Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
Áfengislöggjöfin verði endurskoðuð:
Frávlsun artillaga við frumvarp
um einkasölu á bruggefnum
Á fundi efri deildar alþingis í gær kom frumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis, að henni einni yrði
heimilt „að flytja inn tilbúin bruggunarefni, hverju nafni sem nefnast“. Meiri hluti fjárhags- og
viðskiptanefndar lýsti sig sammála tillögunni, en minnihlutinn, Jón G. Sólnes, lýsti yfir andstöðu við
frumvarpið. Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Eyjólfur K. Jónsson fluttu svohljóðandi frávísunartiliögu
við frumvarpið. en atkvæðagreiðslu var frestað:
Jón Helgason
Það er mikiö um að vera á Þessari mynd, enda mikið aö gerast á Alpingi þessa dagana. Stefnt er aö
Þinglausnum ekki síðar en miðvikudaginn 23. Þ-m.
Með því að
a) vandi þjóðarinnar í áfengis-
málum er fólginn í mikilli
neyzlu áfengra drykkja,
b) úrbætur í áfengismálum leiða
til minnkandi tekna ríkissjóðs
af áfengissölu,
c) æskileg þróun er, að ríkissjóður
byggi sem minnst á tekjum af
áfengissölu, en
d) frumvarp þetta stefnir í öfuga
átt með þeim tilgangi sínum að
auka tekjur ríkissjóðs af
áfengissölu
samþykkir deildin að taka fyrir
næsta mál á dagskrá í trausti
þess, að ríkisstjórnin láti endur-
skoða áfengislöggjöfina í þeim
tilgangi að draga úr áfengisneyzlu
þjóðarinnar, stuðla að hófsemi í
meðferð áfengra drykkja, efla
bindindi í landinu og auka aðstoð
við drykkjusjúklinga, enda verði
málið lagt fyrir Alþingi í byrjun
næsta þings.
Jón Helgason (F) sagði, að
meiri-hluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar legði til, að frumvárpið
yrði samþykkt, en tók jafnframt
fram, að til þess lægju ekki aðeins
fjárhagsleg rök, heldur væri hér
um mjög alvarlegt heilbrigðismál
að ræða, sem virtist vekja vaxandi
athygli á alþjóðavettvangi.
Hann sagði í sambandi við
dagskrártillöguna að hann væri
sammála því, að nauðsynlegt væri
að taka áfengislöggjöfina til
endúrskoðunar, en taldi að það
væri hægt, þótt frumvarpið næði
fram að ganga.
verði að leggja fram frumvarp í
byrjun næsta þings. Það eru eðli-
leg vinnubrögð, ef Alþingi vill
fallast á þetta sjónarmið, að vera
ekki að krukka í áfengislögin
núna, sízt með þessum hætti.
Jón G. Sólnes (S) sagði, að eins
og fram kæmi í nefndaráliti sínu,
legði minnihlutinn til að frum-
varpið yrði fellt. — Flutningur
þess er viðurkenning á þeirri
staðreynd, að áfengir drykkir eru
framleiddir í stórum stíl af þjóð-
inni án þess að ríkissjóður hafi
teljandi tekjur af, sagði þingmað-
urinn. Þess vegna var frumvarpið
ekki flutt til þess að hindra það,
að þjóðin neytti áfengis, heldur til
þess að koma því til leiðar, að slík
neyzla fari ekki fram nema gold-
inn sé tilskilinn skattur í ríkis-
sjóö. Keisarinn vill fá það sem
keisarans er. Og í gegnum allar
greinar frumvarpsins og í öllum
athugasemdunum er þetta höfuð-
atriðið, að setja fyrir þennan leka
hjá ríkissjóði, sem felst í því að
framleiddir eru áfengir drykkir
með þeim ágætu tækjum, sem
almenningur hefur komið sér upp,
úr efnum, sem ríkisstjórnin taldi
frumskyldu sína að niðurgreiða.
