Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 39 Brynjólfur áEkkju- felli—Minning Fæddur 4. janúar 1898 Dáinn 2. maí 1979 í dag verður til moldar borinn Brynjólfur Sigbjörnsson bóndi Ekkjufelli. Hann var einn af tólf Ekkjufellssystkinunum, sem nú eru öll látin, nema Einar í Ekkjufellsseli og Kristín búsett í Reykjavík. Foreldrar þeirra voru Margrét Siguröardóttir og Sigbjörn Björnsson bóndi Ekkju- felli. Eftirlifandi kona Brynjólfs er Solveig Jónsdóttir frá Fossvöll- um. Börn hans eru Vignir við- gerðarmaður Brúarlandi, Sigbjörn kaupmaður Hlöðum, Grétar bóndi Skipalæk, Þórunn hjúkrunarkona, búsett í Njarðvík, og Sigrún húsmæðraskólakennari, búsett á Lagarfelli. Brynjólfur ólst upp í föðurhús- um á Ekkjufelli, víðkunnu héraðs- setri sakir gestrisni og höfðings- skapar. Ekkjufell hefur ætíð, bæði fyrir og eftir að nútímavegagerð hófst, legið í þjóðbraut um Fljóts- dalshérað. Gefur auga leið að þar áttu margir leið um garð. Sjálf- sagt þótti að þeir kæmu inn, fengju kaffi og væru teknir tali. Var þá jafnan stutt í mat. Jafn sjálfsagt þótti, að úr því maðurinn var kominn inn væri gripið í spil eða spjallað eina kvöldstund. Oft teygðist úr kvöldunum á Ekkju- felli og beið þá gesta jafnan uppbúið rúm. Þetta var hin íslenska gestrisni, hin þjóðlega samræðulist, íslensk menning. Brynjólfur stundaði nám í Búnaðarskólanum að Eiðum, auk þess sem hann kynnti sér land- búnað í Danmörku. En fyrst og fremst öðlaðist hann menntun sína og þroska heima í föðurhús- um og í lífsins skóla. Hann var víðlesinn og kunni á mörgu skil, vitnaði oft í íslendingasögurnar einkum Hrafnkelssögu og í annan Þjóðlegan fróðleik. Ég minnist ýmissa sagna, sem hann sagði mér bæði á ferðalögum og á heimili hans og eru margar þeirra mér minnisstæðar, sökum þess hve glöggt og skemmtilega þær voru fram settar. Brynjólfur á Ekkjufelli var fyrst og fremst góður maður. Hjálpsamur svo að orð fór af. Af þeim mörgu mönnum sem hafa gert mér greiða, hefur Brynjólfur gert mér flesta. það sem var mest áberandi í fari Brynjólfs var hve hlýr og vingjarnlegur hann var í viðmóti, stillilegur í framgöngu, en þó eftirtektarverður. Hann var kátur maður með afbrigðum og skemmtilegur. Af þessum sökum hlaut hann að gegna mörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Brynjólfur var bóndi góður, auk þess gegndi hann starfi vegaverk- stjóra í frumbernsku íslenskrar vegagerðar, að viðbættu sím- stjórastarfi. Eftir að ég fluttist hingað aust- ur kynntist ég nábýlinu þarna norðan við Fljótið, sem var Ekkju- fell, Ekkjufellssel, Helgafell, Skipalækur og Brúarland, og fann ég þá vel hve samvinnan og einhugurinn var mikill. Kom það glöggt í ljós þegar landbúnaðurinn fór að vélvæðast. Það var ekki óalgengt, þegar meiriháttar framfara- eða vel- ferðarmál bar á góma, að spurt væri: „Hvað segja þeir þarna niður við Fljótið?" Sýnir þetta vel hve mikils ráð Brynjólfs og nábúa hans voru metin. Er ég kom heim úr siglingum eftir stríð, ungur maður með ómótaðar skoðanir, kynntist ég Brynjólfi á Ekkjufelli. Tel ég það eina mína mestu gæfu, því vart get ég hugsað ungum manni betra vegarnesti en að kynnast Brynjólfi með glaðværð sína og bjartsýni. Ég kveð Binna minn og veit að við sjáumst aftur eftir að við erum báðir komnir yfir móðuna miklu. Sveinn Guðmundsson Seyðisfirði. Hann stendur ekki framar á tröppunum til að fagna gestum að gömlum og grónum staðarsið — leiðir ekki lengur komumenn til sætis í stofu, annað hvort til skrafs og ráðagerða eða þá til að leysa vandkvæði einhvers nauð- leitarmanns. Brynjólfur