Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMAL - ATHAFNALÍF
Útlit fyrir mik-
inn ferðamanna-
straum í sumar
t»ar scm nú líður hrátt
að aðalferðamannatíman-
um ræddi Viðskiptasíðan
við forsvarsmenn nokk-
urra hótela o>í spurði þá
hvernÍK útlitið væri fyrir
sumarið.
Hlutdeild
leiguflugs-
ins minni
en áður
Á fyrstu 11 mánuðum síðasta
árs er talið að flugflutningar í
heiminum hafi aukist um 15% sé
miðað við sama tímabil ársins
1977. Áætlað er að fjöldi farþega
í áætlunarflugi hafi vaxið um
21%, en aftur á móti dregist
saman um 2% í leiguflugi. Sem
dæmi má nefna að fjöldi þeirra
sem fór milli Bandaríkjanna og
Mexikó jókst um tæp 34% á
umræddu tímabili en um 20%
aukning varð á fjölda þeirra
farþega sem fóru milli Bretlands
og Bandaríkjanna. Fyrrgreindar
tölur eru byggðar á gögnum
bandarískra flugmálayfirvalda.
Skúli horvaldsson hótelstjóri
Ilótels Ilolts sagði að bókanir hjá
þeim væru mjög svipaðar og
undanfarin ár en þó væri meiri
óvissa með komur erlendra ferða-
manna hingað nú í maí og svo
aftur í september. Starfsemin í
vetur hefur gengið allvel og þá
bæði hvað varðar komur inn-
iendra sem erlendra ferðamanna
til okkar, sagði Skúli.
Konráð Guðmundsson hótcl-
stjóri Ilótels Sögu sagði að bókan-
ir hjá þeim væru með meira móti
núna en hins vegar kviði hann því
að þessar bókanir yrðu ekki allar
staðfestar vegna þeirra kulda-
kasta sem hafa dunið yfir Evrópu
nú í vor. Því miður lítur út fyrir að
nú í sumar verði nokkrar ráð-
stefnur sem koma upp á sömu
dagana og er það afar slæmt.
Vonandi tekst Ferðamálaráði að
samræma þetta betur í framtíð-
inni. Konráð sagði að starfsemin í
vetur hefði gengið allvel.
Erling Aspelund hótelstjóri
Ilótels Loftleiða og Hótels Esju
sagði að bókanir fyrir sumarið hjá
þeim litu mjög vel út, mun betur
en í fyrra sem þó var metár. 1979
ætti því að geta orðið gott ár ef
ekkert óvænt gerðist. Það sem er
ánægjulegast við þróunina á und-
anförnum árum er það að ferða-
mannatímabilið hefur lengst og er
nú t.d. nýtingin í marz og apríl
orðin allgóð sagði Erling að lok-
um.
NOROURVERK H.F
Furuvöllum 13,
Postholf 161.
602 Akureyri.
Simi: 96-21777
Framkvæmdastjóri
Franz Arnason
Fyrirtækiö var stofnað 1967 til aö
gera veg fra Myvatnssveit til Húsa-
vikur-Kisilveg- Fynrtækið hefur
siðan þroast sem alhliða verktaka-
fyrirtæki og vélaleiga, hið stærsta á
norðurlandi
Fyrirtækið hefur á liðnum árum
gert vegi fyrir V R svo sem i
Berufirði a Jokukdal ólafsfjarðar-
veg og Eyjafjarðarþraut sunnan
Akureyrar Fyrirtækið hefur einnig
reist eftirtaldar virkjanir Laxar-
virkjun III. Lagarfossvirkjun. Smirla-
bjargararvirkjun og aðrennslis-
mannvirki fynr Skeiðfossvirkjun II
Brimvarnargarð a Vopnafirði reisti
fyrirtækið fyrir Hafnarmálastofnun.
Norðurverk h/f hefur jafnframt
stundað husbyggmgar og má i þvi
samþandi nefna eftirtaldar bygg-
mgar Sjúkraálma fyrir vistheimilið
Sólborg Akureyri Smurstoö fyrir
OLIS og SHELL Akureyri
Miðskólann Lundi. Oxarfirði
Raðhusið Litlahlið 4 Akureyri
Emmg hefur fyrirtækið unmð fjolda
stærri og smærri verkefna fyrir
ymsa aðila og sótt verkefm sin alla
leið a hofuðborgarsvæðið. þar sem
það lagði frárennsli Breiðholt
Arbær fyrir Reykjavikurborg
Siðastliðmn tvo ár hefur fyrirtækið
auk húsbyggmga emkum annast
framkvæmdir fyrir Hitaveitu Akur-
eyrar og má þar emkum nefna
lagnmgu dreifikerfis samtals um 62
km af rorum allt frá 500 mm niður i
20 mm, og emnig ýmis onnur verk
svo sem jarövinnu við aðveituæð,
forsteypa undirstoður aðveituæðar
samtals 800 stk og forsteypta
brunna samtals 130 stk á siðasta
ári Fyrirtækið hefur verið svo lán-
samt að halda lykilmannafla að
mestu obreyttum undanfarm ár
Flest hefur starfsfólkið orðið um
200 manns en 1978 varð það 100
manns er flest var Heildar fram-
leiðsla fyrirtækisms færð til bygg-
mgarvísitolu 31.12 78 er sem næst
6 500 millj króna
Lagarfossvirkjun
100 m long stifla og bru yfir Lagar
fljot Lagarfossvirkjun reisti
NORDURVERK hif fynr PARIK a
árunum 1972 1974
Breidholt Árbær
Frarennsh er NORDURVERK h f
lagdi fra Breidholti undir Elliðaarnar
og yfir Arbæjarhverfi.
