Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
47
A-Þjóðverjar
rekafréttamann
Austur-Berlín. 14. maí. Reuter.
AUSTUR-Þjóðverjar vísuðu úr
landi í dag fréttamanni vestur-
-þýzku sjónvarpsstöðvarinnar
ZDF, Peter van Loyen, fyrir að
útvarpa yfirlýsingu frá andófs-
manninum og rithöfundinum
Stefan Heym.
Hann fékk eins sólarhrings
frest til að fara úr landi og honum
var sagt, að hann hefði brotið
nýjar reglur sem banna blaða-
mönnum að taka nokkur viðtöl, án
samþykkis austur-þýzkra yfir-
valda.
Van Loyen, sem hafði aðeins
verið 42 daga í Austur-Berlín, sagði
Reuter að hann teldi brottvísun
sína fordæmi sem Austur-Þjóðverj-
ar ætluðu að nota til að sýna hve
Sex ára
bömum hætt
við krans-
æðastíflu
Ann Arbor. MichÍKan,
14. maí. AP.
BÖRN í Bandarikjunum eru
svo aðgerðalítil að þau eiga á
hættu að verða kransæðastíflu
að bráð. þegar við sex ára
aldur, segir í skýrslu, sem
háskólinn í Michigan hefur
sent frá sér. Thomas Gilliam,
prófessor við háskólann í
Michigan, skýrði frá þcssu.
„Ekki svo að skilja að börnum
sé hætt við að fá kransæða-
stíflu þegar á morgun en
þegar við þennan aldur hafa
þau tekið upp venjur og ein-
kenni hafa þegar komið fram.
sem leitt gætu til kransæða-
stíflu.“ sagði prófessor Gilli-
am.
„Börn eru keyrö til og frá
skóla. Þau sitja langtímum
saman fyrir framan sjónvarp
og neyta kaloríuríkrar dósa-
fæðu. Afleiðingin er mikið
kólesteról, hár blóðþrýstingur,
offita og fleiri einkenni sem
komið hafa fram hjá fullorðn-
um með þessa sjúkdóma. Börn í
bandarísku þjóðfélagi, einnig
þau sem stunda íþróttir en þar
undanskil ég frjálsar og sund,
reyna sjaldan svo mikið á sig
að verulega reyni í hjartað.
Hjartað fær þannig ekki nógu
mikla áreynslu til að stælast,"
sagði Gilliam.
Prófessor Gilliam hefur síð-
an 1975 athugað um 500 börn í
Michigan og hjá um 50% þeirra
fundust þegar einkenni, sem
bentu til hjartabilana, svo sem
of mikið kólesteról, hár blóð-
þrýstingur og offita. En Gilli-
am benti á að snúa mætti
þessari þróun við og þau börn,
sem sýnt hefðu einkenni hefðu
gengið í gegn um þjálfunarpró-
gram í 12 vikur og að þeim
loknum hefðu einkennin verið
með öllu horfin.
langt þeir muni ganga í því að
framfylgja hinum nýju reglum sem
voru settar í síðasta mánuði.
He.vm gagnrýndi austur-þýzk yf-
irvöld í viðtalinu fyrir að ofsækja
sig með ákærum um gjaldeyrisbrot
þar sem hann gaf út fjandsamlega
bók á Vesturlöndum án leyfis.
He.vm er 66 ára gamall og fremsti
rithöfundur Austur-Þjóðverja.
Hann sakaði ríkisstjórnina um að
auka ritskoðun og reyna að neyða
hann til að fara úr landi.
Austur-þýzk yfirvöld hafa ekki
dregið dul á það síðan þau settu
nýju reglurnar í síðasta mánuði að
þær beindust aðallega gegn
vestur-þýzku sjónvarpi sem mikið
er horft á í Austur-Þýzkalandi. Það
mun líka hafa farið í taugarnar á
flokksforingjum að austur-þýzkir
rithöfundar og andófsmenn og aðr-
ir hafa komið fram í vestrænum
fréttaþáttum og gagnrýnt yfirvöld.
