Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 33 Pétur Pétursson þulur: Hvort ber að virða Svo sem alþjóð er í fersku minni eyddi Sjónvarpið feikifé í kvikmyndun á sögu Lénharðs fógeta. Fór þar fjárhæð er nægt hefði í fleiri en einn sundlaugar- poil fatlaðra. í sjálfu sér væri ekki ástæða til þess að sýta þá meðferð fjármuna ef annað og miklu alvarlegra hefði ekki siglt í kjölfarið. Þar á ég við þá hnignun siðferðis að ætla sér að láta lögbók Lénharðs fógeta gilda í skiptum við fjöldahreyf- ingar almúga, en neita að hlýða reglugerð Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra um óhlutdrægni í fréttaflutningi og viðtölum. Með frávísun tilmæla okkar Andófsmanna hefir fréttastofa Sjónvarpsins sýnt að starfsmenn hennar skipa sér í sveit Lén- harðs fógeta. Áfrýjun til út- varpsráðs sýnir að einnig þar á bæ hafa ráðsmenn ánetjast hug- myndafræði Lénharðs um ofríki og fyrirlitningu á almúga. Ut- varpsráðsmenn hirða ekki um ótvíræðar reglur útvarpsstjóra, settar lögum samkvæmt, sem leiðsögn í starfi fréttastofa beggja deilda. Slíkar reglur eiga að þeirra dómi að hanga á vegg sem stofuprýði, eða setið á þeim eins og sóffapúða. I skiptum við andófshreyfingar fólks eiga ákvæði Lénharðs fógeta að taka gildi án tafar Allar tilraunir frjálsborinna til andófs skulu lagðar lensum fógetans. Röksemdir Lénharðsmanna eru þessar. Andóf er „sjálfskip- aður“ fulltrúi og á engan rétt. Talsmaður þessarar skoðunar, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans, sá er hefir tekið að sér það hlutverk í forystugrein- um að sætta köttinn og kana- rífuglinn, er einn af stjórnar- mönnum Amnesty Internation- al. Það er félagsskapur er vinnur að réttarvernd. Félag þetta, sem skipað er „sjálfskipuðum" áhugamönnum um mannúð og réttvísi, hefir með starfi sínu komið mörgu til leiðar. I þjóðviljanum birtir Einar Karl viðtal við formann útvarps- ráðs um kæru Andófs á hendur fréttastofu Sjónvarpsins vegna synjunar við tilmælum Andófs um að fulltrúi þess kæmi fram í fréttum, svo sem reglugerð út- varpsstjóra mælir fyrir. Landvörn — Andóf 1902 Samkvæmt kenningum Ólafs Einarssonar voru Landvarnar- menn „sjálfskipaður" málsaðili í stjórnfrelsisbaráttu íslendinga í byrjun 20. aldar (1902). „Mynd- aðist brátt gallharður andófs- flokkur „Landvörn““, segir Jón Helgason, biskup í Árbókum Reykjavíkur. Eg bendi nemendum Ólafs á að biðja kennarann að gera grein fyrir hvenær „sjálfskipaðir" hópar öðlast rétt til viðtals í fjölmiðlum. Þarf gæðastimpil Neytendasamtakanna eða staðfestan úrskurð einkaleyfis- skrifstofunnar til mannréttinda- baráttu á stjórnardögum Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins? Pöntunarfélag verkamanna átti mjög örðugt uppdráttar hér í borg er það hóf verzlunarrekst- ur. Lengi vel var því synjað um viðskipti og vörukaup hjá heild- verzlunum. Töldu stórkaupmenn að Pöntunarfélagið væri „sjálf- skipaður" aðili fátækra verka- manna er eigi bæru skyn á flókin verzlunarmál. Verkamenn þráuðust við og efldu samtök sín. Það leiddi svo til stofnunar KRON. Þannig óx „sjálfskipaðri“ hreyfingu afl til stórræða. Samkv. kenningu sagn- fræðingsins er almúganúm bannað að skipa sér í nýjar hreyfingar og efla samtök sín. Samtrygging ísl. stjórnmálafor- ingja hefir megnustu óbeit á afskiptum fjöldans. Fólkið á einfaldlega að