minna um vert að bæði vinnuafl
og framleiðslutæki yrðu mun fær-
anlegri ef útboð yrðu látin ráða,
en það myndi aftur leiða til
bættrar nýtingar fjármagnsins.
Þess má einnig geta að þegar
útboð eru látin fara fram er
undirbúningsvinnan yfirleitt betri
en þegar þau eru ekki fram-
kvæmd.
Gera íslenskir bankar sömu kröf-
ur og Alþjóðabankinn varðandi
útboð?
Nei, það er af og frá. Hins vegar
væri það mjög æskilegt að bank-
arnir tækju slíkt upp og gætu
þannig lagt sitt til að betri nýting
fengist á því fjármagni sem þeir
lána.
Hvað með íramkvæmdir á vegum
almennra fyrirtækja og fbúðar-
h úsa byggingar?
Oft hefur því verið haldið fram
að gagnrýni okkar beinist ein-
göngu að opinberum aðilum sagði
Othar. Það er ekki rétt. Hún hefur
ekki síður beinst gagnvart hinu
frjálsa atvinnulífi. Mörg fyrirtæki
vilja sjálf vera verktakar. Ef
þessu væri snúið við þá mætti
hugsa sér að verktakar stofni sitt
eigið innkaupasamband. Slík
dreifing kraftanna er óhagstæð
fyrir alla og leiðir til minni
sérþekkingar sem aftur leiðir til
minni framfara en ella. Eins og
aikunna er eru íbúðabyggingar
Úr nýútkomnu kynningarriti VI.
Útbodin leiða til
bættra lífskiara
Verktakastarfsemi er
ung atvinnugrein hér á
landi, jafnvel svo ung að
hún hefur ekki alls staðar
hlotið þá viðurkenningu,
er hún nýtur erlendis. Til
að afla frétta um stöðu
greinarinnar og stefnumál
ræddi Viðskiptasíðan við
Othar Örn Petersen fram-
kvæmdastjóra Verktaka-
samband Islands.
Othar sagði að samband-
ið væri stofnað 1968 og
Fjármimamyndimin 1977—1979
I miiljónum króna
Magnbreytingar frá fyrra ári% Verðlag hvers árs
# Bráðab- Drög Bráðab- Áætlun Drög
tölur Áætlun að spá tölur að spá
1977 1978 1979 1977 1978 1979
Fjármunamyndun, alls 103.750 145.900 182.237 7,5 -3,7 -6,8
Þjórsárvirkjanir, Kröfluvirkjun járn- Dlendiverksmiðja og álverksmiðja 10.240 17.450 20.150 -36,8 14,1 -13,8
Innflutningur skipa og flugvéla 12.270 8.400 7.400 125,9 -54,4 -34,5
Önnur fjármunamundun 81.240 120.050 154.687 6.0 1,7 -3,8
I Atvinnuvegir 44.430 66.730 79.300 36,7 2.4 -11,3
1. Landbúnaður 6.350 9.000 11.100 8,2 -3,0 -8,0
2. Fiskveiðar 10.130 11.100 10.000 185,3 -26,0 -32,7
3. Vinnsla sjávarafurða 4.435 6.800 9.700 49,1 4,9 6,5
4. Álverksmiðja 220 1.000 5.900 — —
5. Járnblendiverksmiðja 2.200 10.150 5.000 — — -63,2
6. Annar iðnaður (en 3.-5.) 6.330 9.800 13.400 17,1 5,1 2,0
7. Flutningatæki 7.510 7.700 10.000 13,1 -27,6 -3,1
8. Verslunar-, skrifstofu-,
gistihús o.fl 4.120 6.280 7.700 -20,5 5,1 -8,5
9. Ýmsar vélar og tæki 3.135 4.900 6.500 17,9 4,9 0
II íbúðarhús . 22.020 32.570 43.640 0 2,0 0
III Byggingar og mannvirki hins opinbera 37.300 46.600 59.297 -16,0 -14,3 -5,0
1. Rafvirkjar og rafveitur 13.220 13.600 17.739 -37,0 -30,1 -2,7
2. Hita- og vatnsveitur 5.900 8.000 9.260 -36,1 -6,4 -13,6
3. Samgöngumannvirki 11.080 15.500 20.512 -2,0 -3,7 -1,2
4. Byggingar hins opinbera 7.100 9.500 11.786 0 -7,7 -7,4
Aths: MagnhreytinKar 1977 eru miðaðar við íast verðlaj? ársins 1969. 1978 við verðlaf? ársins 1977 og 1979 við áætlað verðlag ársins
1978. Tölur um skipainnflutning á árinu 1978 þarf að skoða meö nokkrum fyrirvara þar sem líkur benda til að þessi
innflutningur hafi verið nokkru minni en hér er gert ráð fyrir. Þótt þessar áætlanir fyrir árið 1978 kunni að reynast of háar, og
sama jfildir raunar einnivr um fjárfestinjtu f landhúnaði. er að svo stöddu ekki ástæða tii þess að leiðrétta þessar tölur sérstaklega
þar sem endurskoðun á öðrum iiðum leiðir senniléga einnig til breytinga, bæði til hækkunar ok lækkunar, og því óvíst hvort
heildarniðurstöður fjárfestingaráa tlunarinnar breytist að marki við endurskoðun á næstu mánuöum.
