Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 Átök í Kaliforníu þegar bensínskömmtun hófet Loh AngeleH. 9. maí. AP. Reuter. BENSÍNSKÖMMTUN var tekin upp í Kalifurníu frá og með deginum í dag, og er það f fyrsta skipti frá þvf Arabaríkin settu olíusölubann á Bandarfkin árið 1974 að ríki í Bandarfkjunum tekur upp skömmtun. Mikill bensínskortur hefur ríkt í Kaliforníu undanfarna daga, og hafa myndast langar biðraðir við flesta sölustaði. Greip Edmund Brown ríkisstjóri því til þess ráðs að skammta bensínið með laga- setningu. Er skömmtunin í því fólgin að bifreiðar með skrá- setningarmúmer sem enda á odda- tölu fá afgreitt bensín þá mánaðardaga, sem enda á odda- tölu, en bifreiðar með jafnar tölur fá afgreiðslu á jöfnum dagsetning- um. Áður en bensínskömmtunin hófst á miðnætti á þriðjudag í 30 fórust í árekstri Nýju Dehlí. 9. maí. AP. AÐ MINNSTA kosti 30 farþegar fórust þegar hraðlest ók á rútubif- reið þar sem járnbrautarteinar skáru þjóðveg einn í grennd við bæinn Cochin í suðurhluta Ind- lands í dag. Barst rútan með lestinni í um einn kílómetra og við áreksturinn kom upp eldur í bif- reiðinni. Nokkrir farþega sluppu lifandi en hættulega særðir. I öðru slysi, sem varð í austur- hluta landsins, fórust um 70 manns er bát, sem þeir voru í, hvolfdi þar sem mætast árnar Ganges og Pun Pun í Bihar-fylki. Slysstaðurinn er í um 480 kíló- metra fjarlægð frá Kalkutta. Tíu manns björguðust á sundi. Kaliforníu ríkti ringulreið við bensínstöðvar vegna þess að flest- ir vildu fylla bíltanka sína eða reyna að hamstra fyrir skömmt- un. Kom víða til átaka, og beittu menn jafnvel hnífum og skotvopn- um til að tryggja sér dropa á tankinn. Á einni bensínstöðinni í Hollywood ógnaði ökumaður biðröð bifreiða með skammbyssu meðan hann fyllti á tankinn hjá sér eftir að hafa skotizt fram fyrir 50 bíla biðröð. Margir bensínafgreiðslumenn vopnuðust kylfum og byssum sér til varnar. Margir ökumenn leit- uðu lækna eftir að hafa verið stungnir eða barðir þegar þeir reyndu að skjótast framfyrir aðra í biðröðum, og nokkuð var um það að reiðir ökumenn ækju utan í bíla, sem reynt var að aka fram úr þeim. Bensínbrúsar og læst bensínlok seldust víða upp, og í San Diego leituðu 40 manns hjálpar í sjúkra- húsum eftir að hafa gleypt bensín þegar þeir voru að reyna að tappa bensíni af bílum. I Santa Ana var sjö manna fjölskylda flutt í sjúkrahús með slæm brunasár eftir að sprenging varð í bensín- birgðum, sem geymdar voru í bílskúrnum. íbúar Kaliforníu eru um 22 milljónir, og þar eru 16 milljónir bíla. Eftir að skömmtunin hófst í morgun mynduðust enn langar biðraðir við bensínsölustaði, en þar fór þó allt friðsamlega fram miðað við það sem á undan var gengið. Ástæðan fyrir því að Kalifornía er verr sett en önnur ríki varðandi bensínbirgðir er sú, að notkun hefur aukizt meir í Kaliforníu en öðrum ríkjum undanfarið ár. Hermenn í E1 Salvador gera árás á dómkirkjuna í miðborg Han saivador og nota nærliggjandi bifreiðar til að skýla sér fyrir kúlnahríð hryðjuverkamanna sem hafast við í kirkjunni. Miðborg San Salvador er afgirt og geisa bardagar þar enn, annan daginn í röð. S-Líbanon: Vaxandi spenna við landamærin Beirút, Tel Avív, 9. maí. Reuter. YFIR 400 manna lið ísrealskra