Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 „Mig langar. að sá enga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.“ Þættir úr- ræðu, sem flutt var við skólaslit í Skálholti þriðjudag- inn 1. maí s.l. I. í Ljóðinu „Bókin mín“ fjallar skáldið Þorsteinn Erlingsson með eftirminnilegum hætti um þann vanda, sem kveðinn er að höndum hverjum þeim, er upp vex í samfé- lagi manna og mótast af erfðum sínum og umhverfi. Ljóö þetta er meira en hálfrar aldar gamalt og ber að sjálfsögðu svipmót eigin tíma. En að þeim sérkennum slepptum verður í kvæðinu auð- veldlega rakinn sammennskur þáttur og ævarandi ásteytingar- efni hverrar nýrrar kynslóðar. „Þú skyldir mín lífsbók," segir skáldið og líkir æviferli sínum við ritverk, sem í öndverðu er óskrif- að, en á vinnst frá vöggu til grafar: „Ég fékk þig svo ungur á fjarlægri strönd," kveður Þor- steinn. Sjálfur er hann hvítvoð- ungur, þegar bókinni er lokið upp og fyrsta síðan letruð. Hann á engan hlut að því máli né heldur að þeim þáttum bókarinnar, er næstir fara: „Á þér var hvarvetna annarleg hönd, því óvitar kunna ekki að skrifa." Lifsbókin er í upphafi og raunar lengi vel ann- arra verk: Foreldrar, grannar, skóli, félagasamtök af ýmsum toga, síðan stjórnmálaflokkar og stefnur endalausar, allir þessir aðilar og ótaldir aðrir eru önnum kafnir við að færa í letur lífsbók sveinsins unga. Allir vilja honum vel: „Ég veit þó sitt besta hver vinur mér gaf, Heimir Steinsson: um vik og rugli þau í ríminu með rauðan penna á lofti, — ellegar hrifsi af þeim kverið og pári þar síðu eftir síðu að eigin geðþótta. Þverstæða alls uppeldis er hér dregin fyrir odd: Enginn neitar nauðsyn þess að hafa gott fyrir börnum og beina æskufólki inn á hallkvæmar brautir. Veröldinni er nú einu sinni þannig háttað, að án siíks vegarnestis yrði hinum unga trúlega fótaskortur fyrr en varir. Hinu er ekki að neita, að sérhver athöfn, er að því miðar að móta annan einstakling, býður ævinlega heim þeirri hættu, að gengið sé á rétt þess, sem fyrir mótuninni verður, hann með nokkrum hætti gerður að viðfangsefni, en ekki að sjálfstæðu markmiði og mann- legri reisn þannig stefnt í tvísýnu. Nær lokum ljóðs horfir Þor- steinn Erlingsson yfir sviðið með augun fullorðins manns, og þar er honum ætlað, jafnvel í ríkari mæli en almennt gerist um skóla. En jafnfrmt er yfirskrift lýð- háskóla og eiginlegt markmið ævinlega að finna þar sem frjáls og sjálfstæður einstaklingur hefst handa um að skrifa saman lífsbók sína án íhlutunar eða þrýstings af nokkru tagi. Farist hið síðar nefnda fyrir, kafnar lýðháskóli undir nafni. Honum er ekki ætlað að „útskrifa" karla eða konur, sem sett hafa verið í samfélagslegar eða hug- myndafræðilegar stellingar. Verk- efni hans er að vekja menn til vitundar um valkosti tilverunnar, — og láta þá síðan óáreitta í þeirri góðu trú, að hver sé sinnar gæfu smiður og byggingar- framkvæmdirnar því best komnar í eigin höndum. En spurningin um endanlegt jafnvægi milli mótunar og sjálfshjálpar er og verður fjölda valkosta, sem framast varð við komið. IV Um félagslíf á Skálholtsskóla má m.a. geta þeirrar nýlundu, er varð í upphafi vetrar, en þá fóru nemendur allir og starfsmenn í þriggja daga öræfaferð. Lá leiðin norður um Biskupstungnaafrétt og þaðan að