Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 17

Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI 1979 Ásdis Sigurðardóttir: Börnin og hætt- urnar heima fyrir þarf að skýra og fiskifræðingar geta ekki tekið afstöðu til þeirra án pólitískra fyrirmæla um þau markmið, sem stefnt er að.“ í þessum ummælum kemur ljóst fram, að erlendir fiskifræðingar líta á sig sem líffræðinga fyrst og fremst, ekki stjórnunarmenn og þeir eigi að hlíta pólitískum fyrir- mælum. Og ennfremur segir hann að síðustu: „Þegar tillit er tekið til hins vistfræðilega samhengis tegunda, verður meiri þörf fyrir samband á milli líffræðinga og hinna ábyrgu stjórnmálamanna en þegar gengið er út frá einföldum líkönum. Það verða einfaldlega mun fleiri atriði, sem taka þarf afstöðu til, þegar fiskveiðastefna er mótuð og ætlazt er til, að hún verði framkvæman- leg í reyndinni." Ég hef nú rakið hvernig Haf- rannsóknastofnunin, þessi unga vísindastofnun, sem villzt hefur af vegi visinda, hefur hlunnfarið sjálfa sig, fiskimennina og alla þjóðina í áætlanagerð sinni um þróun fiskstofna. Það er ekki ég lengur, vesall maðurinn, að slá fram illa grunduðum skoðunum, heldur erlendar fiskifræðistofnan- ir á næstu grösum við okkur. Stjórnmálamenn okkar segjast taka mark á fiskifræðingunum (þeir vita mest etc.) og sé það rétt, þá hljóta þeir að taka mark á því, sem hér hefur verið sagt og þeir geta sjálfir kynnt sér í frumheim- ildum frá nefndum fiskifræði- stofnunum — áður en þeir ráðast í að stjórna fiskveiðum okkar að tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar. Hinar árlegu skekkjur Þótt grundvallarskekkjur Haf- rannsóknastofnunarinnar séu ör- lagarikastar, og það hefði átt að blasa við, að minnsta kosti fiski- mönnum, að stofnunin reiknaði líka skakkt frá ári til árs. Nú verður það dæmi rakið, lítillega þó, það er af miklu meira að taka, og í- leiðinni verður gerð grein fyrir af hverju Hafrannsókna- stofnun lenti í þeim pytti, sem hún er í. Árið 1971 fullyrti íslenzka Haf- rannsóknastofnunin, að íslenzki þorskstofninn væri „fullnýttur",,, 1972 að hann væri „ofnýttur", og 1973 að hann væri í „bráðri hættu". Miðað við það að sú er venjan að vísindastofnanir séu tregar til fullyrðinga og orðalag þeirra loðið og fuilt af fyrirvörum var ekki óeðlilegt, þegar hver fullyrðingin rak aðra með árs millibili, að leikmenn ýmsir spyrðu , hvort þessi unga vísinda- stofnun væri ekki að villast út úr kortinu. Það var erfitt að hugsa sér slikar stökkbreytingar í vís- indalegum rannsóknum, ekki sízt þegar um var að ræða vísinda- rannsóknir við mjög erfiðar að- stæður. Menn létu þó kyrrt liggja, þeir sem efuðust, og töldu ekki tímabært að draga yfirlýsingar Hafrannsóknar í efa, við áttum í styrjöld og þær komu sér vel. hefðu reyndar mátt vera fyrr á ferðinni sem áróðursgagn. Svo gekk nú stríðið yfir, en samt breyttist ekkert um „síðasta þorskinn", þótt hundruð skipa hyrfu af miðunum. Þá fóru grun'- semdir að vakna. En efasemda- raddir voru kæfðar umsvifalaust (þeir vita mest). íslenzkur almenningur tók því með miklum fögnuði að eiga nú vísindastofnun, sem gæti sagt fyrir örugglega um alla þróun í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, færði Hafrannsóknamenn á stall- inn og gerði skýrslur þeirra ár- legar að guðspjalli ársins. Þetta leiddi stofnunina í þá freistni, sem hún féll í. Hafrannsóknastofnunin tók að leika stærra hlutverk en hún hafði getuna til. Þegar yfir- lýsingin kom um „síðasta þorsk- inn“ fékk þjóðin eitt móðursýkis- kastið, líkt og í handritamálinu, landhelgismálinu og reyndar öll- um meiri háttar málum. (Ég hef áður skrifað greinar um að tauga- kerfi þessarar þjóðar væri ekki í Sem beztu Iagi og henni væri stundum betra að nota fremur heilann en nýrnahetturnar í mik- ilvægum þjóðmálum). Fjölmiðlar okkar fátækir af æsifregnum, tóku sér stöðu við dyrnar á gjörgæzludeildinni á Skúlagötu 4, og spurðu áfjáðir á hverjum morgni: „Hvernig leið honum í nótt, er enn von ... ?