Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1979
„Þegar konan er oröin jafningi mannsins veröur hún ofjarl hans“, sagöi Sófókles.
Þetta eru ummæli, sem Margaret Thatcher hefur tekiö undir, og nú fær hún tækifæri
til aö standa viö stóryröin. Vart er hægt aö segja aö sigur hennar í þingkosningunum
í Bretlandi í byrjun mánaöarins hafi komiö á óvart, en þótt um yfirburöasigur hafi ekki
oröiö aö ræöa áttu fæstir von á því aö hún fengi svo staögóöan meirihluta í Neöri
málstofunni, sem raun varö á. 43 sæta meirihluti í málstofu, þar sem 635 fulltrúar
eiga sæti, má teljast mjög þokkalegur, og ætti til dæmis aö nægja stjórn
íhaldsflokksins til aö sitja út þaö fimm ára kjörtímabil, sem er aö hefjast. Þetta er
hins vegar ekki nægilega sterkur meirihluti til þeirrar kúvendingar atvinnu- og
efnahagslífs, sem Thatcher hefur prédikaö af svo miklum móöi, og nýskipaö
ráöuneyti hennar sýnir, aö íhaldsflokkurinn vill fara varlega í sakirnar aö þessu leyti.
Sú skoöun er umdeilanleg, hvort hér sé á feröinni íhaldsstjórn í bókstaflegum
skilningi. Kannski ber þaö einmitt vitni um róttækni og framsóknarvilja, aö brezka
þjóöin hefur nú kosiö yfir sig stjórn, sem hyggst beita öörum aöferöum en þeim, sem
Verkamannaflokkurinn hefur stjórnaö meö á undanförnum árum, meö misjöfnum og
oft lökum árangri, svo ekki sé meira sagt.
felldar launahækkanir á næstunni
og verkalýðsleiðtogar hafa lýst því
yfir eftir kosningar að sáttargjörð
verkalýðshreyfingarinnar við
Callaghan um hófsemi í kröfugerð
og að dregið skyldi úr skæruverk-
föllum sé nú sjálfkrafa úr gildi
fallin.
Breytingar
strax
Efnahagsspekingar eru margir
þeirrar skoðunar að eins víðtækar
breytingar á fjárlagafrumvarpinu
og frekast er svigrúm til, muni
auðvelda stjórn íhaldsflokksins eft-
irleikinn. Bezt sé að gera helztu
breytingar strax og það í samhengi,
því að almenningur eigi betra með
Getur hún staðið
við stóryrðin?
Margaret Thatcher vill kalla
einstaklinginn til aukinnar
ábyrgðar. Hún vill verðlauna þá,
sem „eiga það skilið", og hún vill
með opinberum aðgerðum hvetja
þá til aukinna afkasta og afreka.
Hún vill stuðla að því að einstakl-
ingar, jafnt sem fyrirtæki, sýni
frumkvæði, hafi hag af því að taka
áhættu og taki síðan sjálfir afleið-
ingum gerða sinna. Hún ætlar að
lækka beina skatta, stemma stigu
við fólksflutningum til Bretlands,
draga mjög verulega úr þjóðnýt-
ingu fyrirtækja og opberum út-
gjöldum.
Hún ætlar að auka fjár-
veitingar til varnarmála, og lét
það raunar verða eitt sitt fyrsta
verk á valdastóli. Og svo ætlar
hún að „temja verkalýðshreyfing-
una“.
Hverju Margaret Thatcher og
mönnum hennar tekst svo að
koma í verk af öllum þessum
áformum er aftur allt annað mál.
Lýðræðisþjóðfélög, sem standa á
gömlum merg, eru meira og minna
sjálfvirk. Stjórnkerfið er svo flók-
ið og margbrotið í eðli sínu, að
erfitt er að umbylta því á skömm-
um tíma, og lýðræðið byggir á
þeirri grundvallarreglu að tillit
skuli tekið til sem flestra hags-
muna og skoðana, þannig að ein
skoðun eða eitt skoðanakerfi verði
ekki ofan á.