hermanna og libanskra hægri sinna þusti í dag inn í þorðið Shaqra í S-Líbanon með 40 skriðdreka og tók þar herskildi. Engar sögur fara af mannfalli og ekki mun hafa skorist í odda., en árásarliðið sneri aftur til bækistöðva sinna ísraelsmegin landamæranna, eftir að hafa leitað skæruliða í þorpinu. Hér er um að ræða mestu innrás í S-Líbanon frá því í mars í fyrra, en þá náði 20 þúsund manna ísraelskt herlið stórum svæðum í S-Libanon á sitt vald. Málflutningur hafinn gegn Jeremy Thorpe London, 9. maí. AP — Reuter. í DAG HÓFST í Old Bailey-dómsalnum í London málflutningur saksóknara í máli hins opinbera gegn Jeremy Thorpe fyrrum formanni Frjálslynda flokksins brezka, en Thorpe og þrír menn aðrir eru ákærðir fyrir að hafa ætlað sér að myrða Norman Scott fyrir tíu árum. Því er haldið fram að Scott og Jeremy Thorpe hafi um skeið verið elskendur, og að homosexual-samband þeirra hafi verið Thorpe hættulegt á stjórnmálasviðinu. Thorpe var fyrst kjörinn á þing fyrir réttum 20 árum, og hélt þingsæti sínu þar til hann tapaði því nú í kosningunum í fyrri viku. Saksóknari hélt því fram í dag að þeir Thorpe og Scott hefðu kynnzt árið 1961, þegar Thorpe var 32 ára, en Scott 21. Báðir voru ókvæntir. Skömmu síðar hófst kynferðislegt samband þeirra, að sögn saksókn- ara, og stóð það í tvö ár. Eftir því sem Thorpe komst hærra í metorðastiganum, varð þetta fyrrum samband hans við Scott honum hættulegra, því að Scott leitaði oft til hans um aðstoð, og fór ekki leynt með samband þeirra á mannamótum. Varð það til þess að Thorpe áleit eina bjargráðið að koma Scott burt úr þessum heimi, að sögn saksóknara. Reyndi hann að fá þá David Holmes fyrrum varagjald- kera Frjálslynda flokksins, sem er nú einn hinna ákærðu, og Peter Bessei þáverandi þingmenn, sem nú er eitt af vitnum saksóknara, til liðs við sig. Telur saksóknari að David Holmes hafi látið sannfær- ast, enda þekkti hann þá hina mennina tvo, sem nú standa ákærðir, en þeir heita John le Mesurier og George Deakin. Segir saksóknari að þessir fjórir menn hafi svo ráðið flugmann nokkurn, Andrew Newton, til að myrða Scott, og fékk Newton Scott til að hitta sig á afviknum stað. í stað þess að myrða Scott skaut Newton tíkina hans, sem kölluð var Rinka. Fyrir tiltækið greiddi le Mesurier honum síðar fimm þúsund Sterlingspund. Mennirnir fjórir, sem ákærðir eru, halda allir fram sakleysi sínu. Réttarhöldum verður fram haldið á morgun, og er talið að þau geti staðið yfir í allt að þrjá mánuði. Árásin nú kom í kjölfar skæru- liðaárásar á samyrkjubú í Galíleu í morgun, en þar var beitt eld- flaugum og hriðskotabyssum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að engin meiðsl hafi orðið á íbúum samyrkjubúsins, en hins vegar hafi einn af fjórum skæruliðum Palestínuaraba náðst á flótta. Talsmaður PLFP, harð- snúnasta arms skæruliðasamtaka Palestínuaraba, segir hins vegar að tveir skæruliðar hafi fallið í hörðum bardögum skammt frá samyrkjubúinu. Israelsmenn hafa gert loftárásir á skæruliðastöðvar í S-Líbanon þrjá undanfarna daga, og eru þær liður í yfirlýstum áformum ísraelsstjórnar um að flæma palestinska skæruliða frá S-Líbanon og leggja bækistöðvar þeirra þar í eyði. Mikil spenna ríkir við landa- mærin og fer hún