Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1979 35 fárra, hefur markvíst unnið sér þegnrétt í samfélagi lýðháskóla og skotið rótum til frambúðar. Ég samfagna formanni Nemenda- sambandsins með ferð þessa og óska honum og sambandinu í heild frekara gengis á komandi árum. V Þegar drepið er á vöxt Skál- holtsskóla, leitar að venju á hugann sá vandi, að stofnunin á stærstan við að glíma, og er þar til húsnæðismála leikurinn gerður. Skálholtsskóli hefur nú starfað sem sjálfseignarstofnun nokkuð á annað ár, en rekstur hans að mestu verið fjármagnaður af rík- inu, þótt Kristnisjóður hafi lagt lið, sem vel er þegið og þakksam- lega. Hinu er ekki að leyna, að ríkisframlag til byggingarmála hefur enn verið táknrænt einungis eftir að rekstur skólans komst á þann grundvöll, sem nú var nefnd- ur. Hér verður ekki í smáatriðum lesinn gamalkunnur pistill um byggingarþörf Skálholtsskóla, en einungis á það minnt, að kennslu- rými og mötuneyti er hér upp komið handa fimmtíu nemendum, en heimavist hýsir með góðu móti tuttugu nemendur einungis. Ligg- ur í augum uppi, að þess er þörf, að allir velunnarar skólans taki fullum hálsi undir þá kröfu, að rífleg fjárveiting komi til á árinu 1980, að fullgert megi verða það hús, sem hér stendur hálfbyggt og farið er að hrörna án þess það nokkru sinni kæmist endanlega á legg, — auk þess sem hafist verði handa um byggingu síðari áfanga heimavistar. Ekki er hægt að segja, að lýðháskóli sé endanlega risinn á Islandi fyrr en þessum framkvæmdum hefur verið til vegar komið. Svo brýnt sem það er vegna vetrarstarfs í Skálholti, að ráðið verði fram úr málum þessum, verður þörfin ennþá átakanlegri þegar hugsað er til athafnasemi þeirrar, er hér fer fram á sumrum. Eins og getið var við skólasetn- ingu á liðnu hausti urðu sumar- námskeið og aðrar samvistir hér á skólanum liðlega tveggja mánaða langar samtals á því sumri, sem þá taldi út. Þar með var árleg starfsemi á vegum stofnunarinnar orðin um það bil tíu mánaða löng. Enn bendir allt til þess, að á sama veg fari á komandi sumri, enda mörg námskeið bókuð nú þegar og fleiri samvistir í burðarliðnum. Sumarvistir á Skálholtsskóla hafa iðulega orðið mjög fjölsóttar, tala gesta verið á bilinu milli 50 og 100, jafnvel skipt hundruðum. Þrásinnis er þar um að ræða útlendinga, sem að verulegu leyti meðtaka í Skálholti þá mynd af íslandi, sem þeir hafa heim með sér. Ekki getur talist vansalaust að búa þann veg að slíkum gestum sem gert hefur verið. Skálholt er, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að verða eins konar vísir að norrænni menningarmiðstöð sumarmánuðina. Slík sérstaða felur í sér skyldur, sem stjórnvöld hljóta að sinna svo fljótt sem unnt er. VI Elskulegu vinir, nemendur frá í vetur. Ætíð er mér með nokkrum hætti tregt tungu að hræra, þegar sjálf skilnaðarstundin rennur upp. Svo er enn í dag, — ef til vill í ríkari mæli en stundum endra- nær. Þegar ég lít um öxl yfir veturinn, verður eitt einkenni ykkar öðrum ofar á baugi: Sam- heldnin. Það er ótrúlegt, hvað lítill hópur getur orðið sundurleitur, — sundraður. Hitt er þá ekki síður fagnaðarefni, hvílíkur einhugur fær ríkt innan sams konar hóps, þegar vel rætist úr. Þannig hefur ykkur farið. Ég hygg, að ein- drægni hafi sjaldan verið meiri á Skálholtsskóla hinum nýja en í vetur, og hafa þó jafnan orðið hér vinakynni. Sá góði félagsandi og heimilis- bragður, sem hér hefur ríkt, gefur mér tilefni til tveggja ályktana: Ég hygg að þið upp til hópa munið re.vnast farsæl að hverjum þeim félagslegum vettvangi öðrum, sem kann að verða hlutskipti ykkar í bráð og lengd. í annan stað leyfi ég mér að vona, að þið í einhverj- um mæli haldið hópinn, þegar frá líður, treystið systkinaböndin, — og varðveitið tengslin við Skál- holtsskóla — lítið á ykkur sem Skálhyltinga, þótt áfram líði árin. Lýðháskólavist lýkur í rauninni aldrei. Hafi nemandi einu