Morgunblaðið - 10.05.1979, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979
Geir Hallgrímsson:
Leitað launastefnu
ríkisst j ór nar innar
GEIR Hallgrímsson, form. Sjálfstæðisflokksins,
beindi þeirri fyrirspurn til Olafs Jóhannessonar
forsætisráðherra, í umræðum utan dagskrár á
Alþingi í gær, hver væri í raun stefna stjórnarinnar í
kjara- og kaupgjaldsmálum. Vitnaði hann til viðtals
við Lúðvík Jósepsson, form. þingfl. Alþýðubandalags-
ins, sem birt var í Þjóðviljanum í gær, þar sem hann
kennir samstarfsflokkum í ríkisstjórn um allt það,
sem úrskeiðis hefur farið í stjórnarsamstarfinu,
þ.á m. í launamálum.
GH kvaðst ekki gerast dómari í
deilum stjórnarflokkanna. En
fróðlegt væri að velta fyrir sér,
hverjar væru ástæður þess, hvern
veg komið væri, m.a. í niður-
stöðum kosninga BSRB, næst-
stærstu launþegasamtaka í land-
inu. 1) Sumir rektu ræturnar til
lyftingar launaþaks hjá nýjum
borgarstjórnarmeirihluta í
Reykjavík. Forsætisráðherra
hefði sjálfur bent á Guðrúnu
Helgadóttur borgarfulltrúa sem
upphafsmann þessarar þróunar,
en látið kyrrt liggja, að borgar-
fulltrúi Framsóknar, Kristján
Benediktsson, hefði lagst á sveif-
ina með atkvæði sínu. 2) Þá hefðu
ýmsir bent á þaklyftingu Kjara-
dóms, sem byggst hafði m.a. á
orðnum hlut í launakerfi borgar-
innar. 3) Enn væri tínd til þaklyft-
ing hjá flugmönnum, sem tengdist
því er á undan var gengið í
launalyftingu, en bæði samgöngu-
ráðherra og félagsmálaráðherra
hefðu með yfirlýsingum haft áhrif
á framvindu mála þar. 4)
Kaupkröfur farmanna væru og af
ýmsum tengdar ástæðum fyrir
niðurstöðum kosninga hjá BSRB,
en þar hefðu ótímabærar yfir-
lýsingar tveggja ráðherra ekki
flýtt fyrir málsmeðferð. Minnti
GH á yfirlýsingar alþýðubanda-
lagsmanns sem er í forsvari FFSI
og teldi ríkisstjórninni um að
kenna, hve seint gengi. 5)
Verðhækkanir ýmsar, m.a. á opin-
berru þjónustu, væru fram
dregnar sem orsök.
GH spurði: Hver er stefna
stjórnarinnar í kjaramálum? Fá
ríkis- og bæjarstarfsmenn nú 3%
grunnkaupshækkun? Ef svo er,
nær þá sú hækkun til annarra,
sem um sams konar hækkun hafa
samið (bankamenn og blaða-
menn): Hvers vegna eru ekki
haldnir sáttafundir í farmanna-
deilunni? Er það rétt hjá Ingólfi
Ingólfssyni, að ríkisstjórn sé þar
um að kenna? Og loks: Hver er
stefna stjórnarinnar, í ljósi
breyttra viðhorfa, í málum laun-
þega almennt, t.d. aðildarfélaga
Verkamannasambands íslands?
GH minnti á kosningavíxil Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags,
Samningarnir í gildi, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefði skrifað
upp á við stjórnarmyndun. Sá
víxill væri margfallinn og hefði
verið í meiri og minni vanskilum,
sem þó myndu verða sýnu mest 1.
júní n.k. Minnti hann á ummæli
Svavars Gestssonar í Þjóðviljan-
um, sem væru í þá veru, að ákveða
ætti áframhaldandi og einhliða
kaupgjald í landinu með lagasetn-
ingu. í ljósi loforða, sem gefin
hefðu verið, og efnda, sem fólk
hefði í hendi, væri ljóst, að verka-
lýðsvinátta núverandi stjórnar-
flokka væri blandin hræsni að
drýgstum hluta.