velja milli þeirra sem eru á „markaðnum“ í lögleg- um neytendaumbúðum. Heima- bakaðar kleinur og skonsur almúgans víkja fyrir tertubotn- um stéttasamvinnunar. Ólafur Einarsson hefir lagt stund á fræðistörf í dönskum Andóf ’32. Pétur Pétursson gerði útvarpsþætti fyrir nokkrum árum um Gúttó og ræddi m.a. við Erling Klemensson (t.v.) og Adolf J.E. Petersen (t.h.) um Gúttó-slaginn. — reglur útvarpsstjóra eda lögbók” Lénharðs fógeta 99 söfnum. Hann á fyrir alla muni að halda sig við Salomonsens lexicon, Kraks vejviser og Ferðahandbókina en láta bréf almúgamanna ósnert. 9. nóvemher 1932 í riti þeirra félaga Ólafs Einarssonar og Einars Karls Haraldssonar „Gúttóslagurinn“, er birt mynd er tekin var þá er ég átti tal við tvo „sjálfskipaða" fulltrúa reykvískra verkamanna Erlíng Klemensson og Adolf Petersen, er greindu frá Andófi ’32, varnarbaráttu fátækra verkamanna, er létu lönd og leið sundrungu foringjanna og sam- einuðust um að slá niður kaup- lækkunartilraunir afturhalds- ins. Ég læt í ljós furðu mína. Hvers vegna létu þeir sér ekki nægja að tala við „báða deilu- aðila“? íhaldsfulltrúa bæjar- stjórnarinnar og forkólfa Alþýðusambandsins. Hvaða erindi áttu óbreyttir verkamenn í sagnfræðirit þeirra félaga, er þeir kenna við „blaðamennsku- sagnfræði”? Vor í verum. — Biti framan vinstra Sagnfræðingurinn ætti að ómaka sig á fund Jóns Rafnsson- ar, aldraðs baráttumanns og spyrja hann hvað frumherjar í verkalýðsbaráttu hafi að segja um þessar nýju kenningar postula stéttasamvinnunnar um afstöðu til málfrelsis í kjaradeil- um. Jón var einn kunnasti bar- áttumaður „sjálfskipaðra“ verkamannahópa og tók virkan þátt í deilum. Hvað um „skæru- hernaðinn", eitt helsta skraut- blóm í hnappagati Sósíalista- flokksins sæla? Á að einskorða málfrelsi verkalýðsins við þá sem bera eyrnamarkið: Biti framan vinstra.? Norðurreið Skagíirðinga Saga upphlaupa alþýðu og kotbænda gegn yfirgangi höfðingja greinir m.a. frá norðurreið Skagfirðinga. Þá sveipuðu skagfirskir kotbændur og leiguliðar rauðum treflum um háls sér og riðu að amtmanns- setrinu á Möðruvöllum. Þeir hrópuðu: Drepist kúgungar- valdið. Hér voru að verki mjög óformleg samtök almúgans. Einskonar andófshópur. „Sjálf- skipaðir” almúgamenn og kot- karlar þessir skráðu athyglis- verðan kafla í sögu samtíðar sinnar. Fræg er Áshildarmýrarsam- þykkt Árnesinga. Minnismerki rís á staðnum til vitnis um þann atburð er óbreyttir bændur risu gegn kúgunarvaldi. Hefði Ólafur Einarsson varnað þeim aðgangs að útvarpi og sjónvarpi? Þeir voru ekki að samþykkja ársreikninga Mjólkurbús Flóa- manna eða Kaupféiags Árnes- inga. Við andófsmenn vitnum m.a. í þann rétt okkar, sem almennra félaga í BSRB, að hafa afskipti af málefnum okkar eigin sam- taka. Sá réttur okkar, að vera annarrar skoðunar en forystu- menn, er löghelgaður. I fyrsta lagi sem frumréttur frjálsra manna. I öðru lagi sem viður- kenndur réttur þeirra er hafa svipaðar skoðanir, að mynda með sér samtök og halda mál- stað sínum á loft í heyrenda hljóði. Lexikonistum ber að halda sig við handbækur og línurit. Þeir kunna ekki að þreifa á slagæð stéttabaráttu og fjölda- hreyfinga. I stað þess að framfylgja augljósu og skýru reglugerðar- ákvæði útvarpsstjóra í reglum um fréttaflutning Ríkisútvarps- ins gengur formaður útvarps- ráðs til liðs við Eið Guðnason, og