Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI 1979
19
Farmannadeilan:
Opið bréf til farmanna
Verkfall farmanna sem hófst 24.
apríl s.l. hefur vakið upp meiri
blaðaskrif og hávaða en oft áður.
Meðal annars hafa komið fram
samanburðartölur um launa-
greiðslur og launahlutföll milli
stétta um borð erlendis miðað við
Islenska farmenn.
Eflaust er þetta allt satt eins
langt og það nær, en þó ber að
geta þess að ITF (Alþjóðaflutn-
ingasambandið) samningar gilda
að öllu jöfnu fyrir stærri skip og
ITF hefur aðeins einn taxta sem
launatöflu en ekki stighækkandi
eftir skipastærðum. Sé hins vegar
miðað við samninga nágranna-
þjóðanna má sjá að mánaðarlaun
á minnstu skipunum eru lægst og
síðan stighækkandi og verða síðan
35—40% hærri per mánuð á
stærri skipunum. Því má áætla að
ITF samningar sem reynt er að
þvinga útgerðir til að nota, fyrir
skip sem eru skráð í Liberiu,
Panama og öðrum slíkum löndum
þar sem eigandinn er ekki
búsettur, taki mið af launatöflu
fyrir mun stærri skip en þau
íslensku, enda mörg stærstu skip
heims skráð undir þessuum fánum
(flags of convenience).
Sigurbjörn Guðmundsson
stýrimaður, sem skrifað hefur
greinar um þetta, er vel kunnugur
þessum málum bæði frá því hann
sigldi erlendis og í seinni tíð með
áskrift af ýmsum erlendum
blöðum og er ekkert nema gott um
það að segja. En við gætum fræðst
meira um þessi mál hjá Sigur-
birni, og þar á ég við mannafjölda
um borð, vinnufyrirkomulag og
vinnuskyldur á erlendum skipum
að svipaðri stærð og flest íslensku
skipin eru. Það er líklegt að
stundum hallaði á íslensku skipin,
þó misjafnlega eftir aðstæðum.
Þeir sem vilja huga að þessum
málum vita, að til dæmis,
fimmburarnir sem Eimskip keypti
(Álafoss o.s.frv.) frá Danmörku
1974 sigldu áður með einn stýri-
mann í stað tveggja nú, og tvo
vélstjóra í stað þriggja hjá okkur.
Á flestum skipum í þessum
stærðarflokki erlendis er einnig
föst yfirvinna á mánaðarkaupinu
Þ.e.a.s. yfirvinna er ekki greidd
samkvæmt unnum tímum, eða
stoppitörnum, og frídagar reikn-
ast vera 12 dagar eftir hverja 30
daga um borð. Þetta eru mjög
einfaldir samningar, sem hafa
aukist mjög á minni skipum sl. ár.
Sömu sögu má segja um nýjustu
íslensku kaupskipin (Eimskip 3,
SÍS 2) sem keypt hafa verið til
landsins, þar voru yfirmenn færri
áður þ.e.a.s. tveir stýrimenn í stað
þriggja nú og tveir vélsjórar í stað
þriggja nú.
Slíkur sámanburður á meira og
minna við um allan íslenska flot-
ann, þar mætti með sameiginlegu
átaki og betri samvinnu um borð
ná mun betri nýtingu og þá um
leið aukinni hagkvæmni og hærri
launum á flestum skipanna.
Nærtækasta dæmið undir
þessum málaflokki er að finna um
borð í m/s John, sem áður hét
Rangá (byggð 1962). Þegar skipið
var selt dönum breyttist tala
Benedikt Davíðsson:
Stjórnvöld standi
við yfirlýsingar
MORGUNBLAÐIÐ spurði ýmsa
menn um skoðanir þeirra á því
sem til heilla horfði í húsnæðis-
málum, sem var liður f efnisútveg-
un til. l.-mafblaðs. Svar Benedikts
Davfðssonar barst Mbl. ekki fyrr
en eftir útkomu þess blaðs, svo
birting þess nú er nokkuð sfðbúin.
