Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 27
27 19 féflu í átökum í San Salvador San Salvador. E1 Salvador, 9. maí. AP. NÍTJÁN voru saiíðir hafa látið lífið ok a.m.k. 38 særst þexar löKreKla Kerði skothríð á flokk mótmælenda sem söfnuðust saman til að lýsa stuðningi við kröfur vinstrisinna sem hafa á valdi sínu dómkirkjuna og sendi- ráð Frakklands ojí Costa Rica f San Salvador. Margir hinna særðu voru alvar- lega slasaðir. Tveir lögregluþjónar voru í hópi þeirra sem féllu. Þegar lögreglan hóf að skjóta á mótmælendurna leituðu margir þeirra skjóls í dómkirkjunni. Þar hafast nú við hátt á annað hundrað meðlimir í hryðjuverka- hópnum sem ber ábyrgð á töku sendiráöanna tveggja. Hafa þeir hotað því að yfirgefa ekki dóm- kirkjuna fyrr en yfirvöld hafa orðið við kröfum samtakanna að um fimm foringjar þeirra sem eru í haldi, verði látnir lausir. Ólöglegar laxveiðar London. 9. maí — AP. BREZK samtök, sem vinna að rannsóknum á Atlants- hafs-laxinum, hafa efnt til peningasöfnunar til að vinna að verndun brezka laxins. Framkvæmdastjóri samtak- anna er sir Hugh MacKenzie aðmíráll, og segir hann að innlendir veiðiþjófar á heima- miðum og erlendir togarar rétt utan brezku fiskveiðilögsög- unnar hirði laxinn áður en hann færiækifæri til að ganga upp ár Bretlands og Irlands. Segir sir Hugh að þessar ólög- legu veiðar hafi nú þegar geng- ið mjög á laxastofninn. „Við verðum að halda áfram eftirliti á alþjóðavettvangi og koma í veg fyrir ofveiði eða eiga það á hættu að laxinn okkar verði veiddur á hafi úti án þess að komast á heimaslóðir til að hrygna," sagði MacKenzie. Til marks um hve gengið hefur á stofninn segir Mac- Kenzie að í ánni Wye hafi á yfirstandandi veiðitímabili veiðst 322 laxar, en á sama tíma í fyrra veiddust þar 1.622 laxar. Ekki er ástandið betra á írlandi þar sem aðeins um helmingur hrygningarlaxins er kominn í árnar. Segir MacKenzie að erlendir togarar liggi við 50-mílna mörkin úti af írlandi og bíði þar eftir írskum fiskibátum, sem færi þeim farma af laxi, sem veiddur er í reknet. „Nauðsynlegt er að stöðva þennan stórfellda veiði- þjófnað áður en það verður um seinan," sagði MacKenzie. Fregnir herma að lögreglan hafi byrjað að skjóta á mótmælasegg- ina eftir að hryðjuverkamenn innan kirkjunnar skutu á flokk lögreglu og særðu þrjá lögreglu- þjóna hættulega. 9 skotnir tíl viðbótar Teheran. 9. maí. Reuter. ByltinKardómstólar í íran létu taka átta manns af lífi í daK og hafa aftökusveitir dómstólanna þá tekið 200 manns af lífi frá því að byltingaröflin komst til valda í landinu í febrúar. Meðal þeirra sem teknir voru af lífi í dag voru fyrrverandi ráð- herra, þrír menn er voru háttsett- ir í leyniþjónustu keisarans og vel þekktur kaupsýslumaður af Gyð- ingaættum. Aftaka kaupsýslumannsins hef- ur valdið mikilli skelfingu í röðum Gyðinga sem búsettir eru í íran, en þeir eru um 50.000 að tölu. Búist er við að margir þeirra yfirgefi landið í kjölfar aftökunn- ar en mjög margir Gyðinganna telja sér ekki vært í landinu vegna harðrar afstöðu Khomeinis gegn Gyðingum. Um það bil 12.000 manns af Gyðingaættum yfirgáfu Iran fyrstu dagana eftir bylting- una. Hermt er að nú þegar séu hundruð Gyðinga í fangelsum, en meðal þeirra er fyrrverandi þing- maður og tveir synir hans. Ár er liðið frá morð- inu á Moro Róm. 9. maí. Reuter. ÞESS var minnzt víða á Ítalíu í dag að ár var liðið frá því mannræningjar