Hveravöllum, í Kerlingarfjöll og víðar. Skólinn naut við þetta tækifæri gistivin- áttu Biskupstungnahrepps, er byggt hefur nýjan og vistlegan skála í Svartárbotnum. Einmuna veður var þann tíma sem við dvöldum á fjallinu, og mun ekki ofmælt að ferð þessi hafi haft djúp áhrif á hópinn allan. Hefur sú heiðríkja, sem við þarna nut- um, með nokkrum hætti sett mark sitt á sambúð manna þaðan í frá. Áformað er að hefja næsta skóla- ár með sama hætti. „Mig langar, að sá enga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni” og viljandi blekkti mig enginn." — En bókin verður ekki hans eigin smíð. Þar kemur jafnvel um síðir, að hann á einskis annars kost en hefjast handa um að gjörbreyta ritverkinu. Sú iðja verður ekki hrist fram úr hendi: „Til þess að skafa það allt saman af er ævin að helmingi gengin." Á miðjum aldri stendur höfundur sig að því að hafa átt í stríði við þann arf, er aðrir létu honum í té, — Jang- vinnri og sársaukafullri baráttu. Þá fyrst er þess að vænta, að hann orðfæri lífsbók sína sjálfur, er hann hefur gert upp sakirnar við það góða fólk, sem fyrir löngu afhenti honum bókina hálfskrif- aða. Ljóð þetta hefur löngum verið mér hugstætt og af ýmsum ástæð- um. Þrásinnis þótti mér — og þykir enn — auðvelt að skilja Þorstein Erlingsson, er hann kveinkar sér undan eljusemi þeirra, er leiðbeindu honum fyrr meir, — svo vanþakklát sem sú umkvörtun raunar kann að virð- ast. Annað hefur að mér sótt með árunum: Löngunin til að líta þetta ljóð af sjónarhóli þeirra, sem rás viðburðanna hefur sett til að skrifa lífsbækur enn yngri kyn- slóðar. Sjálfsagt er slík vanga- velta engan veginn sjaldgæf. Sér- hvert foreldri hlýtur að kenna hennar á sjálfu sér, — sérhver skólakennari hið sama, æskulýðs- leiðtogi, uppalandi af sundurleit- ustu gerð: Hver er ég að veita viðtöku hvítvoðungi, ómótuðum leir, sem á viðkvæmasta vaxtarskeiði mun jafnvel bera fingraför mín, þótt ég hræri hann svo mjúklega sem framast er kostur, — að ég ekki tali um önnur handtök mín og styrkari, en án þeirra þykjast fæst okkar geta komið barni á legg og geta vísast ekki? — Hver er ég að standa ár eftir ár andspænis ungmennum á örum þróunarferli, albrynjaður mínum viðhorfum, mínum rökum — og fordómum? „Það verður á bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa.“ Þannig kveður Þorsteinn enn. Öll eru mannanna börn-veik fædd. Öll eiga þau skammt að lifa, hvort heldur borið er saman við sögu þjóðar eða heims. Sveinninn ungi og meyjan, bæði tvö eiga þau fullt í fangi að setja saman lífsbók sína, þótt ég geri ekki þeim örðugara Þættir úr ræðu, sem flutt var við skólaslit í Skálholti bregður hann á loft þeirri lausn, er hann sjálfur um síðir hefur fundið: „Um síðuna þá, sem þar óskrifuð er, ég ætla ekki að metast við neina." Þorsteinn hefur gert upp sakirnar við fortíð sína, tekið uppeldi sitt í eigin hendur. Sjálfur hyggst hann skrifa niðurlag lífs- bókarinnar. Um það mun hann ekki deila við nokkurn mann. Hann hefur tekið út þann per- sónuþroska, sem nauðsynlegur er til að fá lifað sjálfstæðu lífi alvaxta einstaklings. Þessu marki hefur hann náð á eigin spýtur, eftir langa raun. Lesandinn situr hins vegar eftir með þá spurningu, hvort ekki sé unnt að greiða slíkri niðurstöðu götuna með einhverjum þeim upp- eldisháttum, er