fjöldi meðlima í dag væri
29, verktakafyrirtæki um
land allt. Formaður er
Ármann Örn Ármannsson.
Við hefjum spjallið með því að
spyrja Othar um skilgreiningu á
orðinu verktakaiðnaður. Hann
sagði að verktakaiðnaður nefndist
einu nafni öll skipuleg starfsemi í
byggingariðnaði- jarðvinnu- og
mannvirkjagerð hvers konar þar
sem beitt væri nútímaaðferðum
við stjórnun og framleiðslu.
Hver eru helztu markmið
sambandsins, Othar?
Af helztu markmiðum mætti
nefna að sambandið stefnir að
bættum starfsháttum í verktaka-
starfsemi hér á landi jafnt inn á
við sem út á við t.d. með aukinni
útboðsgerð og eins að tryggja að
framkvæmdir hér á landi verði
unnar af íslenskum aðilum þar
sem þeir eru samkeppnisfærir eða
ættu að vera það.
Hvernig hefur ykkur tekist til
hvað úthoðin varðar?
Við teljum að það hafi því miður
ekki tekist nægilega vel. Fyrir því
má færa allmörg rök. Einungis
lítill hluti opinberra framkvæmda
er boðinn út og nær ekkert t.d. í
hafnar- og vegagerð. Svör opin-
berra aðila eru aðallega tvenns
konar. I fyrsta lagi bera þeir fyrir
sig að ekkert sé vitað hversu mikið
fjármagn fáist til tiltekinna fram-
kvæmda og í öðru lagi bera sumar
stofnanir fyrir sig að enginn geti
leyst ákveðin verkefni nema þær.
Okkar skoðun er sú að skipulags-
leysið í fjárveitingum leiði til
óeðlilega lélegrar nútingar á fjár-
magninu. Yfirstjórn landsins
verður að hyggja meir að þessum
þætti og meta arðsemissjónarmið-
in meira en gert hefur verið.
Einnig verður hún með ákvörðun-
um sínum að tryggja minni sveifl-
ur en verið hafa. Þær eru of dýru
verði keyptar. Það hlýtur að vera
hlutverk hins opinbera að auka
sinn hlut á samdráttartímum en
ekki öfugt. Gott dæmi um hvernig
opinber stofnun stendur að sínum
framkvæmdum er Hitaveita
Reykjavíkur. Hvað varðar hæfni
einstakra stofnana til að fást við
ákveðin verkefni má benda á að
íslenzk verktakafyrirtæki hafa
hlotið viðurkenningu Alþjóða-
bankans og einnig það sem ekki er
óthar örn Petersen
framkvæmdastjóri VÍ.
n.k. heimilisiðnaður hér á landi.
Afleiðing þessa, svo og rangrar
stefnu í lóðaúthlutunum, er sú að
framieiðni er mun minni í bygg-
ingariðnaði hér á landi en er-
lendis. Lífskjörin verða því lakari
en efni standa til.
Hvað viltu segja um starfsemi
erlendra verktaka í landinu?
I stefnuskrá okkar segir svo
m.a.: „Að leita eftir samstarfi við
erlenda verktaka um framkvæmd-
ir á íslandi sem teljast óvenjuleg-
ar m.v. íslenskar aðstæður...“
Mörg íslensk fyrirtæki hafa
haft samstarf við erlenda aðila við
gerð tilboða og/ eða framkvæmda
hér á landi. Einnig hefur íslenskt
fyrirtæki annast hafnargerð í
Færeyjum. Við teljum hins vegar
óeðlilegt að erlendir verktakar
vinni hér verk sem innlendir
verktakar gætu annast. Ég segi
gætu því samkeppnisaðstaða okk-
ar er skert af opinberum stofnun-
um. Samkvæmt útboðsreglum
þarf að setja tryggingu fyrir 10%
framkvæmdafjárins og sem milli-
gönguaðilar í slíkum málum taka
bankarnir hér einungis fasteigna-
veð. Erlendis greiða verktakafyr-
irtæki aðeins iðgjald sem ákvarð-
ast af stöðu fyrirtækisins og eðli
framkvæmdanna og er það mun
ódýrari leið en fasteignaveðin.
Innlendir aðilar þurfa því að
viðurkenna þessa atvinnugrein í
reynd ef takast á að bæta fram-
leiðnina og þar með lífskjörin í
landinu, sagði Othar Örn að lok-
um.