“ Fjölmiðlarnir þurftu sannar- lega ekki að kvarta yfir því að gjörgæzludeildinni lægi á upplýs- ingum um ástand sjúklingsins. Það fór síversnandi, ný hættu- einkenni komu fram á hverri nóttu. Loks var almenningur orð- inn svo hrelldur að hann tók að krefjast þess að þjarmað væri að þessum fáu mönnum sem voru að róa og gerðu allt sem þeir gætu til að kála sjúklingnum, „síðasta þorskinum", og heimtaði að um þetta hefði gjörgæzludeildin for- göngu en ekki stjórnmálamenn- irnir, sem hefðu sumir ekki nægan skilning á hvernig komið væri. Hafrannsóknastofnunin skoraðist vissulega ekki undan þessu ábyrgðarmikla hlutverki og tillög- um um stjórnun veiðanna tók að rigna yfir þjóðina. Árlega frá 1973 átti að skerða veiðarnar sem næmi 10—12 milljarða tekjumissi árlega fram til 1980 fyrir fiski- menn og fiskvinnslufólk. Gegn þessu lofaði stofnunin fiski- mönnum, sem þá yrðu á lífi, bærilegum afla árið 1985. Þeir gerðu fyrst spá um hvernig aflabrögðin yrðu á íslandsmiðum (útlendingar með í dæminu) frá 1973 og vel áratug fram í tímann til að skýra hvernig fara myndi, ef ekki væri farið að tillögum þeirra. Sú spá var vissulega ekki glæsileg. Þorskaflinn átti að fara síminnk- andi og nú á þessu ári átti hann að hafa hrapað niður í 226 þúsund tonn (úr 374 þúsund tonnum 1973) og hrygningarstofninn kominn niður í 94 þúsund tonn. Raunveruleikinn er afturámóti sá, að árlega á þessu spátímabili 1973—78, sem nú liggur fyrir, fór aflinn sem næst árlega um 30 þúsund tonnum fram úr spáðum afla hvert ár og nam um síðustu áramót alls 180 þúsund tonnum umfram spána. Á yfirstandandi ári, sem átti að verða aflaleysisár, er mokafli um allt land og nær því búið að veiða á hálfu árinu það magn sem þeir spáðu að yrði heilsársafli 1979 (226 þús. tonn), og þrátt fyrir áður nefnda 180 þúsund tonna veiði umfram spána, er hrygningarstofninn ekki 94 þúsund tonn heldur 200 þús. tonn ef eitthvað er að marka talning- una. Til að kóróna þennan þorsk- spádómsferil gerðu þeir einnig spá um loðnuveiðarnar og spáðu mill- jón tonna afla árlega og menn ruku til að smíða sér nýtízkuleg loðnuveiðiskip, en rétt sem þau komu á miðin, kom önnur spá um að loðnustofninn væri í hættu og stöðva þyrfti veiðarnar umsvifa- laust. Maður hefði nú haldið eftir þennan feril, sem rakinn hefur verið, og margt órakið af smærri mistökum, að mennirnir létu sér hóglegar í tillögugerðinni og ekki sízt þar sem þeir játuðu í síðustu skýrslu sinni að þorskstofninn væri ekki lengur í líffræðilegri hættu. Sem hann reyndar aldrei var. Það hefði ég einnig haldið, að lækurinn væri orðinn svo bakka- fullur að fiskimenn hefðu uppi einhver mótmæli, þegar þeir eru reknir í land úr góðum afla á grundvelli spádóma þessarar nefndu stofnunar. Það er þó eitthvað annað, þeir játa hver um annan þveran, að ekkert sé sjálf- sagðara en draga upp net sin seiluð og vörpur sínar fullar og halda til lands að binda skipin. „Þeir vita mest fiskifræðingarn- ir.“ Það má nú segja, að virðingin fyrir annarra skoðunum lætur ekki að sér hæða i mannlífinu, fremur en á dögum Bacons. Verkefnið með ofanskráðri fyr- irsögn „Börnin og hætturnar heima fyrir“ var unnið af Byggð- arlagsnefnd I — J.C. Vík á tíma- bilinu janúar—apríl 1979. Sá aðili, sem ekkert veit um Junion Chamber á eflaust eftir að spyrja sjálfan sig: „Hvers konar verkefni er nú þetta?