myrtu Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra, eftir að hafa haldið honum f gíslingu í 55 daga. Fannst lfk Moros fyrir réttu ári í farangurs- geymslu lftillar bifreiðar, og á því voru ellefu skotsár. „Ár er liðið frá þessum hörmu- iega degi,“ sagði Benigno Zaccagnini ritari flokks kristi- legra demókrata í dag, „en hjá okkur í dag er enn 9. maí 1978. Sárið hefur ekki gróið, og ekki hefur verið fyllt í skarðið." Jóhannes Páll páfi minntist Moros þegar hann ávarpaði 100.000 pílagríma á St. Péturs- torginu í Páfagarði í dag, og bað pílagrímana að biðja með sér fyrir Moro og félögum hans. Þá var Sandro Pertini formaður ítalska Sósíalistaflokksins meðal þeirra fyrstu, sem lögðu blómsveiga að leiði Moros í Torrita Tiberina í morgun. Liðsmenn Amins hvattir til uppgjafar Nairobí. Kenýa, 9. maí. AP. BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN í Uganda hvatti hermenn sem hliðhollir væru Amin fyrrverandi forseta til tafarlausrar uppgjafar, því að ella yrðu þeir „máðir út“ á næstu dögum. Voru hermennirnir varaðir við að stofna til hryðjuverka á hendur óbreyttum landsmönnum. Hermt er að vopnaðir stuðningsmenn Amins fari í hópum í héruðunum vestan Nílar, en á þeim slóðum eru æskubyggðir forsetans fyrrverandi. Búist er við að sveitum frelsisherjanna verði veitt hörð mótspyrna á þessum slóðum, en reiknað er með frelsissveitunum þangað á næstu dægrum. Hvatti Yoweri Museveri varnarráðherra stuðnings- manna Amins á þessum slóðum til að leggja niður vopn og reyna ekki mótspyrnu þegar frelsisherirnir birtust, og þaðan af síður að fremja hryðjuverk á óbreyttum borgurum, því að þá yrðu örlög þeirra sjálfra verri þegar sveitir hinna nýju valdhafa ynnu fullnaðarsigur. Hundruð manna af Kakwa- og Nilotic-ættflokkunum eru nú í haldi í Kampala, en þeir hafa verið teknir fastir í bardögum síðustu daga. Stuðningsmenn Amins eru einkum af þessum tveimur ættflokkum. Meðal hinna handteknu er Abdullah Amin fyrrverandi ráðuneytisstjóri í upplýsingaráðuneyti Amins, en Abdulla er talinn hafa verið þriðji nánasti samstarfsmaður Amins. Nýjustu fregnir herma að um 10.000 manns undirbúi nú mótspyrnu gegn frelsisherjunum á æskuslóðum Amins. Er þetta talsvert meiri fjöldi en yfirvöld heraflans höfðu skýrt frá. Einkum hafast mótspyrnu- sveitirnar við í borginni Arua sem er heimaborg Amins. Frelsissveitirn- ar eru að undirbúa áhlaup á borgina. Þetta gerðist 10. maí 1976 — ísraelsmenn boða nýtt landnám á hernumdum svæðum. 1975 — Sjónvarp leyft í Suður-Af- ríku. 1972 — Herlög í S-Víetnam. 1967 — Fyrstu bandarísku loft- árásirnar á orkuver í Haphong. 1941 — Brezka þinghúsið eyðilagt í mestu loftárás Þjóðverja á Lond- on — Rudolf Hess kemur til Skotlands. 1940 — Chamberlain segir af sér og Churchill skipaður forsætisráð- herra. — Innrás Þjóðverja í Hol- land og Belgíu. 1936 — Nahas Pasha myndar stjórn í Egyptalandi — Manuel Azana kosinn forseti Spánar. 1933 — Paraguay segir Bólivíu stríð á hendur. 1876 — Midhat Pasha myndar frjálslynda stjórn í Konstantínóp- el. 1871 — Friður í Frankfurt: Stríði Frakka og Prússa lýkur og Frakkar láta af hendi Elsass og Lothringen. 1869 — Lagningu járnbrautar þvert yfir Bándaríkin lýkur. 1865 — Jefferson Davis, forseti Suðurríkianna, tekinn til fanga. 1857 — Hermannauppreisnin á Indlandi nefst. 1796 — Napoleon sigrar Austur- ríkismenn við Lodi á Italíu. 1787 — Edmund Burke ákærir Warren Hastings. 