sinni orðið eiginlegur heimamaður á lýðháskóla, á hann þangað heimvon og erindi ævilangt. Von mín er sú, að einmitt ykkur verði þannig farið, ef nokkur hópur getur vænst þess. Og velkomin skuluð þið vera, hvenær sem ykkur ber að garði. Hinu er ekki að leyna og ástæðulaust að gera tilraun til að breiða yfir það, að í dag verða þáttaskii í lífi okkar allra. Hin nána samvist er á enda og verður aldrei söm á ný. A slíkum tíma- mótum skiptir það miklu, hvað hver og einn hefur fengið í sinn hlut. Ég drap í upphafi á kvæði Þorsteins Erlingssonar, „Bókin mín“. Öll eigið þið ykkar lífsbók. Eitthvað hefur verið í hana párað undanfarna mánuði og annað skafið af, þurrkað út. Vonandi höfum við, leiðbeinendur ykkar hér í vetur, ekki gengið of langt í því að skrifa þennan bókarkafla fyrir ykkur, móta ykkur að okkar geðþótta. Víst mun um það, að viljandi hefur enginn blekkt ykkur eða svikið. Markmiðið hefur satt að segja öðru fremur verið það að opna ykkur sýn til svo margra átta sem kostur var á og hvetja ykkur í ljósi þeirrar fjölskyggni til að taka pennann í eigin hönd, færa sjálf í letur nokkrar síður lífsbókarinnar, — og halda því áfram á komandi tíma. Ekkert mun á það skorta, er þið farið héðan, að vinnufúsar hendur verði á lofti, framandi hendur, sem fyrir hvern mun vilja taka af ykkur ómakið, skrifa bókina góðu í ykkar stað. Ævinlega hefur heimurinn verið ríkur af þess konar þjónustusemi og ef til vill aldrei auðugri en nú, á öld tak- markalausrar fjölmiðlunar, áróðurs og auglýsingatækni. Það er erfitt að vera maður á slíkum tímum, engann veginn vandalaust að standa á eigin fótum, velja sér leiðina sjálfur, halda fram bókar- gerðinni i trássi við þau öfl, sem bjóðast til að leysa verkefnið fyrir ykkur. En ef til vill hefur heldur aldrei verið eins heillandi að reyna að vera maður eins og einmitt nú, þegar mannlegri reisn er þráfaldlega ögrað og að henni kreppt úr ýmsum áttum. „Um síðuna þá, sem þar óskrif- uð er, ég ætla ekki að metast við neina. Mig langar, að sá enga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.“ Þannig lýkur ljóði Þorsteins Erlingssonar. Stór orð þar. Og þó engan veginn út í hött. Ef þú ekki lifir lífi þínu sjálfur — sjálf — að eigin vali og á eigin ábyrgð, verður tilvera þín ósönn, óraunveruleg, svikin. — Stjörnudýrkun, leiðtogatrú, hugmyndafræðilegt ánauðarok, — ölí þessi skýru einkenni okkar aldar, eru einu og sama markinu brennd: Þau fela í sér sníkjulíf, þar sem einstaklingurinn í vesal- mennsku afneitar séreðli sínu og nærist á öðrum eða öðru, hleypur eftir hverjum vindi og á það um síðir á hættu að glata sjálfum sér. Lýðháskólar hafa nú á aðra öld í veikleika sínum og vanmætti háð baráttu gegn þess konar lífslygi, baráttu fyrir mannlegri rcisn, andspænis ómennskum öflum for- tölumeistara og sjónhverfinga- manna. Þið hafið tekið þátt í þeirri baráttu undanfarin misseri. Megi hún blessast ykkur um ókomin ár. Megi líf ykkar leiða tii sigurs þess einstaklings, er óhikað teflir fram skarpskyggni sinni og heilindum gegn vélabrögðum að- gangsharðrar veraldar, — og upp- sker í sannlcika sjálfan sig að launum. Með þeim orðum þakka ég vet- urinn, kveð ykkur öll og bið fararbeina. — Heimir Steinsson. Núverandi stjórn Krabbameinsfélagsins, ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Standandi eru, talið frá vinstri: Matthías Johannessen ritstjóri. dr. Gunniaugur Snædal yfirlæknir, Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri, dr. Friðrik Einarsson fyrrv. yfirlæknir, Erlendur Einarsson forstjóri og Olafur Örn Arnarson læknir. Sitjandi eru: Jónas Hallgrímsson prófessor, dr. Ólafur Bjarnason prófessor, Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri félagsins og Hjörtur Hjartarson forstjóri. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands: Húsnæðisþrengsli koma í veg fyrir aukningu á AÐALFUNDUR Krabbameins- félags íslands var haldinn 27. apríl s.l. í húsakynnum félagsins að Suðurgötu 22 í Reykjavík. Mættur var 21 fulltrúi frá 13 krabbameinsféiögum, auk stjórnar og starfsmanna, en aðildarfélögin eru nú 21 og félags- menn þeirra á tíunda þúsund. í skýrslu formanns íélagsins, dr. óiafs Bjarnasonar prófessors. kom fram að starfsemin á síðasta ári var að miklu leyti lík því sem verið hefur undanfarin ár. I Leitarstöð B er leitað að krabbaemini í legi og brjóstum en frumurannsóknarstofan rannsakar sýni frá leitarstöðinni og öðrum aðilum og hefur sú starfsemi aukist nokkuð. Á vegum krabbameinsskrárinnar er unnið að skráningu krabbameina og faraldsfræðilegum rannsóknum. Krabbameinsfélag Islands gefur út tímaritið „Fréttabréf um hcilbrigðismár, sem nýtur sífellt aukinna vinsælda, en að öðru leyti er fræðslustarf um krabbamein í höndum Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Það félag sér einnig um rekstur „Happdrættis Krabba- meinsfélagsins". Af sérstökum verkefnum Krabbameinsfélags íslands á síð- asta ári er þess að geta ár árlegur fundur Norræna krabbameinssam- bandsins var haldinn hér í júní- mánuði og var í fyrsta sinn hér- lendis efnt til sérstakrar vísinda- ráðstefnu í tengslum við hann. Viðfangsefnið var krabbamein og erfðir. Það kom fram í skýrslu dr. Ólafs Bjarnasonar að fljótlega er þess að vænta að nefnd sem unnið hefur að tillögugerð um framtíðarskipulag krabbameinslækninga ljúki störfum og skili álitsgerð. Mun hilla undir lausn þessara mála með nýbyggingu yfir lækningastarfsemi þessa á lóð Landspítalans og kaup- um á fullkomnum geislalækninga- tækjum. Formaðurinn gat þess að núver- andi húsnæði væri að springa utan af starfemi félagsins. Þrengslin koma í veg fyrir alla aukningu á starfinu, t.d. aukna leit að krabba- meini, en nú er verið að kanna nýjar leiðir til að leysa þennan vanda. Á aðalfundi Krabbameinsfélags Islands gerði Hjörtur Hjartarson grein fyrir reikningum félagsins. Rekstrartap var 5,4 milljónir króna. Stærstu tekjuliðirnir voru árstillög frá krabbameinsfélögum 23,2 millj. kr. (þar af ágóðahlutur af happdrætti 20,8 millj. kr.) og framlag frá ríkissjóði 22,4 millj. kr. Ríkisstyrkurinn nam þó aðeins 21'7r af heildartekjunum sem á síðasta ári voru 83,3 millj. kr. Dr. Ólafur Bjarnason lýsti því yfir á fundinum að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins, en hann hefur verið formaður Krabbameinsfélags íslands síðan 1973. Áður hafði hann verið í stjórn Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur allt frá stofnun þess árið 1949. í stað dr. Ólafs var dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir kosinn formaður Krabbameinsfé- lags íslands. Hann hefur verið í stjórn félagsins síðastliðið starfsár en verið formaður Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur síðan 1966. í stjórnina var kosinn Tómas starfi Árni Jónasson læknir og endur- kjörin þau Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri og Hjörtur Hjartarson forstjóri, öll til fjög- urra ára. Fyrir í stjórninni eru Jónas Hallgrímsson prófessor, Er- lendur Einarsson forstjóri, Ólafur Örn Arnarson læknir, Matthías Johannessen ritstjóri og dr. Friðrik Einarsson fyrrverandi yfirlæknir. I varastjórn voru kosin Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Jón Þorgeir Hallgrímsson læknir, Jónas S. Jónasson kaupmaður og María Pétursdóttir hjúkrunar- fræðingur. Að loknum aðalfundinum var haldinn fræðslufundur þar sem Sigurður E. Þorvaldsson læknir ræddi um uppbyggingu brjósta eftir brottnám þeirra og Hrafn Tulinius prófessor gerði grein fyrir rannsóknum Krabbameinsskrár- innar á faraldsfræði brjósta- krabbameins. Nýkjörinn formaður Krabbameinsféiags Islands, dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, ávarpar fundarmcnn á aðalfundi félagsins. Til hliðar situr Erlendur Einarsson, en hann var fundarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.