Brottvísunin er fyrsta róttæka
ráðstöfun Austur-Þjóðverja gegn
vestrænum blaðamönnum síðan
þeir lokuðu skrifstofu Der Spiegel í
janúar. Der Spiegel hafði sagt frá
andstöðuhreyfingu í kommúnista-
flokknum.
Ayatollah Sadeq Kalkhali, æðsti maður byltingardóm-
stólanna í Teheran, á blaðamannafundi, þar sem hann
tilkynnti að dómstólarnir hefðu dæmt keisarann til dauða
— hann væri réttdræpur hvar sem næðist til hans og að
hver sem myrti hann framfylgdi dómi „fólksins". Á
blaðamannafundinum líkti Khalkhali dómstólunum við
Nurnberg réttarhöldin eftir heimsstyrjöldina síðari. Yfir
200 manns hafa verið leiddir fyrir aftökusveitir/dómstól-
anna frá því keisarinn fór frá. stmamynd - ap.
Hef ur Brezhnev heilsu
til að fara til Vínar?
Moskvu. 14. maí. AP.
ÞAÐ verður ekki sami Brezhnev sem Carter Bandaríkjaforseti hittir í
næsta mánuði og sá sem Richard Nixon og Herald Ford, forverar
Carters á forsetastóli, hittu fyrir nokkrum árum. Leiðtogi Sovétríkj-
anna er nú 72 ára og heilsu hans hefur hrakað verulega á síðustu
misserum.
Brezhnev er nú bæði heyrnardaufur og á erfitt með að tala svo að
vel skiljanlegt sé. Hann þykir einnig tvíræður í máli, og hrakar heilsu
hans með hverjum mánuði sem líður. Carter tilheyrir allt annarri
kynslóð en Brezhnev, var ekki fæddur þegar bylting bolsévika var
gerð 1917.
Þar sem heilsufar Brezhnevs
hefur verið ríkisleyndarmál í
Sovétríkjunum ríkir ekki sama
eftirvænting meðal sovézkra borg-
ara og bandarískra um hvort
Brezhnev muni í raun og veru hafa
líkamskrafta til að taka þátt í
fundunum með Carter í Vínarborg
í næsta mánuði. Einnig vekur
fundurinn litla eftirtekt
almennings í Sovétríkjunum þótt
Óttazt um
afdrif ÍOO
ítala í Uganda
Kampala. llxanda. 14. maí. AP-Reuter.
Óttast er um afdrif ítalskra
borgara sem dveljast í bænum
Gulu í norðurhluta Uganda, en
talið cr að þeir séu um 100 talsins.
Sveitir Amins hafa bæinn enn á
valdi sínu. en bærinn er einn
þeirra bæja sem herir nýju vald-
hafanna leggja áherzlu á að ná.
Fregnir herma að „frelsisher-
irnir" séu á jafnri ferð norður á við
og voru um helgina í nánd við Lira,
sem er bær 80 km suðaustur af
Gulu og um 180 km norður af
Kampala. Takmark herjanna er að
ná á sitt vald Arua, höfuðborg
norðurhéraðanna, en frétzt hefur
að þar hafist Amin nú við og
2,000—10,000 hermenn sem hlið-
hollir séu honum.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Apena
Barcelona
Berlín
Brussel
Chicago
Frankfurt
Genf
Helsinki
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kaupmannahöfn
Lissabon
London
Los Angeles
Madríd
Malaga
Mallorca
Miami
Moskva
New York
Ósló
Paris
Reykjavík
Rio De Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
3 alskýjaó
11 lóttskýjað
15 skýjaó
23 heióskýrt
11 heióskýrt
11 heióskýrt
6 skýjaó
7 heiðskýrt
11 rigning
-5 skýjaó
14 heióskýrt
3 bjart veóur
20 mistur
20 heiðskýrt
13 heióskýrt
19 heióskýrt
10 heióskýrt
24 heióskýrt
25 lóttskýjaó
25 rigning
4 heiöskýrt
16 heióskýrt
8 skýjaó
10 bjart veóur
4 alskýjað
18 skýjað
12 skýjaó
7 bjart veður
15 heíöskýrt
14 rigning
10 heióskýrt
5 heiðskýrt.
fjölmiðlar þar í landi hafi mikið
gert úr því máli upp á síðkastið.