markvíst miði að eflingu dómgreindar til ákvarðanatöku langtum fyrr á lífsleiðinni en gerðist á dögum Þorsteins Erlingssonar og vafalít- ið er algengast enn þann dag í dag. II Þessa stuttu ígrundun hug- stæðra efna leyfi ég mér að hafa í frammi, er við í dag komum saman til sjöundu skólaslita lýð- háskóla í Skálholti. Lengra mun ég ekki rekja það hnoða í upphafi máls. En vissulega eru hér á ferð vandkvæði, sem ævinlega reynast áleitin hverjum þeim, er tekist hefur á hendur uppeldishlutverk undir merkjum norrænna lýð- háskóla. Sjálfur er lýðháskólinn lifandi mynd þeirrar þverstæðu, sem ég áðan gat um: Mótunarstarf óleyst, þótt benda megi á leiðar- merki, er vísa kunna á veg fram. III Skólahald í Skálholti hefur þennan vetur sem löngum endra- nær gengið áfallálaust með öllu. Nemendur urðu á skólaárinu alls 42 talsins, þar af 31 í lýðháskóla- deild, en 11 í unglingadeild, sem raunar lýkur ekki störfum fyrr en síðla maímánaðar. Þessi tala er nokkru hærri en orðið hefur undanfarna vetur, enda varð aðsókn að skólanum á liðnu hausti slík, að öðrugt var við að sjá. Þröngt var setinn bekkurinn í heimavist, tveggja manna herbergi skipuð þremur nemend- um á stundum, en nemendur einnig hýstir í öðrum staðarhús- um. Kennsluhættir urðu í vetur nokkru fjölbreyttari en undan- farin ár. Gætti þess einkum á vettvangi listiðkunar ýmiss konar. Auk píanóleiks og almenns söngs fór kennsla fram í fiðlu- flautu- og gítarleik, þjóðdansar voru iðkaðir vetrarlangt og leikmennt var föst námsgrein á stundaskrá, en fjöl- raddaður söngur hafður í frammi með sama hætti. Nám var og upp tekið i búvísindum, og líffræði- iðkanir urðu fjölþættari en fyrr vegna tilkomu ýmiss konar rann- sóknarstarfa. Stundum í menningarsögu var fjölgað og föndurkennsla aukin. Skyndi- hjálparnámskeið fór fram nær lokum skólaárs. Aðrir eldri þættir námsins allir voru óbreyttir og áhersla sem fyrr lögð á þann Á útmánuðum æfðu nemendur sjónleikinn „Narfa“ eftir Sigurð Pétursson. Varð sú starfemi einn- ig nýstárleg um margt, þrátt fyrir reynslu af leikstarfsemi liðinna ára. Hér var ráðist í að flytja eitt elsta verk íslenskra leikbók- mennta, að nokkru varð að snúa því úr dönsku, og sýningar urðu fleiri en fyrr hefur verið. Að öðru leyti hefur félagslíf í Skálholti borið sömu einkenni og undanfarin ár, gleðir verið haldnar mánaðarlega, en kvöld- vökur að jafnaði tvisvar í viku, kynnisferðum ýmsum verið áleiðis snúið, skólablaðið ísleifur komið út tvívegis, málfundir orðið lifandi og skemmtilegir, nefndir allar og starfshópar unnið hið ágætasta verk. Hlutur eldri nemenda í félags- starfi fer nú sívaxandi, og verður slíkt seint fullþakkað. Nemenda- samband Skálholtsskóla hélt mannfagnað í Reykjavík á hausti en nemendamót hér í Skálholti í marslok, auk tíðra heimsókna góðra gesta úr hópi Skálhyltinga frá fyrri árum við ýmis önnur tækifæri. Sérstök ástæða er til að fagna því, að síðla vetrar komust á tengsl milli Nemendasambands Skálholtsskóla og Sambands sænskra lýðháskólanema. Sat for- maður Nemendasambandsins fund í Svíþjóð þessu til staðfest- ingar. Hér er enn á ferð eitt dæmi þess, að lýðháskóli á íslandi, sem af stað fór við litlar undirtektir alls þorra manna en einbeitni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.