Skynsamleg félagsleg lausn á
húsnæðismálum verkafólks er án
efa einn þýðingarmesti þátturinn í
því að bæta kjör launþega og
einnig í því að hafa hemil á
verðbólgunni í landinu. Verkalýðs-
hreyfingin hefur því lengi lagt á
það mikla áherzlu, að slík félagsleg
lausn yrði valin og í flestum
kröfugerðum á vegum heildarsam-
takanna hefur mikil áherzla verið á
þetta lögð.
Á sjöunda áratugnum náðist
nokkur árangurí þessum efnum,
með samningunum um byggingu
íbúða á vegum Framkvæmda-
nefndar byggingaáætlana, árangur
sem leysti mikinn vanda fjölda
þeirra fjölskyldna, sem hvað verst
voru settar í þessum efnum. Það
varð því launafólki verulegt fagn-
aðarefni, þegar samningar tókust
1974 um stórauknar íbuðabygging-
ar á svipuðum grundvelli og þeim,
sem áður hafði samist um varðandi
Framkvæmdanefndaríbuðirnar.
Til þess að stuðla að því, að
íbúðarbyggingar samkvæmt þessu
samkomulagi gætu hafist sem
fyrst, þá samþykkti verkalýðs-
hreyfingin að 1% af þeirri kaup-
hækkun, sem ella hefði átt að koma
til framkvæmda, skyldi renna til
Byggingasjóðs ríkisins í formi
launaskatts og að 20% af ráðstöf-
unarfé lífeyrissjóðanna skyldi var-
ið til kaupa á skuldabréfum af
byggingasjóði í sama tilgangi, en
þessir tveir tekjustofnar ásamt
með framlagi Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs hafa á undanförnum ár-
um staðið undir um það bil 60% af
öllum tekjum Byggingasjóðs ríkis-
ins. Nú hefur auk þess verið lögð sú
kvöð á lífeyrissjóði verkafólks, að
kaupa ríkisskuldabréf fyrir 20% af
Benedikt Davíðsson.
ráðstöfunartekjum sínum til við-
bótar.
Þannig er nú tryggt að nægjan-
legt fjármagn er til staðar, fram-
lagt af launþegum og sjóðum
þeirra, til þess að koma í fram-
kvæmd byggingaáætlun þeirri, sem
um var samið í samningunum 1974,
þar sem sagði að ekki minna en W
af árlegri aukningaþörf íbúðar-
húsnæðis eða um 800 íbúðir á ári,
yrðu byggðar á svokölluðum fé-
lagslegum grundvelli, þar sem ekki
minna en 80% af íbuðarverðinu
yrði lánað til langs tíma.
Það er því krafa verkalýðshreyf-
ingarinnar að nú verði að fullu
staðið við fyrri yfirlýsingar
stjórnvalda í þessum efnum, og að
frumvarp það, sem fulltrúar A.S.Í.
í húsnæðismálanefnd, skiluðu inn
til félagsmálaráðherra sL haust,
verði þegar afgreitt sem lög frá
Alþingi. Framtak einstakra stétt-
arfélaga og/eða lífeyrissjóða til
lausnar þessum brýna vanda, er
vissulega lofsvert og leysir kannske
allra efiðustu dæmin í hverri
starfsgrein, en ekkert annaö en
fullar efndir samkomulagsins frá
1974 er líklegt til þess að skapa
varanlega heildarlausn í þessum
efnum.
Guðmundur Ásgeirsson
yfirmanna til fækkunar um þrjá
menn.
Haj íslendingum: skipstjóri, 2
stýrimenn, 3 vélstjórar.
Há dönum: skipstjóri, 1
stýrimaður, 1 vélstjóri og 1
mótormaður (ófaglærður). Þetta
skip hefur siglt mikið til íslands
undanfarið ár, og orðið að þola
„íslenskar aðstæður" eins og menn
kalla það.