snýr sókn sinni á hendur undir- rituðum, fyrir meint afglöp í starfi. Ég þekki illa skopskyn þjóðarinnar ef hún á ekki eftir að brosa að tilburðum útvarps- ráðs til þess að leiða athygli frá kröfu okkar andófsmanna um réttlæti, að aumlegum og hjá- kátlegum tilburðum til þess að víta undirritaðan. „Rætt var við báða deiluaðila," upplýsa þeir Einar Karl og Ólafur. Voru þeir Kristján Thorlacius og Tómas Árnason „báðir deiluaðilar", þeir er lögðu saman fram undirritaðan samn- ing. Ef leigjandi í húsi hjóna deildi við þau um rétt sinn væri þá fullnægt réttlæti með því að ræða við hjónin, húseigendur? Væri það að ræða við „báða deiluaðila“? Kristján: Við sigruðum Tómas: Við töpuðum Samt börðust „báðir aðilar" fyrir sama málstað. E.t.v. má kalla þetta báða deiluaðila. En það er hið eina er þeir deildu um. Önnur niðurstaða en þeirra komst ekki að. Við munum að sjálfsögðu áfrýja niðurstöðu útvarpsráðs. Hefja málsókn á hendur þeim er hefta vilja frjálsan fréttaflutn- ing, en veifa í stað þess „lögbók" Lénharðs fógeta. Til er saga um bónda einn er átti í málaferlum og hafði rang- an málstað að verja. Hann varð sér úti um dugandi málflutn- ingsmann er tókst með laga- krókum að vinna sigur á and- stæðingi sínum, þeim er sótti rétt mál og hefði átt að sigra. Að fengnum sigri fyrir bóndann sendi málflutningsmaðurinn honum skeyti er hljóðaði svo: Réttlætið sigraði. Bóndinn símaði um hæl: Hvað á ég að borga? Við þykjumst þess fullviss að hér muni fara á annan veg. Við væntum þess að réttlætið sigri. Ekki gerviréttlæti, heldur ótví- ræður réttur samtaka vorra. Ólafur Einarsson formaður útvarpsráðs og félagar hans hafa valið þá stefnu að neita að viðurkenna aðra talsmenn en fulltrúa minnihlutans. Virða að vettugi sjálfsagðan rétt fjölda- hreyfingar til þess að láta í ljós álit og draga ályktanir. Réttur okkar Við leggjum ríka áherzlu á það, að með samningi forystunn- ar, er hún mælti fyrir með þvílíku ofurkappi, höfðum við engin önnur úrræði, áttum eigi annarra kosta völ en að fylkja okkur saman tii andófs og fundahalda meðal almennra félaga. Hvernig ber að snúast við forystu sem vill leiða fjöldann á villigötur? Hlustar ekki á álit þeirra er sjálfir eiga að starfa við þau kjör er forystan ætlar að semja um. Er það ekki heilög skylda hvers manns að snúast til varnar rétti sínum. Réttinum til þess að eiga hlutdeild í að ákvarða kjör sín og réttindi. Við vildum ekki una því að við værum afhent stjórnvöldum eins og dilkakjöt er afgreitt úr kæli- ge.vmslu í tonnatali til mötu- neytis á veizluborð yfirstéttar- innar. Ég bið þá félaga að skýra fyrir okkur og öðrum til hverra ráða við áttum að grípa ef ekki einmitt þeirra er við völdum. Alþýðubandalagið hefir hampað því að það væri fulltrúi verkalýðshreyfingar og félags- hyggju. Það hefir unnið sér talsvert fylgi vegna þess að það hefir með ýmsum hætti talað máli vinnandi fólks. í málum okkar opinberra starfsmanna og annars verkalýðs hefir það brugðist vonum er margir bundu við það. Samið og makkað í stað þess að túlka málstað okkar. Ánetjast hugmynda- og kreppu- stefnu borgaranna. Andóf eru samtök er stofnuð voru til þess að vekja baráttuvilja launa- manna og rétta stöðu þeirra. Hver áminnir hvern? Á s.l. ári varði ég rétt tveggja útvarpsþula til þess að koma frani á kosningafundi Alþýðu