Listinn yfir krankleika
Brezhnevs á árunum lítur út sem
skrá í orðabók fyrir læknisfræði
og ná venjulegar orðabækur ekki
yfir helming orðanna. Hefur leið-
toginn m.a. orðið fyrir hjartaáföll-
um og þau sögð allt frá tveimur til
fimm. Það sem af er árinu hefur
Brezhnev verið frá störfum í sjö
vikur vegna veikinda.
í þessari viku fær Brezhnev
Josip Broz Tito Júgóslavíuforseta í
heimsókn og kemur þá enn í ljós
hvort Brezhnev er nógu hraustur
til að fara til Vínar. Tító verður 87
ára 25. maí og hefur þessarar
Moskvuferðar hans verið beðið
lengi., en m.a. er búist við að
leiðtogarnir ræði afstöðu
Júgóslava til Kínverja og eflingu
herja Varsjárbandalagsins.
Vestrænir fjölmiðlar gáfu
Brezhnev ekki alltof góða dóma
eftir heimsókn Ciscards d’Estaing
Frakklandsforseta til Moskvu
fyrir skömmu. Kom þá betur í ljós
en fyrr hversu komið er fyrir
Þetta gerðist
1974 — Spinola hershöfðingi
verður forseti Portúgals.
1972 — Tilraun gerð til að ráða
forsetaframbjóðandann George
Wallace rikisstjóra af dögum í
Laurel, Maryland.
1971 — Mótmælaaðgerðir eftir
hreinsanir í Kaíró.
1960 — Sputnik IV, fyrsta geim-
skipinu, skotið.
1957 — Bretar sprengja fyrstu
vetnissprengju sína.
1955 — Samningurinn um sjálf-
stæði Austurríkis undirritaður.
1918 — Herlið frá Líbanon og
Trans-Jórdaníu gerir innrás í
ísrael og Egyptar gera loftárás á
landið.
1940 — Hollendingar gefast upp
fyrir Þjóðverjum.
1932 — Tsuyoshi Inukai forsæt-
isráðherra ráðinn af dögum í
Tokyo. »
1924 — Innflutningur fólks til
Brezhnev. Hann borðaði aðal-
réttinn í veizlu ríkisstjórnarinnar
í Kreml með skeið, oft var hálf-
gerður sauðarsvipur á andliti hans
og þá virtist hann þreytast til-
tölulega fljótt.
Það er sameiginlegt með
Brezhnev og Carter að báðir hafa
haft mikil kynni af landbúnaði. Þá
eru báðir fæddir og aldir upp í
litlum bæjum, Carter í Plains í
Georgia-fylki, en Brezhnev í
Dnoprodzerzhinsk í Úkraínu, en
sá bær hét áður Kamenskoye.
Báðir hófu þeir lífsbaráttuna
snemma, Carter sem bóndi og 15
ára hóf Brezhnev vinnu í stályðju-
veri. Þeir eiga einnig við svipuð
vandamál að glíma á sviði þjóð-
málanna.
En það er einnig ýmislegt sem
greinir þá að. Carter á m.a. fylgi
sitt því að fagna að hann kveðst
mundu beita sér fyrir auknum
mannréttindum víðs vegar um
heiminn, jafnvel þótt það kostaði
árekstra við Kremlverja. Á valda-
tíma Brezhnevs hafa hundruð
manna verði sett í fangelsi, fanga-
búðir og geðveikrahæli vegna póli-
tískra og trúarlegra skoðana. Þá
er Carter að jafnaði í gallabuxum
í Hvíta húsinu, en Brezhnev er
íhaldssamur á gamlar venjur.
Aðeins fyrir skömmu hætti sovét-
leiðtoginn að berjast gegn því að
hengdar yrðu upp af honum
myndir þar sem sæjust grá hár og
gleraugu.
Bandaríkjanna takmarkaður
eftir þjóðerni með kvótakerfi.