Þessar línur eru ekki skrifaðar
til að hvetja til „þrælkunar",
heldur til að sýna fram á að
launasamanburður milli sömu
stétta, á ekki alltaf við frá tölu-
legu sjónarmiði eingöngu, því
vinnufyrirkomulag er leyst á
ýmsa vegu. Sú þróun erlendis að
fækka í áhöfn á skipum er eflaust
komin til að því að menn vilja
frekar vinna heldur lengri
vinnudag um borð og geta í fram-
haldi af því tekið meira frí frá
störfum, og persónulega finnst
undirrituðum það vera rétt stefna,
því fæstir hafa þörf fyrir 16 tíma
frí á sólarhring til sjós, því frí
kæmu áfram eftir aðstæðum í
höfn svo sem vegna helga og
annarra tyllidaga o.s.frv.
Menn verða að gera sér ljóst að í
fæstum tilfellum er umlíkamlega
erfiða vinnu að ræða, heldur vakt
og eftirlit, sem með betri tækjum
hefur leitt til þess að menn í brú
t.d. þurfa mjög lítið að standa úti
við stjórn skipa eins og gert var
hér áður fyrr, er ratsjáin o.fl. tæki
voru ekki komin til sögunnar.
I vélgæzlu ber tvímælalaust að
stefna að vaktfríu vélarrúmi að
nóttu til, enda erum við orðnir
einir í N-Evrópu sem ekki höfum
tileinkað okkur þetta fyrirkomu-
lag. Með því losna vélstjórar við
leiðinlegar næturvaktir og vinnu-
tími nýtist mun betur en ella án
nokkurs aukaálags, nema siður sé.
Þessar bollaleggingar eru settar
á blað í þeim tilgangi að yfirmenn
íhugi hvort ekki sé hægt að
betrumbæta ýmislegt um borð
með betri skipulagningu og jafn-
ara álagi á milli manna um borð í
hverju skipi, sem núna er mjög
mismunandi.
Það er t.d. spurning hvort
minnstu skipim beri vaktafrían
skipstjóra. Það er minna eftirlit
með færri mönnum en stórri
áhöfn og eftirlitsstörf því mun
minni á litlum skipum. Við sjáum
t.d. lítið verkstæði eða litla versl-
un, þar vinnur yfirverkstjórinn og
verslunarstjórinn við almenn
störf mestan vinnutímann, en á
stærri vinnustöðum sjá þeir að-
eins um stjórnun.
Þetta lögmál hlýtur að eiga við
um vinnu um borð, í skipum,
samanber vinnutilhögun um borð í
fiskiskipum sem hafa stækkað
mikið án aukningar á áhöfn. Það
virðist því fljótt á litið mega leysa
talsvert af launakröfum yfir-
manna innan skipsins sjálfs ef
vilji er fyrir hendi, þ.e.a.s. ef þið
eruð ekki of fastheldnir á gamla
siði sem hafa gengið sér til húðar
og skapað úrelt vinnufyrirkomu-
lag.
Fyrrnefndar hugmyndir um
fækkun yfirmanna ásamt ein-
hverri vinnufyrirkomulagsbreyt-
ingu þar sem hún ætti betur við,
verður ekki að öllu komið við án
breytinga á úreltum lögum um
mönnun skipa. Þessi lög eru nú í
endurskoðun, og nokkuð langt
komin, svo ætla mætti að ef
F.F.S.Í. og útgerðarmenn væru
sammála um að vinna að ein-
hverju leyti á þessum grundvelli
til lausnar yfirstandandi deilu
fengjust lögin lagfærð á stuttum
tíma.