1775 — Ethan Allen tekur Fort Ticonderoga, New York. 1774 — Loðvík XVI tekur wið völdum í Frakklandi. 1497 — ítalski sæfarinn Amerigs Vespucci leggur upp í fyrstu sigl- ingu sína til Nýja heimsins. Afmæli: James Bryce, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1838—1922) — Fred Astaire, bandarískur dans- ari-leikari (1899-) — SirThom- as Lipton, brezkur kaup- maður-íþróttamaður (1850—1931). Andlát: Jean de La Bruyére, rit- höfundur, 1696 — Loðvík XV Frakkakonungur 1774 — „Stone- wall“ Jackson, hershöfðingi, 1863 — Sir Henry Morton Stanley, landkönnuður, 1904. Innlent: Bretar hernema ísland 1940 — Leiðarhólmssamþykkt 1513 — Stofnun fjögurra holds- veikraspítala heimiluð 1651 — Grímur Thomsen hlýtur doktors- nafnbót 1845 — d. Sigfús Einars- son 1939 — Haukur Snorrason 1958 — f. Karl Kristjánsson alþm. 1895 — Guðmundur Jónsson söngvari 1920. Orð dagsins: Læknislistin er í því fólgin að skemmta sjúklingnum meðan sjúkdómurinn læknast af sjálfu sér — Voltaire, franskur heimspekingur (1694—1778). Allmargar und; anþágur FFSl SAMNINGANEFND Farmanna- og fiskimannasambands íslands samþykkti á fundi í gær, að heimila verkfallsnefnd að veita Ilafskip h.f. undanþágu til færslu tveggja skipa félagsins innan hafnar í Reykjavík. Þá segir í fréttatilkynningu FFSL sem Morgunblaðinu barst í gær, að samninganefnd FFSÍ hafi rökstuddan grun um að verkbann vinnuveitanda hafi verið sett í óþökk a.m.k. tveggja útgerða. Nefndin vill leggja á það áherzlu. að verkfall er ekki sett á til að gera neinni útgerð kleift að lama samkeppnisaðstöðu annarra útgerða. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í gær að þessi grunur FFSÍ væri ekki réttur. Algjör samstaða hafi verið um verkbannsaðgerðina. í gær veitti verkfallsnefndin undanþágu til færslu Selár að Korngarði í Sundahöfn. Þar á að losa laust korn úr skipinu. Að losun lokinni má færa skipið í vesturhöfnina. Ennfremur er veitt undanþága til að færa Laxá í legupláss Selár, svo að unnt verði að losa allan farm skipsins. Auk þess hefur verkfallsnefnd FFSÍ veitt eftirtaldar undanþág- ur: Skógarfoss: Leyfi til losunar farms í Hafnarfirði. Staðið hefur á bryggjuplássi þar og var losun ekki hafin, þegar síðast fréttist. Esja og Hekla: Leyfi til strand- ferða með nauðsynjavörur. Bifröst: Leyfi til losunar farms í Hafnarfirði. Bæjarfoss: Leyfi til losunar áburðar á Kópaskeri. Litlafell: Leyfi til lestunar á gasolíu á Seyðisfirði og dreifingar á Austfjörðum. Lagarfoss: Leyfi til losunar á farmi í Reykjavík. Dettifoss og Goðafoss: Leyfi til losunar á eldfimum varningi. Þau skip eiga síðan að leggjast utan í önnur skip sömu útgerðar. Ljósa- foss: Leyfi til losunar á áburði á Kópaskeri. Skipið er ekki væntan- legt þangað fyrr en verkbann vinnuveitenda er skollið á. Frestað hefur verið afgreiðslu á beiðni SÍF um saltfiskflutninga þar til samningaviðræður verða komnar á rekspöl. Þá hefur Skipa- deild SÍS verið veitt leyfi til þess að skipstjórar útgerðarinnar geti haft eftirlit um borð í skipum sínum. Einnig veitti verkfalls- nefndin undanþágu til Helgafells eldra til losunar fóðurvara á ströndinni, en beiðni Sambandsins um að fá að lesta fóðurvörur, var hafnað að sinni, þar sem engar samningaviðræður fara nú fram. Ennfremur var Eimskipafélagi Islands synjað um leyfi til að lesta skip með kjöti á Kópaskeri. Saltfisknum verður að afskipa á næstu vikum eða ekki