Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1970 33 aðalverkefna sinna, en um þau fjallar fyrrnefnd grein. 2) Söngleg rök í byggingarsögu Þjóðleikhússins gera ráð fyrir slíkri starfsemi m.a. í ákvæðum reglugerðar um starfsemi Þjóð- leikhússins frá árinu 1949. 3) Hið stóra, færanlega hringsvið Þjóðleikhússins gefur tækifæri til óperuflutnings. 4) Hljómsveitargryfjan undir og meðfram leiksviðinu gefur tækifæri til að nota hljómsveit sem nauðsynlegt er við óperu- flutning. 5) Hvergi annars staðar í Reykja- vík eru þessi skilyrði fyrir hendi. Skal nú nánara að þessu vikið. Þriðja grein Þjóðleikhússlaganna í dag . byggist á tilsvarandi ákvæðum í reglugerð Þjóðleik- hússins frá 1949. Það er því ekkert álitamál, að óperur og söngleikir hafa frá öndverðu átt að vera meðal aðalverkefna Þjóð- leikhússins. í bók Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem heitir „Þjóðleikhúsið, þættir úr byggingarsögu" útgefin 1953 segir Jónas í formála: „Félagsskapur leikara og sönglistafólks mun fá að starfa hér á landi eins og í löndum Engilsaxa". í ávarpi Guð- laugs Rósinkranz fyrrv. Þjóðleik- hússtjóra í tilefni 10 ára afmælis Þjóðleikhússins segir m.a.: „Þá hefur Þjóðleikhúsið á þessum æskuárum sínum innfært tvær nýjar listgreinar í listalíf þjóðar- innar þ.e.a.s. óperu og ballett og ég held að segja megi að giftusam- lega hafi tekist. Þannig hefur þjóðin fengið tækifæri til að kynnast list sem annars örlítill hluti hennar hefði haft möguleika á að kynnast. Miðað við það sem er hjá öðrum þjóðum, sem við gjarn- an viljum bera okkur saman við, þekki ég ekkert leikhús í V-Evrópu, sem rekið er sem menningarstofnun eða af opinber- um aðila, er geti stært sig af jafn mikilli aðsókn og okkar Þjóðleik- hús. Það sýnir fyrst og fremst hinn mikla áhuga þjóðarinnar fyrir leik- og sönglist“. Ásgeir Hjartarson leiklistargagnrýnandi segir ennfremur: „Þjóðleikhúsið markaði tímamót, stórbrotna og viðamikla sjónleiki, óperur og leikdansa var ógerningur að sýna í hinum eldri salarkynnum og nú var í fyrsta sinn hægt að bjóða heim erlendum lista- mönnum sviðsins kynnroða- laust“. Og það hefur vissulega verið gert svikalaust. Fyrir utan þá innlendu einsöngvara og hljómlistamenn er komið hafa fram í Þjóðleikhúsinu, hafa margir hinna fremstu erlendu óperusöngvara og hljómsveitar- stjórar þessa tímabils flutt þar list sína og gestaleikir óperuhúsa og frægustu ballettflokkar stór- þjóða á heimsmælikvarða sýnt þar. Þá var Þjóðleikhúsið álitið boð- legt og vissulega gegnir sama máli í dag. Ef nokkurt hús í Reykjavík nálgast það að mega teljast óperu- hús, þá er það Þjóðleikhúsið, enda hef ég persónulega ávallt talið það í ræðu og riti leik- og óperuhús okkar íslendinga. Ekki er ég heldur einn um þessa skoðun, því hún kemur víða fram. Andrés Björnsson útvarpsstjóri telur í grein í Morgunblaðinu 27. febrúar s.l. hlut Þjóðleikhússins stærstan í óperuflutningi. Það sést m.a. á hljómsveitargryfju þess, segir hann, þótt ófullkomin sé og gert var ráð fyrir í upphafi að Þjóð- leikhúsið sinnti þessu ákveðna hlutverki. Þáttur Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, einsöngvara og kórs er þó ætíð mikill í slíkum uppfærslum. Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri telur réttilega, að eigi að reka hér á landi óperu- starfsemi, hljóti höfuðmarkmið hennar að vera að efla innlenda söngleikjasmíð. Af þessu tilefni má minnast á verðlaunaóperu Jóns Ásgeirssonar, Þrymskviðu, og vonandi verður óperusmíð hvatning hinna ungu tónskálda þjóðarinnar. Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra eru augljós þau miklu vandamál, sem við er að óperettan Betlistúdentinn í Þjóðleikhúsinu 1959: Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Guðjónsson. Ópcran I.a Traviata í Þjóðieikhúsinu 1953: Einar Kristjinsson og Guðmundur Jónsson. ópcran Marta í Þjóðlcikhúsinu 1%7: Svala Niclsen og Kristinn Hallsson. stríða í sambandi við húsnæðis- þörf, bæði til æfinga og leiktjalda- geymslu og hefur ákveðnar til- lögur um lausn þeirra mála. Sem listunnenda eru honum augljósir þeir miklu fjárhagsörðugleikar er Þjóðleikhúsið hefur við að stríða, og getur þess í grein sinni í Morgunblaðinu 9. jan. s.l. að sé það vilji ráðamanna, að Þjóðleik- húsið sýni árlega óperu, sé það frumskilyrði, að leikhúsinu sé gert kleift að sinna þeirri laga- skyldu sinni með sérstakri fjár- veitingu til þess. Ekkert vafamál er, að hringsvið Þjóðleikhússins gefur meira og betra tækifæri til óperuflutnings en nokkurt annað leiksvið hér á landi, enda til hrlngsviðs þessa vandað mjög í upphafi með það fyrir augum að greiða fyrir því að skiptingar á sýningum gengju sem fljótast. Hvað hljómsveitargryfj- unni viðvíkur hafa heyrst raddir er telja hana of litla og óþægilega, þegar stór sinfóníuhljómsveit er notuð. Vissulega mætti hljómsveitar- gryfjan vera stærri, en hún hefur þó verið talin nothæf fyrir hljó msveitarverk og óperur hingað til. Æskilegt væri vissu- lega að stækka hana og gefa þar með hljómsveitinni meira svigrúm og er þetta tæknilegt atriði, sem vel má vera að hægt sé að fram- kvæma án mikils tilkostnaðar. Það mætti t.d. stækka hana á þann veg að lengja hana báðum megin undir stúkurnar og með því fá meira rúm fyrir hljómsveitina bæði til austurs og vesturs. Aðrar hugmyndir geta vissulega komið til greina, en möguleikarnir sem hljómsveitargryfjan gefur í dag eru það miklir að það ætti tví- mælalaust að vera ódýrara að mínu mati að bæta úr fyrrnefnd- um þrengslum heldur en byggja sams konar gryfju á öðrum stað. Ég tel mig með framangreindum rökum hafa sýnt fram á ótvírætt gildi Þjóðleikhússins sem leik- og óperuhúss eins og það líka hefur verið frá upphafi. Það er stað- reynd, að erlendir söng- og tón- listarmenn, sem flutt hafa list sína eða stjórnað sýningum í Þjóðleikhúsinu, hafa farið mörg- um fögrum orðum um gæði þess. Það sem þarf að gera er fyrst og fremst að veita þjóðleikhúsinu möguleika á hentugum æfinga- stað og geymslum fyrir leiktjöld og annan rúmfrekan útbúnað. búningsherbergi o.fl. Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtióri hefur í grein sinnu um óperuflutning í Morgunblaðinu, sagt réttilega, að enginn vandi væri óleysanlegur, ef vilji væri fyrir hendi. Hér á Þjóðleikhússtjóri við, að Þjóðleik- húsinu verði gert kleift að halda áfram listrænum óperuflutningi og ekki er það vafamál, að eftir því sem allar aðstæður batna til óperuflutnings í Þjóðleikhúsinu munu um leið skapast möguleikar á að draga úr kostnaði og auka hagkvæmni. Með þessu mætti betur verða við óskum hinna fjölmörgu óperu- unnenda, tónskálda og annara tónlistarmanna, hljóðfæraleikara, íslenska dansflokksins og kórsins, en ekki hvað síst bæta úr kjörum velmenntaðra einsöngvara sem ávallt er bæði kærkomið og nauð- synlegt að fá að spreyta sig í enn ríkara mæli en nokkru sinni fyrr á listrænum söng- og tónverkum eins og óperum og óperettum, og er Þjóðleikhúsið kjörið til þess. Það er ósk mín nú sem fyrr, að Þjóðleikhúsinu fylgi ávallt frami og farsæld í leik og söng og öðrum fögrum listgreinum og að íslend- ingar megi leita þangað sannrar lífsfyllingar á komandi árum. Operuflutningur í Þjóðleikhúsinu er ein af þessum fögru listgrein- um, sem lögin um þjóðleikhús mæla fyrir um að flutt sé árlega. Sérframlag til óperuflutnings er því bráðnauðsynlegt og er því endurtekin áskorun á Alingi og ríkisstjórn að gera leikhúsinu kleift að sinna þessari laga skyldu sinni. Þorsteinn Sveinsson formaður þjóðleikhúskórsins. Vituncl&\femleiki „Vitund og veruleiki” NVLEÍíA er komið út annað hefti af tímaritinu Vitund & veruleiki. Útgefandi ritsins er P'élag áhugafólks um alheims- hyggju. í ritinu eru eftirfarandi greinar: „Breytt ímynd handa mannkyni" — fyrri hluti eftir O.W. Markley. „Uppreisn frá ntiðju" eftir Niels I. Meyer, K. Ilelveg I’etersen og Villy Sörensen. „Heildun persónu- leikans og nútímamenntun" eftir Guðmund S. Jónasson. „Kúgaður eiginmaður", eftir Hilmar S. Karlsson. „Nílján hundruð áttatíu og fjögur“ eftir George Orwell. „Vitundarbyltingin á Vesturlönd- um“ eftir Bre. Madhurii Ae. og einnig grein um l’. R. Sarkar — líf hans og heimspeki. Forsíða tímaritsins er unnin af Miles Parnell, sem er brezkur myndlistarmaður sem stundaði nám við auglýsingateiknun við myndlistaháskólann í Leiehester Englandi. Hann hi'fur dvalist hér á landi frá í apríl 197G og starfar nú við auglýsingastofuna Gylmi. Rændu þyrlum og flugu frá íran I.ondon. H. maí. Koutor. HRKZKA hlaOiA Daily Kxprt'ss skýrði frá því í dag. ad bro/ka fyrirtækid Iiristow Ih'licoptt'rs hcfAi ra'nt frá íran 11 þyril- vængjum sem fyrirtækid hafði sclt til landsins á valdatíma kcisarans. Ilafdi hladid cftir hcim- ildarmönnum sínum. aö fyrirtækið hcfði óttast aö þyrilvangjurnar yröu gcröar uppta'kar og and- viröi þcirra ('kki urcitt cn veröma'ti hvcrrar þyril- va'ngju var um 10 milljón- ir sterlingspunda. Fyrsti liður áa’tlunarinnar var að senda sveit flugvirkja og júmbóþotu til Dubai. Þaðan var fyrirmælum komið með leynd til flugntanna fyrirta'kisins í Shiraz og Abadan í Iran og þeint sagt að fá yrði flugumferðarstjora með blekkingum til að leyfa flugtak. Þegar þy r I u flugmonnunu m tókst að ná til Dubai voru þyril- vængjurnar teknar í sundur og flogið með þa*r til Luxemhorgar, en þaðan var þeint ekið land- og sjóveginn til Englands. Ekki var sagt hvenær þetta „rán" fór frarn, en talið þó að það hafi verið snemma í apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.