1818 — Uppreisn í París —
Önnur uppreisn í Vín gegn nýrri
stjórnarskrá, sem er felld úr
gildi.
1796 — Napoleon sækir inn í
Mílanó.
1767 — Genúa selur Korsíku
Frökkum.
1602 — Fyrsti hvíti maðurinn
(Bartholomew Gosnold) stígur
fæti í Nýja Englandi.
1571 — Tartarar brenna
Moskvu.
1536 — Anna Boleyn og bróðir
hennar dæmd í Englandi.
1525 — Orrustan um
Frankenhausen.
Afmæli. Metternich prins,
austurrískur stjórnmálaleiðtogi
(1773—1859) — William Lamb,
brezkur stjórnmálaleiðtogi
(1779—1852) — Pierre Curie,
franskur vísindamaður
Flúði í
svifflugu
Miinchen, 14. maí (Reuter)
— 32 ára gamall austur-þýzk-
ur verkfræðingur flúði í dag
til Vestur-Þýzkalands í svif-
flugvél og lcnti nálægt Co-
burg. 16 km frá austur-þýzku
landamærunum.
Biðja
um hæli
Caracas, 14. maí (AP) — Tólf
Kúbumenn óku strætisvagni
gegnum girðingu við sendiráð
Venezúela í Havana um helg-
ina og báðu um hæli sem
pólitískir flóttamenn.
Svindl
í Angola
Jóhannesarborg, 14. maí
(AP) — Kúbanskir embættis-
menn sem starfa í þágu ríkis-
stjórnar Angola hafa verið
staðnir að því að hafa haft
rúmlega 100 milljónir dollara
af stjórninni með fjársvindli
og afleiðingin varð sú, að
meiriháttar breyting var gerð
á stjórninni. Augustino Neto
forseti rak forsætisráðherr-
ann, Lopo do Nasciménto. og
þrjá aðstoðarforsætisráð-
herra.
Tvísýnt
í Kanada
Toronto, 14. maí (Reuter) —
Frjálslyndi flokkurinn í
Kanada undir forystu Pierre
Trudeaus forsætisráðherra
hefur 1% meira fylgi en
íhaldsflokkurinn tæpri viku
fyrir kosningarnar í landinu
samkvæmt skoðanakönnun
Gallups. 43% telja Trudeau
hæfastan til að gegna starfi
forsætisráðherra og 21% Joe
Clark, leiðtoga Ihaldsflokksins.
40.000
drepnir
Bangkok. 14. maí (AP) —
Stjórn Pol Pots í Kambódíu
sagði í dag. að herlið hennar
hefði fellt eða sært rúmlega
40.000 Víetnama í bardögum
undanfarna fjóra mánuði. Frá
þessu var skýrt á ríkisstjórn-
arfundi þar sem ákvcðið var
að efla heraflann, bæta sam-
búð við vinveitt ríki og halda
áfram baráttu gegn Víetnöm
um.
15. maí
(1859—1906) — James • Mason,
brezkættaður leikari (1909---).
Andlát. Daniel O'Connell,
stjórnmálaleiðtogi, 1847.
Innlcnt. Landhelgi íslands 4
mílur 1952 — Kosningum
frestað 1941 — Árnanefnd boðar
málshöfðun 1965 — Fjársöfnun
til styrktar Dönum og Norð-
mönnum hefst 1945 — Borðeyr-
ardeilan leyst 1934 — Tilskipun
konungs um ráðgjafaþing 1834
— Dansleikur Mackenzie í
Reykjavík 1810 — íslandi skipt í
tvö ömt 1770 — f. Grímur Thom-
sen 1820 — d. Pétur Pétursson
biskup 1891 — Ögmundur Kálfs-
son ábóti í Flatey 1187 — f.
Ingólfur Jónsson 1909 — d.
Jóhann Þ. Jósefsson 1961.
Orð dagsins: Maður verður
aldrei ræðumaður ef hann hefur
eitthvað að segja — Finley Peter
Dunne, bandarískur rithöfundur
(1867-1936).