Stefnan sú sama og
í stjórnarsáttmála
ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra sagði stefnu stjórnar-
innar í launamálum hina sömu og
fram var sett í stjórnarsáttmála,
m.a. að stefnt verði að því, í
samráði við verkafólk, að grunn-
kaup verði óbreytt til áramóta, en
ýmis kjaraatriði endurskoðuð á
árinu, s.s. vísitölumál. Ríkis-
stjórnin hefur starfað skv. þessari
meginreglu. ÓIJÓ minnti á niður-
greiðslur nauðsynja og afnám
söluskatts á nokkra vöruflokka.
Óiafur: Launastefna stjórnar-
innar óbreytt.
Nokkur vísitölustig hefðu verið
felld niður gegn öðru, sem metið
hefði verið til jafns við það, sem
afsalað var. Ríkissáttasemjari
hefði sjálfdæmi um meðferð
sáttaumleitana.
ÓLJó sagði sýnt, að grípa þyrfti
til viðbótaraðgerða nú, við
breyttar aðstæður. Samkomulagið
við BSRB hafi verið fellt, sem
þýddi, að 3% grunnkaupshækkun
frá 1. apríl sl. kæmi til útborgun-
ar. Þetta næði til BSRB og BHM
en ekki annarra, þó um hefðu
samið, nema að nýju semdist um á
milli aðila, sem hann taldi rétt og
eðlilegt, miðaðvið stöðu mála nú.
ÓLJó sagðist ekki vilja skemmta
GH með þv'í að fara hér og nú að
svara ásökun LJó á hendur
samstarfsflokkum í Þjóðviljanum
í morgun. Rétt væri hins vegar að
farið hefði verið full geyst, að sínu
mati, í opinberar þjónustuverð-
hækkanir. Hann vildi ekki bera á
torg skoðanaskipti eða bókanir á
ríkisstjórnarfundinum. LJó gæti
hins vegar kynnt sér, að þessi hafi
verið og sé hans afstaða í ríkis-
stjórn og í leiðinni, hverjir hefðu
sótt þar fastast á um verðhækkan-
ir á opinberri þjónustu.
Ný viðhorf krefjast nýrra að-
gerða. Megintilgangurinn var og
er að tryggja fulla atvinnu, sem
ekki verður gert nema atvinnuveg-
irnir standi undir rekstrarútgjöld-
um, geti borið sig. í því sambandi
er mikilsverðast að halda verð-
bólgunni í skefjum. Endurskoða
þarf stöðu mála, taka fastari
tökum, ef sett markmið eiga að
nást. En mál eru flókin og vand-
meðfarin.
Atvinnuöryggi
í hættu
Kjatan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra sagði þá þróun, sem
Geir: Hver er stjórnarstefnan í
launamálum?
Svavar: öskurþingmennska
Vilmundar.
orðið væri, alvarlega. Alvarlegast
væri þó það, sem á eftir gæti fylgt.
Ef hér hæfist kauphækkunar-
kapphlaup, nýtt launaskrið, nýr
verðbólguvöxtur, væri atvinnu-
öryggið í hættu. Peningalauna-
hækkanir eyddust og undraskjótt,
gufuðu upp, í verðbólgustigi eins
og hér ríkti. Þessar skriður allar
þarf að stöðva; koma í veg fyrir að
hugsanlegar launahækkanir fari
beint út í verðlagið, taka gjaldtöku
opinberrar þjónustu fastari tökum
og útiloka frekari launamismun.
Til þess þarf trú og vilja þings og
þjóðar, sagði KjJó.
Brosað að Sjálf-
stæðisflokknum
Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði
það koma úr ólíklegustu átt þegar
formaður Sjálfstæðisflokksins
talaði um hræsni í kjaramálum.
Slíkt vekti aðeins bros á vör.
