Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
45
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
syni formanni Karlakórsins Fóst-
bræðra:
„Tilgangur Fóstbræðra er
markaður í lögum félagsins og er
sá að æfa og halda uppi karlakórs-
söng. Styrktarfélagar geta menn
orðið gegn ákveðnu gjaldi og fær
hver styrktarfélagi tvo
aðgöngumiða að árlegum sam-
söngvum kórsins í Reykjavík.
Þessa samsöngva hefur kórinn
ávallt haldið í stærstu samkomu-
húsum í borginni svo sem Gamla
bíói, Austurbæjarbíói og nú um
skeið í Háskólabíói enda hafa
áheyrendur verið hátt á þriðja
þúsund hin síðari ár.
Það má ljóst vera, að félags-
heimili kórsins hentar ekki til
slíkra samsöngva sem hér er um
að ræða, til þess er það allt of lítið.
Hins vegar hafa Fóstbræður öðru
hverju undanfarna áratugi haidið
skemmtanir ætlaðar styrktar-
félögum og hafa þær farið fram í
félagsheimilinu eftir að það var
reist. Nánast öll vinna við þær
skemmtanir hefur verið sjálfboða-
starf Fóstbræðra og eiginkvenna
þeirra. Aðsókn hefur jafnan verið
mjög góð og skemmtanahald þetta
svo viðamikið, að það hefur með
undirbúningi og æfingum staðið
2—3 mánuði og söngstarfi lítt
verið hægt að sinna á meðan. Þess
vegna hafa Fóstbræður aldrei
ætlað sér né heitið neinum að
halda þessar skemmtanir reglu-
bundið.
Að lokum skal þess getið, að
starf kórsins styðst við hið árvissa
framlag styrktarfélaga en jafn-
framt hafa þeir oft ella hlaupið
undir bagga með kórnum svo sem
þegar félagsheimilið var reist og
kostnaðarsamar utanferðir voru á
döfinni og fyrir þetta eru Fóst-
bræður þeim ævinlega þakklátir."
• Leiðrétting
Sú leiða prentvilla var í
Velvakanda í gær að eitt vísuorð
féll niður í vísu sem birtist í bréfi
Guðmundar Illugasonar. Rétt kom
vísan þannig frá Guðmundi:
Varmalækjar frjóvgun
(frjóvgast) fær
féð hjá Jakob kænum.
Auðurinn (auður) vex og (en)
grasið grær
í götunni heim að bænum.
Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
HRAUN
KERAMIK
íslenskur listiðnaður
GLIT
HÖFOABAKKA 9
REYKJAVIK
SIMI 85411
''j
Þessir hringdu . . .
• Hvers vegna?
Björg Einarsdóttir hringdi:
„Eg fór niður í bæ s.l.
þriðjudag í indælu veðri. Niður á
Lækjartorgi var þvílíkt rusl í
kringum pylsuvagninn og annars
staðar að ég hef aldrei séð torgið
líta þannig út. Það var aldrei
svona ruslalegt áður, það var
alltaf einhver „sjarmi" yfir því.
Ég er eldri kona og ætlaði því að
hvíla mig lítið eitt og setjast á
einn bekkinn við Útvegsbankann.
En þeir voru allir fullir af drukkn-
um mönnum svo maður gat hvergi
tyllt sér niður og það sama var að
segja um biðskýli SVR. Það er
bagalegt að vera gamall og lúinn
og geta hvergi hvílt sig í bænum
fyrir útigangsfólki þótt mér sé alls
ekkert illa við þetta fólk. -
En mig langar til að vita hvers
vegna ekkert er gert í því að hafa
torgið þrifalegra og fjarlægja
eitthvað af þessu drukkna fólki?
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á opnu skákmóti í Berkeley í
Kaliforníu í ár kom þessi staða
upp í skák bandaríkjamannanna
Yassers Seirawan og Wlathers
Browne, sem hafði svart og átti
leik.
16. - Dxc4+!!, 17. Kxc4-Ba6+.
18. Rb5 — Rxb5 og hvítur gafst
upp, by> að kóngur hans er í
mátneti. Browne sigraði á mótinu,
hlaut 5'Æ vinning af 7 mögulegum.
Næstir komu landar hans
Stolyarov, Cornelius. Jay
Whitehead og Mc Cambridge með
5 v.
HÖGNI HREKKVÍSI
Tísku-
sýning
Föstudag kl. 12.30—13.30.
Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er
haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn-
aðar og Hótels Loftleiða
Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn-
aðar, sem unnin er úr islenskum ullar- og skinnvörum.
Módelsamtökin sýna.
Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum.
Verið velkomin.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Sími 22322
Gerið bílinn vel úr garði fyrir ferðalagið.