á Ekkjufelli er allur; hann andaðist hinn 2. maí á 82. aldursári. Með honum er horfinn einn hinn mætasti höfðingi í bændastétt á Fljótsdalshéraði — traustur maður, vinsæll og vel látinn jafn af sveitungum sínum sem af öllum er honum kynntust. I hálfa öld bjó hann góðu búi á föðurleifð sinni og vann staðnum allt það gagn sem hann mátti. lagði hverja spilduna af annarri undir plóginn, ræsti fram fúamýr- ar og ræktaði stóra töðuvelli. Vélarnar komu í stað vinnufólks- ins, og var Brynjólfur jafnan manna fyrstur til að hagnýta sér þá véltækni, sem unnt var að koma við í ræktunarframkvæmd- um og sveitabúskap almennt. Og vélarnar á Ekkjufelli voru sjaldn- ast í hvíldarstöðu í búskapartíð Brynjólfs. Starf hans var þrot- laust, enda verkefnin ærin og í mörg horn að líta á jafn víðlendri bújörð og Ekkjufell er. Því skal heldur ekki gleymt, hvaða hlutverki Brynjólfur gegndi sem samnefnari þess fjölmenna ættbálks, er kennir sig við Ekkju- fell, veit rætur sínar þar, og lítur jafnan á staðinn sem sitt annað heimili. Þangað komu ættingjarn- ir gjarnan — oft í hópum — til þess að eiga góða stund með Brynjólfi og hressa sig. Ef eitt- hvað bjátaði á, þótti og sjálfsagt að fara heim á Ékkjufell og færa málið í tal við Brynjólf bónda, enda gaf hann, hlédrægur þó en ráðhollur, oft þau ráð, er vel dugðu. Brynjólfur var fæddur 4. janúar 1898. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir og Sigbjörn Björnsson á Ekkjufelli. Ólst Brynjólfur upp á grónu menning- arheimili í stórum systkinahópi og glaðværum, og vandist hann því snemma að taka rösklega til hend- inni við bústörfin. Hann stundaði nám í búvísindum í Danmörku á árunum 1922 og ’23, og hóf búskap á Ekkjufelli árið 1927. Hinn 31. maí það ár gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Solveigu, dóttur Guðrúnar og Jóns Hnefils á Fossvöllum. Var Brynjólfur mikill hamingjumaður í fjölskyldulífi sínu, unni konu sinni mjög og mat að verðleikum. Brynjólfur var rétt í meðallagi á hæð, þreklegur á vöxt en alla tíð fremur grannvaxinn og þó afrend- ur eins og stöku sinnum kom í ljós. Hann var kvikur í hreyfingum, augnaráðið hýrt og handtakið þétt. Skapmaður var hann mikill, en þó einstaklega vel agaður í fasi og öllum sínum háttum hvers- dagslega, góðlyndur og glaðsinna, skemmtinn og kankvís í viðræð- um. Deyfð og drungi voru honum vissulega fjarri skapi. Allt viðmót hans var gætt hlýju og fjöri, sem var honum eðlislægt, og því ekki að undra, að menn löðuðust mjög að honum og hans heimili. Mátti og á stundum álíla að Ekkjufell væri gistihús eða skemmtistaður sveitarinnar, þegar heilir hópar glaðværra vina og ættingja gistu staðinn, sátu við spilaborðin tvö eða þrjú, stundum dægrum sam- an, dreyptu á dýru víni, hlógu dátt og melduðu þrjú grönd eða fjögur hjörtu fram undir rismál. Það leiddist engum í návist þeirra Brynjólfs og Solveigar, og menn fóru jafnan af þeirra fundi glaðir og endurnærðir á sál jafnt sem líkama. Það hefur hljóðnað um stund yfir Ekkjufelli; húsbóndinn er nú genginn til hinztu hvíldar að loknum löngum og farsælum vinnudegi heillar ævi. Hann gekk fús á vit forfeðra sinna og mun hvíla í friðarreit fjölskyldunnar heima á Ekkjufelli. Útför hans verður gerð í dag. Ilalldór Vilhjálmsson Erik Rune Myhr- berg—Minning Fæddur 16. desember 1920 Dáinn 22. aprfl 1979. Ég hélt að mér hefði misheyrst þegar mér var sagt að Rune væri kominn á sjúkrahús í Gautaborg og væri hættulega veikur. Síðan liðu nokkrir dagar, en þá barst helfregnin, hann væri dáinn. Það var eriftt að trúa því að þessi hraustlegi