Minnti hann á febrúar-maílög
ríkisstjórnar Geirs Hallgríms-
sonar frá fyrra ári. Rangt væri að
sakfella Alþýðubandalagið fyrir
þaklyftingu launa; stefna þess í
launamálum gengi í jöfnunarátt.
LJó sagði Sjálfstæðisflokkinn
hafa beitt fylgi sínu í
BSRB-kosningunum. (Kallað fram
í: hann á þá dálaglegt fylgi með
launþegum). Nei, hann á nú ekki
allt þetta fylgi, en áhrifa hans
gætti engu að síður. (Kallað fram
í: Hann er þá áhrifamikill meðal
launþega). Já, því miður eru áhrif
Sjálfstæðisflokksins of mikil með
þjóð og á þingi. En stefna Sjálf-
stæðisflokksins og Geirs
Hallgrímssonar er hin sama og
Vinnuveitendasambandsins.
LJó sagði þaklyftinguna í
Lúövík: Sjálfstæöisftokkurinn
er vinnuveitendaflokkur.
borgarstjórn hafa verið gerða
áður en efnahagslög ríkisstjórnar-
innar voru sett. Alþýðubandalagið
væri vissulega til viðtals um
launaþak nú, í jöfnunartilgangi.
Stefna Alþýðubandalagsins komi
m.a. fram í stjórn og afstöðu
Guðmundar J. Guðmundssonar
hjá Verkamannasambandinu.
Gjaldþrot launa-
stefnu ríkis-
stjórnarinnar
Vilmundur Gylfason (A) sagði
að 70% launþega BSRB hefðu fellt
samkomulag forystu sinnar og
ríkisstjórnar. Þetta merki gjald-
þrot þeirrar launastefnu, sem
fylgt hefði verið, vegna þess, að
grundvallarforsendur hefðu brost-
ið. Óbilgjarnir hópar hafa náð
fram stórfelldum hækkunum.
Þetta pólitíska gjaldþrot mátti
sjá fyrir í upphafi stjórnarsam-
starfsins. Það módel af ríkis-
stjórn, sem nú er, hefur verið
reynt í tvígang áður: 1956—‘58 og
1971—’74. Báðar þessar vinstri-
stjórnir enduðu í efnahagslegu
skipbroti og stórsigrum Sjálf-
stæðisflokksins. Nú er aðeins
hraðari framvinda á málum.
Gjaldþrotið blasir við eftir aðeins
8 mánaða stjórnarsetu. Atkvæða-
greiðslan í BSRB er ekki sízt
vantraust á ríkisstjórnina. Ég er
þeirrar skoðunar að þetta
stjórnarsamstarf hafi ekki haft og
eigi ekki að hafa það mark né mið
að efla Sjálfstæðisflokkinn. En
þeir menn hafa ekki mikið sjón-
svið út í þjóðfélagið, hafa ekki
hönd á púls þjóðfélagsins, sem
ekki gera sér ljóst, að stjórnin
hefur beðið hnekki í samtökum í
þjóðfélaginu, hverjum á fætur
öðrum.
VG sagði rangt hjá LJó að
verðbólguspá Vinnuveitendasam-
bandsins, miðaðvið 30% launa-
skrið, væri röng. Þvert á móti væri
þessi spá samvizkusamlega unnin
og sýndi yfir 100% verðbólgu á
ársgrundvelli, ef forsendur hennar
næðu fram. Hálaunahópar væru
komnir á fulla ferð í launaskriði
en ríkisstjórnin spilaði sömu
stefnuna af fingrum fram.
VG sagði að LJó hefði ekki verið
til viðtals um neina kerfisbreyt-
ingu. Kjósendur 1978 hefðu þó
talið, að þeir væru að kjósa sig frá
Vilmundur: Gjaldþrot stjórnar-
stefnu, vantraust á ríkisstjórn!
1 jÞetta
módel af
ríkis-
stjórn
hefur
mistekist
tvisvar
áður,* *
sagði Vilmund-
ur Gylfason