Þingmaðurinn sagðist vel geta
hugsað sér að greiða hinni rök-
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) gerði grein fyrir dagskrár-
tillögunni og sagði, að hún byggði
á því, að áfengisvandamálið væri
eitt stærsta vandamál okkar, en of
mikil áfengisneyzla væri frum-
orsök þess. — Ef við ætluðum í
alvöru að ráðast gegn vandanum,
þýddi það minnkandi tekjur ríkis-
sjóðs. Og meira en það, sagði
þingmaðurinn, við verðum að gera
okkur grein fyrir þessu og sætta
Jón G. Sólnes
Þorvaldur Garðar
studdu dagskrá atkvæði, þótt
hann segðist ekki sammála öllum
forsendum hennar — Ég er svo
raunsær, að mér finnst það ósk-
hyggja að ríkið byggi sem minnst
á tekjum af áfengi, sagði þing-
maðurinn, enda sagðist hann telja
að hvorki flutningsmenn né
alþingismenn almennt sæju neitt
athugavert við það, þótt áfengis-
neysla yrði áfram góður og gildur
skattstofn. Hins vegar taldi hann
að það væri ekki nema ein leið til
þess að mæta tekjumissi ríkis-
sjóðs af hinni miklu framleiðslu
áfengra drykkja, en hún væri sú
að hafa áfengt öl til sölu og
dreifingar hjá ríkinu. Sagðist
hann ekki í nokkrum vafa um, að
menn myndu ekki nenna að
standa í því að brugga, ef þeir
gætu fengið öl, — þótt það væri
ekki nema 3—3'h%. — Lausnin er
ekki sú að hefja einkasölu með
eitthvert gerla- og sveppadót,
sagði þingmaðurinn. Helmingur
þjóðarinnar fer til útlanda á
hverju ári og mér er sagt, að það
sé hægt að koma fyrir í umslagi,
sem hægt er að stinga í vasann,
efni, sem dugir til framleiðslu á
þúsundum af lítrum. Af þessu
geta menn séð gagnið af löggjöf
eins og hér er talað um.
Jón Helgason (F), ítrekaði sín
fyrri ummæli um stuðning við
endurskoðun áfengislöggjafarinn-
ar, en taldi jákvætt að ríkissjóður
fengi tekjur af þeirri áfengis-
neyzlu, sem fram færi í landinu.
okkur við það fyrir hönd ríkis-
sjóðs. Þess vegna hlýtur það að
vera æskileg þróun, að ríkissjóður
byggi sem minnst á tekjum af
áfengissölu. Það virðist Ijóst og
rökrétt. Þess vegna kemur til-
gangur þessa frumvarps þvert á
þessa hugsun, en hann er sá að
auka tekjur ríkissjóðs af áfengis-
sölu eða firra hann hugsanlegu
tekjutapi. Þess vegna sjáum við
okkur ekki fært að fylgja frum-
varpinu, en teljum á hinn bóginn
mikla þörf á að endurskoða
áfengislögin í heild með þau
markmið í huga, sem í hinni
rökstuddu dagskrá segir.
Þingmaðurinn vék síðan að
þeim ummælum Jóns Helgasonar
að það væri hægt að samþykkja
frumvarpið, en endurskoða
áfengislöggjöfina samt sem áður.
Á bak við þá hugsun lægi sá
tilgangur að auka tekjur ríkis-
sjóðs af áfengissölu, en það væri
ekki næg ástæða til að vega á móti
heildarendurskoðun áfengislög-
gjafarinnar. — Ef ráðamenn hafa
þá skoðun að viljá ráðast gegn
áfengisvandanum, sagði þing-
maðurinn, verða þeir að venja sig
við þá tilhugsun að tekjur ríkis-
sjóðs minnki. Við leggum mikla
áherzlu á að endurskoðun áfengis-
laganna verði svo hraðað, að unnt
Gengismunur
í september 1978:
Lög um
ráðstöfun
gengis-
hagnaðar
Á fundi efri deildar sl.