fyrr en í haust EF EKKI tekst að koma saltfiski þeim frá landinu. sem samið hefur verið um sölu og afskipun á til Spánar, Grikklands og Ítaiíu næstu vikurnar þarf hann að liggja hér í birgðum fram á haustmánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda og þar segir. að auk þess sem mikil hætta sé á að fiskurinn skemmist vegna sumarhita, rýrni hann að gæðum og vigt. í fréttatilkynningu SÍF, sem hér fer á eftir, er leiðréttur misskilningur, sem Sölusambandið telur að hafi komið fram í fréttum frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Tilkynningin er svohljóðandi: „í fréttum hljóðvarps og sjón- varps í fyrrakvöld var lesin frétta- tilkynning frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, þar sem fram kom, að synjað hefði verið, að svo komnu máli, beiðni frá Sölusambandi ísl. fiskfram- leiðenda um flutning á saltfiski. Jafnframt var þess getið, að af umsókn Sölusambandsins hefði mátt skilja, að búist væri við löngu verkfalli. I áðurnefndri umsókn Sölusambandsins var gerð ítarleg grein fyrir því, hvaða sölur hefðu þegar átt sér stað og hvaða afskipunartími væri umsaminn. Ástæða til þess, að getið var um afskipun allt fram í júlímánuð var einfaldlega sú, að nauðsynlegt er að hefja pökkun og útsk'ipun nú þegar á þeim 10.000 tonnum sem er um að ræða, til þess að hægt verði að ljúka þeim á umsömdum tíma. Það er þess- vegna algjör misskilningur að túlka umsókn Sölusambandsins á þann veg, að það búist við löngu farmannaverkfalli. Saltfiskframleiðendur urðu fyr- ir geysilegum áföllum á síðasta ári. Komu þar til söluerfiðleikar á Portúgalsmarkaði og útskipunar- bann, sem hvort tveggja tafði útskipun og hafði í för með sér mikla rýrnun og skemmdir á fiskinum, kostaði þjóðarbúið stór- fé í minni gjaldeyrisöflun auk erfiðleika fyrir framleiðendur. I upphafi þessa árs var lögð áherzla á meiri vöruvöndun en fyrr og í kjölfar þess mun meira magn selt á þá þrjá markaði sem hér um ræðir, Spán, Ítalíu og Grikkland en áður hefur verið gert og sér- staklega lögð áherzla á öra af- skipun og skal henni lokið siðast í júní eða fyrst í júlí. Saltfiskur er mjög viðkvæm vara til geymslu og flutninga og er ávallt reynt að forðast að flytja hann á mesta hitatímanum auk þess sem kaupendur sumir hverjir neita alfarið að taka við honum á heitasta tímanum vegna þess að þeir þurfa að flytja hann allt að 60—70 kílómetra frá höfn í geymsluhús og er það mjög áhættusamt í steikjandi sólarhita Miðjarðarhafslandanna. Ef ekki tekst að koma fiskinum frá land- inu fyrir umsaminn tíma þarf hann að liggja hér í birgðum fram á haustmánuði og eins og öllum er kunnugt sem við saltfisk fást, rýrnar hann að gaeðum og vigt á þeim tíma, auk þess sem mikil hætta er á skemmdum vegna sumarhita. Þar er ekki aðeins um skaöa fyrir fiskframleiðendur að ræða heldur þjóðarbúið allt vegna minni gjaldeyrisöflunar. Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda hefur þess vegna farið fram á það við Farmanna- og fiskimannasam- band íslands, að það veiti undan- þágu til þess að þessir saltfisk- flutningar geti hafist nú þegar. Fyrri umsókninni var synjað á mánudag, að svo komnu máli, en á þriðjudag var frestað að taka ákvörðun um síðari beiðni, sem send var til Farmanna- og fiski- mannasambands íslands á mánu- dagskvöld. Lagt verður kapp á að lausn fáist á þessu máli.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.