Það hefur oft verið haft á orði,
að þegar stjórnarskipti verði í
Bretlandi sé það ekki af því að
kjósendur vilji endilega veita
stjórnarandstöðunni brautar-
gengi, heldur af því að þeir séu
þúnir að fá nóg af ríkjandi stjórn
og vilji breytingu. I samræmi við
þessa skoðun er engan veginn víst,
að meirihluti brezkra kjósenda sé
þess í raun og veru fýsandi að
Margaret Thatcher geri svo rót-
tækar breytingar á stjórn lands-
ins sem hún hefur boðað, enda
þótt þeim hafi þótt tími til kominn
að hressa upp á stjórnarforystuna.
Brýnustu
verkefni
Fyrsta meiriháttar verkefni
nýju stjórnarinnar verður að
leggja fram fjárlagafrumvarp.
Hendur hins nýja fjármálaráð-
herra, Geoffrey Howe, eru að
verulegu leyti bundnar í því sam-
bandi, þar sem hann hefur ekki
nema fjórar vikur til stefnu og
margir þættir frumvarpsins eru
ósveigjanlegir. Samt sem áður er
ljóst að yfirbragð þessa nýja
frumvarps verður ólíkt því sem
verið hefur síðustu fjögur ár.
Howe hefur farið undan í flæm-
ingi þegar hann hefur verið spurð-
ur um helztu stefnubreytingar í
frumvarpinu, og er hann tók við
embætti sagði hann gamla brand-
arann, sem þykir orðið allþvældur,
um að hann ætlaði að „kíkja á
bókhaldið" áður en hann færi að
tjá sig um málið. En Geoffrey
Howe veit mætavel hvernig
ástandið er. Hagur brezta ríkisins
er afar bágur og hefur að undan-
förnu sízt farið batnandi, auk þess
sem ekkert lát virðist á verðbólgu,
sem er í kringum 10% um þessar
mundir. Fyrirsjáanlegar eru stór-
að sætta sig við niðurskurð á hinum
ýmsu sviðum ef hann fái ívilnanir
um leið, til dæmis að því er varðar
skatta.
Lækkun beinna skatta af launa-
tekjum er eitt af því, sem Margaret
Thatcher ætlar sér að koma í fram-
kvæmd. Hún hefur enn ekki sagt
hversu mikil lækkunin verði, en hún
hefur hins vegar lýst því yfir að hún
muni koma bæði hátekjufólki og
láglaunafólki til góða. Almennt er
við því búizt að í hæsta skattþrepi,
þar sem skattheimta er nú 83%,
verði miðað við 60%, og að lágtekju-
skattur lækki úr 33% í 30%. Telja
má víst að þessi ráðstöfun verði til
þess að afla stjórninni vinsælda,
einkum þar sem lækkun hátekju-
skatts veldur ríkiskassanum ekki
nema mjög óverulegu tekjutapi. Til
mótvægis hefur Thatcher gefið í
skyn að virðisaukaskattur verði
hækkaður úr 8% í 10%, auk þess
sem hið opinbera muni spara sér
mikil fjárútlát með því að draga
saman seglin í ríkisrekstri.
Margaret Thatcher og brezkir
íhaldsmenn upp til hópa eru rót-
grónir andstæðingar þjóðnýtingar,
sem tíðkazt hefur í miklum mæli.
Thatcher hefur heitið því að gefa
einkaaðilum kost á því að kaupa
aftur hlutabréf í þjóðnýttum fyrir-
tækjum, en sá hængur er á, að flest
ganga þau svo illa, að vart mundu
aðrir en flón láta sér til hugar koma
að festa í þeim fé.
„Ég skal finna
þá í fjöru“
Þegar rætt er um verkalýðs-
hreyfinguna og stefnu hennar í
kjaramálum er ljóst að þar sækir
Margaret Thatcher á brattann.
