. Þeir höfðu ímyndað sér að þar gæti þrifizt 27 milljón tonna heildar- fiskstofn, það er, alls af öllum tegundum, en nú segja þeir: „Með núverandi þekkingu okkar á að- stæðum í hafinu virðist ósennilegt að frumframleiðslan (framleiðsla sjávarplantna) geti staðið undir svo miklum stofni," og þessir fiskifræðingar, sem þora að játa rangar áætlanir sínar, telja nú að Norðursjórinn þoli ekki nema sem svarar 12 milljón tonna heildar- fiskstofn. Þetta er ekki nema 65% fráhvarf frá fyrri áætlun. Hver ætli útkoman verði hjá íslenzkum fiskifræðingum, ef þeim skyldi til hugar koma að endurskoða sitt dæmi? Ef fiskifræðingur hefur slegið fram þessari hugsun, að hér í kringum ísland gæti hugsanlega þrifizt 30 milljón tonna stofn af áður nefndum fisktegundum auk allra annarra sem sækti allur í plöntu- og dýrasvif á slóðinni, þá hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis í kollinum á þeim manni. Það eru ekki fiskimennirnir, sem halda niðri fyrir honum Jakobi Suðurlandssíldinni, heldur kolmunninn, spærlingurinn, loðn- an og stórþorskurinn. Orsök kollsteypunnar Það, sem olli því að erlendu fiskifræðingarnir hrukku við og fóru að efast um kenningar sínar og líkanagerð, og gerðu sér ljóst, að þeir yrðu að þekkja frumæt- ismagnið og „samspil tegundanna" var það, að á daginn kom, að það var sama hversu mikið veitt var úr Norðursjónum, heildarfisk- magnið hélzt alltaf hið sama. Hin gífurlega sókn í Norðursjóinn sem allir voru sammála um að væri alltof mikil, átti auðvitað að leiða til minnkandi fiskmagns. I stað 1.5 milljóna tonna ársveiði var farið að taka hin síðari ár 3 milljónir tonna árlega, en sarnt hélzt stofninn í 9 milljónum tonna, samanber töfluna sem hér fylgir og með henni skrifar grein- arhöfundur þetta: Stofnstærð (millj. tonna) 1964 1976 Síld og makríll 6 2 Aðrar tegundir 3 7 Samtals 9 9 „Það liggur beinast við að álykta af þessu, að síldin og sérstaklega makríllinn hafi étið mjög mikið af ungfiski, sem nú fékk möguleika á að lifa af, þegar síldar- og markílstofninn var takmarkaður. Jafnvel þótt aðeins 5% af fæðu makrílsins og enn minna af fæðu síldarinnar sé fiskur, þá hafa þessar 5—6 millj- ónir tonna af makríl og síld líklega étið að minnsta kosti helming af framleiðslu Norðursj- ávarins á fiskseiðum (Ursin, 1977). Stór hluti þessara seiða fékk skyndilega möguleika á því að vaxa upp, m.a. vegna þess að skerðing síldar- og makrílstofns- ins hafði létt á beitarþunganum á þeim smáu svifverum sem flest fiskseiði lifa á.“ í kaflanum um „Samspil teg- undanna". sem hér birtist orð- réttur. kemur flest það fram f tölulegum staðreyndum, sem ég hef verið að ræða um hér að framan. Samspil milli fisktegunda „Á síðustu árum hefur hins vegar ýmislegt gerst, sem gerir það erfitt að halda fast við tegundalíkönin. Fiskveiðarnar eru orðnar svo stórtækar, að það geta átt sér stað miklar breytingar á fáum árum. Þetta hefur í för með sér að samkeppnisaðstaða tegund- anna breytist mjög fljótt, og að áhrif ránfiskanna kunna að vera allt önnur nú en áður. Samspil milli fisktegundanna fer að skipta æ meira máli. Nýjar bandarískar rannsóknir (Laevastu og Favorite, 1978) benda til þess að fiskar á Ber- ingshafi éti 700.000 tonn af síld á ári, en selir og hvalir taki um 400.000 tonn til sín. Þar sem síldveiðarnar gefa aðeins 40.000 tonn á ari er það vonlaust vcrk að hafa stjórn á síldveiðunum án þess að hafa jafnframt stjórn á stofnstærð annarra fisktegunda og spendýra. Útreikningar sem pólskir vís- indamenn hafa gert hafa leitt í ljós að þorskurinn í Eystrasalti étur minnst 600.000 tonn af síld og brislingi á ári, sem er nokkurn veginn jafnmikið og veitt er af þessum tegundum. í Norðursjónum er ástandið ekki alveg eins slæmt. í suður- og miðhluta Norðursjávarins er fiskneysla þorsksins um það bil 300.000 tonn á ári (Daan, 1975). Ef þessi tala er margfölduð með 1,5 til þess aö fá út töluna fyrir allan Norðursjóinn er útkoman 450.000 tonn, eða 15%. af heildaraflanum. Það verður hins vegar að taka tillit til þess, að sá fiskur, sem þorskurinn étur, er mestmegnis smáfiskur.sem fiskifræðingar leggja til að sé friðaður með lagmarksstærð og hæfilegri möskvastærð, þar til hann hefur náð hæfilegri stærð. Þau 450.000 tonn af fiski, sem þorskurinn étur í Norðursjónum, mundu því vænt- anlega kom til með að vega mun meira, ef þau kæmu inn í aflann í stað þess aö lenda í gini þorsksins. Það er nú freistandi að draga þá ályktun, að þorskurinn sé skað- ræðisskepna, sem best væri að útrýma. Málin eru hins vegar flóknari en svo, þar sem heildar- fæðuneysla þorsksins í Norður- sjónum nemur 1,2 milljónum tonna, og einungis 450.000 tonna af því er fiskur. Afgangurinn, 750.000 tonn, eru krabbadýr, skel- fiskur, ormar og annað, sem yrði mjög erfitt, eða allsendis ómögu- legt fyrir menninna að nýta í öðru formi en þorsksins." I lok greinar sinnar segir dr. Ursin: „Það eru mörg vandamál, sem Ásgeir Jakobsson: I>eir vita mest skakkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.