og glaðværi maður væri allur, að hann myndi ekki taka aftur á móti okkur við komu til Svíþjóðar, ekki geta sýnt okkur meira af landi sínu. Við þessar hugsanir koma minningarnar ein af annarri fram úr hugskotinu. Þegar hann kom hér fyrst til lands, þá ungur maður, sem búinn var að hasla sér völl í lífsstarfi sínu, var hann ráðinn til starfa fyrir sænskt fyrirtæki í sambandi við írafoss- virkjun, sem sérfræðingur í sprengingum í neðanjarðargöng- um. I það skipti var hann hér um tve8gja ára bil. Eignaðist hann hér marga góða kunningja og vini, sem minnast ljúfmennsku hans og mannkosta. En þótt Rune hefði mikinn áhuga á starfi sínu, vannst honum tími til að skoða sig um á Islandi og öðlaðist þar með þekk- ingu á landi og þjóð og ekki hvað síst sögu, sem hann ávallt mat mikils. Var það honum óblandin ánægja að við lok dvalar hans þá og að loknu verki, að samstarfs- menn hans gáfu honum Fornald- arsögur Norðurlanda að skilnaði. Lýsir það best hug þeim, er þeir báru til hans. Rune talaði líka talsvert í íslenzku og komst því mjög vel af við fólk hér á ferðum sínum. A meðan á þessari dvöl hans stóð, kynntist hann ungri stúlku, sem átti eftir að verða lífsföru- nautur hans. Rifjaði hann oft upp á sinn spaugilega hátt atvikakeðju þá, sem varð til þess að þau kynntust, er hann hjálpaði henni við að koma bifreið sinni úr moldarflagi við Þingvallaveginn. Allt fór þetta vel og framhaldið varð hjónaband. Rune hélt utan til síns heimalands að loknu verki því, er hann hafði tekið að sér. Unnusta hans Kolbrún Þyri Lár- usdóttir hélt utan stuttu seinna á vit örlaga sinna og til framandi lands. Þau giftu sig 1953 og stofnuðu heimili sitt í Svíþjóð. En það átti ekki fyrir þeim að liggja að vera um kyrrt þar. Starfið kallaði og Rune voru fengin margvísleg verkefni víðs- vegar um heim og næstu árin bjuggu þau á Filippseyjum, Spáni, Columbíu og Mexico, svo eitthvað sé nefnt. Einnig bjuggu þau um tíma í Norður-Svíþjóð. Seinni árin fóru þau ekki eins mikið burtu og áður. Settust þau þá að á eyju, fyrir vestan Gautaborg, sem heitir Tjörn. Eignuðust þau þar stórt einbýlishús, í ákaflega fögru um- hverfi. Þau höfðu eignast þrjú börn, Erik, Áslaugu og Olgu Marie og nú var tilvalið að setjast um kyrrt og eiga góðan samastað. Á Tjörn kynntust þau góðu fólki, sem átti sameiginleg áhug- amál, að fegra umhverfi sitt og stuðla að góðum félagsskap fyrir börnin. Þess vegna studdu þau hjónin bæði skátahreyfinguna og unnu mikið fyrir skátafélagið í bæ þeirra. Eru víst ótaldar vinnu- stundir og fjármunir, sem þau veittu í þágu skátanna og höfðu bæði mikla ánægju og gleði af. Rune sagði oft við mig að það væri skylda foreldra að styðja og styrkja hreyfinguna því þar gætu börnin öðlast svo mikla þekkingu á náttúrunni og fengið athafnaþrá sinni fullnægt við fjöruga leiki og heilbrigt starf. Rune þurfti oft og tíðum atvinnu sinnar vegna að vera langdvölum að heiman. Hvíldi þá heimilishaldið á Kol- brúnu, sem hún leysti með miklum sóma, enda sýna börnin það best. Rune og Kplbrún komu einstaka sinnum til íslands til að heim- sækja vini og vandamenn og síðast, en ekki síst, til að skoða landið. Fyrr á árum ferðuðust þau með Gullfossi og höfðu þá bifreið sína með. Rune fékk aldrei nóg af að skoða undur og náttúru ís- lands, átti oft ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á því, sem fyrir augu hafði borið. Hann var hreykinn af ættlandi konu sinnar og kvaðst þurfa að skoða mikið meira af því, hann sagðist eiga eftir að sjá Vestfirðina, ætlaði að gera það næst þegar hann kæmi. Rune var