þriðjudag voru samþykkt lög um
ráðstafanir vegna ákvörðunar
Seðlabanka íslands um breyt-
ingu á gengi íslenzkrar krónu.
I lögunum er gert ráð fyrir því,
að 50% af því, sem kemur í
gengismunarsjóð vegna ýmissa
sjávarafurða, skuli renna til
viðkomandi deilda Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins eða vera
stofnfé deildar fyrir saltsíld. Um
hin 50% skal fara sem hér segir:
1) 50%. skal veitt til hagræðing-
ar í fiskiðnaði og til þess að
leysa sérstök staðbundin
vandamál.
Lánin skulu einkum veitt til
tæknilegrar hagræðingar, svo
sem til vélakaupa, endur-
nýjunar á vinnslurásum og til
að koma upp kældum fiskmót-
tökum. Þar sem sérstaka
nauðsyn ber til að tryggja
atvinnuöryggi, koma í veg
fyrir atvinnubrest eða ná
fram gagnkvæmari rekstrar-
einingum er þó einnig heimiit
að veita lán til fjárhagslegrar
endurskipulagningar fyrir-
tækja í fiskvinnslu.
2) 40% skal varið til að létta
stofnfjárkostnaðarbyrði
eigenda fiskiskipa, sem orðið
hafa f.vrir gengstapi vegna
erlendra og gengistryggðra
lána.
3) 10% skal renna í sérstakan
sjóð ti þess að greiða fyrir því,
að útgerðaraðilar geti hætt
rekstri úreltra fiskiskipa.
Heimilt er að sameina þennan
sjóð Aldurslagasjóði fiski-
skipa og skal að því stefnt.
Áður en kemur til skipta á fé
skv. a- og b-lið þessarar greinar,
skal greiða lífeyrissjóði sjó-
manna 75 millj. kr. t-il að
verðbæta örorku- og lífeyris-
greiðslur og aðrar trygginga-
bætur til sjómanna og 15 millj.
kr. til orlofshúsa sjómannasam-
takanna, og enn fremur 10 millj.
kr. sem varið yrði til öryggismála
sjómanna skv. nánari ákvörðun
sjávarútvegs- og samgöngu-
ráðherra.
Þetta stjórnarfrumvarp var 7.
mál þingsins, lagt fram þegar í
haust, þó ekki hafi hlotið
fullnaðarafgreiðslu fyrr en nú.
^ *
aEIííjge
Frumvarp um lyfjadreifingu:
Sala í lyfjabúðum
bundin lyfjavörum
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp um lyfjadreifingu í 63.
gr. Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra tók það fram, þegar hann
mælti fyrir frumvarpinu á þriðjudag, að ekki væri gert ráð fyrir því,
að frumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi.
Frumvarpið er samið af átta manna nefnd, sem skipuð var til að gera
tillögur um tilhögun lyfjadreifingar í landinu á grundvelli ákvæðis í
samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segir: „Athugað verði
að tengja lyfjaverzlun heilbrigðisþjónustu og setja hána undir
félagslega stjórn."
í frumvarpinu er þó ekki gert ráð fyrir því að taka upp þjóðnýtingu
lyfjabúða, en lagt til að tekin verði upp umdæmisskipun lyfjasölunnar
og höfð náin hliðsjón af skiptingu héraða í heilsugæsluumdæmi í því
sambandi. Gert er ráð fyrir því, að Háskóli íslands fái heimild til að
kaupa eina af starfandi lyfjabúðum og starfrækja hana með sérstöku
tilliti til rannsókna og kennslu í lyfjafræði lyfsala. Gert er ráð fyrir, að
aðrar vörur en skilgreindar lyfjabúðarvörur séu ekki til sölu i
lyfjabúðum, sem er breyting frá núgildandi lögum, jafnframt er kveðið á
um það, að starfandi læknar, lyfsalar og aðrir starfsmenn lyfjabúða og
sjúkrahúsapóteka megi ekki vera umboðsmenn erlendra sérlyfjafram-
leiðenda.