Undirritaður er fyrrverandi
sjómaður og hef gengið upp tröpp-
una frá byrjun til enda (ekki í vél)
og vil því engum sjómönnum illt
og tel að laun þeirra skulu vera
það góð miðað við aðra, að menn
vilji stunda þessi störf, sæmilega
ánægðir með sinn hlut og geti
tekið viðunandi frí með sínum
fjölskyldum.
Þið teljið mig kannski vera
búinn að gleyma sjálfum mér eftir
sjö ára vinnu í landi og því sé ekki
takandi mark á ofangreindum
hugmyndum frá mér sem fyrrver-
andi sjómanni. Því er til að svara
að ég hef alla tíð, einnig þegar ég
var í Stýrimannafélagi íslands
verið hlynntur því, að við tækjum
tillit til þróunar hjá okkar
nágrönnum og oft skammaðist ég
mín fyrir frammistöðu okkar þeg-
ar maður lá í höfn við hliðina á
stærra skipi sem hafði kanski
tveim yfirmönnum færra um borð
en við, þar sem ég var, þ.e.a.s. hjá
Hafskip h.f. sem þó reið á vaðið
með fækkun manna á ísl. farm-
skipum upp úr 1960. Þótt allt
gangi hraðar fyrir sig í dag, þá er
þó lang stærsti hlutinn af íslenska
flotanum i þannig siglingum að
ekki verða umflúin bið í höfnum,
legur vegna helga og annarra
tyllidaga þar sem menn geta
andað léttara, þótt sjóvaktir yrðu
lengdar, enda er meðaltími
íslenskra skipa í sjó 15 dagar per
mánuð. Hvort sem þessi ummæli
um mannabreytingar, virka
jákvæðar eða neikvæðar á ykkur
þá eru þetta allt staðreyndir, sem
aðrar þjóðir hafa tekið upp og það
er hvergi nema á Islandi sem
undirmönnum hefur verið fækkað
nær eingöngu en yfirmenn að
mestu haldið sinni tölu og síðan er
deilt um hver eigi að gera störfin
sem gera þarf um borð. Væri ekki
nær að jafna þessu eftir eðlilegum
þörfum skips, með tilliti til búnað-
ar og verkefnum hvers skips. Við
verðum einhvern tíma að taka á
þessu máli, það verður ekki um-
flúið og kannski er það rétti
tíminn núna.
Launamisræmið sem skapast
hefur milli manna um borð nú
síðustu árin eru óafsakanleg mis-
tök okkar beggja og er brýnt að
farmenn komi sér saman um
eðlilegan launastiga milli stétta,
enda verði um leið svipuð vinna
lögð á herðar hvers og eins um
borð eftir þvi sem hægt er.
Það má auðvitað með sanni
segja að borgarastyrjöld ríki í
landinu milli launþegasamtaka, og
sá sem ekki tekur þátt í því stríði
verði bara aftur úr í saman-
burðarkapphlaupinu og því erfitt
úr að ráða. Spurning er því hvort
einhverjir vilja verða fyrstir og
hafa kjark til að auka sín laun
með hagræðingu og auknum af-
köstum og taka aukin laun innan
frá, þ.e.a.s. með samræmdum að-
gerðum um nýja vinnutilhögun og
með því verða fyrirmynd annarra.
um hvernig aukin laun eiga að
verða til svo raunhæf verði.
Vinnufyrirkomulagið gætum við
sjálfir fundið út með samstilltu
átaki, ef menn fengju að skipta því
milli sín sem þannig yrði sparað.
Vænti ég að þessar hugleiðingar
verði ekki teknar illa upp heldur
verði þær til að leiða hugann að
þessum málum með raunsæi.
Með bestu kveðju,
Guðmundur Asgeirsson
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
Rýmingarsala
Urvals fatnaöur a
börnin buxur, peysur,
skyrtur, úlpur, jakkar,
sokkar.
Verzlunin hættir og
allt á aö seljast.
Barnagínur o.fl. til sölu
Gallabúðin
Kirkjuhvoli.