vaxandi, en Yasser Arafat leiðtogi PLO hótaði því í gær að stórlega yrði hert á skæruhernaði innan landamæra ísraels í hefndarskyni fyrir árásir undanfarinna daga. Um 6 þúsund manna gæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna er í S-Líbanon, en árásin á Shaqra var gerð er vaktaskipti fóru fram hjá írska gæzluliðinu er hefur umsjón með þorpinu, og var fáliðað er ísraelsmenn náðu því á sitt vald. Gæzluliðið má sín lítils gegn stríðandi öflum á þessum slóðum, enda því aðeins heimilt að grípa til vopna í sjálfsvörn. Ungbarnadauðinn ræðst af fátækt fjölskyldu en ekki af þjóðartekjum Wa.shinKton. 9. maí. AP. UNGBARNADAUÐI er tíðari moðal íátækra fjölskyldna en rfkra og skiptir þá litlu máli hvort þjóðartekjur lands eru háar eða lágar, að þvf er fram kemur 1 athugun stofnunar í Bandarfkjunum er lætur til sfn taka vandamál fátækra þjóða. „Ungbarnadauði í fátækra- hverfum í bandarískum stór- borgum er tvöfalt meiri fyrir eins árs aldur en meðal barna í hverfum ríkra i útjaðri New York, Chicago eða Los Angeles. Ungbarnadauði í Bandaríkjun- um er 15 börn á hver þúsund sem fæðast, en þá er átt við börn sem deyja áður en þau verða eins árs. Samsvarandi taia fyrir ísland er átta börn af hverjum þúsund og er það með því lægsta sem þekkist. Venjulega er samband á milli þjóðartekna, tekna fjölskyldna og barnadauða. Þó að þjóðar- tekjur séu hærri á íbúa í Banda- ríkjunum en á íslandi er barna- dauði tíðari í Bandaríkjunum þar sem fátækt eins og hún gerist mest þar fyrirfinnst ekki á Islandi og á íslandi er bil milli ríkra og fátækra talsvert minna en í Bandaríkjunum. Barnadauði í Venezuela er 49 börn á hver þúsund börn, en þar eru þjóðartekjur um 2.750 Bandaríkjadalir á íbúa. Barna- dauði er óvenju lítill í Sri Lanka, þar sem þjóðartekjurnar eru aðeins 200 dalir á íbúa, eða 49 á þúsund börn. í Afghanistan, þar sem þjóðartekjur eru svipaðar og á Sri Lanka, eða 160 dollarar á íbúa, er barnadauðinn hins vegar 190 börn af hverjum þúsund sem fæðast. Sambandið á milli þjóðar- tekna og barnadauða er einnig óljóst þegar aðstæður í Brasilíu og Formósu eru bornar saman. Þjóðartekjurnar eru svo til þær sömu í þessum löndum, en á Formósu er barnadauði aðeins 25 börn af hverju þúsundi miðað við 109 börn í Brasiliu. Þjóðar- tekjur eru einnig ámóta í Ghana og Suður-Kóreu, en í S-Kóreu er barnadauði 47 börn á hvert þúsund, en 165 börn í Ghana. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Apene Barcelona Berlín BrUasel Chicago Frankfurt Gent Heleinki +2 léttskýjað 14 léttskýiað 27 heiðakírt 13 alskýjað 20 léttskýjað 20 léttskýjað 30 haiðskfrt 19 léttskýiað 15 skýjað 9 heiðskírt Jerúsalem 26 Jóhannesarb. 11 Kaupmannahðtn 11 Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Míami Moskva Naw York Moskva Naw York óslð París Reykjavík Rio Oa Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tal Aviv Tókýé Vancouvar Vínarborg 19 17 18 20 19 19 31 14 27 14 27 9 19 5 32 20 10 25 26 15 16 haiðskfrt skýjað lóttskýjaö léttskýjað léttskýjað haiðskfrt léttskýjað alskýjað alskýjað skýjað skýjað heiðskírt skýjað haiðskírt léttskýjað léttskýjað léttskýjað skýjað haiðskfrt skýjað haiðskfrt lóttskýjað léttskýjað skýjað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.