“ — en hætturnar heima fyrir eru margs konar. Á okkar tæknivæddu tím- um er lítið barn oft í hættu statt á sínu eigin heimili. Snúrur úr rafmagnstækjum liggja oft út fyrir borðbrúnir, kannski vegna þess að mamma þurfti að bregða sér sem snöggvast í símann, og hvað er eftirtektarverðara fyrir litið barn sem er að kanna heim- inn sinn en að toga í einhverja snúru, eða teygja sig upp í skaft af potti eða pönnu, jafnvel athuga ókunnan hlut, sem rýkur upp af í öskubakkanum inni í stofu. Heim- ur barnsins í heimahúsi er þar af leiðandi oft hættulegur eftir að fyrstu sporin eru stigin. Vert er að minnast á að vegg- spjaldið er reglulegt augnayndi. Tvö falleg börn prýða efri hluta FYRSTI fundur nýstofnaðs leik- húsráðs Leikfélags Akureyrar var haldinn fimmtudag 26. apríl. Ráð- ið skipa stjórn Leikfélags Akur- eyrar, formaður félagsins, Guðmundur Magnússon, sem er jafnframt formaður leikhúsráðs, Þórey Aðalsteinsdóttir og Sigur- veig Jónsdóttir; tveir fulltrúar fastráðins starfsfólks, Svanhildur Jóhannesdóttir og Viðar Eggerts- Ásdís Sigurðardóttir þess og síðan taka við heilræði til fullorðinna. Og við lestur vaknar sú spurning hvort slíkar upplýs- ingar séu ekki nauðsynlegar var- úðarráðstafanir, sem úthluta ætti til verðandi mæðra. Til þeirra sem ganga með ófætt líf. Verðandi mæður og feður taka son; leikhússtjóri, Oddur Björns- son og fulltrúi bæjarstjórnar Akureyrar Valgarður Baldvins- son. Fundi ráðsins situr einnig varaformaður leikfélagsins, Theo- dór Júlíusson. Unnið hefur verið markvisst að stofnun leikhúsráðs og samþykkti aðalfundur Leikfélagsins 2. apríl breytingar á lögum félagsins, er gerðu það mögulegt. Hlutverk að'sér ábyrgðarmesta hlutverk lífsins og ekki er vanþörf á aö miðla til þeirra heilræðum, sem geta komið í veg fyrir slys í heimahúsum. Staðreyndin er nefnilega sú að börn fæðast með sams konar skynfæri í dag eins og fyrir 1979 árum. En fyrr á öldum var hættuminna að skilja lítið barn eftir inni á heimili sínu. Börnin fæðast og geta ekki tjáð sig nema með gráti og síðar meir með fallegu brosi og talað geta þau ekki fyrr en eftir um það bil eitt og hálft ár. Þetta fyrsta ár barnanna er undirstaða þeirra — skólinn heima fyrir, sem getur kennt „að forðast hætturnar". Við viljum svo oft gleyma því að lítil börn fæðast ekki með innbyggða tölvu, sem segir þeim hvað megi snerta og hvað ekki. í von um að veggspjaldið okkar „Börnin og hætturnar heima fyr- ir“ verði til þess að visa mörgum litlum börnum inn á örugga heimabraut. Ásdís Sigurðardóttir varaforseti — J.C. Vík starfsárið 1978/79 leikhúsráðs er að hafa umsjón með allri starfsemi og rekstri leikhússins. Leikhúsráð tekur all- ar meiriháttar ákvarðanir er stofnunina varðar, svo sem fjár- hagsáætlun leikhússins. Það ræður leikhússtjóra og fram- kvæmdastjóra og annað starfsfólk hússins. Leikhúsráð skal vera ólaunað. (Fréttatilkynning). Frá afmælissýningu Gallerís Suðurgötu 7. Friðrik Þór Friðriksson (t.v.) og Bjarni Þórarinsson við verk sín. Afmælissýning i Galleri Suðurgötu 7 STARFSEMI Gallerís Suðurgötu 7 verður fjölbreytt í sumar. Margir erlendir myndlistarmenn munu sækja galleríið heim og sýna verk sín í því. Einnig er fyrirhugað að erlendir tónlistar- menn komi hingað til lands f hoði gallerfsins. Einnig mun gallerfið sjálft leggja land undir fót og er ferðinni heitið til Flórens en þar hefur aðstandendum þess verið boðið að sýna f sumar. Þá er væntanlegt nýtt tölublað af tíma- ritinu Svart á hvftu sem gallerfið gefur út. Mun það koma út um næstu mánaðamót. Nú stendur yfir afmælissýning gallerísins en þar eiga verk Árni Ingólfsson, Bjarni Þórarinsson (t.h. á mynd), Friðrik Þór Frið- riksson (t.v.), Jón Karl Helgason, Margrét Jónsdóttir og Svala Sig- urleifsdóttir. S.l. miðvikudags- kvöld hófust kvikmyndasýningar kl. 9 á hverju kvöldi fram til 13. maí en þá lýkur sýningunni. Sýnd ar verða kvikmyndir eftir Jón Karl Helgason og Friðrik Þór Friðriksson, öllum er heimilt að koma með eigin framleiðslu og sýna, þ.e.a.s. 8 mm kvikmyndir. Stof nað leikhúsrád LR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.