Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1970
frá lítilli
stúlku í
Hafnarfirði
LÍTIL stúlka varð fyrir því óláni
að hjólinu hennar, hvítu kven-
reiðhjóli var stolið. Stúlkan á
heima að Miðvangi 31 í Hafnar-
firði og eru þeir sem upplýsingar
geta gefið beðnir að hringja í
síma 53526.
AFMÆLI
SJÖTUGUR er í dag, 10. maí, Gísli
Eiríksson bifreiðastjóri, Bogahlíð
20, Rvík. — Hann er að heiman.
Fyrirlestur
í MÍR-salnum
UNDANFARNAR vikur hafa
nokkrir fyrirlestrar verið haldn-
ir á vegum MÍR, Menningar-
tengsla Islands og Ráðstjórnar-
rikjanna, í húsakynnum félags-
ins að Laugavegi 178. Þar hafa
íslenskir og sovéskir fyrirlesarar
fjallað um ýmis málefni, svo sem
um utanrfkisstefnu Sovétríkj-
anna í ljósi hinnar nýju stjórnar-
skrár, efnahagssamvinnu sósíal-
iskra ríkja. byggingalist í Sovét-
ríkjunum, sovésk börn og sovét-
lýðveldið Kazakhstan.
Nú um helgina lýkur þessu
fyrirlestrahaldi MIR með því að
sovéskur sagnfræðingur, Nikolaj
A. Kosolopov, segir frá sovéskum
viðhorfum til ýmissa þeirra mála
sem efst eru á baugi á alþjóðavett-
vangi um þessar mundir. Verður
þessi fyrirlestur fluttur í
MIR-salnum, Laugavegi 178, á
sunnudaginn kemur, 13. maí,
klukkan 4 síðdegis. Sendinefnd
sovésku friðarnefndarinnar, sem
dvalist hefur á Islandi undanfarna
daga í boði íslensku friðarnefnd-
arinnar mun einnig koma fram í
MÍR-salnum á þessum fundi. í
sendinefndinni eru Pollak Polja-
nov, frú Bolsjova og Koptév.
Aðgangur að MÍR-salnum er
öllum heimill meðan húsrúm leyf-
ir.
(Fréttatilkynning frá MÍR).
Hjóli stolið
Borpallabúningar um
borð 1 varðskipum
HAFSVÆÐIÐ umhverfis ísland hefur ekki þótt hafa það hitastig
sem helst þykir henta til sjóbaða, og þá allra síst um kaldasta tíma
ársins. Þeir sem sjómennsku stunda verða þó oft að þola óumbeðið
sjóbað. Ekki eiga allir afturkvæmt úr slíkum baðferðum. Ymsar
ráðstafanir hafa verið gerðar til að auka öryggi þeirra er sjóinn
stunda þó menn greini sífellt á um aðferðir. Þeir sem starfa á skipum
Landhelgisgæslunnar þurfa starfs síns vegna oftsinnis að fara i
allskyns ferðir á opnum Zodiac-gúmbátum í misjöfnum veðrum.
Komið hefur fyrir að bátunum hefur hvolft og allir farið í sjóinn.
Allir hafa þó snúið heilir til skips en oft blautir og kaldir. Um borð í
Ægi voru nú nýlega teknir í notkun heilsniðnir samfestingar sem
ætlast er til að þeir klæðist sem fara milli skipa á hafi úti. Búningar
þessir eru gerðir úr tvöföldum nælondúk með einangrandi lagi á
milli. Þeir hafa þó ekki það mikið flotþol að maður fljóti í þeim. Því
verður að nota með þeim björgunarvesti. Varla ætti mönnum þó að
verða meint af þótt þeir lendi í sjónum í búningum þessum, þar sem
þeir eru næstum vatnsþéttir.
Samfestingarnir eru norskrar gerðar, framleiddir af fyrirtækinu
Helly Hansen a/s og munu þeir vera sömu gerðar og menn íklæðast
sem ferðast milli olíuborpallanna og lands í þyrlum þeim er þar eru í
ferðum í milli.
Meðfylgjandi myndir voru teknar er Jóhann K. Ólafsson
bátsmaður á Ægi brá sér í einn búninganna og stökk fyrir borð og
var hann buslandi í sjónum í nokkrar minútur og vöknaði varla.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
byggingu aöveitustöövar aö Glerárskógum í
Dalasýslu. Útboöiö nær til byggingarhluta
stöðvarinnar, þ.e. jarövinnu, stöövarhúss,
undirstaöa fyrir stálvirki og giröinga.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og meö 10. maí 1979, gegn kr.
20.000 - skilatryggingu. Tilboöum skal skila
á sama staö fyrir kl. 10 mánudag 28. maí n.k.
og veröa þau þá opnuð.
Tilboö sé í lokuðu umslagi merkt: „79024
RARIK". Verki á aö Ijúka fyrir 1. okt. 1979.
Útboð
Tilboð óskast í aö byggja steinsteyptar
geymslur yfir 12 bíla við Vesturberg 89 —
111 í Reykjavík. Gólfplötur eru fyrir hendi.
Útboðsgagna má vitja að Vesturbergi 93
utan almenns vinnutíma gegn 15.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
16.00 laugardaginn 19. maí 1979, sími
72135.
Fiskiskip
Höfum til sölu m.a. 69 rúml. eikarbát,
smíöaður í Danmörk 1958. Báturinn er meö
425 hp. Caterpillar vél árgerð 1972. Ekkert
áhvílandi í sjóðunum.
SKIPASALA-SKIPALEIGA,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SiML 29500
28 tonna bátur
Til sölu er N/B Silfá ÍS-188. Báturinn er 28
tonna. Smíöaöur 1964 meö 220 ha
Caterpillar vél frá 1977. Lister Ijósavél frá
1965. Furno radar og C Loran frá 1977,
rafkerfi nýlegt og lúkar innréttaöur 1978. 6
rafknúnar handfærarúllur, allur rækjuveiöi-
búnaöur og snurvoö fylgja.
Arnar G. Hinriksson hdl.
Aðalstræti 13,
ísafiröi, sími 94-3214.
5 herb. sérhæð eða
einbýli
óskast til leigu í Vesturbæ eöa á Seltjarnar-
nesi fyrir hjón með 3 stálpuð börn.
Eingaval s.f.
sími 85650.
Skrifstofuhúsnæði
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar aug-
lýsir hér með eftir húsnæöi til leigu fyrir
hverfaskrifstofu í Austurbæ, þarf aö vera
staðsett austan Kringlumýrarbrautar, helst
nálægt Grensásvegi.
Möguleikar þurfa aö vera á skiptingu í 5—6
herbergi, auk afgreiöslu og biðstofuaðstöðu,
samtals aö stærö u.þ.b. 120 mJ
Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri
Félagsmálastofnunnar Reykjavíkurborgar aö
Vonarstræti 4, sími 25500.