Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
17
hefur nokkrum sinnum fengið að
fara til útlanda. Jafnvel Petr
Shelest, sem var sviptur sæti í
stjórnmálaráðinu og stöðu fyrsta
flokksritara í Úkraínu, á son sem
er forstjóri Eðlisfræðistofnunar-
innar í Kiev, þótt sennilega hafi
hann ekki eins mikla möguleika á
ferðum til Florida og á velmektar-
dögum föður hans. Anastas
Mikoyan, sem lézt í fyrra 82 ára að
aldri, átti þrjá syni, sem gegna
mikilvægum störfum á sviði flug-
mála og hafa áreiðanlega notið
stuðnings frænda síns Arten, eins
þeirra sem smíðuðu hina frægu
MIG-flugvél. Annar sonur hans er
forstöðumaður Stofnunar Róm-
önsku Ameríku og er ritstjóri
ritsins Rómanska Ameríka.
Freistingar
Mörg börn hinna útvöldu falla
að sjálfsögðu fyrir ýmsum freist-
ingum og reyna lítið til að koma
sér áfram. Stalín og Voroshilov
áttu til dæmis syni sem urðu
alræmdir ofdrykkjumenn. Þeir
sem eru á leynilista flokksins yfir
þá sem eru skipaðir í æðstu
embætti (nomen klatura) njóta
ótrúlega margra forréttinda og
líklega eru yfirborganir ekki mik-
ilvægustu forréttindin. Þeir geta
verzlað í verzlunum, sem eru
lokaðar almenningi þar sem á
boðstólum eru sovézkar og vest-
rænar vörur á niðursettu verði án
þess að fólk þurfi að standa í
biðröðum. A sama hátt eru til
veitingastaðir, sem jafnerfitt er
að fá aðgang að. Þeir geta fengið
betri íbúðir og sumarhús (dachas)
ásamt þjónum til að sjá um þau,
einkabíla eða ríkisbíla með einka-
bílstjórum, sérstaka læknisþjón-
ustu og sumarleyfisferðir.
En mestu máli skiptir fyrir
börn hinna útvöldu að þau hafa
aðgang að réttum aðilum, sem
geta beitt áhrifum sínum. Þau
þekkja menn á réttum stöðum,
sem geta hjálpað þeim, og þetta er
sérstakt fyrirgreiðslukerfi, sem er
kallað „blat“. Það tryggir þeim
aðgang að beztu menntastofnun-
um og beztu stöðurnar að námi
loknu, jafnvel þótt hæfileikar
þeirra séu aðeins í meðallagi.
Alþjóðamálastofnunin í Moskvu
(MIMO) er sérstaklega eftirsótt,
þar sem hún tryggir utanlands-
ferðir, en ekki er nokkur leið að
komast í MIMO án verulegra
kynna af mönnum á réttum stöð-
um, „blat“, og meðmæla frá háum
stöðum í flokknum.
Igor, sonur Nikolai Shchelokov
innanríkisráðherra, hefur varið
drjúgum hluta tíma síns í MIMO
til þess að svalla í veizlum í
„dacha" föður síns og síðan hefur
hann ekið til fyrirlestra í Merce-
des-bíl, sem faðir hans hefur gefið
honum. Þótt hann sé mjög lélegur
námsmaður varð hann aðnjótandi
þeirra óvenjulegu forréttinda að
fá starf um stundarsakir í sovézka
sendiráðinu í Ástralíu svo að hann
gæti aukið kunnáttu sína í ensku.
Áhrifin
Áhrif þessa kerfis forréttinda
og fræmdsemissjónarmiða koma
líklega ekki að öllu í ljós fyrr en í
næstu kynslóð, en nú er þegar
ljóst, að tilflutningur milli stétta
í Sovétríkjunum er miklu minni
en nokkru sinni áður. Hreinsanir
Stalíns færðu núverandi kynslóð
valdamanna, sem voru flestir af
verkamanna- eða bændaættum,
skjótan frama, en börn þeirra
hafa alizt upp í einangruðu um-
hverfi þar sem þau hafa notið
verndar og forréttinda, þannig að
þau eiga fátt sameiginlegt með
öðrum borgurum Sovétríkjanna.
Þau giftast yfirleitt innbyrðis og
nota sjálf „blat" — kynni við
menn á réttum stöðum — til að
tryggja að þeirra börn njóti sömu
forréttinda og komist áfram.
Með því að fylla beztu embætti í
Sovétríkjunum áreiðanlegum en
hæfileikasnauðum börnum for-
réttindastéttarinnar er ýtt undir
stöðnun í efnahagsmálum og jafn-
framt eykst gremja og vonleysi
hæfileikafólks og metnaðar-
gjarnra manna sem komast ekki á
tindinn fyrir afkomendum forrétt-
indafólksins.
Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga hefur hafið starfsemi sína, eftir að ofn hennar var kyntur upp síðan í siðustu viku. Myndin var
tekin sl. föstudag og lagði reyk frá verksmiðjunni út yfir Hvalfjörðinn. Lió R
Martin
Jensen
síma-
verkstj.
sjötugur
Sjötugur er í dag Martin Jensen
símaverkstjóri, Rjúpnadal við
Rjúpnahæð. Hann er innfæddur
Reykvíkingur, fæddur 15. maí
1909, í Efstabæ í Þingholtum.
Hann hóf störf við fyrstu útvarps-
stöðina á Melunum, sem Ottó B.
Arnar o.fl. ráku hér á árunum
1926—1929 og var fyrirrennari
Ríkisútvarpsins. Eftir að þessi
stöð hætti, réðst hann til Lands-
símans, og varð hann er Ríkisút-
varpið tók til starfa, einn af fyrstu
starfsmönnum þess. Hefur hann
starfað nær óslitið í þjónustu
þessara stofnana síðan, en hætti
störfum um s.l. áramót. Kona
hans var Anna Eygló Egilsdóttir,
látin fyrir nokkrum árum.
Félagar hans og vinir — en þeir
eru margir — senda þessum hátt-
prúða sæmdardreng hlýjar kveðj-
ur á þessum tímamótadegi.
Vinur.
83033
er nýtt
símanúmer
á afgreiöslu
Morgunblaösins
Hafísnefndin
saf nar gögnum
Hafísnefndin, sem skip-
uð er alþingismönnum,
var á ferð á Norðurlandi á
föstudafí. Kom hún m.a.
til Bakkafjarðar, Vopna-
fjarðar, Þórshafnar og
Raufarhafnar og sagði
Már Oskarsson á Þórs-
höfn að nefndin hefði til
athugunar ýmsa þætti
varðandi vegamál og flug-
mál svo og skiptingu afla-
magns á þessum stöðum.
Myndi nefndin taka
saman greinargerð um
athuganir sínar, sem
síðan yrði send heima-
mönnum til umfjöllunar.
Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiöju Noregs bjóöum viö stórglæsilegt úrval
eldavéla, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæöu verði. Góöir greiösluskilmál-
ar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og þaö allra nýjasta:
svartur.
Sendid úrklippuna til okkar
og viö póstieggjum bækling strax.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaöastræti 10 A — Sími 16995.