bandalagsins, en Eiður Guðna- son hafði lýst andúð sinni á tiltæki þeirra og efnt til undir- skriftarsöfnunar félaga sinna í Sjónvarpinu til þess að andmæla því. Eins og ég tók svari þessara félaga minna þá, er ég einnig reiðubúinn til þess að eyða í það orku og tíma að tryggja rétt svæsnustu andstæðinga minna til þess að rödd þeirra fái einnig að hljóma. Þei-r sem kenna sig við lýðræði verða að gera sér ljóst, að frumréttur mannsins er að lýsa skoðun sinni í heyrenda hljóði og á prenti. Jafnframt því sem við virðum þann sjálfsagða rétt gerum við okkur grein fyrir því að meðan auði er misskipt njóta menn lýðræðis með mjög misjöfnum hætti, sökum þess aðstöðumunar er skipting auðs- ins hefir í för með sér. Nú gengur Ólafur Einarsson til liðs við Eið Guðnason og varnar okkur Andófsmönnum máls. I krafti 7. gr. útvarps- reglugerðarinnar bíðum við og sjáum hver áminnir hvern. Þjóðviljinn sendi okkur tóninn dag eftir dag meðan á baráttu okkar stóð. Margendurtók að öll barátta okkar væri byggð á misskilningi. Forystugrein Þjóð- viljans hinn 9. þ.m. ber þó annað með sér en að um misskilning okkar hafi verið að ræða: Greinarhöfundur EKH, segir: „Úrslitin í BSRB gera það hins vegar að knýjandi nauðsyn að ríkisstjórnin hugsi kjaramála- stefnu sína upp á nýtt. Alþýðu- bandalagið mun setja íram ákveðnar stefnukröfur í kjara- málum og miða að afturhvarfi til upphaflegrar stefnu.” Er til augljósari viðurkenn- ing á því að við Andófsmenn höfðum á réttu að standa. Mis- skilningurinn var hjá ritstjórn Þjóðviljans og forystu BSRB. „Sendinefnd áheyrenda“ I sögu sinni af „Gúttóslagn- um“ 9. nóv. 1932 hampa þeir félagar EKH og ÓE „sendinefnd áheyrenda fyrir utan“, sem ræðir við bæjarstjórn Reykja- víkur fundardaginn. Forinaður útvarpsráðs, fulltrúi Alþýðu- bandaiagsins, stendur langt að baki bæjarstjórnarfulltrúum íhaldsins ef saman eru borin viðbrögð hans um rétt „áheyrcnda fyrir utan". Við Andófsmenn verðum þá að tileinka okkur baráttuaðferðir er þeir félagar EKH og ÓE lýsa frá fyrri árum: „barátta var háð utan stofnana og sterki þáttur- inn var skipulagning skyndiaðgerða...“ og „flokkur- inn „beitti alhliða mótmæiaað- gerðum". Verkalýðssaga Það er vel við hæfi að ljúka þessum pistli með tilvitnun í bók þeirra félaga Einars Karls og Ólafs Einarssonar: „Níundi nóvember hafði mikil- væg áhrif í þessu sambandi því mitt í slagnum mynduðust þau tengsl milli kommúnista og hinna róttækustu í Alþýðu- flokknum, sem í lok stéttabar- áttunnar á fjórða áratugnum lögðu grundvöllinn að því sem Halldór Laxness kallaði „samfylkingu fólksins". Þannig liggja þræðir frá slagnum ní- unda nóvember til stofnunar Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, árið 1938 og sigra verkalýðshreyfingarinnar í stéttaátökunum 1942. Þessi sam- fylking breytti jafnframt valda- hlutföllunum innan verkalýðs- hreyfingarinnar." Og að síðustu er ástæða til að taka undir lokaorð höfunda: „íslendingar hafa sinnt sam- tímasögu sinni, ekki síst verka- lýðssögu, ósæmilega illa. Hafi höfundum tekist að kynda undir áhuga á að sinna þessum þætti betur er tilganginum náð “ Við tökum þátt í þeirri sögu- ritun með verkum okkar Kf útvarpsstjóri vill vera okkur Torfi í Klofa. þá erum við hans menn í haráttunni við lið I.én- harðs fógeta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.