Hafi Callaghan og stjórn Verka-
mannaflokksins, sem brezta
verkalýðshreyfingin hefur átt ná-
ið samstarf við, átt fullt í fangi
með að halda aftur af kröfugerð
launþega og lægja öldurnar á
vinnumarkaði, jafnframt því sem
við mikið atvinnuleysi er að etja í
landinu, er ekki við því að búast að
Thatcher vegni betur á þeim
vettvangi.
Hún hefur marglýst því yfir að
yfirgangur verkalýðshreyfingar-
innar og óraunsæ kröfugerð eigi
verulega sök á því hvernig komið
sé fyrir þjóðarbúinu, og að ekki
geti gengið að láta launþegasam-
tökin vaða uppi með þessum hætti
öllu lengur. „Ég skal finna þá í
fjöru," hefur Thatcher sagt.
Hvernig hún ætlar að fara að því
er aftur önnur saga, en hún hefur
sagzt ætla að lækka bætur til
fjölskyldna þar sem fyrirvinnan
er í verkfalli, koma á leynilegri
atkvæðagreiðslu í stéttarfélögum
og stuðla að því að vinnudeilur
verði útkljáðar án íhlutunar
stjórnvalda. Kjarasamningar um
Ráðstefna um hópslys
og bráðaþjónustu
Enskir sérfræðingar meðal fyrirlesara
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
verða flestir íslenzkir, en þó hefur
tveim Bretum verið boðið að halda
fyrirlestra á ráðstefnunni, en þar
er um að ræða svæfingarlæknana
John Zorab og Peter Baskett frá
Bristol sem farið hafa víða um
heim og kynnt bráðaþjónustu og
skrifað bók um þennan þátt björg-
unar- og læknishjálpar. Að sögn
aðstandenda ráðstefnunnar er
Laugardaginn 19. maí
næstkomandi efnir
Borgarspítalinn í Reykja-
vík í samvinnu við
Almannavarnir ríkisins,
til ráðstefnu um hópslys
og bráðaþjónustu. Verður
ráðstefnan haldin í
fundarsal í nýbyggingu
Borgarspítalans, en
fundarsalurinn er fyrsta
húsnæðið í nýbyggingunni
sem tekið er í notkun.
Til ráðstefnunnar hefur verið
boðið aðilum sem fara með mál er
snerta hópslys og bráðaþjónustu
og verða málin rædd á breiðum
grundvelli, eins og kom fram á
blaðamannafundi sem forsvars-
menn ráðstefnunnar héldu í gær.
Forsvarsmenn ráðstefnunnar um hópslys og bráðaþjónustu (f.v.) Kristinn Guðmundsson, Þórður
Harðarson, Jóhannes Páimason, Eggert Ásgeirsson, ólafur Jónsson og Guðjón Petersen.
mikill fengur að þessum mönnum,
því þeir hafa góða þekkingu og
reynslu á þessu sviði.
Af einstökum fyrirlestrum má
nefna að Haukur Kristjánsson
yfirlæknir flytur erindi um starf-
semi slysadeildar, Eggert Ásgeirs-
son flytur erindi um skipulag
sjúkraflutninga, John Zorab talar
um skipulagningu á slysstað,
Þórður Harðarson yfirlæknir ræð-
ir um flutning hjartasjúklinga,
saman fjalla svo þeir John Zorab
og Perter Baskett um hreyfan-
legar endurlífgunarsveitir svo og
fjallar Peter Baskett um skipulag
og þjálfun vegna skyndihjálpar.
Ennfremur ræða Guðjón Petersen
og Hafþór Jónsson um almanna-
varnir, björgunar- og hjálpar-
sveitir, Haraldur Sigurðsson verk-
fræðingur fjallar um fjarskipta-
mál og lokafyrirlesturinn flytja
þeir Englendingarnir og verður
hann um skipulag vegna hópslysa.
Að lokum fyrirlestrunum verða
hringborðsumræður.
Það kom fram á blm.fundinum
að bráðaþjónusta er snar þáttur í
starfi Borgarspítalans. Um 60 af
hundraði sjúklinganna sem þang-
að koma eru svonefndir bráða-