stoltur af feðrajörð sinni og hafði ánægju af að sýna okkur, sem heimsóttum hann, land sitt. Hann var meistari í að taka á móti gestum og skipuleggja skoðunarferðir svo að tíminn, sem alltaf var naumur, nýttist sem best og hægt væri að sjá sem mest. Hann ljómaði af ánægju eftir hverja skoðunarferð, því þá var hann búinn að víkka sjón- deildarhringinn og auka þekkingu samferðamanna á landi sínu og þjóð. Siðasta verkefnið, sem honum var falið, var að endurskipuleggja og sjá um málmgrýtisnámu í Grikklandi. Var áætlað að vinnu hans lyki í september á þessu ári. Börn þeirra voru nú uppkomin og í framhaldsskólum, svo að Kolbrún sá sér fært að fylgja manni sínum þangað. Settu þau enn á ný upp heimili á nýjum og ókunnum stað og lærðu um nýtt land. Þau urðu mjög hrifin af Grikklandi, bæði landi og þjóð og ekki hvað síst af sögu þess. Staður sá, sem þau voru búsett í, var nærri Delfi svo þau höfðu beina snertingu við gamlar menjar og sögu þeirra. Þeim var ekki nóg að taka á móti gestum í Svíþjóð. Þau eggjuðu mann á að koma til Grikklands i heimsókn, og það varð úr, við heimsóttum þau þar. Ekki stóð á gestrisninni, engin fyrirhöfn var til spöruð, allt var gert til að gera för þessa ánægjulega og ógleymanlega. Allt frá móttöku á flugstöðinni í Aþenu, til brottfarar, var Rune tilbúinn með skoðunarferðir til bæjanna í kringum ITEA að ógleymdri viðleitni hans við að sýna okkur grískt þjóðlíf, eins og það er á svona stöðum, að sýna okkur sem mest. Ekki grunaði mig, er við kvödd- umst í Itea við brottför til íslands, að þetta yrði síðasta kveðjan. Þau hjón voru ákveðin í að koma til Islands þegar Grikklandsverunni lyki, þá átti að skoða Vestfirðina. En lúmskur óvinur hafði komið í milli, svo lúmskur að engan grunaði fyrr en allt of seint, að hverju stefndi. Rune bar sjúkdóm sinn með stakri karlmennsku, neitaði jafnvel að eitthvað væri að. Um síðir var hann settur á sjúkrahús í Aþenu en féll ekki vistin þar. Vildi fara heim til Svíþjóðar í smátíma. „Ég kem bráðum aftur," sagði hann, „þegar ég hef hvílt mig.“ Hann komst á sjúkrahús í Gautaborg með hjálp konu sinnar og vandamanna. Þar kom í ljós að tíminn var að verða búinn, ekkert hægt að gera nema bíða, þar til yfir lyki. Hann dó 22. apríl og var jarð- settur 30. sama mánaðar í Gauta- borg. Með honum er genginn góður vinur. Vinur, sem ávallt var hægt að treysta og reiða sig á. Vinur, sem alltaf vildi veg vina sinna sem mestan og gladdist af velgengni þeirra. Það er erfitt að sætta sig við, að þegar vorið er að koma og gróðurinn og náttúran að vakna til lífsins, þá skuli hann hverfa héðan, aðeins 58 ára gam- all. Við, vinir hans hér á íslandi, söknum þess að eiga ekki kost á að njóta návistar hans og glaðværð- ar. Okkur finnst svo ótrúlegt að hann skuli ekki vera hjá okkur lengur. En eins og við skátar segjum, um látna vini og félaga, Rune er farinn heim. Heim til annarrar tilveru, sem við svo gjarnan vilj- um trúa að sé betri en sú, sem við lifum í. Kannski verður hann búinn að skipuleggja ferð og tekur á móti okkur með sínu glaða brosi, þegar við komum yfir móðuna miklu, tilbúinn til þess að sýna okkur það, sem fyrir ber þeim megin, hver veit. Sárastur er þó söknuðurinn hjá eiginkonu hans og börnum og tengdamóður hér í Reykjavík. Við biðjum góðan guð að styrkja þau og hugga í raun þeirra og harmi. Það er okkur öllum líkn að geta yljað okkur við minningarnar um góðan dreng og verið þakklát forsjóninni fyrir þann tíma, sem við vorum samferða Rune. (iamall vinur. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.